2010–2019
Trúin er val, ekki tilviljun
Október 2015


Trúin er val, ekki tilviljun

Trú á Jesú Krist er gjöf frá himnum sem kemur þegar við veljum að trúa og þegar við leitum hennar og höldum í hana.

Frelsarinn skynjaði trúarstyrk eða veikleika þeirra sem í kringum hann voru. Við einn sagði hann með velþóknun: „Mikil er trú þín“1 Við annan sagði hann sorgmæddur: „Þér trúlitlir.“2 Suma spurði hann: „Hvar er trú yðar?“3 Enn aðra heiðraði hann með því að segja: „Sannlega segi ég yður, þvílíka trú hef ég ekki fundið hjá neinum í Ísrael.“4

Ég spyr mig sjálfan,„Hvernig sér frelsarinn trú mína?“ Í kvöld spyr ég svo ykkur, „Hvernig sér frelsarinn trú ykkar?“

Trú á Drottinn Jesú Krist er ekki eitthvað fíngert, sem flýtur í loftinu. Trú fellur ekki yfir okkur af tilviljun, né er hún eitthvað sem við fæðumst með. Hún er, eins og ritningarnar segja, „fullvissa ... sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá.“5 trúin er ljós, og það er hægt að greina það.6 Trú á Jesú Krist er gjöf að himnum ofan, sem kemur til okkar þegar við erum veljum að trúa7 og er við leitum hennar og verndum. Trú ykkar er annað hvort að styrkjast eða veikjast. Trú er lögmál krafts sem er ekki einungis mikilvægur í þessu lífi heldur í framþróun okkar hinum megin hulunar.8 Fyrir náð Krists munum við frelsast í gegnum trú á nafn hans.9 Framtíð trúar ykkar er val en ekki tilviljun.

Trú ungs Brasilíubúa

Fyrir mánuði hitti ég Aroldo Cavalcante, í Brasilíu. Hann skírðist 21 árs gamall, fyrsti kirkjuþegninn í fjölskyldu sinni. Ljós hans skein bjart og hann hóf þegar í stað undirbúning fyrir trúboð. Því miður greindist móðir Aroldo með krabbamein. Þremur mánuðum seinna, einungis nokkrum dögum áður en hún dó, ræddi hún við Aroldo um það sem olli henni mestum áhyggjum: Það voru engir ættingjar til að hjálpa honum. Aroldo mundi þurfa að bera ábyrgð á tveimur yngri systrum sínum og yngri bróður. Hann lofaði sinni deyjandi móður hátíðlega að gera svo.

Ljósmynd
Cavalcante systkinin

Á daginn vann hann í banka og á kvöldinn stundaði hann nám í háskólanum. Hann hélt áfram að halda skírnarsáttmála sinn, en von hans um trúboð var horfin. Trúboðið hans var að hugsa um systkini sín.

Þegar hann var að undirbúa ræðu fyrir sakramentissamkomu, einhverjum mánuðum síðar, þá las Aroldo orð Samúels, er hann áminnti Sál konung. Hann las: „Hlýðni er betri en fórn.“10 Aroldo fékk þá sterku tilfinningu, sem virtist svo fjarstæðukennd, að honum bæri að hlýða kalli spámannsins um að þjóna í trúboði. Hann fór af stað í mikilli trú, óhræddur við þær hindranir sem framundan voru.

Ljósmynd
Öldungur Aroldo Cavalcante

Aroldo sparaði hvern einasta brasilíska cruzeiro sem hann gat. Tuttugu og þriggja ára fékk hann trúboðsköllun sína Hann sagði bróður sínum hvað hann ætti að taka mikinn pening út af reikningi sínum í hverjum mánuði fyrir fjölskylduna. Aroldo var samt ekki með nægan pening til að borga fyrir trúboð sitt að fullu og uppihaldið fyrir systkini sín, en með trú fór hann í trúboðsskólann. Viku seinna fékk hann fyrstu blessunina af mörgum sem áttu eftir að koma. Bankinn, sem öldungur Cavalcante hafði unnið fyrir, tvöfaldaði óvænt starfslokaupphæð hans. Þetta kraftaverk, ásamt öðrum, sáu honum fyrir þeim nauðsynlegu tekjum sem hann þurfti fyrir trúboðið sitt og framfærslu fjölskyldunnar í fjarveru hans.

Ljósmynd
Cavalcante fjölskyldan í dag

Tuttugu árum seinna, þá þjónar bróðir Cavalcante sem stikuforseti fyrir Recife Brazil Boa Biagem stikuna. Þegar honum varð hugsað um þennan tíma, þá sagði hann: „Er ég reyndi að lifa réttlátlega, þá fann ég fyrir kærleika og leiðsögn frelsarans. Trú mín óx og gerði mér kleift að takast á við áskoranir mínar.“11 Trú Aroldo var val en ekki tilviljun.

