2010–2019
Standa sem vitni Guðs
Október 2016


Standa sem vitni Guðs

Ég legg til að þið látið af sektarkennd yfir því að telja ykkur ófullnægjandi í því að miðla fagnaðarerindinu. Biðjið heldur fyrir því að „standa sem vitni Guðs.“ Það er mikið sterkari hvati en sektarkenndin.

Mikið af hinu mikilvæga í verki Guðs er heiminum ósýnilegt. Frægir hugsuðir, eins og Konfúsíus í Kína og Búdda í austur Indlandi, komu fram á sjónarsviðið um 6.öld fyrir Krist en kraftur prestdæmis Guðs var á herðum Daníels, spámanninum sem var í ánauð á tímum Nebúadnesar, konungs Babylóníumanna.

Áhyggjufullur vegna draums um nóttina, krafðist Nebúkadnesar konungur þess að spásagnarmenn hans og galdramenn myndu segja honum bæði hvað hann hefði dreymt og túlkun þess draums. Að sjálfsögðu gátu þeir ekki sagt konungi hvað hann hefði dreymt og mótmæltu. „Enginn er sá maður í heimi, er sagt geti það [né konungur krafist] slíks.“1 Nebúkadnesar konungur var ofsareiður yfir því að þeim mistókst og lýsti því yfir að allir ráðgjafar hans skildu drepnir.

Daníel, sem var einn af vitringum konungs, ákvað að „biðja Guð … líknar um leyndardóm þennan“2

Kraftaverk gerðist. Leyndardómurinn um hvað konunginn hafði dreymt var opinberaður Daníel.

Daníel var færður fyrir konung. „Getur þú sagt mér drauminn, sem mig dreymdi, og þýðing hans.?“

Daníel svaraði því:

„Hvorki vitringar, særingamenn, spásagnamenn né stjörnuspekingar [geta] sagt [þér hvað þig dreymdi]. …

En sá Guð er á himnum, sem [ getur opinberað þetta], og hann hefir kunngjört Nebúkadnesar konungi það, er verða mun á hinum síðustu dögum. …

En Guð er á himnum,“ sagði Daníel, „[sem mun] hefja ríki, [stein hogginn án þess að nokkur mannshönd komi við hann, sem verður að stóru fjalli og tekur yfir alla jörðina] sem aldrei skal á grunn ganga, [en] mun … standa að eilifu.

… Draumurinn er sannur og þýðing hans áreiðanleg,“ sagði Daníel. 3

þegar búið var að útskýra og túlka draum hans, sagði konungurinn djarflega: „Í sannleika er yðar Guð yfirguð guðanna.“4

Frá þessari undraverðu íhlutun Guðs kom spádómurinn til Daníels um framtíð og endurreisn fagnaðarerindis Jesú Krists til jarðarinnar, „ríki sem tæki yfir alla jörðina, „sem aldrei [skildi] á grunn ganga … [en] standa að eilífu.“

Fjöldi meðlima kirkjunnar á hinum síðari dögum yrði fremur lítill, eins og Nefí spáði, en þeir yrðu um alla jörðina og kraftur og helgiathafnir prestdæmisis yrði til reiðu fyrir alla sem þrá það, fyllandi jörðina eins og Daníel spáði um.5

Árið 1831 meðtók Joseph Smith þessa opinberun: „Lyklarnir að Guðs ríki [og samansöfnun Ísraels frá öllum fjórum höfðuáttum jarðarinnar] eru afhentir manni á jörðu, og þaðan skal fagnaðarerindið breiðast út til endimaka jarðar, líkt og steinninn, sem losaður er úr fjallinu án þess að hendur komi nærri, mun áfram velta, uns hann hefur fyllt alla jörðina.“6

Ábyrgð sem við deilum

Samansöfnun Ísraels er kraftaverk. Það er líkt og risastórt púsluspil sem verður sett saman fyrir hina dýðlegu atburði síðari komunnar. Eins og við gætum orðið ráðvillt yfir stórri hrúgu af púsluspilsbitum, þá hljóta hinir heilögu fyrr á tímum, að hafa fundist þetta erindi, að fara með endurreist fagnaðarerindið um allan heim, nærri ómögulegt verkefni. Þeir hófust handa við verkið, einn í einu, einn bita í senn, leitandi að sléttu brúnunum, og unnu að því að innramma þetta guðlega verk. Smátt og smátt þá byrjaði þessi úthoggni steinn að rúlla áfram, frá hundruðum til þúsunda, til tugþúsunda og nú eru milljónir Síðari daga heilagra ,sem hafa gert sáttmála, úti á meðal allra þjóða að tengja bitana saman í þessu dásamlega verki og undri.

