2010–2019
Andstæður í öllu
Apríl 2016


Andstæður í öllu

Mótlæti leyfir okkur að vaxa í áttina að því sem himneskur faðir vill að við verðum.

Miðlægt í fagnaðaðrerindi Jesú Krists er sáluhjálparáætlun föðurins fyrir eilífa framþróun barna hans. Þessi áætlun, útskýrð í nútíma opinberun, hjálpar okkur að skilja margt af því sem við tökumst á við í jarðnesku lífi. Skilaboð mín leggja áherslu á hið mikilvæga hlutverk andstæðna í þeirri áætlun.

I.

Tilgangur jarðnesks lífs fyrir börn Guðs er að veita þá reynslu sem nauðsynleg er til „að feta í átt að fullkomnun og að lokum gera að veruleika guðleg örlög sín sem erfingjar eilífs lífs.“1 Eins og Thomas S. Monson forseti kenndi okkur svo kröftuglega í morgun, þá þroskumst við á prófraunum sem sýna að við veljum að halda boðorð Guðs (sjá Abraham 3:25). Til þess að takast á við prófraunir verðum við að hafa valfrelsi til að velja á milli andstæðna. Til þess að við getum nýtt valfrelsi okkar, þá þarf að vera val til staðar sem kallar á andstæður.

Aðrir þættir áætlunarinnar eru einnig nauðsynlegir. Þegar við tökum rangar ákvarðanir – sem við gerum óhjákvæmilega – þá verðum við óhrein af synd og verðum að hreinsast til að halda áfram í átt að eilífum örlögum okkar. Áætlun föðurins veitir okkur leið til þess að gera þetta, leið sem uppfyllir eilífar kröfur réttlætis, frelsara sem greiðir gjaldið fyrir að leysa okkur frá syndum okkar. Sá frelsari er Drottinn Jesú Kristur, eingetinn sonur Guðs hins eilífa föður, og hvers friðþægingarfórn og þjáningar, greiða verðið fyrir syndir okkar ef við iðrumst þeirra.

Eina bestu útskýringuna á hinu fyrirfram ákveðna hlutverki andstæðna er að finna í Mormónsbók, þar sem Lehí er að kenna syni sínum Jakob.

„Því að andstæður eru nauðsynlegar í öllu. Væri ekki svo … næði réttlætið ekki fram að ganga, ranglæti væri ekki til, né heldur heilagleiki eða vansæld – hvorki gott né illt“ (2 Ne 2:11; sjá einnig vers 15).

Lehí heldur áfram og segir: „Og þess vegna gaf Drottinn Guð manninum rétt til að breyta samkvæmt sjálfstæðum vilja, og sjálfstæð gat breytni mannsins aðeins orðið, ef hann léti laðast að annarri hvorri andstæðunni“ (vers 16) Á sama hátt hefur Drottin lýst yfir í nútíma opinberun: „Og þess vegna hlaut svo að verða, að djöfullinn freistaði mannanna barna, ella væri ekki um neitt sjálfræði þeirra að ræða.“(K&S 29:39).

Andstæður voru nauðsynlegar í garðinum Eden. Ef Adam og Eva hefðu ekki tekið ákvörðun sem kynnti þeim jarðneska tilvist, þá eins og Lehí kenndi: hefðu [þau]þannig haldið áfram í sakleysi … ekkert gott gjört, þar eð þau þekktu enga synd.(2 Ne 2:23).

Frá upphafi hafa sjálfræði og andstæður verið miðlæg í áætlun föðurins og í uppreisn Satans á móti henni. Eins og Drottinn opinberaði Móse, þá reyndi Satan að „tortíma sjálfræði mannsins“(Móse 4:3). Sú tortíming var innbyggð í skilyrðunum í tilboði Satans. Hann kom fram fyrir föðurinn og sagði:„Sjá, hér er ég, send mig, ég mun vera sonur þinn og ég mun endurleysa allt mannkyn, svo að ekki glatist ein sál, og vissulega mun ég gjöra það. Veit mér þess vegna heiður þinn“ (Móse 4:1).

