2010–2019
Hin undursamlega kynslóð unga fólksins
Apríl 2015


Hin undursamlega kynslóð unga fólksins

Við höfum nú þörf á undursamlegustu kynslóð ungs fólk í sögu kirkjunnar. Við þurfum ykkur óskipt í hjarta og sál.

Ein mesta ánægja mín, er ég ferðast um heiminn, er að kynnast og heilsa trúboðunum. Hinir dásamlegu öldungar og systur ljóma ljósi Krists og ég hrífst alltaf af elsku þeirra til Drottins Jesú Krists og trúfastri þjónustu þeirra í hans þágu. Alltaf þegar ég tek í hönd þeirra og skynja dásamlegan anda þeirra og trú, segi ég með sjálfum mér: „Þessir dásamlegu synir okkar og dætur eru sannlega undursamleg!“

Á aðalprestdæmisfundi í október 2002, hvatti ég biskupa, foreldra og tilvonandi trúboða til að „hækka þjónustustaðal“ fastatrúboða.

Ég sagði okkur „hafa þörf á … undursamlegustu kynslóð ungs fólk í sögu kirkjunnar.“ Við höfum þörf á verðugum, hæfum og andlega þróttmiklum trúboðum. …

… Við þurfum ykkar óskipt í hjarta og sál. Við þurfum þróttmikla, hugsandi og kappsama trúboða, sem kunna að hlusta á hina hljóðu rödd heilags anda og bregðast við henni.“1

Í dag eru áskoranir heimsins á margan hátt meiri en þær voru fyrir 13 árum. Margt hefur bæst við sem dregur athygli okkar ungu manna og kvenna bæði frá undirbúningi trúboðs og hamingjuríkrar framtíðar. Tækninni flýgur fram og næstum allir hafa aðgang að handbúnaði sem veitir mannanna börnum aðgang að efni sem bæði getur verið afar gott og líka afar illt.

Í kvöld beini ég máli mínu til trúboða sem þjóna nú, eiga eftir að þjóna og hafa þjónað og allra ungra manna í kirkjunni. Ég bið þess að þið fáið skilið og hugleitt vandlega það sem ég segi við ykkur, á þessum spennandi og krefjandi árum lífsferðar ykkar.

Á fyrri tíma kirkjunnar, áttu trúboðar viðtöl við aðalvaldhafa áður en þeir héldu í trúboð sín. Á okkar tíma eiga biskupar og stikuforsetar viðtal við þá sem þjóna í trúboði og flestir ykkar munu aldrei eiga viðtal við aðalvaldhafa kirkjunnar. Það er einfaldlega lýsandi fyrir raunveruleika heimskirkju ríflega 15 milljóna meðlima. Ég veit að ég mæli fyrir munn bræðra minna, er ég segi að við vildum að mögulegt væri að við gætum þekkt ykkur alla persónulega og tjáð ykkur kærleika okkar og stuðning.

Sem betur fer, þá hefur Drottinn séð okkur fyrir leið til að ná til ykkar. Einhver í Tólfpostulasveitinni felur t.d. hverjum trúboða köllun hans eða hennar. Þótt þetta sé ekki gert með hefðbundnum hætti, í persónulegu viðtali, þá hefur tæknin og opinberun gert okkur kleift að upplifa undraverða nánd í þessu sambandi. Ég skal segja ykkur hvernig þetta fer fram.

Ljósmynd af ykkur kemur upp á tölvuskjá, ásamt hnitmiðuðum upplýsingum sem biskup ykkar og stikuforseti sjá okkur fyrir. Þegar myndin af ykkur birtist, þá horfum við á ásjónu ykkar og förum yfir svör ykkar við spurningunum í trúboðsumsókninni. Á þeirri stundu virðist sem þið séuð viðstaddir og beinið athyglinni að beint að okkur.

Þegar við horfum á myndina af ykkur, reiðum við okkur á að þið hafið lagað ykkur að hinum „háa staðli,“ sem krafa er gerð um til að vera góður og trúfastur trúboði. Síðan, með krafti andans og undir stjórn Thomas S. Monson forseta, tilnefnum við ykkur eitt af 406 trúboðum kirkjunnar víða um heim.

Þetta er vissulega ekki eins og persónulegt viðtal. Það er þó nokkuð nálægt því.

Myndrænar ráðstefnur eru önnu leið sem gerir okkur kleift að ná til kirkjuleiðtoga og meðlima sem búa fjarri höfuðstöðvum kirkjunnar.