Ljósmynd
Risastórt pússluspil

Hvert okkar er púsluspilsbiti og hvert okkar hjálpar til við að setja mikilvæga bita á sinn stað. Þið eru mikilvæg í þessu mikla verki. Sýn okkar á veginum framundan er skýr. Við getum séð kraftaverkið halda áfram og hönd Drottins leiða okkur er við klárum að fylla upp í götin sem eru eftir. Þá „mun hinn mikli Jehóva segja að verkinu sé lokið,“7og hann mun snúa aftur í veldi og dýrð.

Ljósmynd
Sérhvert okkar er biti í púsluspilinu

Thomas S. Monson forseti sagði: „Nú er tíminn fyrir kirkjuþegna og trúboða að koma saman, að vinna saman … við að leiða sálir til hans. … Hann mun aðstoða okkur við það starf, ef við erum reiðubúin að starfa í trú við að uppfylla verk hans.“8

Ábyrgðin sem er guðlega skipuð, hvíldi eitt sinn aðallega á herðum fastatrúboða en hvílir nú á okkur öllum. Við viljum öll deila endurreistu fagnaðarerindinu og í þakklæti eru þúsundir skírðir vikulega. Þrátt fyrir þessa dásamlegu blessun þá, vegna umhyggju okkar gagnvart bræðrum okkar og systrum og þrá okkar að gleðja Guð, þá finnst okkur við knúin til að deila og styrkja ríki Guðs um allan heim.

Takmörk sektakenndar.

Þrátt fyrir sterka þrá ykkar að deila fagnaðarerindinu þá eruð þið kannski ekki eins ánægð með árangur fyrri tilrauna. Ykkur líður kannski eins og vini sem sagði: „ég hef talað við fjölskyldu okkar og vini um kirkjuna en fáir hafa sýnt neinn áhuga og hver höfnunin gerir mig meira hikandi. Ég veit að ég ætti að gera meira, en ég er fastur og það eina sem ég upplifi er gífurleg sektarkennd.“

Leyfið mér að sjá hvort ég geti aðstoðað með það.

Sektarkennd hefur mikilvægu hlutverki að gegna þar sem hún vekur okkur til umhugsunar um þær breytingar sem við þurfum að gera, en það eru takmörk fyrir því hvað sektarkennd mun hjálpa okkur.

Sektarkennd er eins og rafgeymir í bensínbíl Hann getur lýst upp bílinn, kveikt á vélinni og ljósunum en mun ekki sjá fyrir eldsneyti fyrir hið langa ferðalag sem er framundan. Geymirinn er ekki nægilegur einn og sér. Það er sektarkenndin ekki heldur.

Ég legg til að þið hættið að hafa sektarkennd yfir því að ykkur finnist þið ekki gera nægilega mikið í að deila fagnaðarerindinu. Biðjið frekar fyrir tækifæri, eins og Alma sagði, að: „standa sem vitni Guðs, alltaf, í öllu og allsstaðar … svo að Guð megi endurleysa [aðra] og [megi] teljast með þeim, sem í fyrstu upprisunni verða [og] öðlast eilíft líf.“9 Þetta er mikið ríkari ástæða en sektarkennd.

Að vera vitni Guðs alltaf og allstaðar endurspeglar bæði hvernig við lifum og tölum.

