2010–2019
Kölluð til verksins
Apríl 2017


Kölluð til verksins

Úthlutun í verkefni á ákveðið svæði er nauðsynlegt og mikilvægt en ekki eins mikilvægt og kallið til starfsins.

Monson forseti, við erum í sjöunda himni yfir að heyra þig tala og taka á móti leiðsögn þinni. Við elskum þig og styðjum og biðjum ávallt fyrir þér.

Ég bið um aðstoð heilags anda er við íhugum saman þær reglur er varða hið mikla verk, að kenna öllum þjóðum, kynkvíslum, tungu og lýð, fagnaðarerindið.1

Kölluð til að þjóna og úthlutað verki.

Á hverju ári bíða þúsundir ungra manna, kvenna og eldri hjóna, spennt eftir því að fá sérstakt bréf frá Salt Lake City. Innihald bréfsins hefur varanleg áhrif á þann sem bréfið er stílað á, einnig fjölskyldumeðlimi og marga aðra. Þegar bréfið berst þá getur umslagið verið opnað á snyrtilegan og þolinmóðan hátt, eða rifið í sundur í mikilli spennu og flýti. Lestur þessa sérstaka bréfs er reynsla sem gleymist aldrei.

Þetta bréf er undirritað af forseta Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu og fyrstu tvær setningarnar eru svo hljóðandi: „Þú er hér með kallaður eða kölluð til að þjóna sem trúboði Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Þér er falið að þjóna í ________ trúboði.

Takið eftir að fyrsta setningin er köllun til að þjóna sem fastatrúboði í endurreistri kirkju Drottins. Önnur setningin gefur í skyn úthlutun á starfi á sérstökum stað og trúboði. Það er nauðsynlegt að við gerum okkur grein fyrir þeim mikilvæga aðgreiningi sem er á þessum tveimur setningum.

Í kirkjumenningunni þá tölum við oft um að vera kölluð til að þjóna í löndum eins og Argentínu, Póllandi, Kóreu eða í Bandaríkjunum. Trúboði er hins vegar ekki kallaður til staðar, heldur er hann eða hún kölluð til að þjóna. Eins og Drottinn lýsti því yfir við spámanninn Joseph Smith árið 1829 „Ef þér þráið þess vegna að þjóna Guði, eruð þér kallaðir til verksins.“2

Hver trúboðsköllun eða það verkefni sem úthlutað er, eða endurúthlutun seinna, er niðurstaða opinberunar sem kemur í gegnum þjóna Drottins. Köllun til verksins kemur frá Guði í gegnum forseta kirkjunnar. Skipun í verkefni til einhverra af þeirra rúmlega 400 trúboðum sem nú eru starfrækt um allan heim, kemur frá Guði í gegnum meðlim Tólfpostulasveitarinnar, sem starfar með valdsumboði frá lifandi spámanni Drottins. Andleg gjöf spádóms og opinberunar fylgja hverri trúboðsköllun og verkefnaskipan.

Kafli 80 í Kenningu og sáttmálum er heimild um trúboðsköllun Stephen Burnett frá spámanninum Joseph Smith, árið 1832. Ef við skoðum þessa köllun bróður Burnetts þá getur það hjálpað okkur að (1) gera betur greinarmun á því að vera „kallaður til verksins“ sem trúboði eða „úthlutað verkefni“ á ákveðnum stað og (2) að meta betur einstaklingsbundna og guðlega úthlutaða ábyrgð þess að kunngera fagnaðarerindið.

