Trúboðskallanir
1. kafli: Framfylgja trúboðstilgangi ykkar


„1. kafli: Framfylgja trúboðstilgangi ykkar,“ Boða fagnaðarerindi mitt: Leiðarvísir að miðlun fagnaðarerindis Jesú Krists (2023)

„1. kafli,“ Boða fagnaðarerindi mitt

Ljósmynd
Dan Jones prédikar

Dan Jones, einn mesti trúboði þessarar ráðstöfunar, prédikar fagnaðarerindið í Wales.

© 1993 Clark Kelley Price. Óheimilt að afrita.

1. kafli

Framfylgja trúboðstilgangi ykkar

Tilgangur ykkar: Bjóða öðrum að koma til Krists með því að hjálpa þeim að meðtaka hið endurreista fagnaðarerindi fyrir trú á Jesú Krist og friðþægingu hans, iðrun, skírn, gjöf heilags anda og með því að standast allt til enda.

Til hugleiðingar

  • Hver er tilgangur minn sem trúboði?

  • Hvaða valdsumboð og kraftur fylgja köllun minni?

  • Hvernig treysti ég á andann, ber kennsl á hann og kenni með honum?

  • Hvað er fagnaðarerindi Jesú Krists?

  • Hver er boðskapur endurreisnarinnar? Af hverju er hann svo mikilvægur?

  • Hver er ábyrgð mín við að byggja upp kirkju Jesú Krists?

  • Hvernig veit ég hvort ég sé farsæll trúboði?

Boð ykkar um að kenna hið endurreista fagnaðarerindi Jesú Krists

Það er fólk hvarvetna umhverfis. Þið mætið því á götum úti og ferðist meðal þess. Þið heimsækið það á heimilum þess og eigið samband við það á netinu. Öll eru þau börn Guðs – bræður ykkar og systur. Guð elskar þau rétt eins og hann elskar ykkur.

Margir meðal þessa fólks leita að tilgangi í lífinu. Þau hafa áhyggjur af framtíð sinni og fjölskyldu sinnar. Þau þarfnast þess að tilheyra og vita að þau eru börn Guðs og meðlimir í eilífri fjölskyldu hans. Þau vilja finna til öryggis í heimi breyttra lífsgilda. Þau þrá „frið í þessum heimi, og eilíft líf í komanda heimi“ (Kenning og sáttmálar 59:23).

Mörgum er aðeins „haldið frá sannleikanum vegna þess að þeir vita ekki hvar hann er að finna“ (Kenning og sáttmálar 123:12). Fagnaðarerindi Jesú Krists, eins og það var endurreist fyrir tilstilli spámannsins Josephs Smith, veitir eilífan sannleika. Þessi sannleikur hefur með andlegar þarfir fólks að gera og hjálpar því að uppfylla dýpstu þrár sínar.

Sem viðurkenndir fulltrúar Jesú Krists, kennið þið „[endurlausn] í heilögum Messíasi og [að hún komi] með honum“ (2. Nefí 2:6). Þið bjóðið fólki að koma til Krists til að trúa á hann og hið endurreista fagnaðarerindi hans. Þegar það meðtekur boð ykkar, mun það hljóta aukna hamingju, von, frið og tilgang.

Til að koma til frelsarans, þarf fólk að trúa á hann. Þið getið hjálpað því að þróa slíka trú með því að:

  • Kenna því hið endurreista fagnaðarerindi Jesú Krists og vitna um sannleika þess.

  • Bjóða því að skuldbinda sig að lifa samkvæmt kenningum þess.

  • Fylgja eftir og hjálpa því að bregðast við þeim skuldbindingum sem það hefur axlað.

  • Hjálpa því að hljóta upplifanir þar sem það skynjar áhrif heilags anda (sjá 1. Nefí 10:17–19).

Trú á Jesú Krist mun leiða fólk til iðrunar. Jesús gerði iðrun mögulega með því að friðþægja fyrir syndir okkar. Þegar fólk iðrast, mun það verða hreinsað af synd og vaxa nær himneskum föður og Jesú Kristi. Það mun upplifa gleðina og friðinn sem hlýst af fyrirgefningu.

Iðrun býr fólk undir skírnarsáttmálann og gjöf heilags anda. „Komið til mín,“ sagði frelsarinn, „og látið skírast í mínu nafni, svo að þér megið helgast fyrir móttöku heilags anda og þér fáið staðið flekklaus frammi fyrir mér á efsta degi“ (3. Nefí 27:20).

Þegar skilningur ykkar og vitnisburður vex um frelsarann og friðþægingu hans, munuð þið hljóta aukna þrá til að miðla fagnaðarerindinu. Þið, eins og Lehí, munuð finna „hversu mikilvægt er … að kynna íbúum jarðar þetta“ (2. Nefí 2:8).

Ljósmynd
Sýnin um lífsins tré

Lífsins tré, eftir Damir Krivenko.

Einkanám eða félaganám

Skoðið meðfylgjandi mynd þegar þið lærið sýnina um lífsins tré í 1. Nefí 8 og 11.

  • Hvað táknar lífsins tré í þessari sýn? (Sjá 1. Nefí 11:21–23.)