Með það í huga, þá bið ég þá ykkar sem búa sig undir trúboð, hafa þegar þjónað í trúboði og allt ungt fólk sem á mig hlýðir, að verja nokkrum mínútum með mér og ímynda ykkur að við værum einmitt nú í persónulegu myndrænu viðtali. Horfið vinsamlega á mig í fáeinar mínútur, hvar sem þið eruð í kvöld, líkt og við værum einir saman í herbergi.

Ég sjálfur ætla að ímynda mér að ég horfið beint framan í ykkur og sé að hlusta á svör ykkar við fáeinum, sem ég trúi að muni segja mér heilmikið um dýpt vitnisburðar ykkar og hollustu við Guð. Svo ég umorði aðeins það sem ég sagði við trúboðana fyrir 13 árum, um að við hefðum þörf á undursamlegustu kynslóð ungs fólk í sögu kirkjunnar. Við þurfum ykkur óskipt í hjarta og sál. Við þurfum þróttmikið, hugsandi og kappsamt ungt fólk, sem kann að hlusta á hina hljóðu rödd heilags anda og bregðast við henni.

Með öðrum orðum, þá er tími til að hækka staðalinn, ekki aðeins fyrir trúboðana, heldur líka fyrir þá sem áður þjónuðu í trúboði og alla ykkar kynslóð. Með það í huga, hugleiðið þá hvernig þið svarið þessum spurningum:

  1. Ígrundið þið ritningarnar reglubundið?

  2. Krjúpið þið kvölds og morgna í bæn til að ræða við himneska föður?

  3. Fastið þið og gefið föstufórn í hverjum mánuði – jafnvel þótt þið séuð efnalitlir nemendur sem hafið ekki ráð á miklu?

  4. Hugsið þið einlæglega um frelsarann og friðþægingu hans í ykkar þágu, þegar ykkur er falið að undirbúa, blessa, útdeila eða meðtaka sakramentið?

  5. Mætið þið á samkomur ykkar og gerið ykkar besta til að halda hvíldardaginn heilagan?

  6. Eruð þið heiðarlegir á heimilinu, í skóla, í kirkju og á vinnustað?

  7. Eruð þið hugarfarslega og andlega hreinir? Haldið þið ykkur fjarri klámi og skoðið ekki slíkar vefsíður, tímarit, kvikmyndir eða forrit, þ.m.t. Tinder og Shapchat myndir, sem yrði ykkur til skammar, ef foreldrar ykkar eða kirkjuleiðtogar kæmu að ykkur eða frelsarinn sjálfur?

  8. Verjið þið tímanum ykkar vel – forðist óviðeigandi tækni og félagsmiðla, þ.m.t. tölvuleiki, sem geta dregið úr andlegri næmni ykkar?

  9. Er eitthvað í lífi ykkar sem þið þurfið að leiðrétta eða breyta, frá og með þessu kvöldi?

Þakka ykkur fyrir þessa stuttu persónulegu heimsókn. Ég vona að hver ykkar svari þessum spurningum af einlægni og heiðarleika. Ef ykkur skortir eitthvað upp á þessi einföldu atriði, þá hvet ég ykkur til að iðrast af hugrekki og samræma líf ykkar aftur reglum fagnaðarerindisins og réttlátri breytni.

Bræður, ég ætla nú að veita ykkur aðra leiðsögn, sem getur auðveldað að vitnisburður ykkar festi djúpar rætur í hjarta ykkar og sál.

Ég minni ykkur, sem hafið áður þjónað í trúboði, á að undurbúningur ykkar fyrir lífið og fjölskyldu, ætti að vera viðvaranlegur. „HT“ merkir „hættur sem trúboði!“ Þið ættuð, sem heimkomnir trúboðar, „að starfa af kappi fyrir góðan málstað og gjöra margt af frjálsum vilja sínum og koma miklu réttlæti til leiðar.“2

Nýtið kunnáttuna sem þið lærðuð í trúboði ykkar til að blessa líf fólks dag hvern um umhverfis ykkur. Beinið ekki kröftum ykkar frá því að þjóna öðrum, algjörlega yfir í skóla, atvinnu eða félagslíf. Komið þess í stað jafnvægi á líf ykkar með andlegum upplifunum, sem áminna og undirbúa ykkur til stöðugrar daglegar þjónustu við aðra.

Í trúboði ykkar lærðuð þið mikilvægi þess að vitja fólks á heimilum þess. Ég vona unga fólkið okkar upp til hópa, hvert sem þið hafið þjónað í trúboði eða ekki, skilji mikilvægi þess að vitja þeirra sem eru einmana, sjúkir eða sorgmæddir – ekki aðeins sem úthlutað verkefni, heldur líka af einlægri elsku til himnesks föður og barna hans.

