2010–2019
Vitnið
Apríl 2014


Vitnið

Mig langar til að deila með ykkur þeim sannleika sem skiptir mestu að vita.

Stríðstímar eða óvissutímar eiga það til að skerpa hug okkar varðandi það hvað skiptir raunverulega máli.

Seinni heimstyrjöldin var tímabil mikils andlegs rósturs fyrir mig. Þegar ég yfirgaf heimili mitt í Brigham City, Utah, var ég bara með smá glóð vitnisburðar og í þörf fyrir eitthvað meira. Nánast allir í útskriftarbekknum voru á leið á orrustuvöllinn innan nokkurra vikna. Þar sem ég var staðsettur á eyjunni le Shima, norður af Okinawa, Japan barðist ég við efa og óvissu. Ég var í þörf fyrir persónulegan vitnisburð um fagnaðarerdið. Ég vildi vita!

Eina svefnlausa nótt yfirgaf ég tjald mitt og fór í byrgi sem hafði verið búið til með því að raða saman 190-lítra eldsneytistunnum, fylltum af sandi og þeim raðað hver ofan á annarri til að girða svæðið af. Það var ekkert þak svo að ég skreið þangað inn og horfði upp til stjarnanna, kraup svo í bæn.

Í miðri setningu gerðist það. Ég gæti ekki lýst því fyrir ykkur sem gerðist þó að ég leggði mig allan fram. Það er mér ómögulegt að tjá það en er jafn lifandi mér í minni í dag og það var nóttina fyrir meira en 65 árum síðan. Ég vissi að það væri mjög persónuleg, einstaklingsbundin opinberun. Loksins hafði ég þessa vitneskju fyrir mig sjálfan. Ég var sannfærður, því það mér hafði verið gefið það. Eftir smá stund skreið ég út út byrginu og gekk, eða sveif, aftur í rúmið mitt. Afgangur næturinnar leið í gleði og lotningu.

Ég leit engan veginn á mig sem neitt sérstakt og hugsaði að ef þetta gæti gerst fyrir mig þá gæti það gerst fyrir hvern sem er. Ég trúi því ennþá Er tíminn hefur liðið þá hefur mér lærst að skilja það að slík reynsla er bæði ljós til að fylgja og byrði til að bera.

Mig langar til að deila með ykkur þeim sannleika sem er mest vert að þekkja, ýmislegu sem ég hef lært og upplifað í nærri 90 ár og rúmlega 50 ár sem aðalvaldhafi. Margt af því sem ég hef lært fellur undir það að ekki er hægt að kenna það en samt hægt að læra.

Þekking sem hefur eilífðargildi kemur einungis í gegnum persónulega bæn og íhugun, eins og flest sem er mikils virði. Þetta mun bjóða upp á innblástur, opinberanir og hvísl heilags anda ef það er tengt föstu og ritningarlestri. Er við lærum, stig af stigi, þá veitir þetta okkur innblástur að ofan.

Opinberanirnar lofa því að „hvert það vitsmunastig, sem við öðlumst í þessu lífi, mun fylgja okkur í upprisunni“ og að „fyrir kostgæfni og hlýðni [öðlast maður] þekkingu og vitsmuni“ (K&S 130:18–19).

Eilífur sannleikur sem mér hefur lærst er sú vitneskja að Guð lifir. Hann er faðir okkar. Við erum hans börn. „Vér trúum á Guð, hinn eilífa föður, og á son hans, Jesú Krist, og á heilagan anda“ (Trúaratriðin 1:1).

Hann valdi titilinn „faðir“ af öllum þeim titlum sem hann hefði getað notað. Frelsarinn bauð okkur: „En þannig skuluð þér biðja: „Faðir vor, þú sem ert á himnum“ (3 Ne 13:9; sjá einnig Matt 6:9). Notkun hans á nafninu „faðir“ er lexía fyrir okkur öll er við lærum að skilja hvað skiptir mestu máli í þessu lífi.

Að vera foreldri er heilög forréttindi og getur verið eilíf blessun ef við erum trúföst. Hátindur kirkjustarfsins er sá að maður og eiginkona hans geta verið hamingjusöm á heimili sínu ásamt börnum þeirra.

