Ritningar
Moróní 1


Bók Morónís

1. Kapítuli

Moróní fæst við skriftir, sem komið gætu Lamanítum að gagni — Nefítar, sem ekki vilja afneita Kristi, eru líflátnir. Um 401–21 e.Kr.

1 Þegar ég, Moróní, hafði lokið við að gjöra útdrátt úr sögu Jaredþjóðarinnar, gjörði ég ekki ráð fyrir að rita meira, en enn held ég lífi. Og ég gef mig ekki fram við Lamanítana, svo að þeir tortími mér ekki.

2 Því að sjá. Innbyrðis styrjaldir þeirra eru mjög hatramar, og vegna haturs síns taka þeir hvern þann Nefíta af lífi, sem ekki vill afneita Kristi.

3 En ég, Moróní, mun ekki afneita Kristi og reika þess vegna um, þar sem ég get verið óhultur um líf mitt.

4 Þess vegna rita ég nokkuð til viðbótar, gagnstætt því, sem ég hafði ætlað, því að ég hafði ekki hugsað mér að rita neitt fleira. En ég rita örlítið enn í þeirri von, að það gæti orðið bræðrum mínum, Lamanítum, einhvers virði síðar meir — í samræmi við vilja Drottins.