  • Hvað þráði Lehí eftir að hann neytti ávaxtarins? (Sjá 1. Nefí 8:10–18.)

  • Hvað þurfti fólkið að gera í sýninni til að neyta ávaxtarins? Hvað þurfum við að gera til að hljóta blessanir friðþægingar frelsarans? Á hvaða hátt hjálpa skuldbindingar og sáttmálar okkur að hljóta þessar blessanir?

  • Hvernig getið þið hjálpað öðrum að neyta ávaxtar fagnaðarerindisins?

Valdsumboð og kraftur köllunar ykkar

Þið eruð kölluð og sett í embætti til að „[kunngjöra] gleðitíðindin um mikinn fögnuð, já, hið ævarandi fagnaðarerindi“ (Kenning og sáttmálar 79:1). Þið getið, eins og synir Mósía, kennt með valdi og krafti Guðs (sjá Alma 17:2–3).

Undir handleiðslu Krists, var valdið til að prédika fagnaðarerindið endurreist fyrir tilstilli spámannsins Josephs Smith. Þegar þið voruð sett í embætti sem trúboðar, var ykkur úthlutað þessu valdi. Því fylgir réttur, forréttindi og ábyrgð þess að vera fulltrúi Drottins og kenna fagnaðarerindi hans.

Þetta vald felur í sér þá ábyrgð að lifa í samræmi við köllun ykkar. Takið embættisísetningu ykkar bókstaflega. Haldið ykkur fjarri synd og öllu grófu og dónalegu. Haldið ykkur fjarri hugsunarhætti heimsins. Fylgið stöðlunum í Trúboðsstaðlar fyrir lærisveina Jesú Krists. „[Verið] fyrirmynd trúaðra“ sem fulltrúar Drottins (1. Tímóteusarbréf 4:12). Heiðrið nafn Jesú Krists í orði og verki.

Auk valds, þurfið þið andlegan kraft til að framfylgja köllun ykkar. Guð veitir andlegan kraft þegar þið vinnið stöðugt að því að styrkja vitnisburð ykkar um hann, Jesú Krist, og sannleika fagnaðarerindisins sem þið kennið. Hann veitir andlegan kraft þegar þið biðjist fyrir, lærið ritningarnar og leitist við að uppfylla trúboðstilgang ykkar. Hann veitir andlegan kraft þegar þið keppið að því að að halda boðorð hans og sáttmálana sem þið gerðuð þegar þið meðtókuð helgiathafnir sáluhjálpar (sjá Kenning og sáttmálar 35:24).

Andlegur kraftur getur hlotist þegar þið:

Ritningarnám

Hvernig hljótið þið og styrkið vitnisburð?

Hvernig hljótið þið andlegan kraft?

Einkanám

Skoðið og hugleiðið eftirfarandi sáttmála sem þið hafið gert við Guð. Lærið um þær blessanir sem Guð hefur lofað þeim sem halda þessa sáttmála. Hugleiðið þær blessanir sem þið hafið hlotið með því að halda þá. Skrifið hugsanir ykkar í námsdagbók ykkar.

Skírn og staðfesting

Prestdæmisvígsla (fyrir öldunga)

Musterisgjöf

  • Lifið eftir hlýðnilögmálinu.

  • Hlýðið fórnarlögmálinu.

  • Hlýðið lögmáli fagnaðarerindis Jesú Krists.

  • Haldið skírlífislögmálið.

  • Haldið helgunarlögmálið.

  • (Sjá Almenn handbók, 27.2.)

Einkanám eða félaganám

Lesið Jóhannes 15:1–16. Á hvaða hátt er Kristur vínviðurinn? Hvernig eruð þið grein á þeim vínviði? Hvernig tengist embættisísetning ykkar þessu sambandi?

Lesið þjónustuvottorðið ykkar. Skráið tilfinningar ykkar og hugsanir varðandi það sem þið lesið. Í hvert sinn sem þið lærið þennan kafla, íhugið þá að endurtaka þetta ferli. Gætið að því hvernig tilfinningar ykkar breytast með tímanum.

Einkanám

Lærið Kenningu og sáttmála 109:13–15, 21–30, 38–39, 55–57. Þessi vers eru úr innblásinni vígslubæn spámannsins Josephs Smith fyrir Kirtland-musterið.

Skráið þær blessanir sem Joseph Smith bað um fyrir hina trúföstu sem hafa hlotið musterisgjöf í heilögu húsi Drottins. Hverjar eru tilfinningar ykkar varðandi þessar blessanir?

Leitist eftir því að hafa heilagan anda með ykkur

Þið hlutuð gjöf heilags anda þegar þið voruð staðfest sem meðlimir kirkjunnar. Sem trúboði – og allt til æviloka – verður eitt það mikilvægast sem þið gerið að hafa heilagan anda með ykkur (sjá 1. Nefí 10:17; 3. Nefí 19:9). Heilagur andi er þriðji aðili Guðdómsins.

Heilagur andi leiðir, kennir og huggar ykkur. Hann hreinsar og helgar ykkur. Hann vitnar um sannleikann og vitnar um föðurinn og soninn. Hann gerir trúarumbreytingu ykkar mögulega og þeirra sem þið kennið. (Sjá 3. Nefí 27:20; 28:11; Eter 12:41; Moróní 8:26; 10:5; Jóhannes 15:26.)

