2010–2019
Heilagur andi
Apríl 2016


Heilagur andi

Ég lýsi yfir kærleika mínum og þakklæti til himnesks föður fyrir gjöf heilags anda. Það er með heilögum anda sem hann opinberar vilja sinn og styður okkur.

Ástkæru bræður og systur, í dag tala ég sem þjónn Drottins og einnig sem langafi. Ég kenni og ber vitnisburð, til ykkar og til ástkæru afkomenda minna, um hina markverðu gjöf heilags anda.

Ég vil byrja á því að viðurkenna ljós Krists, sem gefið er „hverjum manni, sem í heiminn kemur.“1 Öll njótum við góðs af þessa helga ljósi. Það er „í öllu og með öllu,“2 og hjálpar okkur að þekkja gott frá illu.3

Heilagur andi er hinsvegar frábrugðin ljósi Krists. Hann er þriðji meðlimur Guðdómsins, aðgreind andavera með helga ábyrgð og sama tilgang og faðirinn og sonurinn.4

Við, sem kirkjuþegnar, getum upplifað stöðugan félagasskap heilags anda. Við erum skírð niðurdýfingarskírn til fyrirgefningar synda okkar, með endurreistu prestdæmi Guðs og síðan staðfest sem meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Í þessari helgiathöfn er okkur veitt gjöf heilags anda með handayfirlagningu prestdæmishafa.5 Eftir það meðtökum við og varðveitum við samfélag heilags anda, með því að hafa frelsarann ávallt í huga, halda boðorð hans, iðrast synda okkar og meðtaka sakramentið verðug.

Heilagur andi veitir persónulega opinberun til að aðstoða okkur við að taka stórar ákvarðanir í lífinu eins og til dæmis hvað menntun varðar, trúboð, starfsframa, hjónaband, börn, hvar við munum búa með fjölskyldum okkar og svo framvegis. Himneskur faðir væntir þess af okkur, í slíkum málum, að við notum sjálfræði okkar, íhugum vel aðstæðurnar í tengslum við reglur fagnaðarerindisins og komum til hans í bæn með ákvörðun.

Persónuleg opinberun er nauðsynleg en er þó aðeins einn þáttur í starfi heilags anda. Heilagur andi vitnar einnig um frelsarann og Guð föðurinn, eins og ritningarnar sýna.6 Hann „kennir [okkur] friðsæld ríkisins“7 og sér til þess að við séum „[auðug] af voninni.“8 Hann „leiðir [okkur] til góðra verka“ … [og] til að dæma réttlátlega.“9 Hann gefur „sérhverjum manni … [andlega] gjöf … svo að allir njóti góðs af því.“10 Hann „veitir [okkur] þekkingu“11 og „mun minna [okkur] á allt.“12 Með heilögum anda „[helgumst]” við13 og hljótum „fyrirgefningu synda“ okkar.14 Hann er „huggarinn,“ sá sami og „[lofaður] var lærisveinum [frelsarans].“15

Ég minni okkur öll á að heilagur andi er ekki veittur til að stjórna okkur. Sum okkar leitumst óviturlega eftir leiðsögn heilags anda í sérhverju minniháttar atriði í lífinu. Þetta gerir lítið úr helgu hlutverki hans. Heilagur andi heiðrar reglu sjálfræðis. Hann talar blíðlega í huga okkar og hjarta um margt mikilvægt og afgerandi fyrir okkur.16

Mögulega skynjar sérhvert okkar áhrif heilags anda á mismunandi hátt. Innblástur hans mun verða vart í mismunandi miklum mæli samkvæmt einstaklingsþörf okkar og aðstæðum.

Við lýsum yfir, á þessum síðari dögum, að einungis spámaðurinn geti tekið á móti opinberun með heilögum anda fyrir kirkjuna í heild. Sumir gleyma þessu, eins og þegar Aron og Mirjam reyndu að fá Móse yfir á sitt mál En Drottinn kenndi þeim og okkur. Hann sagði:

„Þegar spámaður er meðal yðar, þá birtist ég honum …

Ég tala við hann munni til munns.“17

Stundum reynir andstæðingurinn að freista okkar með fölskum hugmyndum sem við ruglum saman við heilagan anda. Ég vitna að staðfest hlýðni við að halda borðorðin og að halda sáttmála okkar mun vernda okkur frá blekkingu. Við getum, með heilögum anda, greint slíka falsspámenn sem kenna mannasetningar.18

Það er viturlegt að mun eftir því, þegar við hljótum sjálf innblástur heilagas anda, að við getum ekki hlotið innblástur fyrir aðra. Ég þekki pilt sem sagði við stúlku eina: „Mig hefur dreymt að þú eigir að verða konan mín.“ Stúlka íhugaði þessa setningu og svaraði síðan: „Þegar ég hef dreymt þennan sama draum, þá skal ég koma og ræða við þig.“

Hvert okkar getur freistast til að láta persónulegu þrá okkar yfirtaka leiðsögn heilags anda. Spámaðurinn Josephs Smith þrábað himneskan föður um leyfi til að lána Martin Harris fyrstu 116 síðurnar úr Mormónsbók. Joseph taldi það vera góða hugmynd. Heilagur andi gaf honum í fyrstu ekki staðfestingu. Að endingu leyfði Drottinn Joseph að lánað síðurnar. Martin Harris týndi þeim. Drottinn dró, um tíma, til baka gjöf spámannsins til að þýða og Joseph lærði sáraukafulla en dýrmæta lexíu sem hafði áhrif á þjónustu hans þaðan í frá.

