Kirkjan gefur út uppfærða útgáfu af íslensku ritningunum

  • 31 Maí 2016

Æðsta forsætisráðið hefur tilkynnt um uppfærða útgáfu ritningaþrennunnar á íslensku.

AÐALATRIÐI GREINAR

  • Prentuð eintök verða fáanleg fyrir 30. október 2016.
  • Ekki er ætlast til þess að kirkjuþegnar verði sér út um nýjar ritningar.

„Þessi uppfærsla mun verða okkur til aðstoðar í daglegum ritningarlærdómi okkar, ásamt því þegar við lesum ítarlegar í ritningunum. Það getur þá leitt okkur til að hlusta betur á og bregðast við hvatningu andans.“ - Öldungur D.Todd Christofferson

Æðsta forsætisráðið hefur tilkynnt um uppfærða útgáfu á ritningarþrennunni á íslensku á Ritningar.ChurchofJesusChrist.org og í Gospel Library smáforrit.

Þó að prentuð eintök af nýju útgáfunni verði fáanleg fyrir 30.október, 2016 þá hefur Æðsta forsætisráðið sett það fram að „ekki er ætlast til þess að kirkjuþegnar verði sér út um ný eintök af ritningunum í framhaldi af þessari uppfærðu útgáfu.“ Þar sem nýja útgáfan viðheldur sama blaðsíðutali og leturgerð og fyrri útgáfan þá munu kirkjuþegnar varla verða varir við breytingarnar, eða alls ekki. Þetta samræmi gerir kirkjuþegnum kleyft að halda áfram að nota núverandi ritningar.

„Ritningarnar eru ein sú stórkostlegasta gjöf sem Drottinn hefur veitt okkur til þess að við getum þekkt huga hans og vilja,“ sagði Öldungur D.Todd Christoffersonmeðlimur í Tólfpostulasveitinni. „Þessi uppfærsla mun verða okkur til aðstoðar í daglegum ritningarlærdómi okkar, ásamt því þegar við lesum ítarlegar í ritningunum. Það getur þá leitt okkur til að hlusta betur á og bregðast við hvatningu andans.“

Árið 1981 lauk kirkjan 10 ára verkefni sínu við að búa til nýja námshjálp í ensku útgáfu ritninganna. Eftir nokkra reynslu með þá útgáfu þá urðu þau atriði sem voru mest til hjálpar þar að grunninum að bættri námshjálp í útgáfum annarra tungumála og var farið að bæta því við nýjar og uppfærðar útgáfur frá og með 1993. Nú er sá tími kominn að uppfæra þessa námshjálp og að gera örlitlar breytingar til að bæta nákvæmni hennar og gæði.

.

Árið 2004 óskuðu leiðtogar kirkjunnar eftir því að gagnagrunnur ritninganna yrði uppfærður. Tilgangurinn var að gera gagnlegar breytingar eins og að leiðrétta innsláttarvillur í textanum, leiðrétta mistök í námshjálpinni og að setja nýlegar sögulegar uppgötvanir inn í kafla fyrirsagnir Kenningu og sáttmála.

Sumum breytingunum í kaflafyrirsögnunum er ætlað að veita skírara samhengi fyrir ritningarnar. Til dæmis hafa sumar kaflafyrirsagnirnar í Kenningu og sáttmálum verið endurskoðaðar og formálum verið bætt við báðar opinberu yfirlýsingarnar til að veita lesandanum betri skilning á tilgangi þessara opinberana og kenningum kirkjunnar sem tengjast þeim.

Breytingar á leturgerð í nýju útgáfunni hjálpa til að geta betur séð hvað er ritning og hvað er námshjálp. Stíltegund og uppsetning fyrirsagna, blaðsíður með efnisyfirliti og skammstafanir hafa einnig verið staðlaðar hjá öllum tungumálum til að bæta reynslu lesandans.

Prentaðar útgáfur uppfærðu ritninganna verða til í sömu stærðum og áður og viðbótar útfærslur má sjá á ChurchofJesusChrist.org/scriptures/adjustments.