2010–2019
Verið metnaðarfullir í Kristi
Október 2016


Verið metnaðarfullir í Kristi

Við erum metnaðarfull í Kristi þegar við þjónum, meðtökum auðjúklega, þolum drengilega, biðjumst fyrir af einlægni og meðtökum verðuglega.

Kæru systkin, í dag langar mig að tala til unga fólksins í kirkjunni, þar á meðal okkar dásamlegu trúboða. Þeim systkinum sem eru ung í anda er auðvitað velkomið að hlusta líka.

Russell M. Nelson forseti vígði hið fallega Sapporo musteri – hið þriðja í Japan – 21. ágúst síðastliðinn. Sapporo musterið er í norður Japan á stað sem nefnist Hokkaido. Hokkaido, eins og Utah, var numið af iðnum og duglegum landnemum.

Dr. William Clark1, þekktum kennara, var boðið að koma til Hokkaido árið 1876 og kenna þar. Hann bjó einungis átta mánuði í Japan en kristileg hegðun hans skildi eftir sig varanleg áhrif á unga nemendur hans, sem ekki voru kristnir. Hann flutti nemendum sínum kveðjuboðskap, áður en hann fór, sem hefur verið gerður varanlegur á þessari bronsstyttu.2Hann sagði: „Drengir, verið metnaðarfullir! – Verið metnaðarfullir í Kristi.“3 Boð hans um að „vera metnaðarfullir í Kristi“ getur hjálpað hinum Síðari daga heilögu að stjórna daglegum ákvörðunum.

Ljósmynd
Dr. William Clark

Hvað felst í því að vera „vera metnaðarfullir í Kristi“? Að vera metnaðarfullur í Kristi þýðir að hafa hvata fyrir, einblína á og sýna hollustu í starfi hans. Að vera metnaðarfullur í Kristi merkir sjaldnast að kastljósið beinist að okkur og við hljótum opinberan heiður. Að vera metnaðarfullur í Kristi þýðir að við þjónum glöðu hjarta, trúfastlega og af kostgæfni í deildum okkar og greinum án þess að kvarta.

Trúboðar okkar sem þjóna hvarvetna í heiminum eru dásamleg fordæmi þess að vera sannarlega metnaðarfull í Kristi. Systir Yamashita og ég þjónuðum í Japan Nagoya trúboðinu fyrir fáeinum árum. Trúboðar okkar voru mjög metnaðarfullur í Kristi. Einn af þessum trúboðum var ungur maður að nafni Öldungur Cowan.

Ljósmynd
Öldungur Cowan með forseta og systur Yamashita

Öldungur Cowan hafði misst hægri fót sinn í reiðhjólaslysi þegar hann var yngri. Ég fékk símtal frá félaga hans nokkrum vikum eftir að Öldungur Cowan kom í trúboðið. Gervifótur öldungs Cowan hafði brotnað þegar hann var að hjóla. Við fórum með hann á góða stofnun og í lokuðu herbergi sá ég fótinn hans í fyrsta sinn. Mér varð þá ljóst hversu mikinn sársauka hann hafði þurft að þola. Gervifótur hans var lagfærður og hann snéri aftur á svæðið sitt.

Eftir því sem vikurnar liður, þá brotnaði gervifótur hans aftur og aftur. Læknisráðgjafi svæðisins ráðlagði að öldungur Cowan snéri aftur heim og gæti þá mögulega fengið verkefni í öðru trúboði. Ég veitti þessu ráði viðnám vegna þess að öldungur Cowan var frábær trúboði og hann þráði heitt að þjóna í Japan. Smátt og smátt nálgaðist Öldungur Cowen líkamleg þolmörk sín. Hann kvartaði hvorki né möglaði þrátt fyrir það.

Aftur var mér ráðlagt að gefa öldungi Cowan tækifæri á að þjóna á stað þar sem hann þyrfti ekki að hjóla. Ég ígrundaði þessar aðstæður. Ég hugsaði um öldung Cowan og framtíð hans og ég baðs fyrir um málið. Mér fannst ég vera að fá leiðsögn þess eðlis að öldungur Cowan ætti að fara heim og bíða eftir nýju verkefni. Því hringdi ég í hann og tjáði kærleika minn, umhyggju og sagði honum frá ákvörðun minni. Hann svaraði engu. Ég heyrði bara að hann grét á hinum enda línunnar. Ég sagði: „Öldungur Cowan, þú þarft ekki að svara mér á þessari stundu. Ég mun hringja í þig á morgun. Vinsamlega íhugaðu tillögu mína með bænarhug.“

Þegar ég hringdi í hann næsta morgun þá sagðist hann ætla að fylgja ráði mínu.

