2010–2019
Ég færi ljós fagnaðarerindisins inn á heimili mitt.
Október 2016


Ég færi ljós fagnaðarerindisins inn á heimili mitt

Við getum fært ljós fagnaðarerindisins inn á heimili okkar, í skólana og vinnustaðina, ef við leitum að og deilum jákvæðum hlutum um aðra.

Sem svörun við boði systur Lindu K. Burton á aðalráðstefnunni í apríl,1 þá hafa margar ykkar verið virkar í hugulsömum og ríkulegum kærleiksverkum sem snéru að því að sinna þörfum flóttafólks á ykkar svæði. Allt frá einföldu persónulegu starfi að samfélagsþjónustu, þá eru þessi verk árangur kærleika. Hjörtum ykkar og flóttamannanna, hefur verið lyft, er þið hafið deilt tíma ykkar hæfileikum og aðstöðu Uppbygging vonar og trúar og jafnvel aukins kærleika á milli gefenda og þiggjenda er óhjákvæmilegir árangur sanns kærleika.

Spámaðurinn Moróni segir okkur að kærleikur sé nauðsynlegur eiginleiki þeirra sem munu búa með himneskum föður í himneska ríkinu. Hann skrifar: „Og eigið þér ekki kærleik, getið þér á engan hátt orðið hólpnir í Guðs ríki“.2

Að sjálfsögðu er Jesús Kristur hið fullkomna dæmi um kærleika. Fórn hans í fortilverunni með að verða frelsari okkur, samskipti hans í jarðlífinu, guðdómleg friðþægingarfórn hans og áframhaldandi vinna hans við að færa okkur aftur til himnesks föður, eru æðsta tjáning kærleika. Hann starfar af einbeittum huga, af kærleika til föður síns sem hann tjáir í gegnum kærleika sinn til hvers og eins okkar. Þegar hann var spurður að því hvert væri hið æðsta boðorð, þá svaraði Jesús:

„Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum.

Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð.

Annað er þessu líkt: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“3

Ein þýðingarmesta leiðin sem við getum byggt upp kærleika og sýnt náunga okkar, er í gegnum örlæti hugsana okkar og orða. Fyrir nokkrum árum síðan sagði ástkær vinur: „Eitt merkasta form kærlega getur verið að dæma ekki.“4 Það á enn við í dag.

Nýlega var hin þriggja ára Alyssa að horfa á bíómynd með systkinum sínum er hún sagði með ráðvilltum svip: „Mamma, þessi kjúklingur er skrítinn!“

Mamma hennar leit á skjáinn og svaraði með brosi: „Elskan mín, þetta er páfugl.“

Eins og þetta þriggja ára grunlausa barn, þá horfum við stundum á aðra með ófullkomnum og ónákvæmum skilningi. Við einblínum kannski á það sem er ólíkt og sjáum galla í þeim sem í kringum okkur eru, á sama tíma og himneskur faðir sér börnin sín, sköpuð í hans mynd, með stórkostlega og dýðlega möguleika.

James E. Faust forseta er minnst fyrir að hafa sagt: „Því eldri sem ég verð því minni dómhörku hef ég.“5 Það minnir mig á þessi orð Páls postula:

„Þegar ég var barn, talaði ég eins og barn, hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn. En þegar ég var orðinn [eldri], lagði ég niður barnaskapinn.

Nú sjáum vér svo sem í skuggsjá, í ráðgátu, en þá munum vér sjá augliti til auglitis. Nú er þekking mín í molum, en þá mun ég gjörþekkja, eins og ég er sjálfur gjörþekktur orðinn.“6

Þegar við sjáum ófullkomnleika okkar greinilegar, þá erum við ekki eins gjörn að sjá aðra í „skuggsjá, í ráðgátu.“ Við viljum nota ljós fagnaðarerindisins til þess að sjá aðra eins og frelsarinn sér þá – með samúð, von og kærleika. Sá dagur mun koma þar sem við munum hafa fullkominn skilning á hjörtum annarra og verðum þakklát fyrir að miskunn verði beint að okkur, á sama hátt og við beinum kærleiksríkum hugsunum og orðum til annarra í þessu lífi.

Fyrir nokkrum árum síðan fór ég í kanóferð með hópi ungra stúlkna. Dimmblá vötnin sem umkringd voru grænum þéttvöxnum hlíðum og óhagganlegum klettum, voru stórkostlega falleg. Vatnið glampaði á árum okkar er við dýfðum þeim í tært vatnið og sólin skein hlýlega er við færðumst mjúklega yfir stöðuvatnið.

Brátt komu samt ský og skyggðu á himininn og stífur vindur byrjaði að blása. Til þess að komast eitthvað áfram urðum við að stinga árunum djúpt niður í vatnið og róa án þess að taka okkur hvíld á milli áratakanna. Eftir nokkurra tíma erfiðisvinnu, þá beygðum við loks fyrir horn á vatninu og uppgötvuðum okkur til mikillar gleði að vindurinn stóð í áttina sem við vorum að fara.

