Að vera kristilegri kristinn maður

Öldungur Robert D. Hales

í Tólfpostulasveitinni


Robert D. Hales
Þetta er ákall Krists til allra kristinna í dag: „Gæt þú lamba minna ... gæt þú sauða minna.“

Hvað merkir það að vera kristinn?

Sá sem er kristinn á trú á Drottin Jesú Krist, að hann sé bókstaflega sonur Guðs, sendur af föður sínum til þess að þjást fyrir syndir okkar í gegnum friðþæginguna, æðstu kærleiksfórnina.

Kristinn maður trúir því að fyrir náð Guðs föðurins og sonar hans Jesú Krists, getum við iðrast, fyrirgefið öðrum, haldið boðorðin og erft eilíft líf.

Orðið kristinn merkir að við tökum á okkur nafn Krists. Við gerum svo þegar við skírumst og meðtökum gjöf heilags anda, með handayfirlagningu þeirra sem hafa prestdæmisvald hans.

Kristinn maður veit að í aldanna rás hafa spámenn Guðs alltaf borið vitni um Jesú Krist. Þessi sami Jesús birtist spámanninum Joseph Smith, ásamt himneskum föður, árið 1820, og endurreisti fagnaðarerindið og skipulag upprunalegrar kirkju hans.

Af ritningunum og vitnisburði Josephs Smith, vitum við að Guð, himneskur faðir okkar, hefur dýðlegan og fullkominn líkama af holdi og beinum. Jesús Kristur er eingetinn sonur hans í holdinu. Heilagur andi er andavera, sem hefur það hlutverk að bera vitni um föðurinn og soninn. Guðdómurinn samanstendur af þremur aðskildum og ólíkum verum, sameinuðum í tilgangi.

Getur leikið nokkur vafi eða ósátt um að við, meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, séum kristin, ef þessar kenningar eru undirstaða trúar okkar? Þrátt fyrir þetta er ein spurning eftir fyrir alla kristna menn: Hvenig kristnir einstaklingar erum við? Með öðrum orðum, hvernig gengur okkur í leit okkar eftir að fylgja Kristi?

Við skulum skoða saman reynslu tveggja kristinna lærisveina:

„Er [Jesús gekk] fram með Galíleuvatninu, sá hann bræður tvo, Símon sem kallaður er Pétur, og Andrés, bróður hans, er voru að leggja dragnet í vatnið, Því þeir voru fiskimenn.

Og hann segir við þá: komið og fylgið mér, og ég mun gjöra yður að mannaveiðurum.

Og þegar í stað yfirgáfu þeir netin og fylgdu honum.“1

Sem kristið fólk í dag höfum við möguleika á því að bregðast strax við, ákveðið og örugglega, eins og Pétur og Andrés gerðu: „Og þegar í stað yfirgáfu þeir netin og fylgdu honum.“2 Við erum líka beðin um að yfirgefa net okkar, að afneita veraldlegum venjum, siðum og hefð. Við erum einnig beðin um að láta af syndum okkar. „Og hann kallaði til sín mannfjöldann…og sagði við þá, vilji einhver fylgja mér, þá afneiti hann sjálfum sér og taki upp kross sinn og fylgi mér.“3 Upphaf iðrunar er að neita sér um óguðlega hegðun, sem kallar á umbreytingu hjartans, þar til „við hneigjumst ekki lengur til illra verka.“4

Þessi breyting, kölluð trúskipti, er einungis möguleg í gegnum frelsarann. Jesús lofaði: „Og komi menn til mín, mun ég sýna þeim veikleika sinn. ... Náð mín nægir öllum mönnum sem auðmýkja sig fyrir mér. Því að ef þeir auðmýkja sig fyrir mér og eiga trú á mig, þá mun ég láta hið veika verða styrk þeirra.“5 Um leið og við endurnýjumst í Kristi breytist eðli okkar og við höfum enga löngun lengur til að taka upp fyrri háttu.

Þrátt fyrir það munu trúfastir kristnir menn alltaf verða blessaðir með erfiðum raunum og vonbrigðum. Þegar við tökumst á við þessar hreinsandi áskoranir, þá getur verið við freistumst til að falla í gamla farið Eftir krossfestingu Krists birtist hann konunum og sagði þeim að bræðurnir myndu finna hann í Galíleu. Þegar Pétur, æðsti postulinn, kom aftur til Galíleu, snéri hann sér að því sem hann þekkti, því sem hentaði honum. „Ég fer út að fiska“6 sagði hann og tók nokkra lærisveina með sér.