Verið opin með trú ykkar á Krist. Þegar tækifæri gefst talið þá um líf hans, kenningar og óviðjafnanlega gjöf hans til alls mannkyns. Deilið kröftugum sannleika hans úr Mormónsbók. Hann hefur gefið okkur þetta loforð. „Hvern þann sem kannast við mig fyrir mönnum, mun og ég við kannast fyrir föður mínum á himnum.“10 Ég lofa ykkur að er þið biðjið oft og einlæglega fyrir tækifæri til að „standa sem vitni Guðs,“ þá munu þessi tækifæri koma og þeir sem leita að meira ljósi og þekkingu verða færðir til ykkar. Þegar þið fylgið andlegri hvatningu þá mun heilagur andi flytja orð ykkar til hjarta annarra og þá, dag einn, mun frelsarinn kannast við ykkur frammi fyrir föður sínum

Hópverkefni

Hið andlega verk að aðstoða einhvern við að koma inn í ríki Guðs, er hópvinna. Fáið trúboðana með um leið og þið getið og biðjið fyrir himneskri aðstoð. Munið, hins vegar, að tímasetning trúskipta annarra er ekki alveg undir ykkur komin. 11

Kamla Persand var frá Máritaníu og var við læknanám í Bordeaux, Frakklandi, þegar við hittum hana í febrúar, 1991. Við höfðu beðið fyrir því að við, sem fjölskylda, gætum deild fagnaðarerindinu með einhverjum sem væri að leita sannleikans og við kenndum henni á heimili okkar. Ég fékk þau forréttindi að skíra hana en við vorum samt ekki sterkasti áhrifavaldurinn í því að Kamla gekk í kirkjuna. Vinir, trúboðar og jafnvel fjölskyldumeðlimir höfðu verið „vitni Guðs“ í heimalandi hennar og svo var það dag einn í Frakklandi, þegar tíminn var réttur fyrir Kamala, að hún tók ákvörðun um að vera skírð. Nú, 25 árum seinna, eru blessanir þeirrar ákvörðunar allt í kringum hana og sonur hennar er á trúboði í Madagaskar.

Ljósmynd
Kamla Persand og fjölskylda

Lítið ekki á viðleitni ykkar til að miðla öðrum kærleika frelsarans sem próf sem þið annað hvort standist eða fallið á, byggt á því hversu vel ykkur tekst að bjóða vinum ykkar og vekja áhuga þeirra til að hitta trúboðana.12 Okkar jarðneska auga fær ekki dæmt áhrif tilrauna okkar eða ákveðið tímasetninguna. Þegar þið deilið kærleika frelsarans með öðrum þá er einkunn ykkar alltaf A+.

Sumar ríkirsstjórnir hafa takmarkað störf trúboðanna og sem leiðir göfuga meðlimi okkar í það að sýna enn meira hugrekki í að vera „vitni Guðs í öllu og allstaðar.“

Nadezhda frá Moskvu setur Mormónsbók oft í gjafaöskju og fyllir hana upp með sælgæti. „Ég segi þeim að þetta sé sætasta gjöfin sem ég get mögulega gefið þeim,“ segir hún.

Stuttu eftir að Svetlana var skírð í Ukraínu þá fékk hún þá tilfinningu að hún ætti að deila fagnaðarerindinu með manni sem hún sá oft í strætó. Þegar maðurinn fór út á stoppistöðinni sinni sagði hún: „Viltu vita meira um Guð?“ Maðurinn svaraði: „Já.“ Trúboðarnir kenndu Viktori og hann var skírður. Hann og Svetlana voru síðar innsigluð í Freiberg musterinu í Þýskalandi.

Farið varlega, blessanir ykkar gætu komið á óvæntan hátt.

Fyrir sjö árum síðan hittum við Kathy Diego Gomez og yndislega fjölskyldu hans í Salt Lake City. Þau komu í opið hús í musterinu með okkur en afþökkuðu kurteisislega boðið um að læra meira um kirkjuna. Síðastliðinn maí fékk ég óvænt símtal frá Diego. Atvik í lífi hans höfðu fært hann niður á hnéin Hann hafði fundið trúboðana sjálfur, tekið lexíurnar og var tilbúinn að láta skírast. Síðastliðinn 11. júní fór ég ofan í skírnarvatnið með vini mínum og sam-lærisveini Diego Gomez. Trúskipti hans höfðu sína eigin tímatöflu og komu með aðstoð og stuðningi margra sem höfðu rétt honum hjálparhönd sem „vitni Guðs.“

Ljósmynd
Diego Gomez með hópi fólks

Boð til æskunnar

Ég gef æskufólkinu og hinum ungu einhleypu í kirkjunni um allan heim alveg sérstakt boð og áskorun um að vera „vitni Guðs.“ Þeir sem eru umhverfis ykkur eru opnir fyrir andlegum fyrirpurnum, Munið þið eftir pússluspilinu? Þið komið ekki að borðinu tómhent heldur hafið þið tæknina og samfélagsmiðlana í höndum ykkar. Við þörfnumst ykkar, Drottinn þarfnast þess að þið séuð jafnvel enn meira upptekin í þessu merka verki.

