2010–2019
Lifa samkvæmt orðum spámannanna
október 2014


Lifa samkvæmt orðum spámannanna

Til að vera í samhljómi við guðdómlegan tilgang himna þá styðjum við spámanninn og veljum að lifa samkvæmt orðum hans.

Faðir okkar á himnum elskar öll börn sín og þráir að þau þekki og skilji hamingjuáætlun hans. Þar af leiðandi kallar hann spámenn, þá sem hafa verið vígðir með krafti og valdsumboði til að starfa í nafni Guðs að sáluhjálp barna hans. Þeir eru sendiboðar réttlætis, vitni um Jesú Krist og óendanlegan kraft friðþægingar hans. Þeir hafa lyklana að ríki Guðs á jörðu og veita umboð fyrir framkvæmd frelsandi helgiathafna.

Í hinni sönnu kirkju Drottins „er aldrei nema einn á hverjum tíma, sem hefur fengið þetta vald,svo og lykla þessa prestdæmis.“1Við styðjum Thomas S. Monson forseta sem spámann okkar, sjáanda og opinberara. Hann opinberar orð Drottins til að stjórna og stýra allri kirkjunni. Líkt og J. Reuben Clark yngri útskýrði: „Forseti kirkjunnar … hefur einn rétt á að hljóta opinberun fyrir kirkjuna.“2

Hvað varðar hinn lifandi spámann þá segir Drottinn við kirkjuþegna hans:

„[Þér skuluð] ... gefa gaum aðöllum orðum hans og fyrirmælum, sem hann gefur yður þegar hann hefur meðtekið þau, gangandi í fullum heilagleika frammi fyrir mér;

Því að hans orði skuluð þér taka á móti með fullkominni þolinmæði og trú.“

„Því að gjörið þér það, munu hlið heljar eigi á yður sigrast.“3

Til að vera í samhljómi við guðdómlegan tilgang himna þá styðjum við spámanninn og veljum að lifa samkvæmt orðum hans.

Við styðjum einnig ráðgjafa Monson forseta og Tólfpostulasveitina sem spámenn, sjáendur og opinberara. „Þeir hafa réttinn, kraftinn og valdsumboðið til að tala máli og vilja Drottins “…, undir stjórn … forseta kirkjunnar.”4 Þeir tala í nafni Krists. Þeir spá í nafni Krists. Þeir gera allt í nafni Jesú Krists. Með orðum þeirra heyrum við rödd Drottins og skynjum elsku frelsarans. „Og allt sem þeir segja, hvattir af heilögum anda, skal vera ritning … og kraftur Guðs til sáluhjálpar.“5 Drottinn sjálfur hefur talað: „Hvort sem það er sagt með minni eigin rödd eða með rödd þjóna minna, það gildir einu.“6

Við erum þakklát fyrir kirkju „sem hefur að grundvelli postulana og spámennina, en Krist Jesú sjálfan að hyrningarsteini.“7 Hús Drottins er hús reglu og við þurfum aldrei að vera í blekkingu með það hvar við eigum að leita svara við spurningum okkar eða í óvissu með hvaða rödd að fylgja. Við þurfum ekki að „hrekjast og berast fram og aftur af hverjum kenningarvindi,“8 Guð opinberar orð sitt í gegnum vígða þjóna sína,„Þeir eiga að fullkomna hina heilögu og láta þeim þjónustu í té, líkama Krists til uppbyggingar, þangað til vér verðum allir einhuga í trúnni og þekkingunni á syni Guðs.“9 Þegar við veljum að lifa í samræmi við orð spámannanna þá erum við á slóð sáttmálans sem leiðir til eilífrar fullkomnunar.

Einstæð móðir sem barðist við að lifa af tímabil skorts kennir okkur hvað það merkir að styðja spámanninn. Drottinn sagði spámanninum Elía að fara til Sarefta þar sem hann myndi hitta ekkju sem Guð hafði boðið að myndi styðja hann. Þegar Elía nálgaðist borgina, sá hann hana safna saman viðarkvistum. Hann kallaði til hennar: „Sæk þú mér dálítið af vatni í ílátinu, að ég megi drekka.“10

Og hún fór að sækja það, en hann kallaði á eftir henni og mælti: Færðu mér líka brauðbita.

Hún svaraði: Svo sannarlega sem Drottinn, Guð þinn, lifir, á ég enga köku til, heldur aðeins hnefa mjöls í skjólu og lítið eitt af viðsmjöri í krús. Og sjá, ég er að tína saman fáeina viðarkvisti. Síðan ætla ég heim og matbúa þetta handa mér og syni mínum, að við megum eta það og deyja síðan.“

Elía sagði við hana: „Óttast ekki! Far þú heim og gjör sem þú sagðir. Gjör þú mér samt fyrst litla köku af því og fær mér út hingað, en matreið síðan handa þér og syni þínum.“11

Ímyndið ykkur, eitt augnablik, hve erfitt það var af spámanninum að biðja sveltandi móður að gera þetta. Að sjálfsögðu hefði Guð sjálfur geta séð trúföstum þjóni sínum fyrir mat. Í nafni Drottins þá gerði Elía samt eins og honum var sagt, sem var að biðja þessa ástkæru dóttur Guðs um að fórna því sem hún átti til að styðja spámanninn.

