Sleppa aðallóðsun
Apríl 2014 | Þar sem fjársjóður þinn er

Þar sem fjársjóður þinn er

Apríl 2014 Aðalráðstefna

Ef við erum ekki varkár þá förum við að eltast meira við það stundlega en það andlega.

Skömmu eftir aðalráðstefnuna í október 2007 sagði einn af bræðrunum mér að það yrði um sjö ár þangað til að ég myndi verða fyrir þessari átakananlegu reynslu aftur. Ég var feginn og sagði honum að ég myndi líta á þau sem „sjö nægtar árin“ mín. Jæja, hér er ég, nægtar árin mín eru búin.

Síðstliðinn janúar vorum við ástin mín, Grace og ég, kölluð til starfa við að heimsækja kirkjuþegna í Filippseyjum sem höfðu orðið illa úti í stórum jarðskjálfta og fellibyl. Við fögnuðum þar sem þetta verkefni var svar við bænum okkar og vitnisburður til okkar um miskunn og góðvild ástríks himnesks föður. Það var uppgjör á þeim tilfinningum okkar að vilja tjá þeim kærleika okkar og umhyggju persónulega.

Flestir þeirra kirkjuþegna sem við hittum bjuggu enn í tímabundnu húsnæði eins og tjöldum, samfélagsmiðstöðvum og samkomuhúsum kirkjunnar. Heimilin sem við heimsóttum voru annars vegar með hlutaþök eða engin þök. Fólkið átti ekki mikið til að byrja með og það litla sem það átti hafði sópast í burtu. Það var leðja og brak allstaðar. Þau voru hinsvegar full þakklætis fyrir þá litlu hjálp sem þau hlutu og glöð og kát þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður. Þegar þau voru spurð hvernig gengi þá voru allir samhljóma: „Við höfum það fínt.“ Það var greinilegt að trú þeirra á Jesú Krist gaf þeim von um að fyrr eða síðar myndi allt verða í lagi. Systir Teh og ég hlutum kennslu frá þessum trúföstu heilögu frá heimili til heimilis, tjaldi í tjald.

Á hörmungar og sorgartímum þá hefur Drottinn leiðir til að hjálpa okkur að endurmeta og forgangsraða. Skyndilega þá skipta hinir efnislegu hlutir sem við lögðum svo hart að okkur að eignast, engu máli. Allt sem skiptir máli er fjölskylda okkar og samskiptin við aðra. Ein góð systir setti það fram á þennan máta: „Eftir að vatnið sjatnaði og það var kominn tími til að hreinsa til þá leit ég í kringum mig á heimili mínu og hugsaði: ‚Vá hvað ég hef safnað miklu drasli í gegnum árin.‘“

Mig grunar að þessi systir hafi hlotið betri heildarsýn og muni héðan í frá vera mjög varkár í því að ákveða hvaða hlutir skipta máli og hvers hún getur verið án.

Í starfi okkar með hinum heilögu í gegnum árin hefur það glatt okkur að verða vitni að miklum andlegum styrk. Við höfum bæði séð mikinn íburð og skort veraldlegra eigna hjá þessum trúföstu kirkjuþegnum.

Af nauðsyn erum við flest þáttakendur í því að afla tekna og eignast einhverja veraldlegar eigur til þess að geta séð fyrir fjölskyldum okkar. Það tekur upp mikið af tíma okkar og athygli. Það er svo mikilvægt að við lærum að þekkja hvenær er komið nóg því að framboð heimsins á sér engin takmörk. Ef við erum ekki varkár þá förum við að eltast meira við það stundlega en það andlega. Leit okkar að hinu andlega og eilífa mun þá falla í annað sæti í stað öfugrar forgangsraðar. Því miður virðist vera sterk tilhneiging til að vilja sífellt eignast meira og að eiga það nýjasta og flottasta.

Hvernig getum við forðast að ganga þennan veg? Jakob veitti þetta ráð: „Eyðið ekki silfri fyrir það sem er einskis virði, né erfiðið fyrir það, sem enga saðningu veitir. Hlýðið af kostgæfni á mig, og hafið þau orð hugföst sem ég hef talað. Komið til hins heilaga Ísraels, og endurnærist af því, sem hvorki ferst né spillist og látið sál ykkar gæða sér á feiti þess.“1

Ég vona að ekkert okkar eyði peningum í það sem er einskis virði, né erfiðum fyrir það sem enga saðningu veitir.

Frelsarinn kenndi bæði Gyðingum og Nefítum eftirfarandi:

„Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu, þar sem mölur og ryð eyðir og þjófar brjótast inn og stela.