Heilagur anda er kjarninn í endurreisninni. Joseph Smith sagði um lestur sinn sem ungur piltur í Jakob 1:5: „Engin ritningargrein hefur nokkru sinni knúið á hjarta nokkurs manns af meiri krafti en þessi knúði á mitt í þetta sinn.“19 Krafturinn sem Joseph Smith lýsti voru áhrif heilags anda. Úr varð að Joseph fór í skógarlund einn nærri heimili sínu og kraup til að spyrja Guð. Fyrsta sýnin, sem kom í kjölfarið, var sannarlega örlagarík og stórfengleg. Það var samt innblástur frá heilögum anda um bæn sem setti þessa persónulegu heimsókn föðurins og sonarins í ferli .

Opinberaður sannleikur hins endurreista fagnaðarerindis veittist með því mynstri að leita í bæn og síðan að meðtaka og þar á eftir fylgja leiðbeiningum heilags anda. Hugleiðið þessi dæmi: þýðing Mormónsbókar, endurreisn prestdæmisins og helgiathafna þess og þar var fyrst skírnin, síðan skipulag kirkjunnar, til að nefna nokkur. Ég ber vitni að í dag komi opinberun frá Drottni til Æðsta forsætisráðsins og hinna tólf með sama heilaga mynstri. Þetta er sama helga mynstrið sem gerir persónulega opinberun mögulega.

Við berum öllum þeim sem hafa fylgt heilögum anda til að meðtaka endurreista fagnaðarerindið virðingavott, þar á meðal fjölskyldu Joseph Smith. Þegar hinn ungi Joseph sagði föður sínum frá heimsókn Morónís, þá hlaut faðir hans sjálfur staðfestingu. Joseph var tafarlaust leystur frá ábyrgð sinni á bóndabænum og hvattur til að fylgja leiðsögn engilsins.

Við, sem foreldrar og kennarar, ættum að gera hið sama. Hvetjum börn okkar og aðra til að fylgja leiðsögn heilags anda. Er við gerum það, þá skulum við sjálf fylgja fordæmi heilags anda, leiða með mildi, hógværð, góðvild, umburðarlyndi og fölskvalausri ást.20

Heilagur andi er miðill fyrir starf Guðs í fjölskyldum og hvarvetna í kirkjunni. Með þetta í huga, má ég deila nokkrum persónulegum upplifunum af heilögum anda úr mínu eigin lífi og þjónustu í kirkjunni? Ég deili þeim sem persónulegum vitnisburði um að heilagur andi blessar okkur sérhvert.

Systir Hales og ég höfðum fyrir mörgum árum ráðgert að bjóða nokkrum samstarfsmönnum heim í sérstaka kvöldmáltíð. Þegar ég var á leið heim úr vinnunni, fékk ég innblástur að heimsækja ekkju sem ég heimiliskenndi. Þegar hún opnaði hurðina sagði hún: „Ég hef verið að biðja fyrir því að þú kæmir.“ Hvaðan kom þessi innblástur? Heilagur andi.

Eitt sinn, í kjölfari alvarlegra veikinda, var ég í forsæti á stikuráðstefnu. Ég hafði ákveðið að yfirgefa kapelluna strax að loknum presdæmisleiðtogafundi til að spara kraftana. Að afstaðinni lokabæn, sagði heilagur andi hins vegar við mig: „Hvert ertu að fara?“ Ég hlaut þann innblástur að taka í höndina á sérhverjum er þeir yfirgáfu herbergið. Þegar einn ungur öldungur nálgaðist, fékk ég innblástur um að ég ætti að færa honum sérstakan boðskap: Hann horfði niður fyrir sig og ég beið þess að hann liti upp og horfði í augu mín, og sagði þá: „Biddu til himnesks föður, hlustaðu á heilagan anda, fylgdu innblæstrinum sem þú hlýtur og allt mun fara vel í lífi þínu.“ Síðar sagði stikuforsetinn mér að þessi ungi maður hefði komið snemma heim af trúboði sínu. Stikuforsetinn byggði á afdráttarlausum innblæstri og lofaði föður unga mannsins, að ef hann kæmi með son sinn á prestdæmisfundinn, myndi öldungur Hales tala við hann. Hvers vegna nam ég staðar og tók í hendur allra? Hvers vegna staldraði ég við til að ræða við þennan sérstaka unga mann? Hver var uppspretta ráðleggingar minnar? Hún er skýlaus: Heilagur andi.

Snemma árs 2005 var ég var leiddur til að undirbúa boðskap fyrir aðalráðstefnuræðu um trúboðshjón. Bróðir nokkur skrifaði þegar ráðstefnan var yfirstaðin: „Er við hlustuðum á ráðstefnuna … þá snerti andi Drottins samstundis sálu mína. … Það lék engin vafi á því að boðskapurinn var ætlaður mér og elskunni minni. Tíminn var runninn upp þegar við áttum að þjónað í trúboði. Þegar ég … horfði á eiginkonu mína varð mér ljóst að hún hafði fengið nákvæmlega sömu hughrifin frá andanum.“21 Hvað hafði kallað á þessi viðbrögð samtímis? Heilagur andi.

Ég lýsi yfir vitnisburði mínum, til afkomenda minna og öllum sem heyra rödd mína, um persónulega opinberun og stöðugt flæði daglegrar leiðsagnar, varúðar, hvatningu, styrktar, andlegrar hreinsunar, huggunar og friðar sem hefur borist fjölskyldu okkur með heilögum anda. Við upplifum hina „margþættu og mildu miskunnsemi“ [Krists]22 með heilögum anda og kraftaverkum sem linna ekki.23

Ég ber mitt sérstaka vitni um að frelsarinn lifir. Ég lýsi yfir kærleika mínum og þakklæti til himnesks föður fyrir gjöf heilags anda. Það er með heilögum anda sem hann opinberar vilja sinn og styður okkur. Í nafni Jesú Krists, amen