2010–2019
Koma til bjargar: Við getum gert það.
Apríl 2016


Koma til bjargar: Við getum gert það.

Drottinn hefur veitt okkur öll þau verkfæri sem við þörfnumst til að fara til björgunar lítt virkum vinum okkar og þeim sem eru ekki meðlimir.

Frelsarinn skildi greinilega ætlunarverk sitt um að bjarga börnum himnesks föður því hann lýsti yfir:

„Því að Mannssonurinn er kominn að frelsa hið týnda. …

Þannig er það eigi vilji yðar himneska föður, nokkur þessara smælingja glatist.1

Móðir mín, engillinn sem hún var, skildi greinilega hlutverk sitt í því að aðstoða við að bjarga særðu eða villuráfandi sauðfé himnesks föður, þar með talið börnum hennar og barnabörnum. Þvílíkt stórkostlegt hlutverk sem ömmur og afar geta spilað í lífi barnabarna sinna.

Mamma fékk yfirleitt það verkefni að kenna þeim sem áttu í erfiðleikum með trú sína, þeim sem voru minna virkir eða fjölskyldum sem voru einungis meðlimir að hluta til, hins vegar þá voru yfirleitt nokkrir í hóp hennar, sem enginn hafði beðið hana að heimsækja. Yfirleitt voru heimsóknir hennar ekki skorðaðar við einu sinni í mánuði, er hún hlustaði hljóðlega, þjónaði hinum veiku og veitti kærleiksríka hvatningu. Síðustu mánuði lífs mömmu var hún föst heimavið, svo að hún eyddi mörgum klukkustundum í að skrifa þeim bréf þar sem hún tjáði þeim kærleika sinn, bar vitnisburð sinn og upplyfti þeim sem heimsóttu hana.

Þegar við komum öðrum til hjálpar þá veitir Guð okkur kraft, hvatningu og blessanir. Þegar hann bauð Móse að bjarga Ísraelsmönnum þá var Móse hræddur, eins og mörg okkar erum hrædd. Móses afsakaði sig og sagði: „Aldrei hefi ég málsnjall maður verið, … mér er tregt um málfæri og tungutak.“2

Drottinn hughreysti Móse:

„Hver gefur manninum málið? … Er það ekki ég, Drottinn?

Far nú, ég skal vera með munni þínum og kenna þér, hvað þú skalt mæla.“3

Í sjálfu sér sagði Drottinn við Móse: „Þú getur þetta alveg!“ Vitið þið hvað, það getum við líka!

Mig langar að deila með ykkur nokkrum reglum sem munu hjálpa til í þessum björgunarstöfum.

Regla 1: Við megum aldrei fresta björgun.

Öldungur Alejandro Patanía, fyrirverandi svæðishafi Sjötíu, segir sögu af yngri bróður sínum Daniel sem sigldi út á sjó til að fara að veiða með áhöfn sinni. Eftir nokkra stund fékk Daniel viðvörun um að mikill stormur væri að skella á. Hann og áhöfn hans snéru bátnum strax í átt að landi.

Ljósmynd
Siglt út á sjó

Er stormurinn óx, þá hættu vélarnar í nálægum fiskibát að virka. Áhöfn Daniels festi tog við vélarvana bátinn og hóf að draga hann í átt að öryggi. Þeir kölluðu eftir hjálp, vitandi það að er stormurinn myndi aukast, þá þyrftu þeir bráða aðstoð.

Ljósmynd
Vaxandi stormur

Á meðan að ástvinir biðu uggandi, komu fulltrúar landhelgisgæslunnar, sjómannafélagsins og sjóhersins saman til að ákveða bestu björgunarleiðina. Sumir vildu fara strax af stað en voru beðnir um að bíða eftir áætlun. Á meðan að þeir sem börðust við storminn kölluðu á hjálp, héldu fulltrúarnir áfram á fundi, að reyna að komast að niðurstöðu um réttar siðareglur og áætlun.

