2010–2019
Prestdæmið – heilög gjöf
Apríl 2015


Prestdæmið – heilög gjöf

Hverjum okkar hefur verið treyst fyrir einni dýrmætustu gjöf sem veist hefur mannkyni.

Ein af mínum skýrustu minningum var þegar ég sótti prestdæmifund sem nývígður djákni og söng inngangssálminn: Kom, allir synir Guðs, sem prestdæmið er gefið.“1 Í kvöld enduróma ég anda þessa sérstaka sálms til allra hér í Ráðstefnuhöllinni, já, um allan heim, og segi: Kom, allir synir Guðs, sem prestdæmið er gefið. Við skulum hugleiða kallanir okkar; við skulum íhuga ábyrgð okkar; við skulum læra skyldur okkar; og við skulum fyrlgja Jesú Kristi, Drottni okkar. Þótt við séum af öllum aldri, siðum eða þjóðerni, þá erum við allir sameinaðir sem einn í prestdæmisköllunum okkar.

Endurreisn Aronsprestdæmisins, sem Jóhannes skírari veitti Oliver Cowdery og Joseph Smith, er okkur öllum afar mikilvæg. Endurreisn Melkísedeksprestdæmisins, sem Pétur Jakob og Jóhannes veittu Joseph og Oliver, er engu síðri atburður sem við höldum í hávegum.

Við skulum taka kallanir okkar af alvarleika, ábyrgð okkar og skyldur sem fylgja prestdæminu sem við höfum.

Ég fann til mikillar ábyrgðar, er ég var kallaður sem ritari djáknasveitar minnar. Ég skráði afar samviskusamlega skýrslunar sem mér var ætlað að halda, því ég vildi leggja mig allan fram við að framfylgja þeirri köllun. Ég vandaði vel til verksins. Að gera mitt allra besta, hefur verið mitt markmið í öllum stöðum sem ég hef haldið.

Ég vona að sérhver ungur maður, sem vígður hefur verið Aronsprestdæminu, sé andlega meðvitaður um helgi köllunar sinnar, sem og tækifærin sem honum bjóðast til að efla þá köllun. Mér gafst eitt slíkt tækifæri sem djálkni, þegar biskupsráðið bað mig að færa rúmliggjandi manni sakramentið, sem bjó tæpum tveimur kílómetrum frá kapellunni okkar. Þennan sérstaka sunnudag, er ég knúði dyra hjá bróður Wrights og heyrði hann kalla veikburða röddu: „Kom inn,“ gekk ég ekki aðeins inn í fábrotin bjálkakofan hans, heldur líka í herbergi fyllt anda Drottins. Ég fór að rúmstokk bróður Wrights og bar varfærnislega brauðbita upp að vörum hans. Ég bar síðan bolla með vatni upp að munni hans, svo hann gæti drukkið. Þegar ég hélt á braut, sá ég blika á tár í augum hans er hann sagði: „Guð blessi þig, drengurinn minn.“ Guð blessaði mig vissulega – með því að fylla mig þakklæti fyrir hin helgu tákn sakramentis og prestdæmið sem ég hafði.

Enginn djákni, kennar eða prestur í deildinni mun gleyma hinni minnisstæðu heimsókn okkar í Clarkston, Utah, til að vitja grafar Martins Harris, sem var einn af þremur vitnum Mormónsbókar. Þar sem við komum saman umhverfis granítstöngina á grafreit hans, og er einn sveitarleiðtoginn las fyrir okkur hin áhrifamiklu orð undir yfirskriftinni: „Vitnisburður þriggja vitna,“ fremst í Mormónsbók, vöknuðu kærar tilfinningar til þessarar helgu heimildar og sannleikans sem hún geymir.

Á þessum árum var viðfangsefni okkar að líkjast sonum Mósía. Um þá var sagt:

„Þeir höfðu styrkst í þekkingu sinni á sannleikanum, því að þeir voru menn gæddir heilbrigðum skilningi og höfðu kynnt sér ritningarnar af kostgæfni til þess að öðlast þekkingu á orði Guðs.

En þetta var ekki allt, þeir höfðu beðið mikið og fastað, og höfðu þar af leiðandi anda spádóms og anda opinberunar, og þegar þeir kenndu, þá kenndu þeir með krafti og valdi Guðs.”2

Ég fæ vart hugsð verðugra markmið fyrir ungan mann að setja sér, en að keppa að því að verða lýst sem hugrökkum og réttlátum, líkt og sonum Mósía.

Þegar 18 ára afmælisdagurinn minn nálgaðist, og ég bjó mig undir að herskylduna sem krafist var af ungum mönnum í Heimsstyrjöldinni síðari, var mælst til þess að ég hlyti Melkísedeksprestdæmið, en fyrst þurfti ég að hringja í stikuforseta minn, Pau C. Child, til að fá við hann viðtal. Hinar helgu ritningar voru honum kærar og hann skildi þær og hann vænti þess að allir aðrir hefðu sama viðhorf og skilning á þeim. Þar sem ég hafði heyrt frá vinum mínum að viðtöl hans væru nákvæm og ýtarleg, vonaðist ég eftir að þurfa sem minnst að vitna í ritningarnar. Þegar ég hringdi í hann lagði ég til að við hittumst næsta sunnudag á þeim tíma sem ég vissi að væri aðeins klukkustund áður en sakramentissamkoma hans hæfist.

Svar hans var: „Ó, bróðir Monson, þá höfum við ekki nægan tíma til að fara vandlega yfir ritningarnar.“ Hann lagði þá til að ég kæmi þremur klukkustundum áður en sakramentissamkoman hæfist og bauð mér að hafa með mér mínar eigin ritningar vel merktar og undirstrikaðar.

