2010–2019
Prestdæmið og friðþægingarkraftur frelsarans.
Október 2017


Prestdæmið og friðþægingarkraftur frelsarans

Til þess að tilgangur föðurins geti uppfyllst, þá verður friðþægingarkraftur Krists hins vegar að vera aðgengilegur börnum Guðs. Prestdæmið veitir þessi tækifæri.

Ímyndið ykkur að ég sé eldflaug sem verið er að flytja á skotpall svo það sé hægt að gera hana tilbúna fyrir skot. Sjáið nú fyrir ykkur að skotferlið sé sett af stað. Eldsneytið í stýrðum bruna, breytist í heitt gas sem spýtist út og veitir nægilegan þrýstikraft til að skjóta eldflauginni út í geim. Að lokum, sjáið fyrir ykkur farminn sem situr efst á eldflauginni. Virði farmsins verður einungis að veruleika þegar hann kemst þangað sem hann þarf að fara og virkar eins og hann á að virka. Maður þarf ekki að vera eldflaugasérfræðingur til að meta að dýr samskiptagerfihnöttur sé ekki mikils virði ef hann situr kyrr í vöruhúsi. Hlutverk eldflaugarinnar er einfaldlega að koma farminum á sinn stað.

Í kvöld langar mig að bera prestdæmið sem við höfum saman við geimflaug og bera tækifærið til að öðlast blessanir frá friðþægingarkrafti frelsarans saman við farminn sem eldflaugin kemur á leiðarenda.

Vegna friðþægingarfórnar hans þá hefur Jesú Kristur kraftinn og valdið til að endurleysa allt mannkyn. Til að gera friðþægingarkraft hans aðgengilegann þá hefur hann framvísað hluta af krafti sínum og valdi til manna á jörðinni. Þessi framvísaði kraftur og vald kallast prestdæmið. Hann gerir prestdæmishöfum kleift að aðstoða himneskan föður og Jesú Krist í verki þeirra – að færa sáluhjálp og upphafningu til barna Guðs. Það er vegna þess að það veitir börnum hans tækifæri til að meðtaka blessanir friðþægingarkrafts frelsarans.

Friðþægingarkraftur Jesú Krists er nauðsynlegur vegna þess að enginn okkar getur snúið aftur til himnesks heimilis okkar án aðstoðar. Við komumst ekki hjá því, í jarðnesku lífi, að gera mistök og brjóta lögmál Guðs. Við verðum óhrein af synd og okkur verið ekki leyft að koma aftur í návist Guðs. Við þurfum á friðþægingarkrafti frelsarans að halda til þess að geta sæst við himneskan föður. Jesús Kristur sleit höft líkamlegs dauða og gerði upprisu mögulega fyrir alla. Hann býður fyrirgefningu syndanna, háð skilyrðum lögmála og helgiathafna fagnaðarerindis hans. Upphafning er í boði, í gegnum hann. Tækifærið á að hljóta blessanir frá friðþægingarkrafti frelsarans er dýrmætasti farmur sköpunarinnar.

Til þess að tilgangur föðurins geti uppfyllst þá verður friðþægingarkraftur Krists hins vegar að vera aðgengilegur börnum Guðs.1 Prestdæmið veitir þessi tækifæri. Það er eldflaugin. Prestdæmið er ómissandi vegna þess að einungis er hægt að fá nauðsynlegar helgiathafnir og sáttmála hér á jörðinni í gegnum valdsumboð þess. Hver væri tilgangur þess ef prestdæmið myndi ekki sjá fyrir tækifærum til að fá blessanirnar af friðþægingarkrafti frelsarans. Væri það þá bara eftirtektarverður, flókinn flugeldur? Guð ætlast til þess að prestdæmið sé notað fyrir meira en bara kennslustund á sunnudegi eða sem þjónustutækifæri. Hann ætlast til þess að það sé notað til að koma farminum til skila.

Minniháttar gallar í eldflaug geta valdið því að sendiferðin misheppnast Brothættar þéttingar og efnisþreyta getur valdið bilunum í eldflaugum. Til að verja prestdæmið frá óeiginlegum brotthættum þéttingum og efnisþreytu þá verndar Guð bæði veitingu og notkun.2 Veiting prestdæmisins er vernduð af prestdæmislyklum sem eru réttindi forsetavalds sem gefið er manninum.3 Notkun prestdæmisins er á sama hátt vernduð af prestdæmislyklum, en líka af prestdæmissáttmálum sem prestdæmishafi gerir. Notkun prestdæmisins er þar af leiðandi stýrð með bæði prestdæmislyklum og sáttmálum. Ennfremur þá er prestdæmisumboð mannsins veitt á einstaklingsgrundvelli og er ekki ótengt honum.4 Prestdæmið er ekki formlaus uppspretta óháðs valds.

