2010–2019
Mikilvægur sannleikur – þörf okkar að bregðast við
Október 2017


Mikilvægur sannleikur – þörf okkar að bregðast við

Fyrsta sýnin og spámaðurinn Joseph Smith sjá okkur fyrir þekkingu og sannleika, sem eru nauðsynleg fyrir hamingju okkar í þessu lífi og til upphafningar.

Þegar ég var um það bil sjö ára gamall, spurði ég móður mína: „Þegar ég og þú deyjum og förum til himins, verður þú þá áfram móðir mín?“ Hún átti ekki von á slíkri spurningu. Hún svaraði þó eftir bestu getu og þekkingu: „Nei, á himnum verður við bræður og systur. Ég verð ekki móðir þín.“ Þetta var ekki svarið sem ég vildi heyra.

Einhvern tíma eftir þessi stuttu samskipti, komu tveir ungir menn upp að húsinu okkar. Fyrir eitthvað kraftaverk, þá leyfði faðir minn þeim að koma inn fyrir. Þeir sögðust vera trúboðar frá Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.

Þessir öldungar, eins og okkur lærðist að ávarpa þá, tóku að kenna fjölskyldu minni. Ég man glögglega eftir gleðinni og eftirvæntingunni sem ég fann fyrir í hvert sinn sem þeir komu á heimili okkar. Þeir sögðu okkur að ungur maður hefði farið út í skóg til að spyrja Guð hvaða kirkja væri sönn og að hann hefði séð Guð og Jesú Krist.1 Öldungarnir sýndu okkur mynd af sýninni og þegar ég virti hana fyrir mér, þá vissi ég sannlega að Joseph Smith hefði séð Guð föðurinn og Jesú Krist. Trúboðarnir sögðu hina endurreistu kirkju Jesú Krists vera nú á jörðinni, vegna þessarar sýnar.2

Ljósmynd
Fyrsta sýnin

Trúboðarnir kenndu okkur líka sæluáætlun Guðs og svöruðu spurningum fjölskyldunnar um trúmál. Þeir kenndu okkur að fjölskyldur gætu sannlega verið saman að þessu lífi loknu, sem faðir, móðir og synir og dætur.

Fjölskylda mína lét skírast. Vegur betrumbótar, að láta af gömlum venjum og hefðum og verða virkur meðlimur kirkjunnar, var stundum hrjúfur. Sökum miskunnar og kærleika Guðs og með hjálp margra leiðtoga og meðlima, þá tókst okkur að komst í gegnum fyrstu erfiðu árin.

Milljónir sem hafa þegar gengið í kirkjuna, sem og ótal margir sem snúast til trúar og láta skírast í viku hverri, hafa öðlast vitnisburð um fyrstu sýnina. Heilagur andi getur endurtekið þá staðfestingu fyrir hvert okkar, er við leggjum kapp á að lifa eftir hinum einfalda sannleika fagnaðarerindis Jesú Krists.

Fyrsta sýnin og spámaðurinn Joseph Smith sáu okkur fyrir aukinni þekkingu og sannleika, sem er nauðsynlegur fyrir hamingju okkar í þessu lífi og upphafningar í návist Guðs. Ég ætla að benda á þríþættan sannleika sem við öðluðumst og nauðsynlegt er að tileinka sér, sökum þess að ungur piltur kraup í einlægri bæn.

Guð kallar spámenn til að leiða okkur

Mikilvægur sannleikur sem við lærum um frá fyrstu sýninni og spámanninum Joseph Smith er að Guð kallar spámenn,3 sjáendur og opinberara, til að fræða, leiða og aðvara okkur.4 Þessi menn eru talsmenn Guðs á jörðu,5 með vald til að mæla og framkvæma í nafni Drottins.6 Ef við fylgjum vandlega leiðsögn þeirra, þá njótum við verndar og öðlumst bestu blessanir á ferð okkar um jarðlífið.

Þegar ég var ungur maður í námi í Brigham Young háskóla, einhleypur, að loknu trúboði, þá fór ég á aðalráðstefnuhluta í Laufskálanum á Musteristorginu. Ezra Taft Benson var þá forseti kirkjunna og brýndi fyrir öllum sem höfðu lokið trúboði að huga alvarlega að hjónabandi og hafa það í fyrirrúmi í lífinu.7 Eftir samkomuna var mér ljóst að ég hafði verið kallaður til iðrunar og þurfti að fara eftir leiðsögn spámannsins.