Ljósmynd
Púsluspil í farsíma

Frelsarinn sagði: „Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda.“13

Það er ekki af tilviljun að þið búið í Afríku, Asíu, Evrópu, norður, mið eða suður Ameríku, Kyrrahafinu eða á öðrum stað í heimi Guðs, því fagnaðarerindið verður að vera kennt „öllum þjóðum, kynkvíslum, tungum og lýðum.“14

„En Guð á himnum, [hefur hafið] ríki, [stein hogginn án þess að nokkur mannshönd komi við hann, sem er orðinn að stóru fjalli og tekur yfir alla jörðina] sem aldrei skal á grunn ganga, [en] mun … standa að eilifu.

… Draumurinn er sannur og þýðing hans áreiðanleg.“ 15

Ég lýk með orðum úr í Kenningu og sáttmála: „Ákallið Drottin, svo að ríki hans breiðist út á jörðunni og íbúar hennar megi veita því viðtöku og vera viðbúnir komandi dögum, þegar mannssonurinn kemur í himni niður, klæddur ljóma dýrðar sinnar, til að mæta því Guðs ríki, sem reist er á jörðu.“16 Í nafni Jesú Krists, amen.

Heimildir

  1. Dan 2:10.

  2. Dan 2:18.

  3. Dan 2:26–28, 44–45; sjá einnig vers 34–35.

  4. Dan 2:47.

  5. Sjá 1 Ne 14:12–14.

  6. Kenning og sáttmálar 65:2; sjá einnig Kenning og sáttmálar 110:11.

  7. Teachings of Presidents of the Church: Joseph Smith (2007), 444; sjá einnig Boyd K. Packer, „The Standard of Truth Has Been Erected,“ Liahona, nóv. 2003, 27.

  8. Thomas S. Monson, „Welcome to Conference, Liahona, nóv. 2013, 4.

  9. Mósía 18:9.

  10. Matt 10:32.

  11. Fyrir mánuði síðan var ég í Santa María, Brasilíu. Bróðir Joao Grahl sagði mér að, sem ungur maður hefði hann starfað í kirkjunni í tvö ár og langaði til að skírast en að faðir hans hefði ekki viljað leyfa það. Dag einn sagði hann systur sinni, sem hafði sömu löngun, að þau yrðu að fara niður á hnéin og biðja þess að Guð myndi milda hjarta föður þeirra. Þau krupu í bæn og fóru í skólann.

    Þegar þau komu heim sama dag þá hafði föðurbróðir þeirra komið óvænt í heimsókn, langt að, frá annarri borg. Hann var heima hjá þeim að tala við föður þeirra. Með frænda sinn í herberginu spurðu börnin föður sinn aftur hvort að þú mættu skírast. Frændi þeirra steig fram og lagði hönd sína á öxl yngri bróður síns og sagði: „Reinaldo, það er sannleikur. Leyfðu þeim að skírast. Án þess að neitt þeirra hefði vitað af því þá hafði frændi þeirra verið skírður nokkrum mánuðum áður.

    Frændinn hafði fundið fyrir hvatningu til að heimsækja bróður sinn og vegna þess að hann „stóð sem vitni Guðs“ þann dag þá fengu frænka hans og frændi leyfi til að skírast. Nokkrum vikum seinna skírðust Reinaldo og kona hans. Guð svaraði bænum þessara barna á undraverðan hátt í gegnum einn sem var fús til að vera „vitni Guðs.“

  12. „You succeed when you invite, regardless of how it turns out“ (Clayton M. Christensen, The Power of Everyday Missionaries [2012], 23; sjá einnig everydaymissionaries.org).

  13. Matt 28:19.

  14. Mósía 15:28.

  15. Dan 2:44–45; sjá einnig vers 34–35.

  16. Kenning og sáttmálar 65:5.