Heilagur andi mun „sýna yður allt, sem yður ber að gjöra“ (2. Nefí 32:5). Hann mun efla hæfni ykkar og þjónustu langt fram yfir það sem þið gætuð gert á eigin spýtur.

Að leitast við að hafa heilagan anda með ykkur, ætti að vera ein einlægasta þrá ykkar. Þið munuð finna samfélag hans er þið:

Ljósmynd
Russell M. Nelson forseti

„Ég hvet ykkur eindregið til að auka andlegt atgervi ykkar til að hljóta opinberun. … Ákveðið að takast á við hið andlega verk sem þarf til að fá notið gjafar heilags anda og heyrt betur og oftar rödd andans“ (Russell M. Nelson, „Opinberun fyrir kirkjuna, opinberun fyrir eigið líf,“ aðalráðstefna, apríl 2018).

Lærið að þekkja andann

Þið munið betur uppfylla trúboðstilgang ykkar þegar þið lærið að þekkja og fylgja leiðsögn heilags anda. Andinn hefur venjulega samskipti hljóðlega, gegnum tilfinningar ykkar og hugsanir. Leggið ykkur fram við að sækjast eftir, þekkja og fylgja þessum hljóðu hughrifum. Þau hljótast á marga vegu (sjá 4. kafla; sjá einnig Kenning og sáttmálar 8:2–3; 11:12–14; Galatabréfið 5:22–23).

Kenna með andanum

Fagnaðarerindi Jesú Krists er „kraftur Guðs til hjálpræðis hverjum þeim sem trúir“ (Rómverjabréfið 1:16). Af þeirri ástæðu þarf að kenna boðskapinn um endurreisn fagnaðarerindisins með guðlegum krafti – krafti heilags anda.

Drottinn sagði: „Andinn skal veitast yður með trúarbæn. Og ef þér meðtakið ekki andann, munuð þér ekki kenna“ (Kenning og sáttmálar 42:14; sjá einnig 50:13–14, 17–22). Þegar þið kennið með krafti heilags anda mun hann:

Drottinn mun blessa ykkur ríkulega þegar þið leitið heilags anda, treystið á hann og kennið með honum (sjá kafla 4 og 10).

Ljósmynd
Einn af öðrum, eftir Walter Rane

Fagnaðarerindi Krists og kenning Krists

Fagnaðarerindi Jesú Krists skilgreinir bæði boðskap ykkar og tilgang ykkar. Í því felst bæði „hvað“ og „af hverju“ varðandi trúboðsþjónustu ykkar. Fagnaðarerindi hans geymir alla þá kenningu, reglur, lögmál, boðorð, helgiathafnir og sáttmála sem nauðsynleg eru til sáluhjálpar og upphafningar.

Boðskapur fagnaðarerindisins er sá að við getum nálgast frelsandi, endurleysandi kraft Jesú Krists með því að iðka trú á hann, iðrast, láta skírast, meðtaka gjöf heilags anda og standast allt til enda (sjá 3. Nefí 27:13–22).

Þetta er líka þekkt sem kenning Krists. Við komum til Krists og frelsumst með því að lifa eftir þessari kenningu (sjá 1. Nefí 15:14). Þetta er kröftuglega kennt í Mormónsbók (sjá 2. Nefí 31; 32:1–6; 3. Nefí 11:31–40). Tilgangur ykkar er að hjálpa fólki að koma til Krists með því að hjálpa því að lifa eftir kenningu hans.

Ljósmynd
Hyrum Smith

„Prédikið frumreglur fagnaðarerindisins – prédikið þær stöðugt og endurtekið: Þið munið finna að dag fyrir dag munu nýjar hugmyndir og frekara ljós varðandi þær opinberast ykkur. Þið getið útvíkkað þær þannig að þið skiljið þær greinilega. Þið munið síðan getað gert þær skiljanlegri þeim er þið kennið“ (Hyrum Smith, í History, 1838–1856, bindi E-1 [1. júlí 1843–30. apríl 1844], 1994, josephsmithpapers.org).

Ritningarnám

Hvað kenna eftirfarandi ritningarvers og yfirlýsingar um fagnaðarerindi Jesú Krists og kenningu Krists? Skrifið athugasemdir í námsdagbók ykkar til að hjálpa ykkur að skilja og muna.

Ljósmynd
Trúarlegur umbreytingarmáttur Mormónsbókar, eftir Ben Sowards

Trú á Jesú Krist

Trú er undirstaða allra annarra trúarreglna. Hún er regla verka og máttar.

Trú okkar þarf að hafa Jesú Krist að þungamiðju, ef hún á að leiða til sáluhjálpar okkar. Frelsarinn kenndi: „Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf [eingetinn son] sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf“ (Jóhannes 3:16).

Trú á Jesú Krist felur í sér að trúa því að hann sé eingetinn sonur Guðs. Hún er að treysta á hann sem frelsara okkar og lausnara (sjá Mósía 3:17; 4:6–10; Alma 5:7–15). Hún er að bera fullt traust til hans og orða hans, kenninga og fyrirheita. Trú okkar á Krist vex þegar við fylgjum kenningum hans og fordæmi af einlægum ásetningi hjartans (sjá 2. Nefí 31:6–13; 3. Nefí 27:21–22).