Það eru margir kristnir karlar og konur sem hafa sterka trú á Drottni Jesú Kristi og við heiðrum þau og virðum.

Ekki lengur á hlutlausu svæði

Bræður, okkur hefur verið gefið nokkuð meira: Prestdæmi Guðs, vald Guðs sem heilagir englar endurreistu hér á jörðu. Þetta gerir ykkur öðruvísi. Þið eruð ekki lengur á hlutlausu svæði. Trú ykkar mun vaxa vegna vals ykkar en ekki af tilviljun.

Það hvernig við lifum lífi okkar eykur eða minnkar trú okkar. Hlýðni, heiðarleiki, hreinleiki í huga og verki, auðmýkt og óeigingirni eflir trúna. Án þessa þá hjaðnar trúin. Af hverju sagði frelsarinn við Pétur: „Ég hef beðið fyrir þér, að trú þín þrjóti ekki.“12 Af því að það er andstæðingur sem gleðst yfir því að eyðileggja trú okkar! Verið óþreytandi í að vernda trú ykkar.

Einlægar spurningar

Að takast á við einlægar spurningar, er mikilvægur þáttur í að byggja upp trú og við notum bæði skynsemi okkar og tilfinningar. Drottinn sagði: „Ég mun segja þér í huga þínum og hjarta“13 Öll svör munu ekki koma samstundis, en hægt er að finna svör við flestum spurningum í gegnum einlægt nám og leit að svörum frá Guði. Það að nota hugann án hjartans, mun ekki færa okkur andleg svör. „Þannig hefur heldur enginn komist að raun um, hvað Guðs er, nema [með]Guðs [anda].“14 Til að hjálpa okkur, þá hefur Jesús lofað að veita okkur „annan hjálpara … anda sannleikans.“15

Trú krefst aldrei svara við öllum spurningum, en leitar fullvissu og hugrekkis til að halda áfram og viðurkennir stundum: „Ég veit ekki allt, en ég veit nægilega mikið til að halda áfram á vegi lærisveinsins.“16

Að sökkva sér í þrálátan efa, sem nærður er af svörum hinna vantrúuðu og ístöðulausu, veikir trúna á Jesú Krist og endurreisnina.17 „Maðurinn án anda veitir ekki viðtöku því, sem Guðs anda er, því að honum er það heimska.“18

Sem dæmi má nefna að efasemdir varðandi spámanninn Joseph Smith eru ekki nýjar af nálinni. Þær hafa verið settar fram af gagnrýnendum hans, síðan þetta verk hófst. Við alla trúaða menn, sem horfa í gegnum rósrauð gleraugu 21.aldarinnar og efast einlæglega um upplifanir og fullyrðingar spámannsins Josephs, frá því fyrir nærri 200 árum, leyfið mér að veita ykkur þetta ráð: Eigum við ekki að gefa bróður Joseph tækifæri í þetta sinn! Í framtíðinni munið þið hafa hundrað sinnum meiri upplýsingar en þær sem finna má á Alnetinu í dag og þær munu vera algerlega áreiðanlegar.19 Hugleiðið æviskeið Josephs – hann fæddist í örbirgð og hlaut litla formlega menntun, en þýddi Mormónsbók á innan við 90 dögum.20 Tugir þúsunda heiðarlegra, trúfastra karla og kvenna hafa tekið málstað endurreisnarinnar opnum örmum. 38 ára gamall, innsiglaði Joseph vitnisburð sinn með blóði sínu. Ég ber vitni um að Joseph Smith var spámaður Guðs. Gerið þetta upp í huga ykkar og haldið síðan áfram!

Gjafir sem efla trú okkar

Bæði Biblían og Mormónsbók veita yndislega staðfestingu um að Jesús er Kristur, sonur Guðs. Ég held í hendi mér á eintaki af fyrstu útgáfu Mormónsbókar á frönsku, sem John Taylor gaf út, er hann hóf starf sitt í Frakklandi árið 1852. Mormónsbók er nú, að hluta eða öllu leyti, til á 110 tungumálum út um allan heim. Hún er andlegt og áþreifanlegt vitni um sannleiksgildi endurreisnarinnar. Hvenær lásuð þið Mormónsbók síðast, spjaldanna á milli? Lesið hana aftur. Hún mun styrkja trú ykkar.21

