2010–2019
Skjól fyrir stormum
Apríl 2016


Skjól fyrir stormum

Þessar aðstæður munu ekki skilgreina flóttafólk en viðbrögð okkar gætu hjálpað til við að skilgreina okkur.

Því hungraður var ég, og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég, og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég, og þér hýstuð mig,

nakinn og þér klædduð mig. …

… Sannlega segi ég yður, það allt, sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.“1

Áætlað er að um 60 milljónir flóttamanna sé í heiminum í dag, sem þýðir að „ein af hverjum 122 manneskjum … hefur verið neydd til að flýja heimili sín“2 og helmingur þeirra eru börn.3 Það er sláandi að sjá þessar tölur og hugleiða áhrifin á líf sérhvers. Núverandi verkefni mín eru í Evrópu, þar sem 1.250 þúsund þessara flóttamanna hafa komið á síðastliðnu ári, frá stríðshrjáðum löndum í miðausturlöndum og Afríku.4 Við sjáum marga koma eingöngu með fötin á bakinu ásamt því sem þau geta borið í einum litlum poka. Stór hluti þessara flóttamanna eru vel menntaður og allir hafa þurft að yfirgefa heimili, skóla og atvinnu.

Kirkjan vinnur nú, undir leiðsögn Æðsta forsætisráðsins, með 75 samtökum í 17 löndum í Evrópu. Þessi samtök eru allt frá stórum alþjóðlegum stofnunum yfir í litla samfélagshópa, frá ríkisstofnunum til trúarstofnana og óháðra góðgerðarstofnana. Við erum lánsöm að taka saman höndum með og læra frá öðrum sem hafa unnið með flóttafólki um allan heim í mörg ár.

Við sem fólk og þegnar kirkjunnar þurfum ekki að líta langt aftur í tímann í okkar eigin sögu til að sjá tímabil þegar við vorum sjálf flóttafólk, ítrekað rekin frá heimilum okkar og býlum á ofbeldisfullan hátt Síðastliðna helgi, er hún ræddi um málefni flóttamanna, bað systir Linda Burton konur kirkjunnar að íhuga: „Hvað ef þeirra saga væri mín saga.“5 Sagan þeirra er sagan okkar, fyrir ekki svo mörgum árum síðan.

Tekist er á af hörku í ríkisstjórnum og samfélögum um skilgreiningu á flóttafólki og hvað eigi að gera til að hjálpa þeim. Tilgangurinn með hugleiðingum mínum er ekki að hella olíu á þann eld eða að tjá mig um stefnumál innflytjenda, heldur einblína frekar á fólk sem rekið hefur verið frá heimilum sínum og löndum, vegna stríða sem þau áttu engan þátt í að stofna til.

Frelsarinn þekkir hvernig það er að vera flóttamaður – hann var slíkur. Jesús og fjölskylda hans flýðu til Egyptalands, þegar hann var ungur, til að komast hjá myrðandi sverðum Heródesar. Á mismunandi tímum í þjónustu sinni var Jesú var ógnað og líf hans var í hættu og að lokum féll hann fyrir höndum illra manna sem höfðu lagt á ráðin um dauða hans. Það er því enn markverðra að hann hafi endurtekið kennt okkur að elska hver annan, að elska eins og hann elskar, að elska náungann eins og okkur sjálf. Sannarlega „hrein og flekklaus guðrækni fyrir Guði og föður er þetta, að vitja munaðarlausra og ekkna í þrengingu þeirra“6 og „líta til hinna fátæku og þurfandi og veita þeim líkn, svo að þeir líði ekki.“7

Það hefur verið hvetjandi að sjá hvað meðlimir kirkjunnar um heim allan hafa örlátlega gefið til að hjálpa þessum einstaklingum og fjölskyldum sem hafa glatað svo miklu. Ég hef séð marga meðlimi kirkjunnar, um alla Evrópu, sem hafa upplifað gleðiríka vakningu og auðgast á sál sinni er þeir hafa brugðist við hinni djúpu, meðfæddu þrá að teygja sig til og þjóna fólki nálægt sér sem er í svo mikilli neyð. Kirkjan hefur veitt skjól og læknisaðstoð. Stikur og trúboð hafa sett saman þúsundir hreinlætispakka. Aðrar stikur hafa útvegað mat og vatn, fatnað, vatnsheldar yfirhafnir, hjól, bækur, bakpoka, lesgleraugu og svo miklu meira.

