2010–2019
Síðari daga heilagir haldið áfram að reyna
Apríl 2015


Síðari daga heilagir haldið áfram að reyna

Er við reynum að gefast ekki upp, og hjálpum öðrum við það sama þá erum við sannir Síðari daga heilagir.

Kæru bræður og systur, í desember, árið 2013, syrgði heimurinn fráfall Nelsons Mandela. Eftir að hafa verið fangelsaður fyrir hlutverk sitt í baráttunni um aðskilnað þá var Mandela fyrsti lýðræðislega kosni forseti Suður-Afríku. Það þótti mjög merkilegt að hann fyrirgaf þeim sem höfðu fangelsað hann. Hann hlaut almennt lof og hrós.1 Mandela bægði ítrekað frá sér viðurkenningum með því að segja „Ég er enginn dýrlingur, nema að ykkur finnist dýrlingur vera syndari sem heldur áfram að reyna.“2

Þessi setning „dýrlingur er syndari sem heldur áfram að reyna“ — ætti að hvetja og hughreysta þegna kirkjunnar. Þrátt fyrir að oft sé talað um okkur sem „Síðari daga heilaga,“ þá kveinkum við okkur stundum við því. Hugtakið heilagur er oft notað til að benda á þá sem hafa náð upphafinni stöðu heilagleika eða jafnvel fullkomnun. Við erum þess vel meðvituð að við erum ekki fullkomin.

Þrátt fyrir það þá kennir trúfræði okkar það að við getum orðið fullkomin með því að „treysta [ítrekað og endurtekið] í einu og öllu á“ kenningu Krists, iðka trú á hann, iðrast, meðtaka sakramentið til endurnýjunar sáttmála okkar og blessana skírnarinnar og taka á móti heilögum anda í auknum mæli sem stöðugum förunaut okkar. Er við gerum svo þá verðum við líkari Kristi og fáum staðist allt til enda, með öllu sem því fylgir.3 Í óformlegri merkingu, þá skiptir það Guð talsvert meira máli hver við erum nú og hvað við getum orðið, heldur en það sem við vorum áður.4 Hann vill að við höldum áfram að reyna.

Gamanleikurinn Sem yður þóknast, eftir enska leikritaskáldið William Shakespeare, segir frá afburðarríkum breytingum á lífi einnar persónunnar. Eldri bróðir gerir tilraun til að láta drepa sinn yngri bróður. Þótt yngri bróðirinn viti af þessu, þá bjargar hann sínum rangláta bróður frá vísum dauða. Þegar eldri bróðirinn kemst að þessari óverðskulduðu hluttekningu, þá breytist hann algerlega og varanlega og upplifir svokallaða „umbreytingu“. Seinna þá koma nokkrar konur til eldri bróðurins og spyrja hann „Varst það þú sem reyndir svo oft að drepa [bróður þinn]“?

Eldri bróðirinn svaraði þá: „Það var ég en er ekki ég:“ Mér er engin skömm að segja frá því hver ég áður var, því hin ljúfa umbreyting hefur gert mig að allt öðrum manni.“5

Vegna miskunnar og friðþægingar Jesú Krists þá er slík umbreyting ekki bara skáldskapur. Drottinn lýsti yfir með Esekíel:

„Guðleysi hins óguðlega skal ekki fella hann á þeim degi, er hann hverfur frá guðleysi sínu. …

…[ef] hann lætur af synd sinni og iðkar rétt og réttlæti;

…skilar aftur veði, endurgreiðir það, er hann hefir rænt, breytir eftir þeim boðorðum, er leiða til lífsins, svo að hann fremur engan glæp, þá skal hann lífi halda. …

„Allar þær syndir, er hann hefur áður drýgt, skulu honum ekki tilreiknaðar verða. Hann hefur iðkað rétt og réttlæti.“6

Í miskunn sinni lofar Guð fyrirgefningu þegar við iðrumst og snúum frá illsku - svo mikilli að þær verða ekki nefndar aftur. Vegna friðþægingar Krists og iðrunar okkar, þá getum við litið á fyrri gjörðir og sagt, „Þannig var ég áður, en ekki lengur.“ Sama hve slæmar þær hafa verið, þá getum við sagt „Þannig var ég áður. En minn gamli illi maður er ekki lengur sá sem ég er.7

Thomas S. Monson forseti hefur kennt að „Ein stórkostlegasta gjöf Guðs til okkar er gleðin yfir því að reyna aftur, því engin mistök þurfa að vera endanleg.“8 Ef við höfum jafnvel syndgað meðvitað og viljandi eða höfum tekist á við endurtekin mistök og vonbrigði, þá getur friðþæging Krists hjálpað okkur, um leið og við ákveðum að reyna aftur. Munum líka eftir því að það er ekki heilagur andi sem segir okkur að við séum svo langt leidd að við gætum rétt eins gefist upp.

