2010–2019
Ykkar fjórar mínútur
Apríl 2014


Ykkar fjórar mínútur

Kraftaverk friðþægingarinnar getur bætt fyrir ófullkomleika í framkomu okkar.

Íþróttamenn frá 89 löndum sem tóku þátt í 98 keppnisgreinum hrifu heiminn í ný afstöðnum Vetrar-Ólympíuleikum. Ótrúlegt en satt þá eru 10 af þessu íþróttamönnum meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, þar af hlutu þrír þeirra verðlaunapening og um það var fjallað í Church News nýlega:Christopher Fogt, Noelle Pikus-Pace og Torah Bright.1 Við óskum öllu íþróttfólkinu til hamingju sem keppti. Vel gert!

Ég tala um þessa leika nú í dag og beini hugleiðingum mínum til pilta, stúlkna og ungra ógiftra – ykkur sem eru á mikilvægu stigi lífs ykkar hvað framtíðina varðar. Mér finnst það mjög áríðandi að ávarpa ykkur.

Ég ætla að miðla ykkur sögu Noelle Pikus-Pace, sem er ein af þessu íþróttafólki Síðari daga heilagra, svo þið fáið skilið mikilvægið. Í keppnisgrein Noelle, þá hlaupa íþróttamennirnir til að ná upp hraða og henda sér síðan með höfuðuð fremst á litla sleða. Þau renna sér með andlitin einungis nokkra sentimetra fyrir ofan ísinn á hraða sem nær allt að 145 km/klst niður ísilagða braut sem hlykkist fram og til baka.

Það er hreint ótrúlegt fyrir íþróttamennina að hugsa að eftir óteljandi klukkustundir af þjálfun og undirbúningi, þá fá þeir einungis fjórar spennuþrungnar 60 sekúndna tilraunir í hverri umferð sem skilar þeim árangri eða vonbrigðum

Draumar Noelle um að keppa á Ólympíuleikunum 2006 urðu að engu þegar hún fótbrotnaði í hræðilegt slysi. Á Ólympíuleikunum árið 2010 urðu draumar hennar aftur að engu þegar rétt rúmlega einn tíundi úr sekúndu aftraði henni verðlaunasæti.2

Getið þið ímyndað ykkur kvíðann sem hún hefur fundið fyrir er hún beið eftir að fá að fara í fyrstu ferðina sína á Ólympíuleikunum 2014? Marga ára undirbúningur myndi ná hámarki á örfáum sekúndum. Samtal voru þetta fjórar mínútur. Hún hafði varið mörgum árum í að undirbúa þessar fjórar mínútur og hún myndi verja restinni af ævinni í að hugsa um þær.

Loka atrennur Noelle virtust vera nánast fullkomnar! Við munum aldrei gleyma því þegar hún stökk upp í áhorfendapallana til að faðma fjölskyldu sína eftir að hafa komið í mark, lýsandi yfir: „Við náðum því!“ Margra ára undirbúningur hafði borgað sig. Við sáum Stúlknafélagsmenið um háls hennar þegar hún hlaut silfurverðlaunin.3

Kannski það sé óréttlátt að allur Ólympíudraumur Noelle hafi verið undir því komnn sem hún gerði á einungis fjórum mínútum. Hún vissi það hins vegar og þess vegna undirbjó hún sig af kostgæfni. Hún skildi umfangið, mikilvægi þeirra fjögurra mínútna sem hún fengi og það sem þær myndu þýða fyrir hana um ókomna tíð.

Ég vil einnig minnast á Christopher Fogt, sem var hluti af fjögurra manna sleða teymi sem vann brons verðlaun. Hann hefði getað gefist upp eftir hryllilegan árekstur á Ólympíuleikunum 2010 en hann valdi að þrauka. Hann vann verðlaunin sem hann af kostgæfni hafði sóst eftir, þegar hann lauk við mjög vel heppnaða, endurleysandi ferð.4

Íhugið nú hversu svipuð ykkar vegferð til eilífs lífs er „fjögurra mínútna keppni“ þessara íþróttamanna. Þið eruð eilífar verur. Þið voruð til sem andar áður en þið fæddust. Það mætti segja að þið hafið æft og undirbúið ykkur í nærveru ástkærs föður á himnum fyrir tækifæri ykkar að koma til jarðar í stutta stund og keppa.. Þetta líf er fjórar mínúturnar ykkar. Frammistaða ykkar á meðan þið eruð hér mun skera úr um hvort þið hljótið verðlaun eilífs lífs. Spámaðurinn Amúlek lýsti: „Þetta líf er tími … til að búa sig undir að mæta Guði. Já, sjá. Dagur þessa lífs er dagurinn … til að leysa verk [ykkar] af hendi.“5

