2010–2019
Sendiboðar kirkjunnar
Október 2016


Sendiboðar kirkjunnar

Við bjóðum ykkur, sem heimiliskennurum, að vera sendiboðar Guðs fyrir börn hans, að þið elskið og annist fólkið sem ykkur er treyst fyrir, og biðjið fyrir því.

Fyrir nokkru kom einhleyp systir, sem ég nefni Molly, heim til sín og komst að því að 5 sentímetra vatnslag þakkti gólfið í kjallara hússins. Henni varð strax ljóst að nágrannar hennar, sem höfðu sömu niðurfallslagnir og hún, hlytu að hafa notað óheyrilega mikð af vatni og þvegið mikið magn af þvotti, því vatnið hafði komið upp um niðurfallsræsin hjá henni.

Molly hringdi í einn vin sinn til að fá aðstoð og þau tvö tóku að ausa og þurrka. Einmitt þá hringdi dyrabjallan. Vinur hennar hrópaði: „Þetta eru heimiliskennarar þínir!“

Molly hló. „Þetta er síðasti dagur mánaðarins,“ svaraði hún, „en ég get fullvissað þig um að þetta eru ekki heimiliskennarar mínir.“

Molly arkaði til dyra, berfætt, í blautum buxum, með hárið bundið í hnút og í nýmóðins gúmmíhönskum. Hróplegt útlit hennar féll þó í skuggan af þeirri sjón sem blasti við henni í dyrunum. Þetta voru heimsóknarkennarar hennar!

„Það var eins og ég hefði verið laminn í hausinn með rörtöng! sagði hún mér síðar. „Þetta var heimiliskennslu-kraftaverk – eins og bræðurnir segja frá á aðalráðstefnum!“ Hún hélt áfram: „Síðan, þegar ég var að gera upp við mig hvort ég ætti að kyssa þá eða láta þá fá moppuna, þá sögu þeir: ‚Ó Molly, afsakaðu innlega. Þú ert augljóslega upptekin. Við viljum ekki trufla, svo við komum bara síðar.‘ Þar með voru þeir farnir.“

„Hver var þetta?“ kallaði vinur hennar úr kjallaranum.

„Mig langaði að segja: ‚Þetta voru vissulega ekki Nefítarnir þrír,‘“ viðurkenndi Molly, „en ég hélt aftur af mér og sagði pollróleg: ‚Þetta voru heimiliskennarar mínir, en þeim fannst þetta ekki réttur tími til að miðla mér boðskap.‘“1

Bræður, við skulum snögglega endurmeta prestdæmisskyldur okkar, sem lýst hefur verið sem „fyrstu hjálp kirkjunnar“ við einstaklinga og fjölskyldur.2 Heill skógur hefur farið í pappír til að skipuleggja og síðan endurskipuleggja þessa verkáætlun. Ótal hvatningarræður hafa verið fluttar í þessum tilgangi. Vissulega myndi alls engin fraudísk ferðaskrifstofa undirbúa jafn margar sektarkenndarferðir og þetta málefni vekur í brjósti okkar. Við reynum þó stöðugt að keppa að því að ná einhverjum ásættanlegum árangri hvað boðorð Drottins varðar að „vaka ávallt yfir kirkjunni“3 með heimiliskennslu prestdæmisins.

Hluti af áskoruninni sem við stöndum frammi fyrir, er síbreytileg lýðfræðileg uppsetning kirkjunnar. Meðlimafjölda okkar er nú skipt í 30.000 deildir og greinar, sem staðsettar eru í 188 löndum og svæðum og það er mun meiri áskorun að vitja heimila bræðra okkar og systra, en það var í fyrri tíð kirkunnar, þegar nágrannar kenndu sína á milli, nokkuð sem kallað var „hverfiskennsla.“

Í mörgum einingum kirkjunnar eru líka takmarkaður fjöldi prestdæmishafa til að framkvæma heimiliskennslu og því geta þeir sem þjóna hugsanlega verið með 18 til 20 fjölskyldur – eða fleiri – í umsjá sinni. Það kunna líka að vera erfiðleikar vegna mikillar fjarlægðar, mikils ferðakostnaðar og ótíðra ferða og langs vinnudags og vinnuviku. Auk þess mætti nefna menningarlegar hindranir sem mæla gegn óboðnum heimsóknum og öryggisþætti sem tengjast hinum ýmsu íbúahverfum heimsins – já, þannig getum við séð hve vandinn er margbreytilegur.