Sem trúboðar, hjálpið fólki að taka á sig og halda skuldbindingar sem byggja upp trú þess á frelsarann. Þessar skuldbindingar búa það undir að meðtaka helgiathafnir og gera og halda helga sáttmála við Guð.

Iðrun

Trú á Jesú Krist leiðir okkur til að iðrast (sjá Helaman 14:13). Iðrun er það ferli að snúa sér til Guðs og hverfa frá synd. Þegar við iðrumst breytast gjörðir okkar, langanir og hugsanir og verða meira í samræmi við vilja Guðs.

Með friðþægingarfórn sinni, reiddi frelsarinn fram gjaldið fyrir syndir okkar (sjá Mósía 15:9; Alma 34:15–17). Þegar við iðrumst, getum við fengið fyrirgefningu vegna Jesú Krists og fórnar hans, því hann krefst réttar síns til miskunnar fyrir hina iðrandi (sjá Moróní 7:27–28). Í orðum Lehís spámanns, „felst endurlausnin í … verðleika, miskunn og náð heilags Messíasar“ (2. Nefí 2:6, 8).

Iðrun er miklu meira en að beita viljastyrk til að breyta hegðun eða sigrast á veikleika. Iðrun er að snúa sér af einlægni til Krists, sem gefur okkur kraft til að upplifa „gjörbreytingu“ í hjörtum okkar (sjá Alma 5:12–14). Hún felur í sér að lúta andanum af auðmýkt og beygja sig undir vilja Guðs. Þegar við iðrumst, aukum við skuldbindingu okkar til að þjóna Guði og hlýða boðorðum hans. Við erum andlega endurfædd í Kristi.

Iðrun er jákvæð regla sem færir gleði og frið. Hún leiðir okkur „undir vald lausnarans til hjálpræðis sálum [okkar]“ (Helaman 5:11).

Verið djörf og kærleiksrík við að hjálpa fólki að skilja hvers vegna það ætti að iðrast. Með því að bjóða fólkinu sem þið kennið að skuldbinda sig, bjóðið þið því að iðrast og veitið því von.

Ritningarnám

Hvað lærið þið af eftirfarandi ritningarversum um að boða iðrun?

Skírn

Trú á Jesú Krist og iðrun býr okkur undir helgiathöfn skírnar. „Frumgróði iðrunarinnar er skírn“ (Moróní 8:25). Við förum inn um hliðið til eilífs lífs þegar við erum skírð með niðurdýfingu af þeim sem hefur vald frá Guði.

Þegar við erum skírð, gerum við sáttmála við Guð. Þegar við höldum þennan sáttmála, lofar Guð að veita okkur samfélag heilags anda, fyrirgefa syndir okkar og veita okkur aðild að kirkju Jesú Krists (sjá Kenning og sáttmálar 20:77, 79; Moróní 6:4). Okkur er safnað saman til Drottins og erum andlega endurfædd gegnum þessa gleðilegu og vonarvekjandi helgiathöfn.

Að skíra og staðfesta fólkið sem þið kennið, er lykilatriði í tilgangi ykkar. Hjálpið því að skilja að til að verða hæf til skírnar, þurfi það að uppfylla skilyrðin í Kenningu og sáttmálum 20:37.

Félaganám

Kannið eftirfarandi ritningarvers:

Búið til tvo skrifaða lista, byggða á lærdómi ykkar á ofangreindum ritningarversum:

  1. Skilyrði fyrir skírn

  2. Sáttmálarnir sem gerðir eru við skírn

Ræðið við félaga ykkar hvernig kenna ætti öðrum þetta.

Staðfesting og gjöf heilags anda

Skírnin er tvíþætt: skírn í vatni og skírn með anda. Eftir að við erum skírð í vatni, lýkur skírninni með því að við erum staðfest með handayfirlagningu þess sem hefur vald frá Guði. Með staðfestingu, getum við hlotið gjöf heilags anda og fyrirgefningu synda okkar.

Spámaðurinn Joseph Smith kenndi: „Skírn með vatni er aðeins annar hluti skírnar og er einskis virði án hins hlutans ‒ sem er skírn með heilögum anda“ (Kenningar forseta kirkjunnar: Joseph Smith [2007], 95).

Alma kenndi: „Allt mannkyn … [þarf] að endurfæðast. Já, fæðast af Guði, hverfa úr viðjum holdlegs og fallins hlutskiptis í faðm réttlætisins, endurleyst af Guði og verða synir hans og dætur – og á þennan hátt verða þau ný sköpun“ (Mósía 27:25–26).

Fyrir hina iðrandi, er skírn í vatni og af anda andleg endurfæðing.

Ritningarnám

Hverjar eru sumar þeirra blessana að eiga gjöf heilags anda?

Af hverju eigum við að þrá gjöf heilags anda?