Ljósmynd
Ástvinir bíða óþreyjufullir

Þegar loksins var búið að setja saman björgunarflokk, kom síðasta, örvæntingarfulla hrópið um hjálp. Geisandi stormurinn hafði slitið togið á milli bátanna og áhöfn Daniels var að fara tilbaka til að sjá hvort þeir gætu bjargað hinum sjómönnunum. Að lokum sukku báðir bátarnir og áhafnirnar fórust, þar með talinn Daniel, bróðir öldungs Patanía.

Ljósmynd
Báðir bátarnir fórust.

Öldungur Patanía bar þennan harmleik saman við áminningu Drottins er hann sagði: „Þér komuð ekki þrótti, … sóttuð ekki það, er hrakist hafði, og leituðuð ekki hins týnda, … ég skal krefja sauða minna af hendi þeirra.“4

Öldungur Patanía útskýrði að þó að við verðum að vera skipulögð í ráðum okkar, sveitum, aðildarfélögum og jafnvel sem einstaklingar þá megum við ekki fresta björgun. Stundum líða margar vikur er við tölum um það hvernig við eigum að hjálpa fjölskyldum eða einstaklingum sem eru í þörf fyrir sérstaka aðstoð. Við ræðum um það hver muni heimsækja þau og hvernig á að taka á málinu. Á meðan eru bræður okkar og systur enn týnd og í þörf og kalla jafnvel stundum og grátbiðja um hjálp. Við megum ekki tefja.

Regla 2: Við megum aldrei gefast upp.

Thomas S. Monson forseti, sem hefur blásið í lúðurinn og sagt okkur að fara til bjargar, sagði: „Kirkjuþegnar okkar þurfa að vera áminntir um það að það er aldrei of seint þegar það kemur að … minna virkum meðlimum … sem gætu hafa verið álitnir vonlausir.5

Eins og mörg ykkar, þá hef ég miðlað sumum fagnaðarerindinu sem láta skírast fljótt eða koma aftur til virkrar þátttöku, en aðrir – eins og vinur minn Tim, sem var ekki meðlimur, og kona hans Charlene, sem var lítt virkur meðlimur – taka talsvert lengri tíma.

Ég ræddi við Tim um fagnaðarerindið í rúm 25 ár og fór með hann og Charlene á opin hús í musterunum Aðrir tóku þátt í björgunarstörfunum en hinsvegar afþakkaði Tim öll boð um að hitta trúboðana.

Eina helgi fékk ég það verkefni að vera í forsæti á stikuráðstefnu. Ég bað stikuforsetann um að fasta og biðja um það hverja við ættum að heimsækja. Ég var undrandi þegar hann rétti mér nafn Tims, vinar míns. Þegar biskup Tims, stikuforsetinn og ég, bönkuðum hjá þeim, opnaði Tim dyrnar, leit á mig, leit svo á biskupinn og sagði: „Biskup, ég hélt að þú hefðir sagt mér að þú ætlaðir að koma með einhvern sérstakan!“

Svo hló Tim og sagði, „Komdu inn, Merv.“ Kraftaverk gerðist þennan dag. Tim hefur nú verið skírður og hann og Charlene hafa verið innsigluð í musterinu. Við megum aldrei gefast upp.

Ljósmynd
Tim og Charlene við musterið

Regla 3: Hversu mikil skal gleði yðar verða þó þið færið ekki sé nema eina sál til Krists

Fyrir mörgum árum, á aðalráðstefnu, talaði ég um það hvernig José de Souza Marques skildi þessi orð frelsarans: „Sé einhver maður yðar á meðal sterkur í andanum, skal hann taka með sér þann, sem óstyrkur er …svo að hann megi … verða einnig styrkur.6

Bróðir Marques þekkti nafn hvers sauðs í prestdæmissveit sinni og gerði sér grein fyrir því að Fernando var týndur. Hann leitaði að Fernando heima hjá honum, því næst heima hjá vini hans og fór jafnvel á ströndina.