Bræður, mánaðarlegar heimsóknir eru enn sú fyrirmynd sem að kirkjan keppir að, þar sem aðstæður eru kjörnar og hægt er að koma þeim við. Okkur er þó ljóst að á mörgum svæðum heimsins, þá er slíkt ekki mögulegt og þeir bræður sem búa við slíkar aðstæður finnst þeir hafa brugðist, eftir að hafa verið beðnir að gera það sem ekki er raunhæft að fara fram á að þeir geri, og því ritaði Æðsta forsætisráðið prestdæmishöfum kirkjunnar bréf, í desember 2001, þar sem gefin var innblásin og gagnleg leiðsögn varðandi þennan vanda: „Á sumum svæðum kirkjunnar,“ segir í bréfinu, „er … heimiliskennsla í hverjum mánuði ekki möguleg sökum of fárra virkra prestdæmisbræðra og ýmissa annarra svæðisbundinna erfiðleika.“ Við höfum nefnt suma þeirra. „Ef aðstæður eru þannig,“ segja þeir áfram, „ættu leiðtogar að gera sitt besta við að nýta þau úrræði sem bjóðast, til að vaka yfir og styrkja hvern meðlim.“4

Bræður, ef ég stæði frammi fyrir þessum vanda í deild minni eða grein, þá mundi ég og félagi minn, Aronsprestdæmishafinn, fara að leiðsögn Æðsta forsætisráðsins (sem er nú handbókarregla) á þennan hátt: Í fyrsta lagi, þá þyrftum við að framfylgja þeirri ritningarlegu skyldu, að „vitja heimilis sérhvers meðlims,“5 með því að gera tímaáætlun um að vitja þessara heimila, eins og mögulegt og hagkvæmt væri. Í þeirri áætlun ætti að forgangsraða tíma og tíðni heimsókna okkar, svo þeirra sé vitjað sem þarfnast okkar mest – trúarnema sem trúboðarnir kenna, nýskírða, sjúka, einmanna, lítt virka, fjölskyldur einhleypra með börn heima fyrir o.s.frv.

Meðan við vinnum eftir áætlun okkar, sem getur tekið einhverja mánuði, þá ættum við að hafa samband við einstaklingana og fjölskyldurnar á lista okkar á annan hátt, eftir einhverjum þeim leiðum sem Drottinn hefur séð okkur fyrir. Vissulega myndum við vaka yfir fjölskyldum okkar í kirkju og, líkt og ritningin segir, „ræða hvert við annað um sálarheill [þeirra].“6 Auk þess gætum við hringt í þau, sent þeim tölvupóst og textaboð, jafnvel senda þeim kveðjur á einum hinna mörgu samfélagsmiðla sem við höfum aðgang að. Til að uppfylla einhverjar sérþarfir, þá gætum við sent ritningarvers eða tilvitnun í aðalráðstefnuræðu eða boðskap mormóna, sem finna má meðal fjölda efnisþátta á LDS.org. Við færum eftir leiðsögn Æðsta forsætisráðsins og gerðum okkar besta í aðstæðum okkar og nýttum þau úrræði sem í boði eru.

Bræður, áskorun mín til ykkar í kvöld, er að þið útvíkkið sýn ykkar á heimiliskennslu. Sjáið ykkur sjálfa í nýju og betra ljóst, sem sendiboða Drottins til barna hans. Í því felst að þið látið af hinnu hefðbundna óðagoti í mánaðarlok, líkt og þið væruð að framfylgja Móselögmálinu, þar sem þið hespið heimsókninni af og skiljið efir forskrifaðan boðskap úr kirkjutímariti, sem fjölskyldan hefur þegar lesið. Við væntum þess frekar að þið skipuleggið góða stund trúar og umhyggju með meðlimum, vakið yfir og alið önn fyrir hvert öðru með hluttekningu og ræðið andlegar og stundlegar þarfir, á hvern þann hátt sem hjálpar.