Safnið yður heldur fjársjóðum á himni, þar sem hvorki eyðir mölur né ryð og þjófar brjótast ekki inn og stela.

Því hvar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera.“2

Við annað tækifæri kenndi frelsarinn þessa dæmisögu. .

„Maður nokkur ríkur átti land, er hafði borið mikinn ávöxt.

Hann hugsaði með sér:, Hvað á ég að gjöra? Nú get ég hvergi komið fyrir afurðum mínum.

Og hann sagði:, Þetta gjöri ég: Ég ríf hlöður mínar og reisi aðrar stærri, og þangað safna ég öllu korni mínu og auðæfum.

Og ég segi við sálu mína: Sála mín, nú átt þú mikinn auð til margra ára, hvíl þig nú, et og drekk og ver glöð.’

En Guð sagði við hann:, Heimskingi, á þessari nóttu verður sál þín af þér heimtuð, og hver fær þá það, sem þú hefur aflað?‘

Svo fer þeim er safnar sér fé, en er ekki ríkur hjá Guði.“3

Dieter F. Uchtdorf forseti veitti eftirfarandi ráð ekki alls fyrir löngu.

„Himneskur faðir sér okkar raunverulegu möguleika Hann veit ýmislegt um okkur sem við vitum ekki sjálf. Á leið okkar í gegnum lífið hvetur hann okkur til að fylla mæli sköpunar okkar, lifa góðu lífi og snúa aftur í návist hans.

Hvers vegna eyðum við þá svo miklum tíma og orku í hið hverfula, léttvæga og yfirborðskennda? Neitum við að sjá hve heimskulegt það er að sækjast eftir því smávægilega og skammvinna?“4

Við vitum öll að á lista okkar yfir jarðneska fjársjóði þá má finna hroka, auð, veraldlega hluti, vald og heiður manna. Þau verðskulda ekki meiri tíma eða athygli, í stað þess mun ég einblína á það sem felst í himneskum auð okkar.

Hvað er sumt af því sem við getum kallað himneska fjársjóði. Til að byrja með þá væri gott fyrir okkur að öðlast kristilega eiginleika eins og trú, von, auðmýkt og kærleika. Ítrekað hefur okkur verið ráðlagt að „losa [okkur] úr viðjum hins náttúrulega manns og [verða] sem barn.“5 Áminning Frelsarans er að við stefnum að því að verða fullkomin eins og hann og himneskur faðir okkar.6

Í öðru lagi þá þurfum við að nýta meiri gæðastundir í að styrkja fjölskylduböndin. Því „fjölskyldan er vígð af Guði.“ Hún er mikilvægasta einingin um tíma og eilífð.7

Í þriðja lagi þá er þjónusta við aðra einkennismerki sannra fylgjenda Jesú Krists. Hann sagði: „Það allt, sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.“8

Í fjórða lagi, skilningur á kenningu Krists og að styrkja vitnisburð okkar er verk sem mun veita raunverulega gleði og ánægju. Við þurfum stöðugt að læra orð Krists eins og þau birtast í ritningunum og orðum spámannanna. „Því að sjá. Orð Krists munu segja okkur að fullu, hvað okkur ber að gjöra.“9

Má ég ljúka með sögu um 73. ára gamla ekkju sem við hittum á ferð okkar um Filippseyjarnar.

Þegar jarðskjálftinn reið yfir Bohol eyjuna þá hrundi heimilið sem hún og eiginmaður hennar heitinn höfðu unnið hörðum höndum við að byggja og dóttir hennar og dóttursonur dóu. Nú var hún ein og varð að vinna til að sjá sér farborða. Hún fór að taka inn þvotta (sem hún þvær í höndunum) og verður að ganga upp og niður stóra hæð nokkrum sinnum á dag til að ná í vatn. Þegar við heimsóttum hana bjó hún enn í tjaldi.

Eftirfarandi eru hennar eigin orð: „Öldungur, ég tekst á við allt það sem Drottinn hefur beðið mig að ganga í gegnum. Ég ber engan illvilja. Musterismeðmælin mín eru mér dýrmæt og ég geymi þau undir koddanum mínum. Þú mátt vita það að ég borga fulla tíund af fátæklegum launum mínum sem koma af þvottinum. Það er sama hvað gerist, ég mun ætíð borga tíund.“

Ég ber minn vitnisburð um að forgangsatriði okkar, tilhneigingar, hneigðir, þrár, langanir og ástríður hafa bein áhrif á næsta tilverustig okkar. Munum ávallt eftir orðum Drottins: „Því hvar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera.” Megum við ætíð finnast á réttum stöðum það er bæn mín í nafni Jesú Krists, amen.

Sýna tilvísanirFela tilvísanir