2010–2019
„Hver sá sem tekur á móti þeim, tekur á móti mér.“
Apríl 2016


„Hver sá sem tekur á móti þeim, tekur á móti mér.“

Við þurfum að ná til æskunnar sem upplifir sig afskipta, yfirgefna eða fyrir utan girðinguna.

Guð elskar börn. Hann elskar öll börn. Frelsarinn sagði: „Leyfið börnunum að koma til mín … því að slíkra er Guðs ríki.1

Börn í dag finna sig í dag í margskonar ólíkum og flóknum fjölskyldueiningum.

Til dæmis eru tvöfalt fleiri börn í dag, í Bandaríkjunum, sem búa með einungis einu foreldri, en var fyrir 50 árum síðan.2 Það eru einnig margar fjölskyldur sem eru ekki eins sameinaðar í kærleika Guðs og eins viljugar að fylgja boðorðum hans.

Í þessari auknu andlegu ólgu þá mun hið endurreista fagnaðarerindi halda áfram að halda uppi stöðlunum, hugsjóninni, mynstri Drottins.

„Börn eiga rétt á því að fæðast innan hjónabandsins, vera alin upp af föður og móður sem heiðra hjónabandseiða sína af fullkominni tryggð. …

„Eiginmaður og eiginkona bera þá helgu ábyrgð að elska og annast hvort annað og börn sín. … Foreldrar bera þá helgu skyldu að ala börn sín upp í kærleika og réttlæti, að sjá fyrir líkamlegum og andlegum þörfum þeirra, að kenna þeim að elska hvert annað og þjóna hvert öðru, að virða boðorð Guðs.“3

Við viðurkennum þá mörgu góðu foreldra, úti um allan heim, af öllum trúarbrögðum, sem annast börn sín á ástríkan hátt. Við könnumst í þakklæti við þau börn í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu sem eru umvafin umönnun foreldra sem hafa snúið til frelsarans, eru innsigluð af prestdæmisvaldinu og eru nú að læra, í fjölskyldum sínum, að elska og treysta himneskum föður og syni hans Jesú Kristi.

Bæn mín í dag er helguð þeim hundruð þúsunda barna, ungmenna og ungs fólks sem koma ekki frá þessum „fyrirmyndar“ heimilum. Ég tala þá ekki aðeins um það æskufólk sem hafa upplifað fráfall, skilnað eða dvínandi trú foreldra sinna, heldur einnig tugþúsundir þeirra ungu manna og kvenna, allstaðar að úr heiminum, sem hafa meðtekið fagnaðarerindið án þess að foreldrar þeirra komi með þeim i kirkjuna.4

Þessir ungu Síðari daga heilagir koma inn í kirkjuna með mikla trú. Þau vonast til þess að skapa sínar fyrirmyndarfjölskyldur, í sínu eigin lífi, í framtíðinni. 5 Þegar fram líða stundir munu þau verða mikilvægur þáttur í trúboðsafli okkar, réttlátir ungir og einhleypir og þau sem krjúpa við altari til að stofna sína eigin fjölskyldur.

Við munum halda áfram að kenna fjölskyldumynstur Drottins en nú þegar kirkjuþegnar eru orðnir margar milljónir og fjölbreytnin er orðin mikil á meðal barna kirkjunnar, þá þurfum við að vera sérstaklega hugulsöm og næm. Kirkjumenning okkar og sérmál eru stundum nokkuð einstök. Börnin í Barnafélaginu munu ekki hætta að syngja „Fjölskyldur geta víst verið saman,“6en þegar þau syngja „Glaður upp í fang hans fer“7eða „pabbi og mamma sjálf sýna mér,“8þá eru ekki öll börnin að syngja um sína eigin fjölskyldu.

Bette, vinkona okkar, sagði frá reynslu í kirkju, sem hún upplifði þegar hún var 10 ára gömul. Hún sagði: „Kennarinn okkar var með lexíu um musterishjónaband. Hún beindi spurningunni að mér sérstaklega: ‚Bette, foreldrar þínir voru ekki gift í musterinu, var það?‘ [Kennarinn minn, og allir í bekknum] vissu svarið.“ Lexían fylgdi í kjölfarið og Bette ímyndaði sér það versta. Hún sagði: „Ég átti margar tárvotar nætur. Þegar ég átti svo við hjartatruflanir að stríða tveimur árum síðar og hélt að ég myndi deyja fann ég fyrir ofsahræðslu, hugsandi að ég myndi vera alein að eilífu.“

Leif vinur minn kom einn í kirkju. Einu sinni var hann beðinn um að flytja stutta ræðu í Barnafélaginu. Hann átti hvorki mömmu né pabba til að standa við hlið hans og hjálpa honum ef hann myndi gleyma því sem hann átti að segja. Leif var skelfingu lostinn. Frekar en að verða sjálfum sér til skammar kom hann ekki í kirkju í nokkra mánuði.