Þau sem giftast ekki eða þau sem geta ekki eignast börn eru ekki undanskilin þeim eilífu blessunum sem þau sækjast eftir en þær eru tímabundið utan seilingar. Við vitum ekki alltaf hvernig eða hvenær blessanirnar birtast en trúföstum einstaklingi sem gerir og heldur sáttmála sína verður ekki neitað um eilífa aukningu.

Leyndar þrár ykkar og tárvotar bænir munu snerta hjörtu bæði föðurins og sonarins. Ykkur verður veitt persónuleg fullvissa frá þeim um að í lífi ykkar verði fylling og ykkur verði ekki neitað um neinar ómissandi blessanir.

Sem starfandi þjónn Drottins, í þeirri köllun sem ég hef verið vígður í, þá veiti ég þeim sem eru í slíkri stöðu, loforð um að engu verði haldið frá ykkur sem er endanlega nauðsynlegt sáluhjálp ykkar og upphafningu. Tómt faðmlag verður fyllt og þau hjörtu sem syrgja brostna drauma og þrár munu gróa.

Annar sannleikur sem ég hef kynnst er sá að heilagur andi er raunverulegur. Hann er þriðji aðilinn í guðdómnum. Köllun hans er að vitna um sannleika og réttlæti. Hann opinberar sig á margan hátt, meðal annars með friðartilfinningu og huggun. Hann flytur einnig hughreystingu, leiðsögn og leiðréttingu þegar þess gerist þörf. Réttlátt líferni í gegnum lífið viðheldur félagsskap heilags anda.

Gjöf heilags anda er veitt í helgiathöfn fagnaðarerindisins. Sá sem hefur valdsumboðið leggur hendur sínar á höfuð nýs kirkjuþegns og segir eftirfarandi orð: „Meðtak hinn heilaga anda.“

Ein og sér þá breytir þessi athöfn okkur ekki á áberandi máta, en ef við hlustum og fylgjum hvatningu hans þá getum við hlotið blessanir heilags anda. Hver sonur og dóttir himnesks föður getur kynnst raunveruleika loforðs Moróni. „Og fyrir kraft heilags anda getið þér fengið að vita sannleiksgildi allra hluta“ (Moró 10:5; skáletrað hér).

Vitnisburður minn um Drottinn Jesú Krist er himneskur sannleikur sem ég hef öðlast í lífi mínu.

Nafn Drottins er í forgrunni alls sem við gerum, haldreipi í öllum opinberunum og það valdsumboð sem við störfum í, í kirkjunni. Hver bæn sem er flutt endar í nafni Jesú Krists, jafnvel bænir litlu barnanna. Hver blessun, helgiathöfn, vígsla, hver opinber framkvæmd er gerð í nafni Jesú Krists. Þetta er hans kirkja og hún er nefnd eftir honum - Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu (sjá K&S 115:4).

Í Mormónsbók er þessi merki atburður þegar Nefítarnir voru að biðja til föðurins í nafni [Drottins]. Drottinn birtist þeim og spurði:

„Hvers óskið þér af mér?

Og þeir svöruðu honum: Drottinn, við viljum, að þú segir okkur, hverju nafni okkur ber að nefna þessa kirkju, því að ágreiningur er meðal fólksins um þetta atriði.

Og Drottinn sagði við þá: Sannarlega, sannarlega segi ég yður! Hvers vegna mögla menn og deila um slíkt?

Hafa þeir ekki lesið ritningarnar, sem segja, að þér verðið að taka á yður nafn Krists, sem er mitt nafn? Því að með því nafni verðið þér kallaðir á efsta degi;

Og hver, sem tekur á sig mitt nafn og stendur stöðugur allt til enda, mun hólpinn á efsta degi. …

Hvað sem þér þess vegna gjörið, það skuluð þér gjöra í mínu nafni. Þess vegna skuluð þér nefna kirkjuna mínu nafni. Og þér skuluð ákalla föðurinn í mínu nafni og biðja hann um að blessa kirkjuna mín vegna“ (3 Ne 27:2–7).