Standast allt til enda

Að fylgja Jesú Kristi er ævilöng skuldbinding. Við stöndumst allt til enda þegar við höldum áfram alla ævi að iðka trú á Krist, iðrast daglega, meðtökum allar helgiathafnir og sáttmála fagnaðarerindisins, höldum þá sáttmála og njótum samfélags heilags anda. Þetta felur í sér að endurnýja sáttmálana sem við höfum gert með því að meðtaka sakramentið.

Ljósmynd
Drottinn er minn hirðir, eftir Yongsung Kim

Drottinn er minn hirðir, eftir Yongsung Kim. Mynd birt með leyfi Havenlight.

Fagnaðarerindið – Vegur himnesks föður aftur til hans

Fagnaðarerindi Jesú Krists megnar að breyta því hvernig við lifum og hver við verðum. Reglur þess eru ekki bara skref sem við upplifum einu sinni á lífsleiðinni. Þegar við endurtökum þær gegnum lífið, færa þær okkur nær Guði og verða okkur sífellt meira gefandi lífsmynstur. Þær færa frið, lækningu og fyrirgefningu. Þær skilgreina líka þann veg sem himneskur faðir hefur gefið okkur til að eiga eilíft líf hjá honum.

Fagnaðarerindi Jesú Krists leiðir ykkur í því hvernig þið starfið sem trúboðar. Það gerir starf ykkar líka skilvirkara. Hjálpið fólki að öðlast trú á Jesú Krist til iðrunar (sjá Alma 34:15–17). Kennið og vitnið um að fylling fagnaðarerindis Jesú Krists og vald prestdæmisins hafi verið endurreist. Bjóðið fólki að láta skírast og lifa eftir kenningum frelsarans.

Fagnaðarerindi Jesú Krists blessar öll börn Guðs

Fagnaðarerindi Jesú Krists er fyrir öll börn Guðs. Ritningarnar kenna að „allir eru jafnir“ fyrir Guði. Hann býður „[öllum] að koma til sín og verða gæsku sinnar aðnjótandi. Hann neitar engum að koma til sín“ (2. Nefí 26:33).

Fagnaðarerindið blessar okkur í jarðlífinu og um alla eilífð. Við erum líklegust til að verða hamingjusöm – bæði sem einstaklingar og sem fjölskylda – þegar við lifum eftir kenningum Jesú Krists (sjá Mósía 2:41; „Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins,“ KirkjaJesuKrists.is). Að lifa eftir fagnaðarerindinu dýpkar gleði okkar, innblæs gjörðir okkar og auðgar sambönd okkar.

Einn dásamlegasti boðskapur hins endurreista fagnaðarerindis, er sá að við erum öll hluti af fjölskyldu Guðs. Við erum ástkærir synir hans og dætur. Burtséð frá fjölskylduaðstæðum okkar á jörðinni, er hvert og eitt okkar meðlimur í fjölskyldu Guðs.

Annar dásamlegur hluti boðskapar okkar er að fjölskyldur geti sameinast um eilífð. Fjölskyldan er vígð af Guði. Síðari daga spámenn hafa kennt:

„Sæluáætlun [himnesks föður] gerir fjölskylduböndin varanleg handan grafar. Helgiathafnir og sáttmálar í heilögum musterum gera einstaklingum mögulegt að komast aftur í návist Guðs og fjölskyldum að sameinast að eilífu“ („Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins“).

Margir hafa takmarkaða möguleika á hjónabandi eða kærleiksríkum fjölskyldusamböndum. Margir hafa upplifað skilnað og aðrar erfiðar fjölskylduaðstæður. Fagnaðarerindið blessar okkur þó hvert fyrir sig, óháð fjölskylduaðstæðum okkar. Þegar við erum trúföst, mun Guð sjá okkur fyrir leið til að hljóta blessanir kærleiksríkra fjölskyldna, hvort heldur í þessu lífi eða komandi lífi (sjá Mósía 2:41).

Boðskapur endurreisnarinnar: Undirstaða trúar

Sama hvar þið þjónið eða hverjum sem þið kennið, beinið þá kennslu ykkar að Jesú Kristi og endurreisn fagnaðarerindis hans. Þegar þið lærið kenninguna í trúboðslexíunum munið þið sjá að við höfum einn boðskap: Jesús er Kristur, frelsari okkar og lausnari. Fyrir tilstilli nútíma spámanns, hefur himneskur faðir endurreist þekkingu á áætlun sinni um sáluhjálp okkar. Áætlunin hefur Jesú Krist að þungamiðju. Með friðþægingarfórn sinni, gerir frelsarinn okkur öllum kleift að frelsast frá synd og dauða og snúa aftur til himnesks föður.

Hjálpið fólkinu sem þið kennið að skilja eftirfarandi:

  • Guð er raunverulegur faðir okkar á himnum. Hann elskar okkur fullkomlega. Sérhver manneskja á jörðu er barn Guðs og meðlimur í fjölskyldu hans.

  • Himneskur faðir sá okkur fyrir áætlun til að hljóta ódauðleika og eilíft líf, sem eru hans æðstu blessanir (sjá HDP Móse 1:39). Við höfum komið til jarðar til að læra, þroskast og búa okkur undir fyllingu blessana hans.