Ég ákvað því að fara til heimalands míns, Brasilíu, til að finna mér konu. Áður en ég lagði af stað til Brasilíu í tveggja mánaða starfsnám, þá hringdi ég í móður mína og nokkra vini, svo úr varð listi yfir 10 ungar konur – sem allar voru hugsanlegar eiginkonur.

Þegar ég var í Brasilíu fór ég á stefnumót, eftir bænir og vandlega ígrundum, og trúlofaðist einni af ungu konunum á listanum og ákvað dagsetningu til að giftast henni. Að fara á stefnumót og trúlofast gerðist ekki á mettíma samkvæmt stöðlum nemenda í Provo, Utah, en að Brasilíum stöðlum þá gekk þetta hratt fyrir sig.

Nokkrum mánuðum síðar giftist ég Elaine. Hún er ást lífs míns og mikil blessun.

Ég er ekki að leggja til að allir búi sér til svona lista, heldur er ég að benda á – og kannski meira en aðeins að benda á – að við þurfum ætíð að bregðast við þegar okkar lifandi spámenn mæla fram.

Ljósmynd
Mynd af Thomas S. Monson forseta

Spámaður Guð í dag er Thomas S. Monson, og við munum hljóta blessun af því að fylgja leiðsögn hans nákvæmlega.

Þekking á sönnu eðli Guðs

Annar sannleikur sem við lærum af fyrstu sýninni og spámanninum Joseph Smith, er hið sanna eðli Guðs. Hugsið ykkur hve blessuð við erum að vita að Guð hefur líkaman af holdi og beinum, jafn áþreifanlegan okkar,8 að við getum tilbeðið Guð, sem er raunverulegur, sem er skiljanlegur og sem hefur sýnt og opinberað sig sjálfan og son sinn spámanni sínum – bæði á til forna og á þessum síðari tímum.9 Hann er Guð, sem heyrir og svarar bænum okkar;10 Guð sem vakir yfir okkur á himnum11 og ber stöðugt umhyggju fyrir andlegri og stundlegri velferð okkar; Guð sem gefur okkur sjálfræði til að ákveða hvort við viljum fylgja honum og halda boðorð hans, án hans þvingunar;12 Guð sem veitir okkur blessanir og gerir kleift að við tökumst á við þrautir, svo við fáum vaxið og orðið eins og hann er.

Hann er kærleiksríkur Guð, sem sá okkur fyrir áætlun til að öðlast hamingju í þessu lífi og í eilífðinni.

Jesús er frelsari okkar

Frá fyrstu sýninni og spámanninum Joseph Smith hlutum við þekkingu um raunveruleika og heilagt hlutverk Drottins Jesú Krists, sem er hornsteinn trúar okkar.

Þar sem dauðinn var innleiddur í heiminn, þá munum við öll einhvern tíma deyja, jafn örugglega og við lifum núna. Einn áhrifavaldur dauðans myndi vera sá að við glötuðum efnislíkama okkar; við myndum ekkert geta gert til að fá hann aftur. Auk þess hefðum við aldrei getað snúið aftur í návist himnesks föður, því við hefðum öll syndgað á ferð okkar um jarðlífið.

Getið þið ímyndað ykkur afleiðingar þess að geta ekki komist í návist Guðs og hljóta aldrei aftur líkama?

Þörf var á frelsara og lausnara til að endurleysa okkur frá dauða og synd. Jesús Kristur kom til jarðar, undir handleiðslu himnesks föður, dó á krossinum og reis upp, svo við gætum líka risið upp og komist aftur í návist Guðs, með því að iðrast einlæglega og gera og halda helga sáttmála.

Jakob sagði: „Ó, hve mikil er gæska Guðs vors, sem bjó oss leið til undankomu úr greipum þessarar hræðilegu ófreskju. Já, þessarar ófreskju, dauða og víti, sem ég kalla dauða líkamans samfara dauða andans.“13

Ljósmynd
Jesús og María við gröfina

Jesús er hinn fyrirheitni Messías, lögmálsgjafi, hinn heilagi Ísraels, Drottinn okkar, frelsari okkar, lausnari okkar, konungur okkar og okkar allt.

Megum við halda áfram að tileinka okkur þennan mikilvæga sannleika og þekkingu, vera hlýðin Guði og hans ástkæra syni. Í nafni Jesú Krists, amen.