Við nýttum þessa gjöf snögglega. Við náðum okkur í smá seglbút, bundum árarnar í tvö horn hans og hin hornin við fætur eiginmanns míns, sem hann svo teygði út yfir borðstokkinn á kanónum. Vindurinn blés í tilbúið seglið og við þutum áfram!

Þegar ungu stúlkurnar í hinum kanóunum sáu hve auðveldlega við fórum yfir vatnið flýttu þær sér að búa sér til sín eigin segl. Okkur létti og við hlógum og vorum fegin, þakklát fyrir hvíldina frá áskorunum dagsins.

Einlægt hrós frá vini, gleðileg kveðja frá foreldri, viðurkennandi höfuðhneiging frá systkini eða hjálpfúst bros samstarfsmanns eða skólafélaga getur veitt okkur „meðbyr í seglin“ er við tökumst á við áskoranir lífsins, rétt eins og þessi stórkostlegi vindur! Thomas S Monson forseti setti það svona fram: „Við getum ekki stýrt vindinum en við getum aðlagað seglin. Til að hámarka hamingju okkar, frið og gleði, gætum þess þá að velja jákvæða afstöðu“7

Orð hafa undraverðan kraft, bæði til að byggja upp og til að rífa niður. Við munum líklega öll eftir neikvæðum orðum sem drógu okkur niður og öðrum orðum sem töluð voru af kærleika, sem lyftu okkur upp til himinhæða. Ef við veljum að segja einungis jákvæða hluti um og við aðra, lyftir það þeim og styrkir þá sem í kringum okkur eru og hjálpar öðrum að fylgja vegi frelsarans.

Ljósmynd
Útsaumur með: „Ég færi ljós fagnaðarerindisins inn á heimili mitt.“

Sem ung stúlka í Barnafélaginu, þá vann ég hörðum höndum að því að sauma út einfalda setningu sem sagði: „Ég mun færa ljós fagnaðarerindisins inn á heimili mitt.“ Einn eftirmiðdaginn, er við stúlkurnar hömuðumst við að sauma út í efnið, sagði kennarinn okkur sögu af stúlku sem bjó á hæð í dal nokkrum. Seint einn eftirmiðdaginn tók hún eftir húsi á hæð hinum megin í dalnum sem var með skínandi gullna glugga. Hús hennar var lítið og smá þreytulegt og stúlkuna dreymdi um að búa í þessu fallega húsi með gullnu gluggunum.

Svo var það dag einn að stúlkunni var gefið leyfi til að hjóla yfir dalinn. Hún hjólað mjög spennt þar til hún kom að húsinu með gylltu gluggunum sem hún hafði dáðst að svo lengi. Þegar hún hins vegar steig af hjólinu sínu, sá hún að húsið var yfirgefið og í niðurníðslu með hátt illgresi í garðinum og að gluggarnir voru venjulegir og skítugir. Niðurbeygð snéri hún sér í átt að heimili sínu. Henni til mikillar undrunar sá hún hús með skínandi gyllta glugga á hæð hinum megin dalsins og gerði sér fljótlega grein fyrir því að það var hennar eigið heimili!8

Stundum horfum við á það sem aðrir hafa eða eru að gera, eins og þessi stúlka gerði, og okkur finnst við koma illa út í samanburðinum. Við verðum upptekin af Pinterest- eða Instagramútgáfum af lífinu eða verðum heltekin af keppnisanda skólans eða vinnustaðarins. Hins vegar þegar við tökum tíma til að „[telja]sælustundir“ okkar“9 þá sjáum við réttara sjónarhorn og berum kennsl á góðvild Guð til allra barna sinna.

Hvort sem við erum 8 eða 108 ára, þá getum við fært ljós fagnaðarerindisins inn í umhverfi okkar, hvort sem við búum í blokkaríbúð á Manhattan, stöplahúsi í Malasíu eða tjaldi í Mongólíu. Við getum ákveðið að líta eftir hinu góða hjá öðrum og í aðstæðunum í kringum okkur. Ungar og ekki svo ungar konur, allstaðar, geta sýnt kærleika er þær velja að nota orð sem byggja upp sjálfsöryggi og trú á aðra.

ÖldungurJeffrey R. Holland sagði frá ungum manni sem varð fyrir einelti jafningja sinna á skólaárum hans. Nokkrum árum seinna flutti hann í burtu, gekk í herinn, náði sér í menntun og varð virkur í kirkjunni. Þetta tímabil í lífi hans auðkenndist af dásamlega árangursríkum upplifunum.

Eftir nokkur ár snéri hann aftur í heimabæ sinn. Fólkið þar neitaði hins vegar að viðurkenna vöxt hans og framfarir. Hvað þau varðaði var hann ennþá sami „la-la“ gaurinn og þau komu þannig fram við hann. Smátt og smátt dofnaði þessi góði maður og hvarf í skugga hins sjálfsörugga og árangursríka manns, án þess að geta nýtt þessa frábærlega þroskuðu hæfieika til að blessa þá sem skopuðust að honum og höfnuðu enn á ný.10 Hve mikill missir, bæði fyrir hann sjálfan og samfélagið!