Önnur gjöf frá Guði, sem eflir trú okkar, er leiðsögn Æðsta forsætisráðsins og Tólfpostularáðsins. Í dag studdum við þrjá nýja meðlimi hinna Tólf, og ég býð velkomna öldung Rasband, öldung Stevenson og öldung Renlund í hinn helga félagsskap Tólfpostulasveitarinnar. Páll sagði:

„Sumir eru postular sumir spámenn …

Þeir eiga að fullkomna hina heilögu …

þangað til vér verðum allir einhuga í trúnni og þekkingunni á syni Guðs. …

Vér eigum ekki að halda áfram … hrekjast og berast fram og aftur af hverjum kenningarvindi, tæld af slægum mönnum með vélabrögðum villunnar.“22

Leiðsögn Æðsta forsætisráðsins og hinna Tólf, hjálpa til með að vernda trú okkar.

Ljósmynd
Trúareldur

Jafnvel þó að upphafleg trúarglóð ykkar sé lítil, þá færa réttlátar ákvarðanir aukið traust á Guð og trú ykkar vex. Erfiðleikar jarðlífs blása á ykkur og ill öfl leynast í myrkrinu, vongóð um að slökkva á trú ykkar. Ervið höldum áfram að velja vel, treystum á Guð og fylgjum syni hans, þá mun Drottinn auka ljós skilnings hjá okkur og trú okkar verður stöðug og óhagganleg. Thomas S. Monson forseti sagði: „Óttist eigi. … Framtíðin er jafn björt og trú ykkar.“23

Porter, Zane og Max Openshaw

Trú hinna ungu manna í þessari kirkju er einstök.

Ljósmynd
Openshaw fjölskyldan

Þann 12. júní á þessu ári, fékk ég tölvupóst þar sem mér var sagt að biskup úr deild í Utah, eiginkona hans og tvö börn þeirra, hefðu látið lífið í flugslysi. Mark Openshaw biskup hafði flogið vélinni frá litlum flugvelli þegar hún skyndilega missti vélarafl og hrapaði til jarðar. Openshaw biskup, eiginkona hans Amy og börn þeirra, Tanner og Ellie, létust í slysinu. Fyrir kraftaverk þá kastaðist fimm ára sonur þeirra, Max, út sæti sínu í flugvélinni og slapp með einungis nokkur brotin bein.

Ég frétti að sonur þeirra, öldungur Porter Openshaw væri að þjóna í trúboði í Marshall Majuro trúboðinu og að 17 ára sonur þeirra, Zane, væri í skiptinemi í Þýskalandi á vegum skólans síns.

Ég hringdi í öldung Openshaw á Jólaeyju. Þótt hann hefði verið niðurbrotinn vegna hins óvænta fráfalls móður hans, föður, bróður og systur, þá snérust áhyggjur hans samstundis um yngri bræður hans tvo.

Endanlega voru það öldungur Openshaw og bróðir hans, Zane, sem ákváðu að aðrir gætu hjálpað til heima fyrir og að Porter ætti að halda áfram í trúboði sínu. Þeir vissu að það væri það sem foreldrar þeirra hefðu viljað.

Ljósmynd
Öldungur Porter Openshaw við skírnarathöfn

Þegar ég talaði við öldung Openshaw, þá skynjaði ég sorg hans en líka eldmóð trúar hans. Hann sagði: „Ég treysti því og ég veit það án efa í huga mínum, að ég mun sjá fjölskyldu mína aftur … Styrkinn í prófraunum okkar er ávallt að finna … hjá Drottni okkar, Jesú Kristi. … almáttug hönd Guðs hefur verið svo augljós í því að aðstoða [mig] og bræður mína í gegnum [þessa] mjög svo erfiðu áskorun.“24

Ljósmynd
Zane Openshaw talar við útför

Ég hitti Zane í fyrsta sinn í útförinni. Þegar ég leit á kisturnar fjórar fyrir framan okkur í kapellunni, þá undraðist ég trú þessa 17 ára drengs, er hann ávarpaði söfnuðinn. Hann sagði: „Í dag komum við saman, auðmjúk í hjarta og sorgmædd í sál, til þess að minnast lífs móður minnar, föður, Tanners og Elliear. … Við höfum talað saman, grátið saman, rifjað upp minningar saman og skynjað hönd Guðs saman. …