Bæði Aronsprestdæmið og Melkiesedekprestdæmið eru meðtekin í gegnum sáttmála.5 Guð setur skilyrðin og mennirnir samþykkja. Almennt talað þá gera prestdæmishafar sáttmála um að hjálpa Guði í verki hans. Snemma á þessum ráðstöfunartíma, þá útskýrði Jesú Kristur að prestdæmissáttmálinn „[er veittur] yður yðar vegna, en ekki aðeins yðar vegna, heldur vegna alls heimsins … [því] að þeir koma ekki til mín6

Þetta kennir að tilgangur prestdæmisins er að bjóða öðrum að koma til Krists með því að hjálpa þeim að meðtaka hið endurreista fagnaðarerindi. Við höfum prestdæmið til þess að geta hjálpað börnum himnesks föður að létta af sér byrðum syndarinnar og verða eins og hann. Í gegnum prestdæmið þá opinberast kraftur guðleikans í lífi allra sem gera og halda sáttmála fagnaðarerindisins og meðtaka tengdar helgiathafnir.7 Á þennan hátt komum við öll til Krists, hreinsumst og sættumst við Guð. Friðþægingarkraftur Krists er gerður aðgengilegur í gegnum prestdæmið, sem flytur farminn.

Sáttmálar við Guð eru alvarlegir og hátíðlegir. Maður ætti að undirbúa sig, læra og gangast undir slíka sáttmála með þeim ásetningi að heiðra þá. Sáttmálinn verður loforð við sig sjálfan Til að umorða leikritaskáldið Robert Bolt, þá gerir maðurinn sáttmála einungis þegar hann vill skuldbinda sig sérstaklega við loforð. Hann persónugerir á milli sannleika loforðsins og eigin dyggðar Þegar maður gerir sáttmála þá heldur hann á sjálfum sér í lófanum eins og vatni. Ef hann aðskilur fingurna þá á hann enga von á að geta fundið sig aftur. Sáttmálsbrjótur hefur ekki lengur sjálfan sig til að skuldbinda eða tryggingu til að bjóða upp á.8

Aronsprestdæmishafi gerir sáttmála um að forðast hið illa, aðstoða aðra við að sættast við Guð og að undirbúa sig undir að meðtaka Melkiesedekprestdæmið.9 Þessi heilaga ábyrgð er uppfyllt er hann kennir, skírir, styrkir kirkjuþegna og býður öðrum að meðtaka fagnaðarerindið. Þetta er „eldflaugahlutverk“ hans. Á móti lofar Guð von, fyrirgefningu, þjónustu engla og lyklum fagnaðarerindisins að iðrun og skírn.10

Melkiesedekprestdæmishafinn gerir sáttmála um að uppfylla skylduverk sem tengjast Aronsprestdæminu og að efla köllun sína í Melkiesedekprestdæminu.11 Hann gerir svo með þvi að halda borðorðin sem tengjast sáttmálanum. Þessi boðorð fela í sér að „af kostgæfni gefa gaum að orðum eilífs lífs.“ með því að „lifa samkvæmt sérhverju orði, sem fram gengur af Guðs munni,“.12 að bera vitni um Jesú Krists og verk hans á síðari dögum, 13 ekki hreykja sér14 og að verða vinir Jesú Krists, treystandi honum eins og vinur myndi gera.15

Á móti lofar Guð því að Melkiesedekspresdæmishafi muni meðtaka lykla af skilningi á leyndardómum Guðs. Hann verður fullkominn svo að hann geti þolað að standa í návist Guðs. Hann mun geta uppfyllt hlutverk sitt í sáluhjálparáætluninni. Jesús Kristur mun undirbúa leiðina sem liggur fyrir prestdæmishafanum og verður með honum. Heilagur andi verður í hjarta prestdæmishafans og englar munu halda honum uppi. Líkami hans verður styrkari og endurnýjaður. Hann verður erfingi að blessunum Abrahams og ásamt eiginkonu sinni verður hann samarfi Jesú Kristi, að ríki himnesks föður.16 þetta eru „[dýrmæt og háleit] fyrirheit“17 Ekki er hægt að hugsa sér stórkostlegri loforð.

Guð staðfestir sáttmálsloforð sín gagnvart hverjum manni sem meðtekur Melkiesedekprestdæmið með eiði.18 Þessi eiður á einungis við Melkiesedekprestdæmið,19 og það er Guð sem sver eiðinn ekki prestdæmishafinn20 Þar sem þessi sérstaka staða hefur að gera með guðlegan kraft hans og vald þá notar Guð eið, notar áhrifaríkasta orðalag sem hann getur, til að fullvissa okkur um hið bindandi og óafturkræfa eðli loforða hans.

Alvarlegar afleiðingar fylgja því að brjóta prestdæmissáttmálana og að snúa alfarið frá þeim.21 Að vera kærulaus og sinnulaus í prestdæmisköllun er eins og að innleiða efnisþreytu í eldflaugaíhlut. Það stofnar prestdæmissáttmálanum í hættu því að það getur leitt til þess að leiðangurinn misheppnist. Óhlýðni við boðorð Guðs brýtur sáttmálann. Fyrir einhvern sem síendurtekið brýtur sáttmálann og iðrast ekki, þá eru blessanirnar dregnar tilbaka.

