2010–2019
Hvað eigum vér að gjöra?
Apríl 2016


Hvað eigum vér að gjöra?

Við byggjum upp ríkið með því að hlúa að öðrum. Við byggjum einnig upp ríkið þegar við látum í okkur heyra og vitnum um sannleikann.

Pétur postuli kenndi, stuttu eftir upprisu og uppstigningu Jesú: „Viti [allir] …, að þennan Jesú, sem þér krossfestuð, hefur Guð gjört bæði að Drottni og Kristi.“ Er þeir heyrðu þetta, voru hjörtu þeirra sem slegin, og þeir sögðu við Pétur og hina postulana: ‚Hvað eigum vér að gjöra, bræður?‘“1 Í kjölfarið hlýddu þeir kenningum Péturs með ánægju.

Á morgun eru páskar og ég vona að við séum líka sem slegin í hjarta við að viðurkenna frelsarann, iðrast og hlýða af gleði.

Á þessari aðalráðstefnu munum við heyra innblásna leiðsögn frá leiðtogum kirkjunnar, bæði körlum og konum. Ég veit að orð þeirra munu snerta hjörtu okkar og því spyr ég ykkur hér í kvöld: „Konur og systur, hvað eigum vér að gjöra?“

Fyrir næstum 150 árum sagði Eliza R. Snow, aðalforseti Líknarfélagsins, við systurnar: „Drottinn hefur lagt mikla ábyrgð á okkur.“2 Ég ber vitni um að þessi yfirlýsing hennar er enn í gildi.

Kirkja og ríki Drottins þarf á andríkum konum að halda, sem nota sínar einstöku gjafir til þess að næra, láta í sér heyra og verja sannleika fagnaðarerindisins. Innblástur okkar og innsæi eru nauðsynlegir þættir við uppbyggingu ríkis Guðs, sem í raun merkir að við þurfum að gera okkar hlut í að færa börnum Guðs sáluhjálp.

Byggja upp ríkið með því að hlúa að öðrum

Við byggjum upp ríkið með því að hlúa að öðrum. Við sjálfar erum hins vegar fyrsta barn Guðs sem við þurfum að byggja upp í hinu endurreista fagnaðarerindi. Emma Smith sagði: „Ég þrái anda Guðs til að þekkja og skilja sjálfa mig svo ég megi yfirstíga hvaða hefð eða eðli sem ekki færir mig að upphafningu.“3 Við verðum að þróa með okkur undirstöðu trúar á fagnaðarerindis frelsarans og færast fram á við, í umboði kraftar musterissáttmála, í átt að upphafningu.

Hvað ef sumar af hefðum okkar eiga ekki heima í hinu endurreista fagnaðarerindi Jesú Krists? Vera má að það að sleppa þeim kalli á tilfinningalegan stuðning og umönnun einhvers, eins og í mínu tilfelli.

Foreldrar mínir gróðursettu magnolíutré þegar ég fæddist, svo það gætu verið magnolíur við brúðkaupið mitt, sem halda skildi í mótmælendakirkju forfeðra minna. En á giftingardegi mínum voru engir foreldrar mér við hlið né magnolíur því ég ferðaðist til Salt Lake City, Utah, eftir að hafa verið þegn kirkjunnar í eitt ár, til að taka á móti musterisgjöf minni og innsiglast unnusta mínum, David.

Mér fannst ég vera heimilislaus þegar ég yfirgaf Louisiana og nálgaðist Utah. Fyrir giftinguna átti ég að gista hjá stjúp-ömmu Davids, sem ástúðlega var kölluð Carol frænka.

Hér var ég, ókunnug Utah, gistandi í ókunnugu húsi og um það bil að innsiglast – um alla eilífð – fjölskyldu sem ég þekkti varla. (Eins gott að ég elskaði og treysti framtíðareiginmanni mínum og Drottni!)

Mig langaði að hörfa er ég stóð við útidyrnar hjá Carol fræknu. Dyrnar opnaðist – ég stóð þarna eins og hrædd kanína – og Carol frækna opnaði arma sína og faðmaði mig, án þess að segja orð. Hún, sem sjálf átti engin börn, vissi – hið nærandi hjarta hennar vissi – að ég þurfti á heimili að halda. Ó, hversu huggandi og elskulegt þetta andartak var! Ótti minn fjaraði út og mér fannst ég vera tengd við andlega öruggan stað.

Kærleikur er að búa til rými fyrir aðra manneskju í lífi þínu, rétt eins og Carol frænka gerði fyrir mig.

Mæður í bókstaflegri merkingu búa til rými í líkömum sínum til að næra ófætt barn og vonandi stað í hjarta sér er þær ala þau – en næringin er ekki bundin við að fæða og ala upp börn. Eva var kölluð „móðir“ áður en hún átti börn.4 Ég trúi því að hugtakið „að fóstra (á ensku „to mother“)“ þýði að „gefa líf.“ Hugleiðið þær mörgu leiðir sem þið gefið líf. Það gæti þýtt að gefa hinum vonlausu tilfinningalegt líf eða þeim sem efins eru, andlegt líf. Við getum, með aðstoð heilags anda, skapað stað tilfinningalegrar lækningar fyrir þá sem mismunað er, sem hafnað er og þeim sem ókunnugir eru. Við byggjum upp ríki Guðs á þennan blíða en samt kraftmikla hátt. Systur, allar komum við til jarðar með þessar lífsgefandi, nærandi, móðurlegu gjafir því að það er áætlun Guðs.