Daginn eftir að ég heyrði af slysinu, þá fann ég bréf í töskunni minni frá mömmu. Í bréfinu skrifaði hún. Zane, mundu hver þú ert og hvaðan þú kemur. Við munum biðja fyrir þér og sakna þín. Zane hélt áfram: Það hefðu ekki getað verið meira viðeigandi kveðjuorð frá móður minni. Ég veit að hún, ásamt Tanner, Ellie og pabba mínum … biðja fyrir mér [og bræðrum mínum]. Ég veit að … þau biðja þess að ég muni hver ég er … því að ég, eins og þið, er barn Guðs og hann hefur sent mig hingað. Ég ber vitni um … að sama hve ein okkur finnst við vera, þá mun Guð aldrei yfirgefa okkur.“25

Kæru vinir, trú ykkar hófst hvorki við fæðingu, né endar hún við dauðann. Trúin er val. Styrkið trú ykkar og lifið þannig að þið verðið verðugir þess að frelsarinn segi við ykkur í viðurkenningartón: „Mikil er trú þín.“ Er þið gerið svo, þá lofa ég ykkur, að í gegnum náð Jesú Krists mun trú ykkar gera ykkur kleift að vera, einhvern daginn, með þeim sem þið elskið, hreinir og flekklausir í návist Guðs, í nafni Jesú Krists, amen.

Heimildir

  1. Matt 15:28.

  2. Matt 6:30.

  3. Lúk 8:25.

  4. Matt 8:10.

  5. Hebr 11:1.

  6. Sjá Alma 32:35.

  7. Sjá L. Whitney Clayton, “Choose to Believe,” Liahona, maí 2015, 36–39.

  8. Sjá Lectures on Faith (1985), 3.

  9. Sjá Efe 2:8.

  10. 1 Sam 15:22.

  11. Persónulegt samtal við Aroldo Cavalcante, 29. ág. 2015, Salvador, Brazil, ásamt tölvupósti, dagsettum 31. ág. 2015. Það er meira sem felst í sögu Aloldo Cavalante um skuldbindingu hans við móður hans, um að annast systur hans og bróður Á árunum eftir að móðir hans lést þá talaði hann oft um bróður sinn og systur sem „börnin“hans. Í trúboði sínu snérust bréf hans og símtöl á jólum og á mæðradag um áskoranir hvers og eins einstaklings í fjölskyldunni. Með mikilli fórn, þá tók Aroldo á sig fjárhagslega ábyrgð á menntun þeirra og trúboði bróður síns. Aroldo beið eftir að systir hans og bróðir væru gift, áður en hann giftist sjálfur, 32. ára gamall. Þau eru enn mjög náin fjölskylda.

  12. Lúk 22:32.

  13. Kenning og sáttmálar 8:2.

  14. 1 Kor 2:11.

  15. Jóh 14:16–17.

  16. Sjá Adam Kotter, “When Doubts and Questions Arise,” Liahona, mars 2015, 39–41.

  17. Öldungur Neal A. Maxwell sagði: „Sumir krefjast þess að kynna sér kirkjuna einungis í gegnum þá sem hafa yfirgefið kirkjuna – sem er líkt og að eiga viðtal við Júdas til að fá betri skilning á Jesú. Þeir sem hafa yfirgefið kirkjuna segja meira um sig sjálfa, en um það hvað þeir hafa yfirgefið.(“All Hell Is Moved” [Brigham Young University devotional, 8. nóv. 1977], 3, speeches.byu.edu ).

  18. 1 Kor 2:14.

  19. „Ég hef aldrei sagst vera fullkominn, en enga villu er að finna í opinberununum sem ég hef kennt.“ (Teachings of Presidents of the Church: Joseph Smith [2007], 522).

  20. Sjá John W. Welch and Tim Rathbone, “The Translation of the Book of Mormon: Basic Historical Information” (Foundation for Ancient Research and Mormon Studies, 1986).

  21. Andlegt vitni um Mormónsbók er aðalþátturinn í trúarskiptum Síðari daga heilagra. Það er vitni sem þarf stöðugt að endurnýja. Ef ekki, þá dofnar hin andlega tilfinning og engin man lengur þann kraft sem hann eða hún eitt sinn upplifði. „Fólkið tók að gleyma þeim táknum og undrum, sem það hafði heyrt, og tákn og undur frá himni fóru að vekja stöðugt minni furðu þess, svo að hjörtu þess tóku að forherðast og hugir þess að blindast, og það tók að efast um allt, sem það hafði heyrt og séð … [hófu] að trúa því, að kenning Krists væri heimskuleg og einskis verð.“(3 Ne 2:1–2).

  22. Efe 4:11–14.

  23. Thomas S. Monson, “Be of Good Cheer,” Liahona, maí 2009, 92.

  24. Persónulegur tölvupóstur frá öldungi Porter Openshaw, 23. ág. 2015.

  25. Orð Zane Openshaw við útför fjölskyldumeðlima hans, 22. júní 2015.