Þrá Guðs um að Síðari daga heilagir haldi áfram að reyna nær einnig framyfir það að sigrast á synd. Hvort sem við þjáumst vegna erfiðra sambanda, fjárhagserfiðleika, veikinda eða vegna afleiðinga synda annarra, þá getur takmarkalaus friðþæging frelsarans læknað jafnvel þá – og kannski einkum þá – sem hafa þjáðst saklausir. Hann skilur fullkomlega hvað það er að þjást saklaus vegna afleiðinga synda annarra. Eins og spáð hefur verið þá mun frelsarinn „græða þá, sem hafa sundurmarið hjarta,… gefa þeim höfuðdjásn í stað ösku …gefa…fagnaðarolíu í stað hryggðar,[og] skartklæði í stað hugarvíls.“9Sama hvað, þá ætlast Guð til þess að Síðari daga heilagir haldi áfram að reyna, með hans hjálp.

Á sama hátt og Guð fagnar þegar við gefumst ekki upp, þá verður hann fyrir vonbrigðum þegar við viðurkennum ekki að aðrir eru líka að reyna. Kær vinkona okkar, hún Thoba, sagði okkur frá því hvernig hún lærði þessa lexíu af móður sinni, Júlíu. Júlía og Thoba voru meðal fyrstu svörtu trúskiptinganna í Suður-Afríku. Eftir að aðskilnaðarstefnan var afnumin, þá gátu svartir og hvítir kirkjuþegnar komið saman í kirkju. Þessi kynþáttablöndun var nýnæmi og áskorun fyrir marga. Einu sinni þegar Júlía og Thoba komu til kirkju, þá fannst þeim að sumir hvítu kirkjuþegnanna kæmu illa fram við þær. Á leiðinni heim kvartaði Thoba mjög við móður sína. Júlía hlustaði rólega þar til að Thoba hafði hellt úr skálum reiði sinnar. Síðan sagði Júlía: „Æ, Thoba, kirkjan er eins og stór spítali og við erum öll veik, hvert á sinn hátt. Við komum til kirkju til að þiggja hjálp.“

Orð Júlíu sýna fram á mjög dýrmætan skilning. Við verðum ekki bara að sýna öðrum umburðarlyndi er þeir vinna að sínum eigin veikindum, heldur verðum við einnig að vera góð, þolinmóð, skilningsrík og sýna þeim stuðning. Á sama tíma og Guð hvetur okkur til að halda áfram að reyna þá ætlast hann til þess af okkur að við gefum öðrum sama tækifæri, á þeirra eigin hraða. Friðþægingin mun þá koma enn sterkar inn í líf okkar. Við munum þá bera kennsl á það að þrátt fyrir það hvað við erum ólík, þá höfum við öll þörf fyrir hina sömu takmarkalausu friðþægingu.

Fyrir nokkrum árum síðan var yndislegur, ungur maður að nafni Curtis, kallaður til að þjóna í trúboði. Hann var þessi trúboði sem alla trúboðsforseta dreymir um. Hann var einbeittur og vann hörðum höndum. Það kom að því að honum var úthlutaður félagi sem var óþroskaður, félagslega heftur og ekkert sérstaklega áhugasamur um að vinna verkið.

Dag einn, er þeir voru úti að hjóla, leit Curtis tilbaka og sá að félagi hans hafði af einhverri óskiljanlegri ástæðu, stigið af hjóli sínu og var gangandi. Curtis tjáði Guði vonleysi sitt, að vera íþyngt með félaga sem hann varð að draga með sér til að koma einhverju í verk. Augnabliki seinna fannst Curtis mjög sterkt eins og Guð væri að segja við hann, „Veistu Curtis, í samanburði við mig þá eruð þið tveir ekkert svo ólíkir.“ Curtis gerði sér grein fyrir því að hann yrði að vera þolinmóður við hinn ófullkomna félaga sinn sem var samt, á sinn hátt, að reyna.