Þau ykkar sem eruð í efri grunnskóla og búið ykkur undir trúboð, hvet ég til að taka þátt í Trúarskóla yngri deildar og útskrifast þaðan. Þið sem eruð aðeins eldri ættuð að skrá ykkur í Trúarskóla eldri deildar.3 Ef þið sækið kirkjuskóla, sækið þá trúarnámið af kappi hverja önn. Á þessu mikilvæga tímabili undirbúnings fyrir trúboð eða eilíft hjónaband og líf hinna fullorðnu, verðið þið að halda áfram að finna leiðir til að læra og vaxa og hljóta innblástur og handleiðslu með heilögum anda. Vandlegt og bænheitt nám á fagnaðarerindinu í Trúarskóla yngri eða eldri deilda, eða trúarfræðslubekkjum, getur hjálpað ykkur við slík markmið.

Teljið ykkur ekki trú um að þið séuð of önnum kafin til að læra fagnaðarerindið, hvort sem þið sækið kirkjuskóla eða framhaldsskóla eða ekki. Trúarskólanám yngri eða eldri deilda, eða trúarfræðslubekkir, mun stuðla að jafnvægi og auka við ykkar veraldlegu menntun, og er annað tækifæri til að verja tíma til læra ritningarnar og kenningar spámanna og postula. Það eru fjögur ný afar góð námskeið em ég myndi hvetja allt ungt fólk til að kynna sér og taka þátt í.4

Gleymið svo ekki að námsbekkirnir og félagslífið em ykkur stendur til boða í svæðisstofnunum ykkar, eða í Ungum einhleypum í deild ykkar eða stiku, eru líka staðir sem þið getið farið á til að vera með öðrum ungum mönnum og konum, til að innblása og hvetja hvert annað, er þið lærið og vaxið andlega og leikið og starfið saman. Bræður, ef þið leggið frá ykkur farsímana og horfið aðeins umhverfis ykkur, gætuð þið jafnvel komið auga á ykkar framtíðar lífsförunaut.

Þetta fær mig til að hugsa um nokkuð annað, sem ég þykist viss um að þið vissuð að kæmi: Þið unga fólkið þurfið að fara á stefnumót og gifta ykkur. Dragið það ekki á langinn! Ég veit að sum ykkar kvíðið þess að stofna til fjölskyldu. Ef þið hins vegar giftist réttri manneskju, á réttum tíma og á réttum stað, þurfið þið engu að kvíða. Í raun þá má koma í veg fyrir mörg vandamál, ef þið „starfið af kappi“ og í réttlæti, við að huga að stefnumótum, tilhugalífi og hjónabandi. Sendið henni ekki símaskilaboð! Notið eigin rödd til að kynnast hinum réttlátu dætrum Guðs, sem hvarvetna eru. Heyri hún raunverulega mannsrödd, verður hún svo hissa – að hún játast ykkur kannski.

Ég vitna fyrir ykkur, bræður mínir, um að Drottinn Jesús Kristur megnar að bæta allt sem þarf að bæta í lífi okkar fyrir tilstilli friðþægingar sinnar.

Er við, nú í kvöld, búum okkur undir að halda páska hátíðlega á morgun, skulum við staldra aðeins við saman til að minnast gjafar friðþægingar Krists. Hafið í huga að himneskur faðir og frelsari okkar Jesú Kristur, þekkja okkur best og elska okkur mest.

Með friðþægingu sinni tók frelsarinn á sig þrengingar okkar, sársauka og syndir. Frelsari heimsins hlaut skilning á sérhverju okkar, er hann upplifði áskoranir okkar, hörmungar og glataðar vonir í Getsemane og á krossinum.5 Hann dó og var grafinn í nýrri gröf þetta afdrifaríka kvöld.

Jesús reis upp frá dauðum á sunnudagsmorgni – með fyrirheiti um nýtt lífi fyrir okkur öll. Hinn upprisni Drottinn bauð síðan lærisveinum sínum að kenna öllum að trúa á Krist, iðrast synda sinna, láta skírast, taka á móti gjöf heilags anda og standast til enda. Bræður, við vitum að Guð faðirinn og hans ástkæri sonur, birtust spámanninum Joseph Smith og endurreistu með honum fyllingu hins ævarandi fagnaðarerindis Jesú Krists.

Bræður, sýnið styrk. Haldið boðorð Guðs. Drottinn Jesús Kristur lofar að allt sem við þráum að gera í réttlæti, getum við gert. Kirkjuleiðtogar reiða sig á ykkur. Við þörfnumst þess að allt unga fólkið okkar búi sig undir hjónaband, þjónustu og leiðtogun á komandi tíma, og að svo megi verða eru mín auðmjúka bæn, í nafni Drottins Jesú Krists, amen.