Ljósmynd
Fernando komið til bjargar

Loksins fann hann Fernando þar sem hann var á brimbretti í sjónum. Hann hikaði ekki þangað til báturinn sökk, eins og í sögu Daniels. Hann óð beint út í vatnið til að bjarga hinum týnda sauði, til að færa hann fagnandi heim.7

Ljósmynd
Þess gætt að Fernando yfirgefi ekki hjörðina

Hann sá svo til þess, með stöðugri þjónustu, að Fernando myndi aldrei aftur yfirgefa hjörðina.8

Leyfið mér að segja ykkur hvað hefur gerst síðan Fernando var bjargað og deila með ykkur þeirri gleði sem kom frá því að bjarga einum týndum sauði. Fernando giftist ástinni sinni, Mariu, í musterinu. Þau eiga nú fimm börn og 13 barnabörn og allir eru virkir í kirkjunni. Margir aðrir ættingjar hafa einnig gengið í kirkjuna. Í sameiningu hafa þau sett þúsundir nafna áa sinna inn í musterið svo að þeir geti meðtekið helgiathafnir og blessanirnar halda bara áfram að koma.

Ljósmynd
Fernando-fjölskyldan

Fernando þjónar nú sem biskup í þriðja skiptið og heldur áfram að bjarga, á sama hátt og honum var bjargað. Nýlega deildi hann með okkur: „Í deild okkar eru 32 ungir, virkir Aronsprestdæmishafar, 21 þeirra var bjargað á síðustu 18 mánuðum. Sem einstaklingar, fjölskyldur, sveitir, aðildarfélög og heimilis- og heimsóknarkennarar þá getum við gert þetta!

Ljósmynd
Fernando og piltarnir

Regla 4: Það er sama hver aldur okkar er, við erum öll kölluð til björgunarstarfa

Henry B. Eyring forseti sagði: „Hver sem aldur okkar er, hæfni, kirkjuköllun eða staðsetning, þá erum við allir sem einn kallaðir til þess verks að hjálpa [frelsaranum] við sálaruppskeruna, fram að endurkomu hans.“9

Á hverjum degi eru sífellt fleiri barna okkar, æskufólks, ungra einhleypra og fullorðinna meðlima á öllum aldri að hlýða lúðrablæstri frelsarans er hann kallar okkur til björgunar. Við þökkum fyrir átak ykkar! Leyfið mér að deila með ykkur nokkrum dæmum:

Amy, 7 ára, bauð vinkonu sinni Ariönnu og fjölskyldu hennar til dagskrár hinnar árlegu Barnafélagssakramentissamkomu. Nokkrum mánuðum seinna var Arianna og fjölskylda hennar, skírð.

Allan, ungur og einhleypur maður, fann fyrir þeim innblæstri að deila kirkjumyndböndunum, Boðskap Mormóna, og ritningarversum með vinum sínum á samfélagsmiðlum.

Systir Reeves hóf að deila fagnaðarerindinu með öllu símasölufólki sem hringdi í hana.

James bauð vini sínum Shane, sem ekki er meðlimur, til skírnar dóttur hans.

Spencer sendi lítt virkri systur sinni hlekk að ráðstefnuræðu Russell M. Nelson forseta og sagði svo frá; „Hún las ræðuna og gluggi opnaðist.“

Drottinn hefur veitt okkur öll þau verkfæri sem við þörfnumst til að fara til björgunar lítt virkum vinum okkar og þeim sem eru ekki meðlimir. Við getum öll gert þetta!

Ég býð ykkur öllum að sinna kalli frelsarans og fara til björgunar. Við getum gert þetta!

Ég ber hátíðlega vitni um að ég veit að Jesús er góði hirðirinn, að hann elskar okkur og að hann mun blessa okkur er við förum til björgunar. Ég veit að hann lifir, ég veit það. Í nafni Jesú Krists, amen.