  • Sem hluta af áætlun sinni, hefur himneskur faðir gefið boðorð til að leiðbeina okkur í þessu lífi og hjálpa okkur að snúa aftur til sín (sjá t.d. 2. Mósebók 20:3–17).

  • Í þessu lífi syndgum við öll og deyjum öll. Vegna kærleika himnesks föður til okkar, sendi hann son sinn Jesú Krist til að leysa okkur frá synd og dauða.

  • Vegna friðþægingarfórnar Jesú, getum við verið hreinsuð af syndum okkar þegar við iðrumst og erum skírð og staðfest. Þetta færir okkur frið og gerir okkur kleift að snúa aftur til nærveru Guðs og hljóta fyllingu gleði.

  • Vegna upprisu Jesú, getum við risið upp eftir dauða okkar. Þetta felur í sér að andi og líkami hvers og eins munu sameinast á ný og lifa að eilífu.

  • Gegnumsneitt í sögu Biblíunnar opinberaði Drottinn fagnaðarerindi sitt og skipulagði kirkju sína fyrir tilstilli spámanna. Flestir höfnuðu því endurtekið. Endurtekið fráhvarf frá fagnaðarerindinu og þörfin fyrir endurreisn hófst á tímum Gamla testamentisins.

  • Eftir dauða og upprisu frelsarans, leiddu postular hans kirkjuna um tíma. Að lokum dóu þeir, prestdæmisvaldið glataðist og enn eitt fráhvarfið varð frá kenningum frelsarans. Fólk breytti kenningum og helgiathöfnum.

  • Fagnaðarerindi Jesú Krists var endurreist af himneskum föður fyrir milligöngu spámannsins Josephs Smith. Himneskur faðir og Jesús Kristur birtust Joseph vorið 1820. Joseph Smith meðtók síðar prestdæmisvaldið og var boðið að skipuleggja kirkju Jesú Krists aftur á jörðinni.

Kennið að kirkja Jesú Krists sé ekki bara önnur trúarbrögð. Kennið ekki heldur að hún sé amerísk kirkja. Kennið fremur að hún sé endurreisn „[fyllingar fagnaðarerindis]“ Jesú Krists (Kenning og sáttmálar 1:23). Að hún verði aldrei aftur tekin af jörðinni.

Mormónsbók: Annað vitni um Jesú Krist, ber vitni um Jesú Krist og guðlegt hlutverk hans sem frelsara heimsins. Hún er líka öflugur vitnisburður um að Jesús Kristur endurreisti fagnaðarerindi sitt og kirkju sína fyrir tilstilli spámannsins Josephs Smith. Bjóðið og hjálpið fólki að lesa Mormónsbók og biðjast fyrir vegna boðskapar hennar.

Treystið á hið undraverða loforð í Moróní 10:3–5. Hvetjið fólk til að spyrja Guð af fullri alvöru og einlægum ásetningi hvort Mormónsbók sé orð Guðs. Að biðja af einlægum ásetningi, sýnir vilja til að bregðast við svarinu sem hlýst fyrir tilstilli heilags anda. Sá vitnisburður verður undirstaða trúar einstaklings á að Kristur hafi endurreist kirkju sína. Hjálpið þeim sem þið kennið að leita sér þessarar andlegu staðfestingar.

Ritningarnám

Af hverju ættuð þið að nota Mormónsbók í trúboðsstarfi?

Einkanám

Ímyndið ykkur að þið séuð að fara að skrifa málsgrein á samfélagsmiðlum um boðskap endurreisnarinnar eða fyrir staðbundinn fréttamiðil. Skrifið titil sem lýsir meginboðskapnum í námsdagbókina ykkar. Skráið síðan hugsanir ykkar og tilfinningar varðandi þennan boðskap. Látið fylgja með hvernig aukinn skilningur á honum hefur breytt því hvernig þið lifið og hvernig þið lítið á heiminn umhverfis.

Stofna og byggja upp kirkjuna

Þegar Jesús Kristur endurreisti kirkju sína, bauð hann spámanninum Joseph Smith og öðrum að „stofna“ hana og „byggja [hana] upp“ (Kenning og sáttálar 31:7; 39:13). Kirkjan er stofnuð og byggð upp þegar fólk með vitnisburð er skírt og staðfest, heldur sáttmála sína, býr sig undir að fara í musterið og hjálpar við að styrkja deild sína eða grein.

Ljósmynd
maður biðst fyrir

Sem trúboði, hjálpið þið við að stofna og byggja upp kirkju frelsarans. Þið getið gert þetta á margan hátt. Þið getið stutt meðlimi þegar þeir miðla fagnaðarerindinu með reglunum um að elska, miðla og bjóða (sjá Almenna handbók, 23.1). Þið getið hjálpað fólki að skírast og vaxa í trú sinni. Þið getið hjálpað nýjum meðlimum að aðlagast hinu nýja lífi sínu og halda áfram að vaxa andlega. Þið getið líka hjálpað endurkomnum meðlimum að styrkja trú sína á Jesú Krist.

Nýir og endurkomnir meðlimir vaxa í vitnisburði og trú þegar þeir upplifa að fagnaðarerindið virkar í lífi þeirra. Til að koma þessu á framfæri, er mikilvægt að þeir:

  • Eigi vini sem eru kirkjumeðlimir.