„[Jesús] kallaði til sín lítið barn, setti það meðal þeirra. …

Hver sem tekur við einu slíku barni í mínu nafni, tekur við mér.“9

Þessi börn og æskufólk eru blessuð með trúföstum hjörtum og andlegum gjöfum. Leif sagði við mig: „Ég vissi inn að dýpstu hjartarótum að Guð var faðir minn og að hann þekkti mig og elskaði.“

Veronique, vinkona okkar sagði: „ Er ég lærði grundvallarreglur fagnaðarerindisins og lærði í Mormónsbók þá var það eins og að muna hluti sem ég hafði þegar vitað en gleymt.“

Vinkona okkar, Zuleika, kemur frá Alegrete, Brasilíu. Þó að fjölskylda hennar væri ekki trúuð þá byrjaði Zuleika að lesa Biblíuna 12 ára gömul, og að heimsækja kirkjurnar á svæðinu, í leit að meiri þekkingu um Guð. Hún lærði hjá trúboðunum, fékk vitnisburð og með tregu leyfi frá foreldrum hennar, var skírð. Zuleika sagði við mig: „Á meðan á kennslunni stóð var mér sýnd mynd af Salt Lake musterinu og sagt frá innsiglunarhelgiathöfnunum. Frá þeirri stundu þráði ég að fara, dag einn, inní hús Drottins og eignast eilífa fjölskyldu.“

Þegar jarðneskar aðstæður barns eru ekki eins og best verður á kosið þá er samt andlegt erfðarefni barnsins fullkomið, því að hið sanna auðkenni er að vera sonur eða dóttir Guðs.

Thomas S. Monson forseti sagði: „Hjálpum börnum Guðs að skilja hvað er ekta og mikilvægt í þessu lífi. Hjálpum þeim að þroska með sér styrk til að velja veginn sem mun halda þeim öruggum á leiðinni til eilífs lífs.“10Opnum faðm okkar og hjörtu örlítið meira. Þessi ungdómur þarfnast tíma okkar og vitnisburðar.

Brandon, sem gekk í kirkjuna í framhaldsskóla í Colorado, talaði við mig um þá sem náðu til hans bæði fyrir og eftir skírn hans. Hann sagði: „ Ég var á heimilum fjölskyldna sem lifðu eftir fagnaðarerindinu. Það sýndi mér staðal sem mér fannst að ég vildi hafa í minni eigin fjölskyldu.“

Veronique fæddist í Hollandi, stundaði nám með dóttur okkar Kristen, þegar við bjuggum í Þýskalandi. Hún sagði: „Það var birta í kringum þá nemendur sem voru meðlimir kirkjunnar. Ég gerði mér grein fyrir því að þessi birta stafaði af trú þeirra á Jesú Krist og frá því að lifa eftir kenningum hans.“

Max vinur minn skírðist þegar hann var átta ára gamall. Faðir hans var ekki í neinni kirkju og Max réði því hvort hann færi eða ekki.

Þegar Max var unglingur og hafði ekki mætt í kirkju í nokkra mánuði, þá fékk hann þá tilfinningu að hann ætti að fara aftur til kirkju og ákvað einn sunnudagsmorgun að snúa aftur. Ákvörðun hans dalaði hinsvegar, er hann nálgaðist framdyr kirkjunnar, hann fékk hnút í magann.

Í dyrunum stóð nýi biskupinn. Max þekkti hann ekki og var viss um að biskupinn þekkti hann ekki. Er Max nálgaðist lýstist andlit biskupsins upp og hann rétti fram hönd sína og sagði: „Max, það er svo gott að sjá þig!“

„Er hann mælti þessi orð þá flæddi hlý tilfinning yfir mig og ég vissi að ég hefði gert rétt,“ sagði Max.11

Að þekkja einhvern með nafni getur breytt öllu.

