2019
Vantar þennan mikilvæga hluta í hirðisþjónustu ykkar?
Október 2019


Reglur hirðisþjónustu, október 2019

Vantar þennan mikilvæga hluta í hirðisþjónustu ykkar?

Hirðisþjónusta felst í því að „[fagna] með fagnendum,“ engu síður en að „[gráta] með grátendum“ (Rómverjabréfið 12:15).

Ljósmynd
ministering

Teikning eftir Augusto Zambonato

Þegar við hugsum um hirðisþjónustu hneigjumst við til þess að hugsa um hina þurfandi. Við tölum um garðverk fyrir ekkjuna, að færa hinum sjúka kvöldverð eða gefa þeim sem berst í bökkum. Við erum meðvituð um leiðsögn Páls um að „[gráta] með grátendum,“ en hyggjum við nægilega að fyrri hluta þessa vers – að „[fagna] með fagnendum“? (Rómverjabréfið 12:15). Að fagna með þeim sem við þjónum – hvort sem það er að fagna velgengni þeirra eða hjálpa þeim að finna gleði á erfiðum stundum – er mikilvægur hluti af því að þjóna eins og frelsarinn þjónaði.

Hér eru þrjár gagnlegar hugmyndir (og ein sem skal forðast) til að leggja áherslu á hið góða sem Guð færir í líf okkar.

1. Verið meðvituð

Bonnie H. Cordon, aðalforseti Stúlknafélagsins, hjálpaði okkur að skilja að við þurfum að sjá þá sem við þjónum – ekki einungis að sjá byrðir þeirra og erfiðleika, heldur líka styrkleika, hæfileika og velgengni þeirra. Hún sagði að í okkur þyrftu þau að eiga „talsmann … og trúnaðarvin, einhvern sem þekkir aðstæður þeirra og styður [þau] í vonum þeirra og draumum.“1

Í dæmisögunni um sauðina og hafrana sagði frelsarinn að þeir sem yrðu honum til hægri handar, myndu spyrja: „Herra, hvenær sáum vér þig hungraðan og gáfum þér að eta eða þyrstan og gáfum þér að drekka?

Hvenær sáum vér þig gestkominn og hýstum þig?“ (Matteus 25:37–38).

„Bræður og systur, lykilorðið er að sjá,“ sagði systir Cardon. „Hinir réttlátu sáu þá sem voru í þörf vegna þess að þeir fylgdust með og tóku eftir. Við getum líka verið vakandi fyrir því að hjálpa, hugga, fagna og jafnvel dreyma.“2

2. Finnið ástæður til að fagna

Fagnið stórum og smáum sigrum. Það gæti verið sigur á krabbameini, að komast yfir sambandsslit, að finna nýja atvinnu eða týndan skó, lifa af mánuð eftir ástvinarmissi eða að vera án sykurs í viku.

Hringið til að færa hamingjuóskir, sendið póstkort eða farið út að borða í hádeginu. Við „getum samglaðst bræðrum okkar“ (Alma 30:34) með því að miðla blessunum hvers annars, vera þakklát og fagna blessunum og velgengni annara.

3. Sjáið hönd Drottins

Stundum þurfum við að hjálpa öðrum að sjá ástæður til að fagna – sama hvaða erfiðleikar eða dásemdir verða á vegi okkar. Sá einfaldi sannleikur að himneskur faðir er meðvitaður um okkur og fús til að lyfta okkur, getur verið dásamleg uppspretta gleði.

Þið getið hjálpað öðrum að sjá hönd Drottins í lífi þeirra, með því að segja þeim hvernig þið hafið séð hana í ykkar lífi. Verið nægilega opin til að segja frá því hvernig himneskur faðir hefur hjálpað ykkur að sigrast á áskorunum. Slíkur vitnisburður getur hjálpað öðrum að átta sig á og skilja hvernig hann hefur hjálpað þeim (sjá Mósía 24:14).

4. Haldið ekki aftur af fögnuði ykkar

Því miður getum við stundum haldið aftur af okkur við að fagna með öðrum, einkum ef við erum óframfærin og vitum ekki hvað við höfum fram að færa eða hvar við erum stödd í lífinu. Í stað þess að gleðjast yfir hamingju annara, þá föllum við í gryfju samanburðar. Öldungur Quentin L. Cook, í Tólfpostulasveitinni, kenndi: „Næsta víst er að gleðin kemst ekki að, ef við berum saman blessanir. Við getum ekki verið bæði þakklát og afbrýðissöm samtímis.“3

„Hvernig getum við sigrast á slíkum tilfinningum, sem næstum allir fá upplifað? spurði öldungur Jeffrey R. Holland, í Tólfpostulasveitinni.“ … Við getum talið okkar mörgu blessanir og fagnað árangri annara. Það sem betra er, við getum þjónað öðrum, sem er lang besta fyrirskipaða þjálfun hjartans.“4 Í stað þess að bera saman, getum við hrósað þeim sem við þjónum. Miðlið fúslega því sem þið hafið mætur á hjá þeim eða fjölskyldumeðlimum þeirra.

Við erum öll, líkt og Páll áminnir, limir á líkama Krists og þegar „einn limur er í hávegum hafður, samgleðjast allir limirnir honum“ (1. Korintubréfið 12:26). Við getum, með hjálp himnesks föður, verið meðvituð um upplifanir annara, stóra og smáa sigra þeirra, hjálpað þeim að sjá hönd Drottins í lífi sínu og við getum sigrast á afbrýðissemi, svo við getum sannlega fagnað saman yfir blessunum, hæfileikum og hamingju annara.

Heimildir

  1. Bonnie H. Cordon, „Að verða hirðir,“ aðalráðstefna október 2018.

  2. Bonnie H. Cordon, „Að verða hirðir.“

  3. Quentin L. Cook, „Fagnið!“ Ensign, nóv. 1996, 30.

  4. Jeffrey R. Holland, „The Other Prodigal,“ Liahona, maí 2002, 64.