Þegar ég koma á heimili hans á sunnudeginum, var hlýlega tekið á móti mér og síðan hófst viðtalið. Child forseti sagði: „Þú hefur Aronsprestdæmið. Hefur þú einhvern tíma notið þjónustu engla?“ Ég sagðist ekki hafa gert það. Þegar hann spurði hvort mér væri ljóst að ég ætti rétt á því, svaraði ég því enn til að ég hefði ekki vitað það.

Hann bauð þá: „Bróðir Monson, farðu utanbókar með 13. kafla Kenningar og sáttmála.“

Ég byrjaði: „Yður, samþjónum mínum, veiti ég í nafni Messíasar Aronsprestdæmið, sem hefur lykla að þjónustu engla …“

„Þetta er gott,“ sagði Child forseti. Hann sagði síðan rólegri og ljúfri röddu: „Bróðir Monson, gleymdu aldrei að sem Aronsprestdæmishafi átt þú rétt á þjónustu engla.“

Það var næstu eins og engill væri í herberginu þessa stund. Þessi reynsla hefur aldrei liðið mér úr minni. Ég man enn eftir anda þessa hátíðlega atburðar, er lásum saman um ábyrgð, skyldur og blessanir Aronsprestdæmisins og Melkísedeksprestdæmisins – blessanir sem ekki aðeins eru okkar, heldur líka fjölskyldu okkar og hverjum þeim sem við njótum þeirra forréttinda að fá að þjóna.

Ég var vígður öldungur og á burtfarardegi til herskyldu, var meðlimur deildarforsætisráðsins samferða fjölskyldu minni og vinum á lestarstöðina til að kveðja mig. Rétt áður en lestin fór, rétti hann mér lítið rit sem bar heitið Trúboðshandbókin. Ég hló og svaraði að ég væri ekki á leið í trúboð.

Hann svaraði: „Taktu hana samt. Hún getur komið að gagni.”

Hún gerði það. Ég þurfi harðan ferhyrndan hlut til að setja neðst í sjóliðapokann minn, svo að betur færi um fötin mín og þau krumpuðust síður. Trúboðshandbókin var einmitt það sem ég þurfti og hún gerði sitt gagn í sjóliðapokanum mínum í 12 vikur.

Kvöldið fyrir jólaleyfið okkar leitaði hugur okkar heim. Hermannaskálinn var hljóður, en svo var kyrrðin rofin af félaga mínum í aðliggjandi koju – mormónapilti, Leland Merrill að nafni – sem tók að kveina sárt. Ég spurði um ástæðuna og hann sagðist vera afar sjúkur. Hann neitaði að fara á sjúkrastofuna, því hann vissi að gerði hann það, fengi hann ekki að fara heim daginn eftir.

Honum virtst fara stöðugt versnandi eftir því sem tíminn leið. Loks bað hann mig að gefa sér prestdæmisblessun, þar sem hann vissi að ég var öldungur.

Ég hafði aldrei áður gefið prestdæmisblessun, hlotið blessun eða orðið vitni að því hvernig blessun er gefin. Þegar ég fór með bæn í hljóði mér til hjálpar, þá mundi ég eftir Trúboðshandbókinni neðst í sjóliðapokanum mínum. Ég tæmdi pokann í flýti og fór með bókina upp að næturljósinu. Þar las ég hvernig maður ætti að blessa sjúka. Með forvitna sjóliðana í kringum mig veittí ég blessunina. Áður en ég hafði náð að setja allt dótið í pokann, sofnaði Leland Merrill eins og barn. Hann vaknaði morguninn eftir stálhraustur. Þakklætið sem við báðir fundum fyrir kraft prestdæmisins var mikið og innilegt.

Árin hafa fært mér fleiri tækifæri til að veita nauðstöddum blessanir en ég fæ mögulega talið. Í hvert skipti hef ég fyllst innilegu þakklæti fyrir að Guð hafi treyst mér fyrir þessari helgu gjöf. Ég heiðra prestdæmið. Ég hef ótal sinnum orðið vitni að krafti þess. Ég hef séð mátt þess. Ég hef undrast kraftaverkin af þess völdum.

Bræður, hverjum okkar hefur verið treyst fyrir einni dýrmætustu gjöf sem veist hefur mannkyni. Þegar við heiðrum prestdæmið okkar og lifum þannig að við séum alltaf verðugir, munu blessanir prestdæmisins streyma til okkar. Ég ann orðunum í versi 45 í 121. kafla í Kenningu og sáttmálum, sem segja hvað við þurfum að gera til að vera verðugir: „Lát brjóst þitt … vera fullt af kærleika til allra manna og til heimamanna trúarinnar. Lát dyggðir prýða hugsanir þínar linnulaust, og þá mun traust þitt vaxa og styrkjast í návist Guðs og kenning prestdæmisins falla á sál þína sem dögg af himni.“

Við, sem prestdæmishafar Guðs, erum skuldbundnir verki Drottins Jesú Krists. Við höfum svarað kalli hans; við erum erindrekar hans. Við skulum læra af honum. Við skulum fylgja í fótspor hans. Við skulum lifa eftir kenningum hans. Við verðum búnir undir hverja þjónustu sem hann kallar okkur til, ef við gerum það. Þetta er hans verk. Þetta er hans kirkja. Hann er vissulega okkar fyrirmynd, konungur dýrðar, já, sonur Guðs. Ég ber vitni um að hann lifir og það geri ég í hans heilaga nafni, já, nafni Jesú Krists, amen.

Heimildir

  1. „Come, All Ye Sons of God,“ Hymns, nr. 322.

  2. Alma 17:2–3.