2010–2019
Skýrsla endurskoðunardeildar kirkjunnar, 2013
Apríl 2014


Skýrsla endurskoðunardeildar kirkjunnar, 2013

Til Æðsta forsætisráðs Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu

Kæru bræður: Eins og mælst er fyrir, samkvæmt opinberun í kafla 120 í Kenningu og sáttmálum, þá ákvarðar Tíundarumráðanefnd - sem skipuð er Æðsta forsætisráðinu, Tólfpostulasveitinni og Yfirbiskupsráðinu - útgjaldaheimildir kirkjusjóða. Einingar kirkjunnar nýta sjóði samkvæmt samþykktum fjárhagsáætlunum, í samræmi við reglur og starfsaðferðir.

Endurskoðunardeild kirkjunnar, sem samanstendur af viðkenndum almennum bókurum og er óháð öllum öðrum deildum kirkjunnar, hefur þá ábyrgð að framkvæma endurskoðun til að tryggja að eðlilega fullvissu varðandi móttekin framlög, útgjöld og varðveislu eigna kirkjunnar.

Grundvallað á framkvæmdri endurskoðun, er Endurskoðunardeild kirkjunnar þeirrar skoðunar, að í öllu efnahagslegu tilliti, hafi meðferð allra framlaga, útgjalda, og eigna kirkjunnar fyrir árið 2013, verið stýrt og skráð í samræmi við viðeigandi bókhaldsvenjur, samþykktar fjárhagsáætlanir, og við reglur kirkjunnar og starfsaðferðir. Kirkjan framfylgir þeim reglum sem hún kennir þegnum sínum að eyða ekki um efni fram, forðast skuld og leggja pening fyrir til mögru áranna.

Lagt fram með virðingu,

Endurskoðunardeild kirkjunnar

Kevin R. Jergensen

Framkvæmdastjóri