  • Hljóti ábyrgð í kirkjunni.

  • Séu nærðir orði Guðs.

(Sjá Gordon B. Hinckley, „Converts and Young Men,“ Ensign, maí 1997, 47.)

Trúboðar, staðarleiðtogar og aðrir kirkjumeðlimir ættu fúslega að meðtaka tækifærið til að næra og styrkja nýja meðlimi og þá sem koma aftur. Sú þjónusta hjálpar að „halda þeim á réttri braut“ (Moróní 6:4).

Fara um og gera gott

Í jarðneskri þjónustu sinni þjónaði frelsarinn öðrum. Hann fór um og „gjörði gott“ og „prédikaði fagnaðarerindið“ (Postulasagan 10:38; Matteus 4:23). Þegar þið fylgið fordæmi hans, munið þið finna fólk sem þið getið þjónað og mun taka á móti ykkur.

Með þjónustu uppfyllið þið tvö æðstu boðorðin um að elska Guð og elska náungann (sjá Matteus 22:36–40; 25:40; Mósía 2:17). Með þjónustu gætuð þið og aðrir komið saman á áhrifaríkan, hvetjandi hátt.

Sem trúboði, innið þið af hendi skipulagða þjónustu í hverri viku (sjá Trúboðsstaðlar, 2.7 og 7.2, fyrir upplýsingar og leiðsögn). Undir handleiðslu trúboðsforseta ykkar, gætuð þið fundið tækifæri til að þjóna í samfélaginu gegnum JustServe (þar sem það er samþykkt) og mannúðar- og hamfaraverkefnum kirkjunnar.

Alla daga skuluð þið biðja og leita ófyrirséðra tækifæra til að gera gott. Hlustið á andann til að bera kennsl á tilefni til smárra góðverka sem þið getið gert.

Ljósmynd
Gordon B. Hinckley forseti

„Viljið þið vera hamingjusöm? Gleymið sjálfum ykkur og gefið ykkur heilskipt að þessum mikla málstað. Leggið krafta ykkar í það að hjálpa fólki. … Standið hærra, styrkið veikbyggð kné, lyftið máttvana örmum. Lifið eftir fagnaðarerindi Jesú Krists“ (Gordon B. Hinckley, Teachings of Presidents of the Church: Gordon B. Hinckley [2016], 209).

Ritningarnám

Hvaða hlutverki gegndi þjónusta í lífi frelsarans?

Hvaða hlutverki gegndi þjónusta í trúboði Ammons og Arons?

Hvað býður Drottinn ykkur að gera?

Árangursríkur trúboði

Árangur ykkar sem trúboði, ræðst fyrst og fremst af þrá ykkar og skuldbindingu til að finna, kenna, skíra og staðfesta fólk og hjálpa því að verða trúfastir lærisveinar Krists og meðlimir kirkju hans (sjá Alma 41:3).

Árangur ykkar ræðst ekki af því hversu mörgum þið kennið eða hjálpið til skírnar. Hann ræðst heldur ekki af því að gegna leiðtogastöðum.

Árangur ykkar veltur ekki á því hvernig aðrir velja að bregðast við ykkur, boðum ykkar eða einlægri góðvild. Fólk hefur sjálfræði til að velja hvort það meðtekur fagnaðarerindið eða ekki. Ábyrgð ykkar er að kenna skýrt og kröftuglega, svo það geti tekið upplýsta ákvörðun sem mun blessa það.

Íhugið dæmisögu frelsarans um talenturnar í Matteusi 25:14–28. Húsbóndinn, sem stendur fyrir Drottin, lofaði báða trúfasta þjóna sína, jafnvel þótt fórn þeirra væri mismikil (sjá Matteus 25:21, 23). Hann veitti þeim báðum sömu laun og bauð þeim að ganga „inn í fögnuð herra [síns]“ vegna þess að þeir efldu það sem þeim var gefið.

Guð hefur gefið ykkur hæfileika og gjafir til að nota í þjónustu sinni. Hæfileikar ykkar og gjafir eru öðruvísi en annarra. Viðurkennið að allt sé þetta mikilvægt, líka það sem er síður áberandi. Þegar þið helgið honum hæfileika ykkar og gjafir, mun hann efla það og vinna kraftaverk með því sem þið gefið af ykkur.

Forðist að bera ykkur saman við aðra trúboða og mæla ytri árangur af erfiði ykkar við þeirra. Samanburður leiðir yfirleitt til neikvæðra niðurstaðna, svo sem vonbrigða eða drambs. Samanburður er líka oft villandi. Það sem Drottinn vill er ykkar besta – að þið „[þjónið] honum af öllu hjarta yðar, mætti, huga og styrk“ (Kenning og sáttmálar 4:2; skáletrað hér).

Þið gætuð orðið miður ykkar, ef fólk frestar því að meðtaka fagnaðarerindið. Stundum gætuð þið fundið fyrir vonbrigðum. Hinir miklu trúboðar og spámenn í ritningunum urðu stundum fyrir vonbrigðum (sjá 2. Nefí 4:17–19; Alma 26:27). Á slíkum tímum skuluð þið fylgja fordæmi Nefís og snúa ykkur til Drottins, setja traust ykkar á hann, biðja um styrk og muna eftir því góða sem hann hefur gert fyrir ykkur (sjá 2. Nefí 4:16–35).