Pétur postuli kenndi: „Umfram allt hafið brennandi kærleika hver til annars, því að kærleikur hylur fjölda synda.“11 Innilegur kærleikur eða „einlægur“ er best sýndur með því að gleyma mistökum og fótaskorti annarra frekar en að vera langrækinn eða að minna okkur, eða aðra, á ófullkomleika fortíðarinnar.

Skylda okkar eða forréttindi er að umfaðma framfarir hjá öllum á sama tíma og við vinnum að því að verða líkari frelsara okkar, Jesú Kristi. Hve hrífandi það getur verið þegar við sjáum ljósið í augum þeirra sem hafa náð að skilja friðþægingu Jesú Krists og eru að gera raunverulegar breytingar á lífi sínu. Trúboðar sem hafa upplifað þá gleði að sjá trúskipting stíga ofan í skírnarvatnið og fara síðan inn um dyr musterisins eru vitni að þeirri blessun að leyfa öðrum að breytast – og hvetja þá áfram. Kirkjuþegnar sem bjóða trúskiptinga velkomna, sem annars hefðu verið taldið ólíklegir fulltrúar fyrir ríkið, finna fyrir mikilli sátt í að hjálpa þeim að upplifa kærleika Drottins. Hin stórkostlega fegðurð fagnaðarerindis Jesú Krists er raunveruleiki eilífrar framþróunar – okkur er ekki einungis leyft að breytast til hins betra heldur erum við hvött til þess og er jafnvel boðið að halda áfram í leit okkar að framförum og endanlegri fullkomnun.

Thomas S. Monson forseti ráðlagði: „Á fjölmarga smáa vegu íklæðist þið allar kyrtli kærleikans. …Við ættum að tileinka okkur hina hreinu ást Krists, fremur en að vera dómhörð og gagnrýnin á samferðamenn á lífsferð okkar. Okkur ætti að skiljast að allir reyna eftir bestu getu að takast á við áskoranir lífsins og því ættum við að reyna að gera okkar besta til að rétta hjálparhönd.“12

Kærleikur er, jákvætt talað, þolinmóður, góðviljaður og sáttur. Kærleikur setur aðra fyrst, er auðmjúkur, sýnir sjálfstjórn, leitar að hinu góða hjá öðrum og gleðst þegar einhverjum gengur vel.13

Sem systur (og bræður) í Síon, erum við tilbúin skuldbinda okkur „í leik og í starfi … svo við getum unnið og gengið með [Frelsaranum]“?14 Getum við leitað að og umfaðmað fegurðina í öðrum af kærleika og í von, og stuðlað að og hvatt til framþróunar? Getum við glaðst yfir árangri annarra á sama tíma og við vinnum að okkar eigin framförum?

Við getum fært ljós fagnaðarerindisins inn á heimili okkar, í skólana og á vinnustaðina, ef við leitum að og deilum jákvæðum hlutum um aðra og leyfum því ófullkomna að dofna smátt og smátt. Þvílíkt þakklæti fyllir hjarta mitt þegar ég hugsa um iðrunina sem frelsarinn, Jesús Kristur, hefur gert mögulega fyrir okkur öll sem höfum óhjákvæmilega syndgað í þessum ófullkomna og oft erfiða heimi.

Ég ber mitt vitni um að er við fylgjum fullkomnu fordæmi hans, þá getum við meðtekið gjöf kærleikans, sem mun færa okkur mikla gleði í þessu lífi og fyrirheitnar blessanir eilífs lífs með föður okkar á himnum. Í nafni Jesú Krists, amen.

Heimildir

  1. Sjá Linda K. Burton, „I Was a Stranger,“ Liahona, maí 2016, 13–15.

  2. Moró 10:21.

  3. Matt 22:37–39.

  4. Sandra Rogers, „Hearts Knit Together,“ í Hearts Knit Together: Talks from the 1995 Women’s Conference (1996), 7.

  5. James E. Faust, in Dallin H. Oaks, „‚Judge Not‘ and Judging,“ Ensign, ágúst 1999, 13.

  6. 1 Kor 13:11–12.

  7. Thomas S. Monson, „Living the Abundant Life,“ Liahona, jan. 2012, 4.

  8. Tekið úr Laura E. Richards, The Golden Windows: A Book of Fables for Young and Old (1903), 1–6.

  9. „Count Your Blessings,” Hymns, nr. 241.

  10. Sjá Jeffrey R. Holland, „The Best Is Yet to Be,“ Liahona, jan. 2010, 18–19.

  11. 1 Pét 4:8.

  12. Thomas S. Monson, „Charity Never Faileth,“ Liahona, nóv. 2010, 125.

  13. Sjá 1 Kor 13:4–6.

  14. „As Sisters in Zion,“ Hymns, nr. 309; skáletrað hér.