Allt gott sem þið gerið „telst“ með, svo skráið það allt, því það getur „talist“ sem heimiliskennsla. Vissulega skiptir mestu að þið skráið hvernig þið blessuðuð og önnuðust þá sem eru í ykkar umsjá, sem hefur nánast ekkert að gera með tímatal eða staðsetningu. Það sem skiptir máli, er að þið elskið fólkið ykkar og séuð að framfylgja boðinu um að „vaka stöðugt yfir söfnuðinum.“7

Hinn 30. maí á síðast ári, ók vinur minn, Troy Russell, pallbílnum sínum hægt út úr bílskúrnum og hugðist gefa Deseret Industries vörur. Hann fann að afturhjólið ók yfir ójöfnu. Hann taldi eitthvað hafa fallið ofan af bílnum, fór út til að gæta að því og sá hjartfólgin son sinn, Austen, liggja á grúfu á malbikinu. Ópin og veinin, prestdæmisblessunin, bráðaliðarnir og sjúkrahússtarfsfólkið – fengu í þessu tilviki engu áorkað. Austen var farinn.

Troy var óhuggandi og hvorki svaf, né fann frið. Hann sagði þetta hefði verið meira en hann fékk afborið og að hann gæti ekki haldið áfram. Þrjú líknandi öfl komu honum hins vegar til hjálpar við þessar hræðilegu aðstæður.

Fyrst er að nefna kærleiksríkan og hughreystandi anda himnesks föður, nálægð og áhrif heilags anda sem huggaði Troy, sem uppfræddi hann og hvíslaði að sál hans, að Guð væri vel kunnugur því að missa fallegan og fullkominn son. Svo er að nefna eiginkonu hans, Deedra, sem umvafði Troy ást sinni og minnti hann á að hún hefði líka misst son, en væri staðráðin í því að missa ekki eiginmann líka. Loks er að nefna John Manning, heimiliskennara, miklum kostum búinn.

Mér er hreinlega ekki kunnugt um tímaáætlun Johns og yngri félaga hans, hvað varðar heimsóknir til Russel-fjölskyldunnar eða hvaða boðskap þeir fluttu eða hvernig þeir skráðu upplifun sína. Það sem mér hinsvegar er kunnugt, er að síðastliðið vor, þá náði bróðir Manning að lyfta Troy Russell upp fyrir hina hræðilegu ógæfu á heimreiðinni, rétt eins og hann hefði lyft Austen litla sjálfum upp af heimreiðinni. John notaði einfaldlega prestdæmið til að elska og annast Troy Russell, eins og heimiliskennara eða umsjónamanni eða bróður í fagnaðarerindinu ber að gera. Hann byrjaði á því að segja: „Troy, Austen vill að þú rísir aftur upp – að þú farir líka aftur á körfuboltavöllinn – og því verð ég hér alla morgna klukkan 5:15. Vertu tilbúinn, þá, því ég vil helst ekki fara inn til að ná í þig – og ég veit að Deedra mundi heldur ekki kæra sig um það.“

„Ég vildi ekki fara,“ sagði Troy mér síðar, „af því að ég hafði alltaf tekið Austen með mér þessa morgna og því vissi ég að minningarnar yrðu of sárar. John lét ekki segjast, svo ég fór. Frá þessum fysta degi töluðum við saman – eða öllu heldur, ég talaði og John hlustaði. Ég talaði í bílnum alla leiðina að kirkjunni og síðan alla leiðina heim. Stundum talaði ég dágóða stund í heimreiðinni, meðan við horfðum á sólina rísa yfir Las Vegas. Í fyrstu var þetta erfitt, en með tímanum varð mér ljóst að ég hafði fundið fyrri styrk með hjálp afar slaks, 188 sentímetra hás, körfuboltaleikmanns úr kirkjunni, sem var afar ömurlegur stökkskotsmaður, en hann elskaði og hlustaði á mig, þar til sólin tók loks að skína aftur í lífi mínu.“8

Kæru bræður mínir í prestdæminu, við getum nefnt það heimiliskennslu, umönnun eða persónulega prestdæmisþjónustu, - eða hvað sem þið viljið kalla það – en þetta er kjarni málsins. Við bjóðum ykkur, sem heimiliskennurum, að vera sendiboðar Guðs fyrir börn hans, að þið elskið og annist fólkið sem ykkur er treyst fyrir, og biðjið fyrir því, eins og við elskum og önnumst og biðjum fyrir ykkur. Ég bið þess að þið megið vera árvakir við umhirðu hjarðar Guðs, í samræmi við aðstæður ykkar, í nafni góða hirðis okkar allra, sem ég er vitni um, jafnvel Drottins Jesú Krists, amen.