Svo sannlega fóru þeir Pétur og veiddu alla nóttina en fengu engan fisk. Næsta morgun birtist Jesús á ströndinni og kallaðu til þeirra út yfir vatnið, „Leggið netin hægra megin.“ Lærisveinarnir í bátnum fylgdu leiðbeiningum frelsarans og uppgötvuðu fljótlega að net þeirra yfirfylltust eins og fyrir kraftaverk. Jóhannes þekkti rödd frelsarans, og Pétur kastaði sér strax í vatnið og synti í land.7

Þér kristnu menn sem hafið snúið aftur að gömlum venjum, íhugið trúfast fordæmi Péturs. Hikið ekki. Komið, hlustið og berið kennsl á rödd meistarans er hann kallar. Snúið því næst strax aftur til hans og takið enn á ný á móti yfirflæðandi blessunum hans.

Þegar bræðurnir snéru aftur til lands uppgötvuðu þeir veislu af fiski og brauði. „Komið og matist”8 bauð frelsarinn. Er hann gaf þeim að borða spurði hann Pétur þrisvar sinnum, „Símon Jóhannesson, elskar þú mig?“ Þegar Pétur tjáði honum kærleika sinn, sagði frelsarinn við hann „Gæt þú lamba minna ... gæt þú sauða minna.“9

Þetta er ákall Krists til allra kristinna í dag: „Gæt þú lamba minna ... gæt þú sauða minna“ ‒ deilið fagnaðarerindi mínu bæði með ungum og öldnum, upplyftum, blessum, huggum, hvetjum og styrkjum þá, séstaklega þá sem hugsa og trúa öðruvísi en við. Við gætum lamba hans á heimilum okkar með því hvernig við lifum eftir fagnaðarerindinu: Höldum boðorðin, biðjum, lærum í ritningunum og líkjum eftir kærleika hans. Við gætum sauða hans í kirkjunni er við þjónum í presdæminu og aðildarfélögum. Þegar við gætum sauða hans um allan heim með því að vera kristilegir nágrannar, og störfum í þeirri sönnu trú að vitja og þjóna ekkjum, föðurlausum, fátækum og öllum sem búa við neyð.

Mörgum gæti fundist að kallið til að vera kristinn sé krefjandi og yfirþyrmandi starf. En við þurfum ekki að vera hrædd eða finna til vanmáttar. Frelsarinn hefur lofað okkur því að hann muni gera okkur hæf til að vinna starf hans. „ Komið og fylgið mér,“ sagði hann, „og ég mun gjöra yður að mannaveiðurum.“10 Ef við fylgjum honum, mun hann blessa okkur með gjöfum, hæfileikum og styrk til þess að gera vilja hans, og hjálpa okkur að fara út fyrir þægindasvið okkar og gera það sem okkur þótti áður ógerlegt. Þetta gæti þýtt að deila fagnaðarerindinu með nágrönnum okkar, að bjarga þeim sem eru andlega týndir, að þjóna í trúboði, að vinna í musterinu, að ala upp barn með sérþarfir, að elska hinn afvegaleidda, að þjóna veikum félaga, að þola misskilning eða að þjást í raunum. Það gæti þýtt að búa sig undir að svara kalli hans og segja: „Ég fer hvert sem vilt að ég fari; mitt tal það skalt vera sem vilt; mín verkin þér stjórnast af.“11

Við fylgjum Jesús Kristi til að verða sá sem himneskur faðir vill að við séum. Ég ber vitni um að hann er ávallt að kalla á okkur, að fylgja sér. Ef þið eruð nýbyrjuð að kynna ykkur kristilega skuldbindingu Síðari daga heilagra, eða ef þið hafið ekki verið fullvirk í kirkjunni og ykkur langar að fylgja honum aftur ‒ óttist ekki! Fyrstu lærisveinar frelsarans voru allir nýir meðlimir kirkjunnar, sem nýlega höfðu snúist til trúar á fagnaðarerindi hans. Jesús var þolinmóður er hann kenndi hverjum og einum. Hann hjálpaði þeim að uppfylla skyldur sínar. Hann kallaði þá vini sína og gaf líf sitt fyrir þá. Hann hefur þegar gert það sama fyrir mig og þig.