Einstaklingar frá Skotlandi til Sikileyjar hafa lagt hönd á plóg á allan mögulegan hátt. Læknar og hjúkrunarkonur hafa boðið fram þjónustu sína á þeim stöðum þar sem flóttafólkið hefur komið að landi, blautt, hrakið og oft í áfalli. Þegar flóttafólkið fer að koma sér fyrir á nýjum stað þá hafa meðlimir á staðnum hjálpað því að læra tungumálið í landinu á meðan aðrir hafa upplyft bæði börn og fullorðna með því að gefa leikföng, list aðföng, tónlist og spil. Sumir fara með garn sem gefið hefur verið, prjóna og heklunálar og kenna flóttafólkinu, bæði öldnum og ungum, þessa fagkunnáttu.

Sjóaðir meðlimir kirkjunnar sem hafa gefið mörg ár í þjónustu og leiðtogastörf votta að það að þjóna þessu fólki, sem er í svo mikilli neyð á þessari stundu, hefur veitt þeim þá mest auðgandi og uppfyllandi reynslu við þjónustustörf fram til þessa.

Til að skilja raunveruleika þessara aðstæðna þarf að upplifa hann. Í vetur hitti ég meðal annarra, þungaða konu frá Sýrlandi í flóttamannabúðum, sem í örvæntingu sinni leitaði fullvissu þess að hún þyrfti ekki að ala barnið á köldu gólfinu í stóra salnum sem hún bjó í. Hún hafði verið háskólaprófessor heima í Sýrlandi. Í Grikklandi talaði ég við fjölskyldu sem enn var blaut, hrakin og hrædd eftir að hafa siglt á litlum gúmmíbát frá Tyrklandi. Ég mun aldrei verða samur eftir að hafa horft í augu þeirra og heyrt sögu þeirra, bæði af skelfingunni sem þau flýðu sem og hættulegri ferð þeirra í leit að hæli.

Stór hópur af mismunandi fólki, margir sjálfboðaliðar, eru að veita umönnun og aðstoð í þessu líknarstarfi. Ég sá meðlim kirkjunnar sem lagði hart að sér í marga mánuði, oft vinnandi alla nóttina, við að uppfylla nauðsynlegar þarfir þeirra sem komu frá Tyrklandi inn til Grikklands. Meðal óteljandi annara verkefna veitti hún þeim sem þurftu hvað mest á læknisaðstoð að halda, hjálp í viðlögum. Hún sá til þess að konur og börn sem ferðuðust ein fengju aðstoð, hún hélt utan um þá sem voru syrgjandi og gerði sitt besta til að sinna óteljandi þörfum með takmörkuðum úrræðum. Hún, eins og svo margir henni líkir, hefur í bókstaflegri merkingu verið þjónandi engill hvers gjörðir gleymast ei af þeim sem hún þjónaði né af Drottni, hvers erindreki hún var.

Allir sem gefið hafa af sér til þess að létta þjáningunni í kringum sig eru líkir fólki Alma: „Og í þessari velmegun sinni sendu þeir því engan á burt nakinn eða hungraðan, þyrstan, sjúkan eða vannærðan. … þeir [voru] örlátir við alla, jafnt aldna og unga, jafnt ánauðuga og frjálsa, jafnt karla sem konur, hvort sem þau voru í kirkjunni eða utan hennar, og fóru ekki í manngreinarálit, þegar einhver þurfti einhvers með.“8

Við verðum að varast það að fréttir um vandamál flóttafólks verði ekki hversdagslegar, þegar upprunalega áfallið dvínar en stríðin halda áfram og fjölskyldur halda áfram að koma. Það eru milljónir flóttafólks um allan heim sem eru ekki lengur fréttamatur en eru enn í bráðri þörf fyrir aðstoð.

