2010–2019
Sakramentið og friðþægingin
október 2014


Sakramentið og friðþægingin

Helgiathöfn sakramentis þarf að verða hverju okkar enn helgari.

Að kvöldi Getsemane og Golgata, bauð Jesús postulum sínum að koma með sér til hinnar síðustu lofgjörðar. Sá staður var loftsalur á heimili lærisveins í Jerúsalem, á páskum.1

Á borðinu fyrir framan þá var hin hefðbundna máltíð, sem var lamb fórnar, vín og ósýrt brauð, tákn Ísraelsmanna um hjálpræði liðins tíma, frá áþján og dauða,2 og komandi endurlausn, sem enn átti eftir að gera að veruleika.3 Þegar líða tók lokum máltíðar, tók Jesús brauðið, blessaði það og braut það,4 gaf það postulum sínum og sagði: „Takið og etið.“5 „Þetta er líkami minn, sem fyrir yður er gefinn. Gjörið þetta í mína minningu.“6 Á líkan hátt tók hann bikarinn með víninu, blessaði það, bar bikarinn að þeim sem með honum voru og sagði:| „Þessi kaleikur er hinn nýi sáttmáli í mínu blóði, sem“7 er „úthellt ... til fyrirgefningar synda.“8 „Gjörið þetta í mína minningu.“9

Á þennan látlausa en djúpa táknræna hátt, innleiddi Jesús nýja helgiathöfn fyrir sáttmálfólk Guðs. Blóði dýra yrði ekki lengur úthellt eða hold dýra etið til að minnast hinnar væntanlegu endurlausnarfórn Krists, sem enn átti eftir að verða.10 Í stað þess átti að neyta táknanna um lemstrað hold og úthellt blóð Krists, sem nú voru innleidd, til minningar um endurlausnarfórn hans.11 Með því að meðtaka þessa nýju helgiathöfn eru allir einlægir að játa að Jesús er hinn fyrirheitni Kristur, og staðfesta djúpa þrá til að fylgja honum og halda boðorð hans. Þeim sem þannig játuðu og staðfestu með eigin lífi, yrði eirt við andlegum dauða og tryggt eilíft líf.

Á þeim stundum sem fylgdu í kjölfarið fór Jesús í Getsemane, var tekinn á Golgata og fór sigrihrósandi úr gröf Arímaþeans. Eftir að Jesús hafði yfirgefið lærisveina sína, komu þeir sem voru trúfastir í og við Jerúsalem, saman á fyrsta degi vikunnar, til að „brjóta brauðið“12 og „ræktu trúlega“ skyldur sínar.13 Þeir hafa vissulega ekki aðeins gert það til að minnast síns burtfarna, ástkæra Drottins, heldur líka til að færa þakkir og sýna trú fyrir hans undursamlegu endurlausn fyrir þá.

Þýðingarmikið er, að þegar Jesús vitjaði lærisveina sinna í Ameríku, þá innleiddi hann líka sakramentið meðal þeirra.14 Við þá athöfn sagði hann: „Þér skuluð ætíð gæta þess að gjöra þetta“15 og „það skal vera vitnisburður til föðurins um, að þér hafið mig ávallt í huga.“16 Drottinn innleiddi helgiathöfn sakramentis aftur í upphafi endurreisnarinnar með álíka fyrirmælum og gefin voru postulum hans til forna.17

Helgiathöfn sakramentisins hefur verið sögð „ein helgasta athöfn kirkjunnar.“18 Hún þarf að verða hverju okkar enn helgari. Jesús Kristur innleiddi þessa helgiathöfn til að minna okkur á það sem hann gerði til að endurleysa okkur og kenna okkur hvernig við getum hagnýtt okkur endurlausn hans og með henni lifað hjá Guði aftur.

Með brotnu brauði sýnum við táknrænt að við minnumst líkama Jesú Krists – líkama sem leið ómældar þjáningar, misþyrmingar og allskyns freistingar,19 líkama sem leið slíka angist að blóð draup úr hverri svitaholu,20 líkama sem var sundurkraminn og deyddur með krossfestingu.21 Við sýnum táknrænt að við trúum, að þegar þessi sami líkami hafi verið lagður til hvílu í gröfinni, þá hafi hann risið upp frá dauðum, fyrir kraft upprisunnar, til að líða aldrei framar sjúkdóma, hrörnun eða dauða.22 Með því að neyta sjálf brauðsins, játum við, að líkt og hinn jarðneski líkami Krists, muni líkami okkar verða leystur frá hlekkjum dauðans, rísa úr gröfinni sigrihrósandi og endurreistur okkar eilífa anda.23

Með vatni í litlum bikar, sýnum við táknrænt að við minnumst hins úthellta blóðs Jesú og andlegra þjáninga hans í þágu alls mannkyns. Við minnumst angistarinnar sem olli því að mikið magn blóðdropa féll í Getsemane.24 Við minnumst þjáninganna misþyrminganna sem hann leið af hendi kvalara sinna.25 Við minnumst blóðsins sem úthellt var á Golgata og rann úr höndum, fótum og síðu hans.26 Við minnumst þess sem hann sagði um þjáningar sínar: „Hversu sárar veist þú ekki, hversu nístandi veist þú ekki, já, hversu erfiðar að bera veist þú ekki.“27 Með því að neyta vatnsins sjálf, játum við að blóð hans og þjáningar hafi friðþægt fyrir syndir okkar, og að hann muni afmá syndir okkar, ef við tileinkum okkur reglur og helgiathafnir fagnaðarerindis hans.