Ég ber vitni um að við getum orðið kristilegri kristnir menn fyrir óendanlegan kærleik hans og náð. Hugleiðið eftirfarandi kristilega eiginleika. Hve vel gengur okkur að stykja þá innra með okkur sjálfum?

Kristilegur kærleikur. Frelsarinn mat alla mikils. Góður og kærleiksríkur gagnvart öllum, yfirgaf hann níutíu og níu til að finna þann eina,12 því „hárin á höfði yðar eru jafnvel öll talin“13 af honum.

Kristileg trú. Þrátt fyrir freistingar, erfiðleika og ofsóknir treysti frelsarinn himneskum föður okkar og valdi að vera trúr og hlýðinn boðorðum hans.

Kristileg fórn. Í lífi sínu gaf frelsarinn af tíma sínum, orku og að lokum gaf hann sig sjálfan með friðþægingarfórninni, til þess að öll börn Guðs gætu risið upp og fengið tækifæri til að erfa eilíft líf.

Kristileg umhyggja. Frelsarinn lagði sig alltaf fram við að bjarga, elska og annast fólkið í kringum hann, eins og miskunnsami samverjinn, án tillits til menningar þeirra, trúar eða aðstæðna.

Kristileg þjónusta. Frelsarinn notaði daga sína til að þjóna öðrum, hvort sem það var að draga vatn úr brunni, að elda fiskimáltíð eða að þvo rykuga fætur, hann lyfti þeim sem þreyttir voru og styrkti hina óstyrku.

Kristileg þolinmæði. Í sinni eigin sorg og þjáningu þá beið frelsarinn föður síns. Af þolinmæði býður hann þess að við finnum okkur sjálf og komum heim til hans.

Kristilegur friður. Hann hvatti ætíð til skilnings og friðar í kennslu sinni. Hann kenndi að kristnir eigi ekki að deila við aðra kristna, sérstaklega á meðal lærisveinanna, sama hver ágreiningurinn væri.

Kristileg fyrirgefning. Hann kenndi okkur að blessa þá sem bölva okkur. Hann sýndi okkur hvernig með því að biðja fyrir þeim sem krossfestu hann, að þeim yrði fyrirgefið.

Kristileg trúarumbreyting. Margir, eins og Pétur og Andrés, þekkja sannleikann um fagnaðarerindið, um leið og þeir heyra hann. Þeir snúast strax til trúar. Aðrir taka lengri tíma. Í opinberun sem frelsarinn gaf með Joseph Smith, kenndi hann:„ Það sem er frá Guði, er ljós. Og sá, sem veitir ljósinu viðtöku og er staðfastur í Guði, öðlast meira ljós. Og það ljós verður skærara og skærara þar til hinn fullkomna dag,“14 hinn fullkomna dag trúarumbreytingar okkar. Jesús Kristur er „ljós og lausnari heimsins, andi sannleikans.“15

Kristileg þrautsegja allt til enda. Frelsarinn gafst aldrei upp við að gera vilja föður síns, en hélt áfram allt sitt líf í réttlæti, góðmennsku, miskunn og sannleika, allt til enda jarðnesks lífs síns.

Þetta eru nokkrir eiginleikar þeirra sem heyra og hlýða rödd frelsarans. Ég gef minn kristilega vitnisburð, sem sérstakt vitni um hann, að hann kallar á ykkur í dag „kom fylgið mér.“16 Komið og gangið á veginum sem leiðir til eilífrar hamingju, gleði og eilífs lífs í ríki himnesks föður okkar. Í nafni Jesús Krists, frelsara okkar og lausnara, amen.

Sýna tilvísanir

 1.  

  1.  Matt 4:18–20.

 2.  

  2.  Mark 1:18.

 3.  

  3.  Mark 8:34.

 4.  

  4.  Mósía 5:2.

 5.  

  5.  Eter 12:27; skáletrað hér.

 6.  

  6.  Jóh 21:3.

 7.  

  7. Sjá Jóh 21:3–8.

 8.  

  8.  Jóh 21:12.

 9.  

  9. Sjá Jóh 21:15–17.

 10.  

  10.  Matt 4:19; skáletrað hér.

 11.  

  11. Sjá „Ég fer hvert sem vilt að ég fari,” Sálmar, nr. 27.

 12.  

  12. Sjá Matt 18:12–14.

 13.  

  13.  Lúk 12:7.

 14.  

  14.  Kenning og sáttmálar 50:24.

 15.  

  15.  Kenning og sáttmálar 93:9.

 16.  

  16.  Lúk 18:22.