„Og svo bar við, að [Jesú] bauð, að lítil börn þeirra skyldu leidd fyrir [hann]. …

„Hann tók [þau], hvert af öðru, og blessaði þau og bað til föðurins fyrir þeim.

Og eftir að hafa gjört það grét hann.“12

Að ósk foreldra þeirra bíður margt ungt fólk sem ann fagnaðarerindinu, mörg ár eftir að vera skírð.

Foreldrar Emily skildu þegar hún var barn og hún fékk ekki leyfi til að skírast fyrr en hún var 15 ára gömul Emily geislar er hún talar um leiðtoga Stúlknafélagsins sem „rétti alltaf fram hjálparhönd og aðstoðaði hana við að styrkja vitnisburð [hennar.]“13

Colten og Preston eru táningar sem búa í Utah. Foreldrar þeirra eru fráskildir og þeir hafa enn ekki fengið leyfi til að skírast. Jafnvel þó að þeir geti ekki borið út sakramentið þá koma þeir með brauðið í hverri viku. Jafnvel þó að þeir geti ekki farið í musterið til að gera skírnir með unglingunum þegar kirkjudeildin fer í musterið þá finna bræðurnir til fjölskyldunöfn á ættfræðisafninu í næsta húsi. Sterkustu áhrifavaldarnir í því að aðstoða ungdóminn við að finnast þau passa inn í hópinn, eru önnur réttlát ungmenni.

Ég lýk máli mínu með sögu af nýjum vini sem við hittum fyrir nokkrum vikum síðan á meðan við vorum að heimsækja trúboðið í Lusaka, Zambíu.

Ljósmynd
Joseph Ssengooba sem ungur drengur

Öldungur Joseph Ssengooba er frá Uganda. Faðir hans dó þegar hann var sjö ára. Níu ára gamall var hann orðinn einn á báti þar sem móðir hans og ættingjar gátu ekki lengur hugsað um hann. Tólf ára gamall hitti hann trúboðana og var skírður.

Joseph sagði mér frá fyrsta deginum hans í kirkju: „Eftir sakramentissamkomuna þá fannst mér kominn tími til að fara heim en trúboðarnir kynntu mig fyrir Joshua Walusimbi. Joshua sagði mér að hann ætlaði að vera vinur minn og hann rétti mér Barnasálmabóksvo að ég þyrfti ekki að fara inn í Barnafélagið tómhentur. Í Barnafélaginu setti Joshua auka stól við hliðina á hans. Barnafélagsforsetinn bauð mér að koma fremst og bauð svo öllum í Barnafélaginu að syngja „Guðs barnið eitt ég er.“ Mér fannst ég mjög sérstakur.“

Greinarforsetinn tók Joseph til fjölskyldu Pierre Mungoza og það varð heimili hans næstu fjögur árin.

Ljósmynd
ÖldungarJoshua Walusimbi og Joseph Ssengooba

Átta árum seinna, þegar öldungur Joseph Ssengooba hóf trúboð sitt, þá var öldungur Joshua Walusimbi þjálfari hans, honum til mikillar undrunar, drengurinn sem hafði hjálpað honum að finnast hann svo velkominn, fyrsta daginn hans í Barnafélaginu. Hver ætli sé svo trúboðsforseti hans? Leif Erickson, forseti, litli drengurinn sem hélt sig frá Barnafélaginu af því að hann var svo hræddur við að flytja ræðu. Guð elskar börn sín.

Ljósmynd
Öldungur Joseph Ssengooba og Leif Erickson forseti
Ljósmynd
Öldungur Andersen í Lýðveldinu Kongó

Þegar Kathy og ég vorum í Afríku fyrir nokkrum vikum, þá fórum við til Mubji-Mayi, Lýðveldisins Kongó. Vegna þess að kapellan var ekki nægilega stór fyrir meðlimina 2000, þá hittumst við úti, undir stórri plast yfirbreiðslu sem var fest uppi af bambus staurum. Er fundurin hófst þá gátum við séð tugi barna horfa á okkur, hangandi í staurunum utan á járngirðingunni sem umkringdi eignina. Kathy hvíslaði hljóðlega: „Neil, heldurðu að þú myndir vilja bjóða börnunum að koma inn?“ Ég fór til Kalonji umdæmisforseta á standinum og spurði hann hvort hann myndi bjóða börnunum fyrir utan girðinguna velkomin inn til að vera með okkur.