Vers 1 í þessum kafla er kallið til að þjóna: „Sannarlega, svo segir Drottinn við þig, þjónn minn Stephen Burnett: Far þú, far þú út í heiminn og prédika fagnaðarerindið hverri skepnu, sem heyra má raust þína.“3

Það sem er áhugavert, í versi 2 þá er bróður Burnett sagt frá þeim félaga sem honum hefur verið úthlutað: „Og þar eð þú æskir félaga, mun ég gefa þér þjón minn Eden Smith.“4

Í þriðja versi er talað um hvar þessir tveir félagar eigi að starfa: „Farið þess vegna og prédikið fagnaðarerindi mitt, hvort heldur er í norðri eða suðri, austri eða vestri, það skiptir engu, því að þér getið ekki farið villu vegar.“5

Ég hef ekki trú á því að þessi setning „það skiptir engu,“ eins og Drottinn notar hana í þessari ritningargrein, þýði að honum sé sama hvar þjónar hans starfi. Í raun þá skiptir það hann miklu máli. Hins vegar þá innblæs hann, leiðir og leiðbeinir þeim þjónum sem vinna í hans umboði, því það verk að boða fagnaðarerindið er verk Drottins. Á sama tíma og trúboðar vinna að því að vera verðugri og mikilhæfari verkfæri í höndum hans og gera sitt besta til að uppfylla skyldur sínar trúfastlega þá geta þeir „ekki farið villu vegar“ - hvar sem þeir þjóna Kannski er ein af þeim lexíum sem Drottinn er að kenna okkur í þessari opinberun að verkefnið að starfa á ákveðnum stað er nauðsynlegt og mikilvægt, en ekki eins mikilvægt og að vera kallaður til þjónustu.

Næsta vers leggur áherslu á mikilvæga eiginleika sem allir trúboðar verða að ráða yfir. „Boðið þess vegna það, sem þér hafið heyrt, og sannarlega trúið á, og vitið að er sannleikur.“6

Lokaversið minnir bróður Burnett og okkur öll, hvaðan kallið til að þjóna, kemur: „Sjá, þetta er vilji hans, sem hefur kallað yður, lausnara yðar, sjálfs Jesú Krists. Amen.”7

Að vinna bug á misskilningi

Sumir ykkar spyrja ykkur kannski sjálfa hvers vegna ég hef valið að tala, hér á prestdæmisfundi aðalráðstefnu, um þennan, að því er virðist, augljósa aðgreining á milli þess að vera kallaður til verksins eða að vera úthlutað verkefni. Svar mitt við þeirri spurningu ykkar er blátt áfram; reynsla mín hefur kennt mér að margir kirkjuþegnar skilja ekki þessar reglur.

Ein aðal ástæðan fyrir því að ræða þetta mál er að ég hef séð í gegnum tíðina, þær áhyggjur, kvíða og jafnvel sektarkennd sem margir trúboðar upplifa þegar þeir þurfa, vegna ýmissra ástæðna, að vera færðir í önnur verkefni á meðan á trúboði þeirra stendur. Slíkar tilfærslur eru stundum nauðsynlegar vegna viðburða og aðstæðna eins og slysa, meiðsla, seinkana eða áskorana við að fá vegabréfsáritanir, stjórnmálalegs óstöðugleika, stofnunar og mönnunar nýrra trúboða eða þróunar og endalaust breytilegrar þarfar í heiminum í því verki að boða fagnaðarerindið.8

Þegar trúboði er færður til í starfi til nýs starfssvæðis þá er ferlið nákvæmlega það sama og þegar upphaflega verkefnaskipunin var gerð. Meðlimir tólfpostulasveitarinnar leita innblásturs og leiðbeiningar í að gera slíkar tilfærslur.

Ég talaði nýverið við trúfastan mann sem deildi með mér dýpstu tilfinningum hjarta síns Ég hafði rétt þá verið nýbúinn, á fundi, að útskýra muninn á því að vera kallaður til verksins eða úthlutað verkefni. Þessi góði bróðir tók í hönd mína og með tárin í augunum sagði hann við mig: „Það sem þú hefur hjálpað mér að skilja hér í dag hefur lyft af mér byrði sem ég hef borið í meira en 30 ár. Sem ungur trúboði, var mér fyrst gefið það verkefni að starfa í Suður Ameríku. Þar sem ég gat ekki fengið vegabréfsáritun var starfsvettvangi mínum breytt í Bandaríkin. Öll þessi ár hef ég velt því fyrir mér hvers vegna ég gat ekki þjónað á þeim stað sem ég var kallaður til. Nú veit ég að ég var kallaður til verksins og ekki staðarins. Ég get ekki sagt þér hvað þessi skilningur hefur hjálpað mér.“