Þannig bauðst Satan til að framfylgja áætlun föðurins á þann hátt að það myndi koma í veg fyrir fullkomnun tilgangs föðurins og veita Satan dýrð hans.

Tillaga Satans myndi hafa séð fyrir fullkomnu jafnrétti, hún myndi „endurleysa allt mannkyn“ þannig að engin sál myndi farast. Það myndi ekki vera neitt sjálfræði og þar af leiðandi engin þörf fyrir andstæður. Það væri engin prófraun og enginn árangur. Það væri enginn þroski til að öðlast markmið það sem faðirinn óskaði öllum börnum sínum. Í ritningunum er skráð að andstaða Satans olli „stríði á himni“(Op 12:7), þar sem tveir þriðju hlutar barna Guðs, hlutu þann rétt að upplifa jarðneskt líf, með því að velja áætlun föðurins og að hafna uppreisn Satans.

Tilgangur Satans var að hljóta sjálfur heiður og vald föðurins (sjá Jes 14:12–15; HDP Móse 4:1, 3). „Og vegna þess“sagði faðirinn „að Satan reis gegn mér, … lét ég varpa honum niður“(Móse 4:3)með öllum þeim öndum sem höfðu nýtt sjálfræði sitt til að fylgja honum (sjá Júd 1:6; Op 12:8–9; K&S 29:36–37). Kastað niður í jarðneskan heim sem ólíkamnaðir andar, freista Satan og fylgjendur hans barna Guðs og leitast við að blekkja þau og blinda.(see Móse 4:4). Þannig er það að hinn illi, sem fór í andstöðu við og leitaðist við aðtortímaáætlun föðurins, greiddi henni í raun leið því að það eru andstæðurnar sem gera val mögulegt og það er tækifærið til að velja rétt sem leiðir til þroska, sem er tilgangur áætlunar föðurins.

II.

Það sem er mjög áhugavert er að freistingin er ekki eina tegund andstæðna í jarðvist. Faðir Lehí kenndi, að ef að fallið hefði ekki átt sér stað, þá hefðu Adam og Eva „haldið áfram í sakleysi án nokkurrar gleði, þar eð þau þekktu enga vansæld“(2 Ne 2:23). Ef ekki væri fyrir andstæður í jarðlífinu yrðu „allir hlutir að vera samofnir í eina heild“ þar sem ekki væri að finna hamingju né eymd (vers 11). Þar af leiðandi, hélt Lehí áfram, var það að eftir að Guð hafði skapað alla hluti, „til fullkomnunar eilífðaráformum hans varðandi manninn … var nauðsyn á því, að andstæður væru til, hinn forboðni ávöxtur í andstöðu við lífsins tré, önnur sæt en hin bitur(vers 15).2). Kennsla hans um þessa þætti sáluhjálparáætlunarinnar endar svo með þessum orðum:

„En sjá. Allt hefur verið gjört af visku þess, sem allt veit.“

„Adam féll svo að menn mættu lifa. Og menn lifa, svo að þeir megi gleði njóta“ (vers 24–25).

Andstæður í þeim erfiðu aðstæðum sem við tökumst á við í jarðnesku lífi er einnig hluti þeirrar áætlunar sem eflir vöxt okkar í jarðvist okkar.

III.

Við upplifum öll allskyns mótlæti sem reynir á okkur. Sumar þessara prófrauna eru freistingar við syndum. Sumar eru jarðneskar áskoranir ótengdar persónulegri synd. Sumar eru mjög erfiðar. Aðrar eru minniháttar. Sumar eru linnulausar en aðrar eru styttri atvik. Enginn er undanskilinn. Mótlæti leyfir okkur að vaxa í áttina að því sem himneskur faðir vill að við verðum.