Á vissan hátt eru ykkar fjórar mínútur byrjaðar að líða. Klukkan tifar. Orð Páls postula eiga vel við: Hlaupið þannig að þið hljótið sigurlaunin.6

Á sama hátt og ákveðnir þættir eru nauðsynlegir í mjög stuttri tilraun íþróttamanna á Ólympíuleikunum, eins og stökk og hreyfingar skautamanna og snjóbrettakappa, útreikningur sleðamanna á beygjum eða stýra sér í gegnum hliðin í svigi, þannig er það líka með líf okkar að ákveðnir þættir eru algjörlega nauðsynlegir – eftirlitsstöðvar sem hjálpa okkur að miða áfram í andlegri frammistöðu okkar á jörðunni. Þessar andlegu vörður eru hinar nauðsynlegu helgiathafnir fagnaðarerindisins sem Guð hefur gefið: Skírn, taka á móti gjöf heilags anda, prestdæmisvígslur, helgiathafnir musterisins og að meðtaka sakramentið vikulega.

„Í helgiathöfnum … opinberast því kraftur guðleikans.“7

Á sama hátt og öguð þjálfun undirbýr íþróttamann og gerir hann hæfan til að framkvæma þætti íþróttagreinar sinnar á hæsta stigi, þá þurfum við að halda boðorðin til að verða hæf til að taka þátt í helgiathöfnum.

Skynjið þið mikilvægið?

Kæru ungu vinir, hvar sem þið standið ykkar „fjögurra mínútna frammistöðu“ þá hvet ég ykkur til að íhuga: „Hvað þarf ég að gera næst til að hljóta verðlaunapening?“ Andinn hefur ef til vill hvíslað að ykkur á þessari ráðstefnu, hvað það er: Að búa sig undir af meiri ásetningi fyrir helgiathöfn í framtíðinni eða meðtaka helgiathöfn sem þið hefðuð átt að meðtaka fyrir löngu. Takið næsta skref, hvað sem það nú er. Ekki bíða. Ykkar fjórar mínútur munu líða hratt og þið munið hafa eilífðinni til að hugsa um það sem þið gerðuð í þessu lífi.8

Sjálfsaga er krafist. Daglegar bænir, ritningarnám og kirkjusókn þurfa að vera grunnurinn að þjálfun ykkar. Staðfastleg hlýðni við boðorðin, halda sáttmálana sem þið hafið gert og fylgja reglum Drottins sem eru að finna í Til styrktar æskunnar er krafist.

Vera má að þið séuð meðvituð um eitthvað í lífi ykkar sem ógnar andlegri framþróun ykkar eða hægir á henni. Ef svo, fylgið þá þessari leiðsögn ritninganna: „Léttum þá af oss allri byrði og viðloðandi synd og þreytum þolgóðir skeið það, sem vér eigum framundan.“9

Það er enn ekki of seint að iðrast. Þó kann það brátt að verða því enginn veit í raun hvenær okkar fjórar mínútur eru liðnar.

Vera má að þið hugsið með ykkur sjálfum : „Ég er nú þegar búinn að klúðra þessu. Mínar fjórar mínútur eru nú þegar algjör hörmung. Ég get alveg eins gefist upp.“ Ef það er svo, hættið að hugsa á þessa leið og aldrei gera það aftur. Kraftaverk friðþægingarinnar getur bætt fyrir ófullkomleika í frammistöðu okkar. Eins og öldungur Jeffrey R. Holland hefur kennt:

„Ykkur … sem enn eruð hikandi … ber ég vitni um endurnýjandi kraft kærleika Guðs og undursamlega náð hans.

… Það er aldrei of seint, svo framarlega sem meistari víngarðsins segir tíma enn inni.10

Munið að þið eruð ekki einsömul. Frelsarinn hefur lofað að hann muni ekki skilja ykkur eftir munaðarlaus.11 Þið hafið einnig fjölskyldu, vini og leiðtoga sem hvetja ykkur áfram.

Þrátt fyrir að ég hafi talað til ungdóms kirkjunnar þá segi ég eftirfarandi við foreldra og ömmur og afa:

Nýlega lýsti öldungur David A. Bednar einfaldri leið til að meta framför fjölskyldu á sáttmálsleið nauðsynlegra helgiathafna. Það eina sem til þarf er blað með tveimur dálkum: „Nafn“ og „áætlun fyrir næstu eða nauðsynlega helgiathöfn.“ Nýlega skráði ég alla í fjölskyldunni minni. Meðal þeirra tók ég eftir ungabarni, barnabarn, sem brátt átti að hljóta nafnagjöf, sex ára barnabarni sem þurfti að undirbúa fyrir skírn og syni sem brátt yrði 18 ára gamall sem þyrfti að undirbúa fyrir prestdæmið og musterisgjöfina. Allir á listanum höfðu þörf fyrir helgiathöfn sakramentisins. Þetta er einfalt en hjálpaði Lesu og mér að uppfylla hlutverk okkar, að hjálpa öllum í fjölskyldu okkar á sáttmálsleiðinni með verkefnaáætlun fyrir þau öll. Vera má að þessi hugmynd sé góð fyrir ykkur til að kynda undir samræður í fjölskyldunni, lexíur á fjölskyldukvöldum, undirbúning og jafnvel boð um að taka á móti nauðsynlegum helgiathöfnum í fjölskyldu þinni.12