Ég fann til í hjarta mínu, með þessum góða manni. Er ég hef kennt þessi grundvallaratriði úti um allan heim, þá hafa óteljandi aðilar komið persónulega til mín og tjáð mér þessar tillfinningar, eins og þessi maður sem ég minntist á. Ég tala um þetta atriði hér í dag því að enginn þegn kirkjunnar ætti að bera óþarfa byrði misskilnings, óvissu, angistar eða sektar varðandi verkefnaskipan.

„Farið þess vegna og prédikið fagnaðarerindi mitt, hvort heldur er í norðri eða suðri, austri eða vestri, það skiptir engu, því að þér getið ekki farið villu vegar.“9 Er þið hugleiðið þessi ritingarvers og opnið hjörtu ykkar þá vona ég og bið þess að þið munið bjóða heilögum anda að flytja skilning, djúpt í hjarta ykkar, lækningu og þá endurreisn sem þið gætuð þurft á að halda.

Það er ein önnur ástæða fyrir því að mér hefur fundist að ég ætti að ræða þetta mál og það er margra ára persónuleg reynsla mín við að skipa trúboða í störf. Ekkert staðfestir raunveruleika áframhaldandi síðari daga opinberana kröftugar fyrir hina tólf, en að leitast eftir því að greina vilja Drottins, er við uppfyllum ábyrgðarhlutverk okkar í að skipa trúboða í störf, hvern á sinn stað. Ég ber vitni um að frelsarinn þekkir og er meðvitaður um hvert og eitt okkar „eitt í einu“ og með nafni.

Undirbúningur fyrir verkið

Mig langar núna að ræða stuttlega við ykkur um grundvallaratriði sem er oft litið framhjá í undirbúningi fyrir það að vera kallaður til verksins.

Þrjú tengd orð skilgreina mynstur undirbúnings og framrásar fyrir syni Guðs: Prestdæmi, musteri, trúboð. Stundum einblínum við, foreldrar, vinir og kirkjuþegnar svo afgerandi mikið á trúboðsundirbúning fyrir unga menn að við vanrækjum upp að vissu marki, hin mikilvægu skrefin á sáttmálsveginum, sem verður að uppfylla áður en hægt er að hefja starf fastatrúboða. Að starfa sem trúboði er sannarlega einn þáttur en ekki eini mikilvægi þátturinn í því ferli að skapa sterkan grunn fyrir lífstíð andlegs vaxtar og þjónustu. Prestdæmið og musterisblessanir, sem bæði fara á undan verkefnaskipan á starfsakrinum, eru einnig nauðsynleg til að brynja og styrkja okkur andlega allt okkar líf.

Ungu menn, er þið uppfyllið skyldur ykkar og heiðrið Aronsprestdæmið, eða lægra prestdæmið, þá eruð þið að undirbúa ykkur undir að meðtaka og efla eið og sáttmála Melkíesedeksprestdæmisins, eða æðra prestdæmisins.10 Persónulegur verðugleiki er mikilvægasta skilyrðið fyrir því að meðtaka æðra prestdæmið. Ævilöng óeigingjörn þjónusta í prestdæminu er framundan fyrir ykkur. Undirbúið ykkur núna með því að bjóða ítrekað fram þýðingarmikla þjónustu. Lærið að elska það að vera verðugir, nú og ávallt . Verið verðugir. Ávallt.