Það er hans nafn, Jesús Kristur, „ekkert annað nafn er mönnum gefið um víða veröld, sem getur frelsað oss“ (Post 4:12).

Í kirkjunni vitum við hver hann er; Jesús Kristur, sonur Guðs. Hann er hinn eingetni föðurins. Hann er sá sem var deyddur og lifði aftur. Hann er málsvari okkar hjá föðurnum. „Munið og hafið hugfast, að það er á bjargi lausnara okkar, sem er Kristur, sonur Guðs, sem þið verðið að byggja undirstöðu ykkar“ (He 5:12). Hann er ankerið sem heldur og verndar okkur og fjölskyldur okkar í gegnum storma lífsins.

Sakramentið er blessað hvern sunnudag um allan heim með sömu orðunun, þar sem söfnuðir safnast saman, ýmis þjóðerni og tungumál. Við tökum á okkur nafn Krists og minnumst hans ávallt. Það er greypt í huga okkar.

Spámaðurinn Nefí lýsti þessu yfir: „Vér tölum um Krist, vér fögnum í Kristi, vér prédikum um Krist, vér spáum um Krist og vér færum spádóma vora í letur, svo að börn vor viti, til hvaða uppsprettu þau mega leita til fyrirgefningar synda sinna“ (2 Ne 25:26).

Hvert og eitt okkar verður að öðlast sinn eigin vitnisburð um Drottin Jesú Krist. Við deilum þeim vitnisburði svo með fjölskyldum okkar og öðrum.

Munum svo að í öllu þessu þá er andstæðingur sem leitast persónulega við það að sundra verki Drottins. Við verðum að velja hverjum við fylgjum. Vernd okkar er jafn einföld og að taka persónulega þá ákvörðun um að fylgja frelsaranum, til þess að sjá til þess að við dveljum trúfastlega við hlið hans.

Í Nýja testamentinu þá skrifar Jóhannes um að það voru nokkrir sem ekki gátu skuldbundið sig til að fylgja frelsaranum og kenningum hans og „upp úr þessu hurfu margir af lærisveinum hans frá og voru ekki framar með honum.

„Þá sagði Jesús við þá tólf: Ætlið þér að fara líka?“

Símon Pétur svaraði honum: Herra, til hvers ættum vér að fara? Þú hefur orð eilífs lífs,

Og vér trúum og vitum, að þú ert Kristur hinn heilagi Guðs“ (Jóh 6:66–69).

Pétur hafði öðlast það sem er einungis hægt að læra sem fylgjandi frelsarans. Til að vera fyllilega trú Jesú Kristi þá meðtökum við hann sem lausnara okkar og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að lifa eftir kenningum hans.

Eftir öll þau ár sem ég hef lifað, kennt og þjónað, eftir þær milljónir kílómetra sem ég hef ferðast um heiminn og eftir allt sem ég hef upplifað þá er einungis einn sannleikur sem ég vil deila. Það er vitnisburður minn um frelsarann Jesú Krist.

Joseph Smith og Sidney Rigdon skráðu eftirfarandi eftir helga reynslu.

„Og nú, eftir þá mörgu vitnisburði, sem gefnir hafa verið um hann, er þetta vitnisburðurinn, síðastur allra, sem við gefum um hann: Að hann lifir!

Því að við sáum hann“ (K&S 76:22–23).

Þeirra orð eru mín orð.

Ég trúi og ég er þess fullviss að Jesús er Kristur, sonur hins lifandi Guðs og að hann lifir. Hann er hinn eingetni föðurins og „með honum, fyrir hann, og af honum eru og voru heimarnir skapaðir, og íbúar þeirra eru getnir synir og dætur Guðs“ (K&S 76:24).

Ég ber minn vitnisburð um að frelsarinn lifir. Ég þekki Drottin. Ég er vitni hans. Ég veit af hinni miklu fórn hans og eilífri ást hans til allra barna himnesks föður. Í allri auðmýkt en algerri fullvissu þá ber ég sérstakt vitni mitt í nafni Jesú Krists, amen.