Boð mitt til okkar allra er að við skoðum öll eigið líf, iðrumst og höldum áfram að reyna. Ef við reynum ekki, þá erum við bara síðari daga syndarar, ef við gefumst upp, þá erum við síðari daga dugleysingjar og ef við leyfum öðrum ekki að reyna, þá erum við síðari daga hræsnarar.10 Er við reynum, stöndum stöðug allt til enda og hjálpum öðrum að gera slíkt hið sama, þá erum við sannir Síðari daga heilagir. Er við breytumst, þá munum við finna að Guði lætur sér sannlega meira annt um það hver við erum og hvert við stefnum, heldur en hver við voru áður.11

Ég er einlæglega þakklátur frelsaranum fyrir hina ótakmörkuðu friðþægingu hans og fyrir síðari daga spámenn sem hvetja okkur til að vera Síðari daga heilög og halda áfram að reyna.12 Ég ber vitni um raunveruleika þess að frelsarinn lifir, í nafni Jesú Krists, amen.

Heimildir

  1. Sjá Nelson Rolihlahla Mandela, Long Walk to Freedom (1994); „Biography of Nelson Mandela,“ nelsonmandela.org/content/page/biography; og Barack Obama, 10. des. 2013, minningargrein um Nelson Mandela, á whitehouse.gov/the-press-office/2013/12/10/remarks-president-obama-memorial-service-former-south-african-president-. Bent er á fjölbreytileika verðlaunanna með því að Mandela fékk Friðarverðlaun Nobels, Friðarorðu forseta Bandaríkjanna og Sovétorðu Leníns.

  2. Sjá t.d. ræðu, Nelson Mandela’s address við Rice University’s Baker Institute þann 26. okt 1999, bakerinstitute.org/events/1221. Hann var eflaust að umorða hina frægu setningu eftir Robert Louis Stevenson: „Dýrlingar eru syndarar sem halda áfram að reyna.“ Margir hafa tjáð svipaða hugsun í gegnum árin. Til dæmis, Konfúsíus er meðal annars sagður hafa sagt: „Mesta dýrð okkar liggur ekki í því að falla aldrei … en í því að rísa upp í hvert skipti sem við föllum.“

  3. Sjá t.d. 2 Ne 31:2–21; 3 Ne 11:23–31; 27:13–21; Moró 6:6; Kenning og sáttmálar 20:77, 79; 59:8–9; Handbook 2: Administering the Church (2010), 2.1.2.

  4. Að segja að „það skipti Guð talsvert meira máli hver við erum og hver við erum að verða, en hver við vorum“ þýðir ekki að frelsarinn geri lítið úr þeim afleiðingum sem syndir einstaklingsins hafi á aðra. Í raun er frelsaranum mjög annt um þá sem þola særindi, sársauka og hjartasorg vegna brota annarra. Frelsarinn „mun kynnast vanmætti þess, svo að hjarta hans fyllist miskunn samkvæmt holdinu, svo að hann megi vita í holdinu, hvernig fólki hans verður best liðsinnt í vanmætti þess“ (Alma 7:12).

  5. William Shakespeare, As You Like It, þáttur 4, atriði 3, línur 134–37.

  6. Esekíel 33:12, 14–16.

  7. Notkun þátíðar og nútíðar í sögnum eru áberandi í mörgum ritningargreinum sem fjalla um lokadóminn. Sjá, sem dæmi 2 Ne 9:16; Morm 9:14; K&S 58:42–43.

  8. Thomas S. Monson, „The Will Within,“ Ensign, maí 1987, 68.

  9. Jes 61:1–3; sjá einnig Lúk 4:16–21.

  10. Hræsni eins og það er notað í Nýja testamentinu getur verið þýtt út grísku sem „sýndarmennska“; gríska orðið þýðir „leikari“ eða „sá sem gerir sér upp, leikur á dramatískan hátt eða ýkir hlutverk“ (sjá Matt 6:2, tilvísun a). Ef við gefum öðrum ekki tækifæri á að breytast á þeirra eigin hraða þá erum við bara að sýnast vera Síðari daga heilagir.

  11. sjá athugasemd 4 hér að ofan.

  12. Fjöldi þeirra skipta sem þessi skilaboð birtast í ræðum Æðsta forsætisráðsins og Tólfpostulasveitarinnar eru áberandi. Dieter F. Uchtdorf forseti lagði áherslu á þetta þegar hann sagði: „Af öllum þeim reglum sem spámennirnir hafa kennt í gegnum aldirnar, hefur stöðugt verið hamrað á þeirri sem kveður á um vonina, þeim hjartnæma boðskap að mannkynið geti iðrast, breytt stefnu sinni og komist aftur á hinn sanna veg lærisveinsins.“ („You Can Do It Now!“ Ensign eða Liahona, nóv. 2013, 56).