Eftir að hafa meðtekið Melkísedeksprestdæmið og köllun til að þjóna, þá getur ungur maður verið brynjaður krafti11 í gegnum sáttmálana og helgiathafnir musterisins. Að fara í musterið og að upplifa anda musterisins fara í gegnum ykkur kemur á undan árangursríkri þjónustu sem fastatrúboði. Persónulegur verðugleiki er mikilvægasta skilyrðið fyrir því að meðtaka blessanir musterisins, fyrir ykkur ungu menn og fyrir alla þegna kirkjunnar. Er þið lifið í samræmi við staðla fagnaðarerindisins þá getið þið farið inn í hús Drottins og tekið þátt í helgiathöfnum öll unglingsár ykkar. Elska ykkar og skilningur á helgiathöfnum musterisins mun styrkja ykkur og blessa, allt ykkar líf. Lærið að elska það að vera verðugir, nú og ávallt . Verið verðugir. Ávallt.

Margir ungir piltar og stúlkur eru nú þegar með gild, takmörkuð, musterismeðmæli. Sem Aronsprestdæmishafar þá finnið þið ykkar eigin fjölskyldunöfn og takið þátt í skírnum og staðfestingum fyrir fjölskyldu ykkar í musterinu. Að viðhalda musterismeðmælum ykkar sýnir fram á verðugleika ykkar og að þjóna öðrum í musterinu er mikilvægur þáttur í því að undirbúa ykkur fyrir Melkísedeksprestdæmið.

Ungu menn, hver og einn ykkar er nú þegar trúboði. Allt í kringum ykkur, hvern dag eru vinir og nágrannar sem „er haldið frá sannleikanum vegna þess að þeir vita ekki hvar hann er að finna.“12 Þegar þið eruð svo leiddir af andanum þá getið þið deilt hugsun, boði, texta eða tísti sem mun kynna vini ykkar fyrir sannleikanum og endurreistu fagnaðarerindinu. Þið þurfið ekki og ættuð ekki að bíða eftir formlegri köllun ykkar til að starfa ákafir við trúboðsstarf.

Á sama tíma og prestdæminu, musterinu og trúboðsblessunum er „[safnað saman] … í Kristi 13 og er samþættað í hjarta, huga og sál ungs trúboða þá er hann hæfur til verksins.14 Geta hans eykst til að uppfylla ábyrgðina að vera fulltrúi Drottins Jesú Krists með valdi. Hin sterka andlega blanda þess að heiðra prestdæmið og musterissáttmálana, að meðtaka „[kraft] guðleikans“15 í gegnum prestdæmisathafnir,16 óeigingjarna þjónustu og boðun hins ævarandi fagnaðarboðskapar til barna Guðs, gerir ungum manni kleift að verða „[ákveðinn og staðfastur] í trúnni“17 og „[rótfastur og byggður á Kristi].“18

Á heimilum okkar og í kirkju ættum við að leggja jafnmikla áherslu á alla þrjá þætti áætlunar Drottins í undirbúningi og framrás trúfastra sona Guðs: Prestdæmi, musteri, trúboð. Allir þrír þættir krefjast þess að við elskum að vera nú og ávallt verðugir. Verið verðugir. Ávallt.

Loforð og vitnisburður

Ástkæru bræður mínir, ég lofa ykkur að andleg gjöf opinberunar mun fylgja kalli ykkar til verksins að boða fagnaðarerindið og úthlutun ykkar á ákveðið starfssvæði. Er þið undirbúið ykkur nú staðfastlega í gegnum óeigingjarna prestdæmis- og musterisþjónustu þá mun vitnisburður ykkar á lifandi raunveruleika Drottins vera styrktur. Kærleikur gagnvart honum og starfi hans mun fylla hjörtu ykkar. Er þið lærið að elska að vera verðugir þá munið þið verða máttugt verkfæri í höndum Drottins í að blessa og þjóna mörgum.

Í gleði ber ég vitni um að Guð faðirinn og sonur hans Jesú Kristur, lifa. Það að vera upptekinn í starfi þeirra er ein stórkostlegasta blessun sem við getum öðlast. Um það vitna ég í heilögu nafni Drottins Jesú Krists, amen.