Þegar þið spyrjið:“ Hvað get ég gert“? Ekki gleyma þá að þjónustan á ekki að koma á kostnað fjölskyldna okkar og annara ábyrgðar.9 né ættum við að búast við því að leiðtogar okkar skipuleggi verkefnin fyrir okkur. Við, sem æskufólk, karlar, konur og börn, getum tekið þátt í þessu stórkostlega mannúðarverki.

Aðalforsætisráð Líknarfélagsins, Stúlknafélagsins og Barnafélagsins skipulögðu líknarstarf sem er kallað „Ég var ókunnugur“ sem viðbragð við boði Æðsta forsætisráðsins að taka þátt í kristilegri þjónustu fyrir flóttafólk um heim allan10. Systir Burton kynnti konum kirkjunnar þetta starf um síðustu helgi á aðalfundi kvenna. Það eru margar hjálplegar hugmyndir, úrræði og tillögur um þjónustu á IWasAStranger.lds.org.

Hefjist handa á hnjánum í bæn. Hugsið síðan hvað þið getið gert nærri heimilum ykkar í eigin bæjarfélagi þar sem þið sjáið fólk sem þarf á aðstoð að halda við að aðlagast nýjum aðstæðum. Endanlega markmiðið er að hjálpa þeim að lifa vinnusömu og sjálfbjarga lífi.

Möguleikar okkar til að leggja lið og vera vinur eru óendanlegir. Þið gætuð hjálpað flóttafólki að læra tungumál landsins, uppfæra verkkunnáttu sína eða æfa sig fyrir starfsviðtöl. Þið gætuð boðist til að vera leiðbeinandi einhverrar fjölskyldu eða einstæðar móður á meðan þau venjast nýrri menningu, jafnvel með einfalda hluti eins og fara með þeim í matvöruverslun eða skólann. Sumar deildir og stikur hafa þegar verið í samstarfi við samtök sem þau treysta. Og þið getið, eftir aðstæðum, gefið í sérstaka mannúðarsjóði kirkjunnar.

Það að auki getur sérhver aukið meðvitund um þá atburði sem eiga sér stað í heiminum er valda því að fjölskyldur eru reknar frá heimilum sínum. Við verðum að standa gegn umburðaleysi og hvetja til virðingar og skilnings þvert á mismunandi menningu og hefðir. Að hitta flóttafjölskyldur og heyra sögur þeirra með ykkar eigin eyrum, ekki lesa þær af skjá eða í dagblöðum, mun breyta ykkur. Raunveruleg vináttubönd munu myndast sem mun auka samúð og árangursríka samþættingu.

Drottinn hefur leiðbeint okkur að stikur Síonar eigi að vera „vörn“ og „athvarf fyrir storminum.“11 Við höfum fundið athvarf. Komum okkur út úr okkar öruggum stöðum og deilum gnægð okkar með þeim, berum von um bjartari framtíð, trú á Guð og náungann og höfum kærleika sem sér framhjá menningarlegum og hugmyndafræðilegum mismun, alla leið til þess dásamlega sannleika að við erum öll börn himnesks föður.

„Því að ekki gaf Guð oss anda hugleysis, heldur anda máttar og kærleiks.“12

Vera má að staða þeirra sem flóttafólks muni vera skilgreinandi tími í lífi þeirra en að vera flóttamaður skilgreinir ekki þau. Þetta mun vera, eins og fyrir óteljandi þúsundir annara áður fyrr, tímabili í lífi þeirra, sem við vonum að sé stutt. Sumt af þessu fólki mun verða Nóbelsverðlaunahafar, embættismenn, læknar, vísindamenn, tónlistarmenn, listamenn, kirkju leiðtogar og leggja af mörkum á öðrum sviðum. Í raun þá voru mörg þeirra allt þetta áður en þau misstu allt. Þessar aðstæður munu ekki skilgreina þau en viðbrögð okkar gætu hjálpað til við að skilgreina okkur.

„Sannlega segi ég yður, það allt, sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.“13 Í nafni Jesú Krists, amen.

Frekari upplýsingar má finna á IWasAStranger.lds.org og mormonchannel.org/blog/post/40-ways-to-help-refugees-in-your-community.