Ljósmynd
tveir trúboðar á bæn

Ef þið snúið ykkur til Drottins á erfiðum tímum, hefur hann lofað: „Ég styrki þig, ég hjálpa þér, ég styð þig“ (Jesaja 41:10). Með því að iðka trú á Krist, getið þið fundið frið og fullvissu yfir erfiði ykkar. Trú mun hjálpa ykkur að sækja fram og viðhalda réttlátum þrám.

Einblínið á skuldbindingu ykkar við Krist og trúboðstilgang ykkar – ekki ytri niðurstöðurnar. Slíkar niðurstöður eru oft ekki augljósar strax. Á sama tíma skuluð þið hafa miklar væntingar, óháð áskorunum sem þið standið frammi fyrir. Miklar væntingar munu auka árangur ykkar, þrá ykkar og getu til að fylgja andanum.

Hér að neðan eru tilgreindar nokkrar leiðir til að meta hollustu ykkar við Drottin og viðleitni ykkar til að verða farsæll trúboði.

Þegar þið hafið gert ykkar besta, gætuð þið enn orðið fyrir vonbrigðum, en verðið þó ekki fyrir vonbrigðum með ykkur sjálf. Þið getið verið viss um að Drottinn er ánægður þegar þið finnið andann vinna í gegnum ykkur.

Ritningarnám

Hvað finnst þjónum Drottins um verkið? Hvernig hafa þjónar Drottins áhrif á þá sem þeir þjóna? Hvað finnst ykkur um verkið?

Einkanám

  • Lesið Helaman 10:1–5 og 3. Nefí 7:17–18. Hvað fannst Drottni um þessa trúboða og þjónustu þeirra?

  • Íhugið trúboðsstarf Abinadís og Ammons (sjá Mósía 11–18; Alma 17–20; 23–24). Af hverju voru báðir trúboðar þóknanlegir Drottni, jafnvel þótt mælanlegur árangur af erfiði þeirra væri ólíkur?

  • Skráið það sem þið lærið í námsdagbók ykkar.


Hugmyndir að námi og tileinkun þess

Einkanám

Félaganám og félagaskipti

  • Veljið einn af eftirtöldum miklu trúboðum og lesið ritningarversin sem þar eru. Þegar þið lesið, ræðið þá hvernig þessi trúboði (1) skildi köllun sína og var skuldbundinn henni, (2) sýndi viðhorf sitt og þrá til verksins og (3) hjálpaði öðrum að taka á móti fagnaðarerindinu.

  • Veljið tvo sálma um endurreisn fagnaðarerindisins. Lesið eða syngið sálmana. Ræðið merkingu orðanna.

Umdæmisráð, svæðisráðstefnur og trúboðsleiðtogaráð

  • Bjóðið tveimur eða þremur nýjum trúskiptingum að miðla trúarupplifun sinni. Hvað fannst þeim um trúboðana? Hvað fannst þeim um það sem trúboðarnir kenndu? Hvað hjálpaði þeim að halda skuldbindingar? Hvað hafði mestu áhrif á trúarumbreytingu þeirra?

  • Nokkrum dögum fyrir fundinn, skuluð þið fela nokkrum trúboðum að ígrunda valdar spurningar í „Til hugleiðingar“ í upphafi kaflans. Biðjið hvern trúboða að undirbúa tveggja til þriggja mínútna ræðu um úthlutaða spurningu. Bjóðið trúboðunum að flytja ræður sínar á umdæmisráðsfundi eða svæðisráðstefnu. Að loknum ræðunum, skuluð þið ræða það sem lært var og hvernig hægt væri að nota það í trúboðsstarfi.

  • Skiptið trúboðunum í fjóra hópa. Biðjið hvern hóp að skrá eins mörg sannindi, sáttmála og helgiathafnir og þeir geta, sem voru endurreist og opinberuð fyrir tilstilli spámannsins Josephs Smith. Látið hvern hóp miðla því sem skráð var. Bjóðið trúboðum að segja frá því hvernig einhver sannleikurinn sem opinberaður var með endurreisninni hafi haft áhrif á líf þeirra.

  • Ræðið hvað í því felst að vera farsæll trúboði. Bjóðið trúboðum að tilgreina sérstök dæmi.

Trúboðsleiðtogar og trúboðsráðgjafar

  • Í viðtölum eða í samtölum við trúboða, skuluð þið biðja þá reglubundið að miðla ykkur:

    • Vitnisburði sínum um Jesú Krist.

    • Vitnisburði sínum um hið endurreista fagnaðarerindi og hlutverk Josephs Smith.

    • Vitnisburði sínum um Mormónsbók.

    • Hugsunum sínum um eigin tilgang sem trúboði.

  • Bjóðið trúboðum að skrá í námsdagbók sína hver þeim finnst vera hluti af tilgangi trúboðs síns. Biðjið þá að miðla því sem þeir hafa skrifað í viðtali eða samtali.

  • Sendið bréf til nýrra meðlima með hamingjuóskum.