Elía lofaði líka blessunum fyrir hlýðnina. „Því að svo segir Drottinn, Guð Ísraels: Mjölskjólan skal eigi tóm verða og viðsmjörið í krúsinni ekki þrjóta.“12 Drottinn gaf ekkjunni tækifæri til að velja að trúa og hlýða orðum spámannsins.

Í heimi sem er ógnað af skorti réttlætis og andlegri hungursneyð þá hefur okkur verið boðið að styðja spámanninn. Er við gefum gaum að, verjum og staðfestum orð spámannsins berum við vitni um að við höfum trú til að beygja okkur undir vilja, visku og tímasetningu Drottins.

Við gefum gaum að orði spámannsins jafnvel þó að þau hljómi ósanngjörn, óhentug og óþægileg. Samkvæmt stöðlum heimsins þá getur það verið óvinsælt, óviðeigandi eða samfélagslega óásættanlegt að fylgja orðum spámannsins Hins vegar er það alltaf rétt að fylgja orðum hans. „Heldur svo miklu sem himinninn er hærri en jörðin, svo miklu hærri eru mínir vegir yðar vegum og mínar hugsanir yðar hugsunum.“13„Treystu Drottni af öllu hjarta, en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit.“14

Drottinn heiðrar og hefur velþóknun á þeim sem gefa gaum að orðum spámannsins. Vegna hlýðni ekkjunnar í Sarefta við Elía þá bjargaði hún lífi sínu og endanlega lífi sonar síns líka. „Eins og spámaðurinn hafði lofað:„hún hafði nóg að eta, bæði hún og hann og sonur hennar, um langa hríð…samkvæmt orði Drottins, því er hann hafði talað fyrir munn Elía.“15

Drottinn mun „fæða þá sem treysta honum“16 Orð spámannanna er sem manna fyrir sálir okkar. Þegar við meðtökum af því þá erum við blessuð, vernduð og varðveitt veraldlega og andlega. Þegar við endurnærumst af orði þeirra þá lærum við að koma til Krists og lifa.

Öldungur Bruce R. McConkie ritaði að fyrir tilstilli spámannanna, þá „opinberar Drottinn sannleika sáluhjálpar … þeirrar sáluhjálpar sem er í Kristi og leiðarvísinn … stefnuna í átt til eilífs lífs. … Á öllum öldum hefur Drottinn veitt fólki sínu þá leiðsögn sem það þarf á stund hættu og voða. „Sannarlega munu vera stundir, á komandi tímum, þegar ekkert getur bjargað fólki hans, nema viska Guðs sem kemur af himnum, og flæðir frá vörum spámannana.“17

Orð spámannanna, eins og Lárberakennarinn minn kenndi mér þau, gáfu mér sýn á það hvernig sáttmálshjónaband ætti að vera. Orð spámannanna veittu mér trú og von á að ég gæti undirbúið mig og eignast hamingjuríkt heimili. Stöðugur lærdómur á kenningum spámannanna, bæði í dag og til forna, styrktu mig í gegnum erfið og stundum þreytandi ár af því að fæða, uppfræða og næra sjö börn. Orð spámannanna í ritningunum og þau sem kennd eru frá þessum ræðustól, eru orð huggunar, kærleiks, styrks og uppörvunar sem umvefja okkur öll.

Þegar við gefum gaum að orðum spámannanna þá byggjum við heimili okkar og líf á eilíflega öruggum grunni, „bjargi lausnara okkar, sem er Kristur, sonur Guðs, … þegar djöfullinn sendir sína voldugu storma, já, þegar allt hans hagl og voldugur stormur bylur á ykkur, mun það ekkert vald hafa á ykkur til að draga ykkur niður í … [vansæld og óendanlegt volæði]. “18

Við höfum valkosti. Við getum valið að hunsa, leika okkur að, troða á eða gera uppreisn gegn orði Krists sem talað er af vígðum þjónum hans. Frelsarinn kenndi að þeir sem gera svo verði útilokaðir frá sáttmálsþjóð hans.19

Þegar við lesum og lærum heilög orð spámannanna með bæn í hug og trú á Krist, með einbeittum huga, þá mun heilagur andi færa sannleikann inn í huga okkar og hjörtu. Megum við ljúka upp eyrum okkar til að heyra og hugum okkar svo að leyndardómar Guðs megi afhjúpast augliti okkar.20

Ég gef ykkur minn vitnisburð að Joseph Smith var og er spámaður, kallaður af Guði til að endurreisa fagnaðarerindi Jesú Krists og prestdæmi hans til jarðar. Ég vitna einnig um það að í Monson forseta erum við leidd af sönnum spámanni Guðs í dag. Megum við velja að standa með spámönnunum og lifa í samræmi við orð þeirra þar til við verðum sameinuð í trú, hreinsuð í Kristi og fyllt af þekkingu á syni Guðs. Í hinu helga nafni Jesú Krists, amen.