Eftir að Joseph Smith hafði lokið við þýðingu Mormónsbókar átti hann enn eftir að finna útgefanda. Það var ekki auðvelt. Flækjustig þess að prenta þetta langa handrit og kostnaðurinn af prentuninni og bókbandinu fyrir nokkur þúsund eintök, var ógnvekjandi. Joseph fór fyrst til E. B. Grandin, prentara í Palmyra, sem hafnaði verkinu. Hann talaði því næst við annan prentara í Palmyra, sem neitaði honum líka. Hann ferðaðist um 40 km leið til Rochester og talaði þar við einn þekktasta útgefandann í vestur hluta New York, en hann neitaði honum líka. Annar útgefandi í Rochester var tilbúinn en aðstæður voru þannig að ekki var hægt að gangast við þeim kosti.

Vikur höfðu liðið og Joseph hlýtur að hafa verið ráðvilltur út af allri andstöðunni sem honum mætti við að inna af hendi þessa guðlegu tilskipun. Drottinn gerði honum ekki auðvelt fyrir en hann gerði það mögulegt. Fimmta tilraun Josephs, önnur atlaga að útgefandanum Grandin í Palmyra, var árangursrík.3

Árum seinna var Joseph fangelsaður í Liberty fangelsi og dvaldi þar við erfiðar aðstæður í marga mánuði. Þegar hann bað til Drottins og bað um hvíld var honum sagt að”allt mun þetta veita þér reynslu og verða þér til góðs” (K&S 122:7).

Við erum öll kunnug annars konar veraldlegu mótlæti sem er ekki afleiðing af persónulegum syndum okkar, svo sem veikindi, örorka og dauði. Thomas S. Monson forseti sagði:

„Sum ykkar hafa einhvern tíma grátið í þjáningum ykkar og velt því fyrir ykkur hvers vegna himneskur faðir gæti leyft að þið þurfið að fara í gegnum hvaða þá örðugleika sem þið standi frammi fyrir. …

„Jarðlífi okkar var hins vegar aldrei ætlað að vera auðvelt eða stöðugt ánægjulegt. Himneskur faðir … veit að við lærum og vöxum og fágumst í gegnum mikla erfiðleika, nístandi sorg og erfitt val. Sérhvert okkar upplifir dimma daga þegar ástvinir falla frá, sársaukafulla tíma þegar heilsan brestur, tilfinningahöfnun þegar þeir sem við elskum virðast hafa yfirgefið okkur. Þessir erfiðleikar sem og aðrir reyna virkilega á þolgæðismörk okkar.“4

Átak okkar við að bæta okkur í að virða hvíldardaginn er minniháttar dæmi um mótlæti. Við höfum boðorð Drottins um að heiðra hvíldardaginn. Sumt val brýtur það boðorð en annað val varðandi hvíldardaginn, snýst einfaldlega um það hvort við gerum það sem er gott eða það sem er betra eða best.5

Til að sýna fram á mótlæti í freistingum þá lýsir Mormónsbók þremur leiðum sem djöfullinn mun nota á síðustu dögunum. Í fyrsta lagi, þá „mun hann ólmast í hjörtum mannanna barna og reita þau til reiði gegn því, sem gott er.(2 Ne 28:20). Í öðru lagi mun hann: „hvetja til værðar og andvaraleysisdvala holdlegs öryggis“ og segja „Síon dafnar, og allt er gott“(vers 21). Í þriðja lagi mun hann segja okkur að „ekkert víti sé til … Ég er ekki djöfullinn, því að enginn djöfull er til“(vers 22),og þar af leiðandi er ekkert rétt eða rangt. Vegna þessa mótlætis erum við vöruð við að vera ekki „grandvaralaus í Síon!“ (vers 24).

Bæði við í okkar persónulega lífi og kirkjan í sínu guðlega starfi virðumst standa frammi fyrir auknu mótlæti í dag. Kannski eykur Satan kraftinn í andstöðu hans í hlutfalli við vöxt kirkjunnar og okkar persónulega, til þess að við munum halda áfram að hafa „andstæður í öllu.“

Sumt af þessari andstöðu kemur jafnvel frá kirkjumeðlimum sjálfum. Sum okkar, sem nota persónulegar rökfærslur eða visku til að berjast á móti spámannslegri leiðsögn, gefa sér þann stimpil sem notaður er í stjórnmálum - „hin trygga andstaða.“ Þó að þetta sé viðeigandi í lýðræði þá er engin fótur fyrir þessu hugtaki í stjórn ríkis Guðs, þar sem spurningar eru virtar en ekki andstaða. (see Matt 26:24).