„Fjögurra mínútna“ keppni Tora Bright, sem er SDH silfurverðlaunahafi frá Ástralíu, í hálfpípu greininni var tilkomumikil, að því að mér fannst, enda er ég skíða- og snjóbrettamaður. Hún heillaði heiminn er hún kláraði nærri fullkomna ferð sína sem endaði í backside rodeo 720. Heiminum fannst hins vegar enn tilkomumeira og óvæntara þegar hún teygði sig til keppinauta sinna og sýndi kristilegan kærleika. Hún tók eftir að bandarísk brettakona, Kelly Clark, tókst ekki vel til í fyrstu atrennu í úrstlitunum og hún virtist vera stressuð að fara aftur. „Hún faðmaði mig,“ minnist Clark. „Hún hélt utan um mig þar til ég róaðist nægilega mikið og fór að anda hægar. Það var gott að fá faðmlag frá vini.“ Kelly Clark endaði síðan á palli, eins og Tora, með brons verðlaunin.

Þegar Torah var spurð um óvanalega góðmennsku sína gagnvart keppinaut sem hefði getað ógnað silfurverðlaunum hennar sagði hún einfaldlega: „Ég er keppandi – ég vil gera mitt besta – en ég vil einnig að keppinautar mínir geri sitt besta.“13

Hafandi þetta í huga, er einhver sem þarf á ykkar hvatningu að halda? Einhver í fjölskyldunni? Eða vinur? Bekkjarfélagi eða einhver í prestdæmissveitinni? Hvernig getið þið hjálpað þeim með þeirra fjórar mínútur?

Kæru vinir, þið eruð mitt í spennandi ferðalagi. Á vissan hátt eruð þið á ferðinni niður hálfpípuna eða sleðabrautina og það getur verið áskorun að framkvæma sérhvern þátt eða sérhverja beygju leiðarinnar. Munið, þið hafið undirbúið ykkur undir þetta í árþúsundir. Nú er komið að ykkur. Þetta líf eru ykkar fjórar mínútur! Nú er tíminn!

Ég hef miklu tiltrú á getu ykkar. Frelsara heimsins hafið þið í ykkar liði. Hvernig getur ykkur mistekist ef þið leitið hjálpar hans og fylgið leiðbeiningum hans?

Ég lýk með vitnisburði mínum um blessanir sem eru okkar vegna lifandi spámanns, Thomas S. Monson forseta, og um Jesú Krists og hlutverk hans sem frelsara okkar og lausnara, í hans heilaga nafni, Jesú Krists, amen.

HEIMILDIR

  1. Sjá Christine Rappleye, „Mormons in the Olympics: 3 Medals for LDS Athletes at the Winter Games,“ deseretnews.com/article/865597546/Mormons-in-the-Olympics-3-medals-for-LDS-athletes-at-the-Winter-Games.html.

  2. Sjá Christine Rappleye, “Mormons in the Olympics:

  3. Sjá Sarah Petersen, „Noelle Pikus-Pace Wears LDS Young Women Necklace throughout Olympics,“ deseretnews.com/article/865596771/Noelle-Pikus-Pace-wears-LDS-Young-Women-necklace-throughout-Olympics.html.

  4. Sjá Amy Donaldson, „Army, Faith Helped Push Mormon Bobsledder Chris Fogt to Olympic Success,“ deseretnews.com/article/865597390/Army-faith-helped-push-Mormon-bobsledder-Chris-Fogt-to-Olympic-success.html.

  5. Alma 34:32.

  6. Sjá 1 Kor 9:24.

  7. Kenning og sáttmálar 84:20.

  8. Sjá Alma 34:31–33.

  9. Hebr 12:1.

  10. Jeffrey R. Holland, “The Laborers in the Vineyard,” Ensign eða Líahóna, maí 2012, 33.

  11. Sjá Jóh 14:18.

  12. David A. Bednar, í samræðum við höfund.

  13. Vidya Rao, „Snowboarder Kelly Clark: Hug from Competitor Helped Me Win Bronze,” today.com/sochi/snowboarder-kelly-clark-hug-competitor-helped-me-win-bronze-2D12108132.