Ég spurði hann spurningar í lokaviðtali okkar: „Öldungur Cowan, baðstu um að verða sendur í trúboð þar sem þú þyrftir ekki að hjóla þegar þú fylltir út trúboðspappírana þína?“

Hann svaraði: „Já, forseti, það gerði ég.“

Ég svaraði: „Öldungur Cowan, þú varst kallaður til að þjóna í Japan Nagoya trúboðinu þar sem þú þyrftir að hjóla. Sagðir þú stikuforseta þínum frá þessu?“

Ég varð undrandi yfir svari hans. Hann sagði: „Nei það gerði ég ekki. Ég ákvað að ef Drottinn myndi kalla mig þangað, þá myndi ég fara í líkamsrækt og þjálfa líkama minn til að geta hjólað.“

Í lok viðtals okkar spurð hann mig með tárin í augunum: „Yamashita forseti, hvers vegna kom ég til Japans? Hvers vegna er ég hér?“

Ég svaraði án þess að hika: „Öldungur Cowan, ég veit um eina ástæðu fyrir því að þú komst hingað. Þú komst hingað til að aðstoða mig. Ég hef komist að því, eftir að hafa þjónað með þér, hversu stórkostlegur ungur maður þú ert. Ég nýt mikilla blessana fyrir að þekkja þig.“

Það er mér mikil ánægja að greina frá því að öldungur Cowan snéri aftur heim til sín og hlaut nýtt verkefni, að þjóna í trúboði þar sem hann gæti ferðast um í bíl. Ég er stoltur, ekki einungis af öldungi Cowan, heldur af öllum trúboðum hvarvetna í heiminum sem þjóna viljugir án þess að mögla eða kvarta. Takk, öldungar og systur, fyrir trú ykkar, einbeitni og sterkan metnað ykkar í Kristi.

Mormónsbók inniheldur margar frásagnir af þeim sem voru metnaðarfullir í Kristi. Alma yngri ofsótti kirkjuna og meðlimi hennar þegar hann var ungur að árum. Síðar fór hann í gegnum tilþrifamikla breytingu hjartans og þjónaði sem kröftugur trúboði. Hann leitaði leiðsagnar Drottins og blessaði líf félaga sinna er hann þjónaði þeim. Drottinn styrkti hann og honum tókst að yfirstíga áskoranir sínar.

Alma þessi gaf syni sínum Helaman eftirfarandi ráð:

„Hver, sem setur traust sitt á Guð, hlýtur stuðning í raunum sínum, erfiðleikum og þrengingum. …

… Haldið boðorð Guðs. …

Ráðgastu við Drottin um allt, sem þú tekur þér fyrir hendur, og hann mun leiðbeina þér til góðs.“4

Næstelsti sonur okkar lifði meirhluta æsku sinnar utan kirkjunnar. Þegar hann varð 20 ára gamall varð hann fyrir reynslu sem fékk hann til að vilja breyta lífi sínu. Hann snéri aftur til kirkjunnar með aðstoð, kærleika og bænum fjölskyldu sinnar og meðlima kirkjunnar og að lokum með samúð og náð Drottins.

Síðar þjónaði hann í Washington Seattle trúboðinu. Í upphafi átti hann mjög erfitt uppdráttar. Hann grét inni á baðherbergið á hverju kvöldi í þrjá mánuði. Rétt eins og öldungur Cowan, þá vildi hann skilja: „Hvers vegna er ég hér?“

Við fengum tölvupóst frá honum þegar hann hafði þjónað í eitt ár, sem fyrir okkur var bænarsvar. Hann skrifaði: „Núna get ég virkilega fundið fyrir ást Guðs og Jesús. Ég mun leggja hart að mér eins og spámennirnir til forna. Þótt ég sé að upplifa erfiðleika þá er ég sannarlega hamingjusamur. Besta í lífinu er að þjóna Jesú. Það er ekkert sem jafnast á við þetta. Ég er svo hamingjusamur.“

Honum leið eins og Alma: „Og ó, hvílík gleði, hve undursamlegt ljós ég sá! Já, sál mín fylltist gleði, jafn yfirþyrmandi og kvalir mínar höfðu áður verið.“5

Við upplifum raunir í lífinu en ef við erum metnaðarfull í Kristi, þá getum við einblínt á hann og upplifað gleði, jafnvel í miðjum raunum. Lausnari okkar er æðsta fordæmið. Hann skildi himneskt verkefni sitt og var hlýðinn vilja Guðs, föðurins. Hvílík úrvals blessun það er að fá tækifæri til að minnast dásamlega fordæmis hans í hverri viku er við meðtökum sakramentið.

Kæru systkin, við erum metnaðarfull í Kristi þegar við þjónum trúfastlega, meðtökum auðjúklega, þolum drengilega, biðjumst fyrir af einlægni og meðtökum verðuglega.

Megum við vera metnaðarfull í Kristi er við tökumst á við erfiðleika okkar og raunir af þolinmæði og trú og megum við finna gleði í sáttmálsleið okkar.

Ég ber vitni að Drottinn þekkir ykkur. Hann veit hver barátta ykkar og áhyggjur eru. Hann veit um þrá ykkar að þjóna honum af hollustu og já, jafnvel af metnaði. Megi hann leiða ykkur og blessa, er þið gerið svo. Í nafni Jesú Krists, amen

Heimildir

  1. William Smith Clark (1826–86) var prófessor í efnafræði, grasafræði og dýrafræði og þjónaði sem ofursti í ameríska borgarastyrjöldinni. Hann var forystumaður í landbúnaðarfræðum og rektor landbúnaðarháskólans í Massachusetts. (Sjá „William S. Clark,“ wikipedia.com.)

  2. Stytta sem staðsett er á Sapporo Hitsujigaoka Observation hæðinni.

  3. William S. Clark, í Ann B. Irish, Hokkaido: A History of Ethnic Transition and Development on Japan’s Northern Island (2009), 156.

  4. Alma 36:3; 37:35, 37.

  5. Alma 36:20.