Ljósmynd
Börnin utan við girðinguna
Ljósmynd
Börnunum boðið að koma inn fyrir

Mér til mikillar undrunar komu börnin ekki bara, heldur komu þau hlaupandi þegar Kalonji bauð þeim, fleiri en 50, kannski 100 börn, sum í slitnum fötum og berfætt en öll með yndisleg bros og spennt á svipinn.

Þessi reynsla snerti mig djúpt og ég sá það sem táknrænt fyrir þörf okkar að ná til ungdómsins sem finnst þau ein, yfirgefin og fyrir utan girðinguna. Hugsum um þau, bjóðum þau velkomin, umföðmum þau og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að styrkja kærleika þeirra til frelsarans. Jesús sagði: „Hver sem tekur við einu slíku barni í mínu nafni, tekur við mér.“14Í nafni Jesú Krists, amen.

Heimildir

  1. Matt 19:14.

  2. Sjá „Family Structure,“ Child Trends DataBank (des. 2015), viðauki 1, bls. 9, childtrends.org/databank.

  3. „The Family: A Proclamation to the World,“ Liahona, nóv. 2010, 129, málsgreinar 7 og 6.

  4. Mig langar persónulega til að þakka þeim tugþúsundum réttlátra mæðra, margar hverjar einstæðar mæður, sem taka aðalábyrgðina af því að styrkja börn sín andlega. Vinur okkar, Shelly frá Kanada, sagði um móður sína.

    „Trúboðarnir bönkuðu hjá foreldrum mínum, fimm árum áður en ég fæddist. Foreldrar mínir fengu nokkrar lexíur og og síðan sýndi faðir minn ekki frekari áhuga. Móðir mín hélt áfram að læra lexíurnar og óskaði eftir að fá að skírast. Í fimm ár fór móðir mín til kirkju sem utanaðkomandi einstaklingur og svo þremur mánuðum eftir að ég fæddist, gat hún látið skírast.

    „Móðir mín hafði aldrei verið mjög mikið fyrir að tjá sig né hafði hún verið mikið fyrir leiðtogahlutverk. Hún átti einfaldan, ljúfan en stöðugan vitnisburð, … Og hún lifði hvern dag sönn trú sinni. Þessi hljóða, einfalda fyrirmynd hefur alltaf haldið mér nærri Drottni og kirkjunni.

  5. Vinur okkar, Randall, sagði mér: „Mér var kennt og ég vissi að ég væri sonur himneskra foreldra og það að þekkja mitt raunverulega eðli gaf mér von um að ég þyrfti ekki að fylgja sömu braut og foreldrar mínir, sem ég dáði, en vildi ekki endurspegla. Ég treysti því sem mér hafði verið kennt í Barnafélaginu, Sunnudagaskóla og Piltafélaginu og af öðrum kennurum. Ég sá fordæmi í deildinni og í stórfjölskyldunni, sem voru trúfastar, hamingjusamar fjölskyldur og ég treysti himneskum föður, vitandi að ef ég væri trúfastur þá myndi hann hjálpa mér að eignast slíka fjölskyldu.“

  6. „Families Can Be Together Forever,“ Children’s Songbook, 188.

  7. „Daddy’s Homecoming,“ Children’s Songbook, 210.

  8. „Love Is Spoken Here,“ Children’s Songbook, 190–91.

  9. Matt 18:25.

  10. Thomas S. Monson, „Learn of Me,“ Liahona, mars 2016, 6.

  11. Sjá Max H. Molgard, Inviting the Spirit into Our Lives (1993), 99.

  12. 3 Ne 17:11, 21–22.

  13. Þó að Emily ætti ekki foreldra sem væru virk í kirkjunni, talaði hún um ömmur og afa, frændur og frænkur og aðra sem voru staðgenglar foreldra hennar. Er hún talaði um Stúlknafélagsleiðtoga í Michigan sagði hún: „Börnin hennar voru orðin fullorðin og hún lagði sig fram við það að hverri ungri stúlku liði eins og að hún væri dóttir hennar. … Bros hennar gat hlýjað hjarta þínu á erfiðustu dögum. … Ég hef sett mér það markmið að fylgja fordæmi hennar og að vera ‚systir Molman‘ fyrir þau börn sem finnst þau vera ‚öðruvísi,‘ ‚útundan,‘ eða ‚afskiptalaus.‘“

  14. Matt 18:5.