Að fylgja áætlun hans og gerast verkamenn í ríkinu krefst ósjálfselskrar fórnar. Öldungur Orson F. Whitney skrifaði: „Allar þjáningar okkar og allt það sem við þolum, sér í lagi það sem við þolum af þolinmæði, … hreinsar hjarta okkar … og gerir okkur mýkri og kærleiksríkari, … það er með … erfiði og mótlæti sem við hljótum þá menntun … sem mun gera okkur líkari föður okkar og móður á himnum.“5 Þessar hreinsandi áskoranir færa okkur til Krists, sem getur læknað okkur og gert okkur nytsamar í starfi sáluhjálpar.

Byggja upp ríkið með því að tala og vitna

Við byggjum einnig upp ríkið þegar við látum í okkur heyra og vitnum um sannleikann. Við fylgjum mynstri Drottins. Hann kennir og talar með krafti og valdi Guðs. Systur, við getum það einnig. Almennt séð þá elska konur að tala og safnast saman! Er við vinnum samkvæmt úthlutuðu prestdæmisvaldi sem okkur er gefið, þá mun spjall okkar og samkomur vaxa yfir í kennslu á fagnaðarerindinu og forystu.

Systir Julie B. Beck, fyrrum aðalforseti Líknarfélagsins kenndi: „Mikilvægasti eiginleikinn sem [nokkur] getur hlotið í þessu lífi er að verða [verðugur] þess að meðtaka persónulega opinberun og hlíta henni. … Hann krefst meðvitaðs átaks.“6

Persónuleg opinberun frá heilögum anda mun hvetja okkur til að læra, tala og bregðast við eilífum sannleika – sannleika frelsarans. Því meira sem við fylgjum Kristi, því meira munum við finna fyrir kærleika hans og leiðsögn. Því meir sem við finnum fyrir kærleika hans og leiðsögn, því meira munum við vilja tala og kenna sannleika eins og hann gerði, jafnvel þegar við upplifum mótlæti.

Fyrir nokkrum árum fékk ég símtal frá óþekktum aðila og ég bað um opinberun til að vernda móðurhlutverkið.

Sá er hringdi spurði: „Ert þú Neill Marriott, móðir stórrar fjölskyldu?“

Ég svaraði glaðlega „Já!“ og bjóst við að heyra eitthvað fallegt eins og „Jæja það er gott!“

En, nei! Ég mun aldrei gleyma svari hennar er rödd hennar brast í símanum: „Ég er mjög móðguð að þú skulir fæða börn inn í þennan yfirfulla heim!“

„Ó,“ stamaði ég, „Ég skil hvernig þér líður.“

Hún hreytti út úr sér: „Nei – það gerir þú ekki!“

Síðan tautaði ég: „Nei, kannski ekki.“

Hún hóf þrumuræðu um kjánalegt val mitt að verða móðir. Ég tók að biðja um hjálp, er hún prédikaði yfir mér, og blíð hugsun kom í huga minn: „Hvað myndi Drottinn segja við hana?“ Mér leið eins og ég stæði á traustri grund og mér óx kjarkur við að hugsa til Jesú Krists.

Ég svaraði: „Ég er ánægð yfir að vera móðir og ég lofa þér að ég muni gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að að ala börn mín á þann hátt að þau muni gera heiminn betri.“

Hún svaraði: „Það ætla ég að vona!“ og skellti á.

Þetta var ekki mikið – og þess fyrir utan stóð ég örugg í mínu eigin eldhúsi! Á minn eigin takmarkaða hátt gat ég varið fjölskyldur, mæður og þá sem næra vegna þess að ég skildi tvennt: (1) Ég trúði á kenningar Guðs um fjölskylduna og (2) ég bað um orð til að geta tjáð þennan sannleika.

Við munum laða að okkur gagnrýni með því að vera ólík og frábrugðin heiminum en við verðum að festa okkur við eilífar reglur og vitna um þær, sama hver viðbrögð heimsins eru.

Íhugum eftirfarandi spurningu þegar við spyrjum okkur sjálf „hvað ætti ég að gera?“: Hvað gerir frelsarinn sífellt? Hann nærir. Hann skapar. Hann hvetur til vaxtar og góðmennsku. Konur og systur, við getum gert þetta! Barnafélagstúlkur, er einhver í fjölskyldu ykkar sem þarf á kærleika og góðmennsku ykkar að halda? Þið byggið upp ríkið með því að hlúa einnig að öðrum.

Sköpun frelsarans á jörðunni, undir leiðsögn föður síns, var voldugt starf umönnunar. Hann lét í té stað fyrir okkur þar sem við gætum vaxið og þroskað trú okkar á friðþægingarkraft hans. Trú á Jesú Krist og friðþægingu hans er fullkominn staður lækningar og vonar, vaxtar og tilgangs. Allir þurfa andlegan og líkamlegan stað sem þeir geta tilheyrt. Við, systur á öllum aldri, getum skapað slíkt, jafnvel helgan stað.

Okkar mikla ábyrgð er að verða konur sem fylgja frelsaranum, næra af innblæstri og lifa óttalaus samkvæmt sannleikanum. Er við biðjum himneskan föður að gera okkur að vinnumönnum í ríki hans, þá mun kraftur hans flæða inn í líf okkar og við munum vita hvernig næra skal og að lokum verða eins og himneskir foreldrar okkar. Í nafni Jesú Krists, amen.

Heimildir

  1. Post 2:36–37.

  2. Eliza R. Snow, í Daughters in My Kingdom: The History and Work of Relief Society (2011), 42.

  3. Emma Smith, í Daughters in My Kingdom, 12.

  4. Sjá Alma 3:20.

  5. Orson F. Whitney, í Spencer W. Kimball, Faith Precedes the Miracle (1972), 98.

  6. Julie B. Beck, „And upon the Handmaids in Those Days Will I Pour Out My Spirit,“ Liahona, maí 2010, 11.