Á þann hátt minnir brauðið og vatnið okkur á að Kristur endurleysti okkur frá dauða og synd. Sú merking að brauðið er á undan vatninu, er ekki léttvæg. Með því að meðtaka brauðið, erum við minnt á okkar eigin óumflýjanlegu upprisu, sem er meira en aðeins endurreisn líkama og anda. Fyrir kraft upprisunnar verðum við öll endurreist í návist Guðs.28 Sá veruleiki vekur upp grundvallar spurningu um eigið líf. Sú grundvallar spurning til okkar allra, snýst ekki um hvort við munum lifa, heldur með hverjum við munum lifa eftir dauðann. Þótt allir muni snúa aftur í návist Guðs, munu ekki allir gera dvalið áfram hjá honum.

Í jarðlífinu verða allir óhreinir af synd og misgjörðum.29 Dyggðir munu ekki alltaf prýða hugsanir okkar, orð og verk.30 Við verðum sem sagt óhrein. Jesús gerði frá upphafi skýra grein fyrir afleiðingum óhreinleika í tengslum við návist Guðs. „Ekkert óhreint fær dvalið … í návist hans.“31 Sá veruleiki var færður Alma yngri, sem var svo hrjáður og kvalinn af eigin óhreinleika, þegar heilagur engill birtist honum, að hann óskaði að hann yrði að „engu gjörður, bæði á líkama og sál, svo að [hann] yrði ekki leiddur fyrir auglit Guðs.“32

Með því að meðtaka vatn sakramentisins, er okkur kennt hvernig við getum orðið hrein af synd og misgjörðum og þannig verið í návist Guðs. Með því að úthella sínu saklausa blóði, fullnægði Jesús Kristur kröfum réttvísinnar fyrir allar syndir og misgjörðir. Hann býðst svo til að hreinsa okkur, ef við trúum nægilega á hann til að iðrast, taka á móti öllum helgiathöfnunum og sáttmálunum, fyrst skírn og gjöf heilags anda. Þegar við meðtökum heilagan anda, erum við hreinsuð. Jesús gerði þessa kenningu skýra:

„Ekkert óhreint fær komist inn í ríki [Guðs]. … Engin [gengur] inn til hvíldar hans, nema þeir, sem laugað hafa klæði sín í blóði mínu. …

En þetta er boðorðið: Iðrist, öll endimörk jarðar og komið til mín og látið skírast í mínu nafni, svo að þér megið helgast fyrir móttöku heilags anda og þér fáið staðið flekklaus frammi fyrir mér á efsta degi.“33

Þetta er kenning Krists.34 Þegar við meðtökum þessa kenningu og högum lífi okkar í samræmi við hana, erum við í raun hreinsuð með blóði Krists.35

Með sakramentisbænunum, játum við þessa kenningu um Krist og skuldbindum okkur að lifa eftir henni. Í bænum okkar til Guðs, okkar eilífa föður, lýsum við yfir að við munum hafa hans dýrmæta son „ávallt í huga.“ Fyrst vitnum við að við séum „fús“ til að hafa í huga. Síðan vitnum við að við „höfum“ í huga. Með þessu gerum við hátíðlega skuldbindingu um að iðka trú á Jesú Krist og endurlausn hans fyrir okkur, frá dauða og synd.

Við lýsum líka yfir að við munum „halda boðorð hans.“ Það er hátíðleg skuldbinding um að iðrast. Ef hugsanir okkar, orð eða verk hafa ekki verið eins og þeim ber að vera á liðnum dögum, einsetjum við okkur að laga líf okkar betur að honum á ókomnum dögum.

Við lýsum líka yfir að við „[séum] fús til að taka á [okkur] nafn [sonarins].“36 Það er hátíðleg skuldbinding um að beygja okkur undir hans vilja og gera verk hans, sem felur líka í sér að við sjálf tökum á móti öllum endurleysandi helgiathöfnum og sáttmálum.37

Þegar við skuldbindum okkur þessum reglum, er okkur lofað í sakramentisbænunum „að andi hans [verði] ætíð með [okkur].“38 Að hljóta andann að nýju, er blessun sem fullkomnar, því þegar við hljótum andann að nýju, erum við hreinsuð af synd og misgjörðum.39

Bræður og systur, mikilvægasti atburður um tíma og eilífð er friðþæging Jesú Krists. Sá sem gerði friðþæginguna að veruleika, hefur gefið okkur helgiathöfn sakramentis, ekki aðeins til að hjálpa okkur að muna eftir, heldur líka til að við getum hlotið allar blessanir þessarar óviðjafnanlegu náðargjafar. . Reglubundin og einlæg þátttaka í þessari helgiathöfn, auðveldar okkur að meðtaka og hagnýta okkur kenninguna um Krist eftir skírnina og stefna þar með að og fullvinna helgunarferlið.. Helgiathöfn sakramentis auðveldar okkur vissulega að standast af trúfesti allt til enda og taka á móti fyllingu föðurins, á sama hátt og Jesús gerði, náð fyrir náð.40

Ég ber vitni um mátt Jesú Krist til að endurleysa okkur öll frá dauða og synd og um kraft helgiathafna prestdæmis hans, þar á meðal sakramentisins, til að búa okkur undir að fá „séð ásjónu Guðs, já, föðurins, og haldið lífi.“41 Megum við meðtaka sakramentið í komandi viku, og vikulega þar á eftir, af djúpri þrá og í einlægari tilgangi. Það er bæn mín, í nafni Drottins Jesú Krists, amen.