Annað dæmi er að það eru margt í sögu kirkjunnar í upphafi, svo sem það sem Joseph Smith gerði eða gerði ekki í einhverjum aðstæðum, sem sumir nota sem grundvöll að andstöðu. Til ykkar allra vil ég segja, iðkið trú og setjið traust ykkar á kenningar frelsarans og „af ávöxtunum skulum vér þekkja þá.“(Matt 7:16). Kirkjan er að vinna mikið verk til að vera með gegnsæi í öllum skrám sem við höfum, en eftir allt sem við getum gefið út sitja kirkjuþegnar stundum eftir með grundvallar spurningar sem er ekki auðvelt að svara með lærdómi. Það er útgáfa kirkjusögunnar af „andstæður í öllu“ Sumt er aðeins hægt að læra með trú (sjá K&S 88:118). Úrslitatraust okkar verður að vera trú á þann vitnisburð sem við höfum fengið með heilögum anda.

Guð brýtur sjaldan í bága við sjálfræði barna hans með því að stíga gegn sumum til að veita öðrum frið. Hann hinsvegar léttir byrðum okkar í mótlætinu og styrkir okkur til að bera það, eins og hann gerði fyrir fólk Alma í landi Helams (sjá Mósía 24:13–15). Hann kemur ekki í veg fyrir allar hörmungar, en hann svarar bænum okkar um að lægja þær, eins og hann gerði þegar óvenju öflugur fellibylur ógnaði vígluathöfn musterisins á Fidjieyjum6 eða hann dregur úr áhrifum þeirra eins og hann gerði þegar sprengingar hryðjuverkamanna tóku mörg líf á flugvellinum í Brussel en olli eingöngu meiðslum á fjórum trúboðum.

Í gegnum allt veraldlegt mótlæti þá höfum við fullvissu Guðs um að hann muni „hann mun helga þrengingar [okkar, okkur] til góðs (2 Ne 2:2). Okkur hefur einnig verið kennt að skilja jarðneska reynslu okkar og boðorð hans í samhengi sáluhjálparáætlunar hans, sem segir okkur tilgang lífsins og veitir okkur fullvissuna um frelsara, í hvers nafni ég ber vitni um sannleika þessara hluta. Í nafni Jesú Krists, amen.

Heimildir

  1. „The Family: A Proclamation to the World,“ Liahona, nóv. 2010, 129.

  2. Á svipaðan hátt þá kennir nýtíma opinberun að ef við höfum aldrei upplifað það súra þa getum við ekki þekkt það sæta (sjá Kenning og sáttmálar 29:39).

  3. Sjá Michael Hubbard MacKay og Gerrit J. Dirkmaat, From Darkness unto Light: Joseph Smith’s Translation and Publication of the Book of Mormon (2015), 163–79.

  4. Thomas S. Monson, „Joy in the Journey“ (ræða haldin á kvennaráðstefnu í BYU, 2. maí 2008), womensconference.ce.byu.edu. Stutt ritgerð um íþróttamannslega hegðun og lýðræði eftir John S.Tanner, nú forseta BYU-Hawaii, felur í sér innsýn í umræðu sem við könnumst öll við: „Að læra að tapa með virðingu er ekki einungis samfélagsleg skylda, það er bráðnauðsynlegt trúarlega. Guð hannaði jarðlífið til að tryggja ‚andstæður í öllu‘ (2 Ne 2:11). Afturkippir og ósigrar eru hluti af áætlun hans fyrir fullkomnun okkar. … Ósigrar eru óaðskiljanlegur þáttur í ‚leit okkar að fullkomnun‘“ (Notes from an Amateur: A Disciple’s Life in the Academy [2011], 57).

  5. Sjá Dallin H. Oaks, „Good, Better, Best,“ Liahona, nóv. 2007, 104–8.

  6. Sjá Sarah Jane Weaver, „Rededication Goes Forward,“ Church News, 28. febr. 2016, 3–4.