Ég lærði betur að skilja þetta samband á milli „prestdæmis“ eldflaugarinnar og farminum sem er „tækifæri til að öðlast blessanir frá friðþægingarkrafti frelsarans,“ fyrir nokkrum árum síðan. Það var eina helgi að ég var með tvö verkefni. Annað var að stofna fyrstu stikuna í landi einu og hitt var að veita ungum manni viðtal og ef allt væri í lagi, að endurreisa prestdæmi hans og musterisblessanir. Þessi 30 ára gamli maður hafði gengið í kirkjuna tæplega tvítugur. Hann þjónaði heiðarlega í trúboði. Þegar hann snéri heim, villtist hann hins vegar af leið og glataði kirkjuaðild sinni. Nokkrum árum síðar „kom hann til sjálfs síns“22 og með aðstoð ástríkra prestdæmisleiðtoga og góðra meðlima, þá iðraðist hann og var tekinn aftur inn í kirkjuna.

Seinna sótti hann um að fá prestdæmi sitt og musterisblessanir sínar endurreistar honum. Við ákváðum tíma til að hittast á laugardeginum klukkan 10 um morguninn, í samkomuhúsinu. Þegar ég kom þangað til að mæta í fyrri viðtöl, var hann þegar kominn. Hann var svo áfjáður að fá prestdæmi sitt aftur að hann gat bara ekki beðið.

Í viðtali okkar sýndi ég honum bréfið sem tilgreindi að Thomas S. Monson forseti hefði sjálfur skoðað umsóknina hans og heimilað viðtalið. Þessi annars yfirvegaði maður grét. Ég sagði honum að dagsetning þessa viðtals myndi ekki hafa neina opinbera merkingu í lífi hans. Hann virtist ráðvilltur. Ég sagði honum að eftir að ég myndi endurreisa honum blessanir hans þá myndu kirkjubækurnar einungis sýna upphaflegan skírnardag hans, staðfestingu, prestdæmisvígslu og dagsetningar musterisgjafarinnar. Hann klökknaði aftur.

Ég bað hann að lesa úr Kenningu og Sáttmálum:

„Þeim sem hefur iðrast synda sinna er fyrirgefið, og ég, Drottinn, minnist þeirra ekki lengur.

„Þannig getið þér vitað hvort maðurinn iðrast synda sinna – sjá, hann játar þær og lætur af þeim.“23

Augu hans fylltust tárum í þriðja sinn. Síðan lagði ég hendur mínar á höfuð hans og í nafni Jesú Krists, með valdsumboði Melkíesedekprestdæmisins og með heimild frá forseta kirkjunnar, þá endurreisti ég honum prestdæmi hans og musterisblessanir.

Gleðin sem kom yfir okkur var djúp. Hann vissi að hann hafði enn og aftur heimild til að halda og starfa í prestdæmi Guðs. Hann vissi að musterisblessanir hans voru aftur fullvirkar. Það var fjöðrun í göngulagi hans og geislandi ljós í kringum hann. Ég var afar stoltur af honum og skynjaði hve stoltur himneskur faðir var af honum.

Þar á eftir skipulagði ég stikuna. Fundirnir voru allir fullir af áhugafullum, trúföstum heilögum og dásamlegt stikuforsætisráð var stutt. Hinsvegar þá var hin sögulega stund, að stofna fyrstu stikuna í nýju landi, í skugganum af þeirri gleði sem ég fann af því að endurreisa þessum unga manni blessanir hans.

Ég gerði mér grein fyrir því að tilgangur þess að stofna stikuna, eða að nota prestdæmi Guðs í hverju sem er, er að aðstoða himneskan föður og Jesú Krist í verki þeirra – að veita hverju barni Guðs tækfæri á endurlausn og upphafningu. Eins og eldflaug sem hefur þann tilgang að skila af sér farmi, þá flytur prestdæmið fagnaðarerindi Jesú Krists og gerir öllum kleift að gera sáttmála og meðtaka tengdar helgiathafnir. „Friðþægingarblóð Krists“24 getur þar af leiðandi virkað í lífi okkar er við reynum helgandi áhrif heilags anda og meðtökum blessanir loforða Guðs.

Til viðbótar við að hlýða lögmálum og helgiathöfnum fagnaðarerindisins sjálf þá býð ég ykkur að gera og halda prestdæmissáttmála Meðtakið eið Guðs og loforð. Eflið ábyrgð ykkar í prestdæminu til að hjálpa himneskum föður og Jesú Kristi. Notið prestdæmið til að veita einhverjum tækifæri til að öðlast blessanir fyrir friðþægingarkraft frelsarans! Er þið gerið það þá munu miklar blessanir koma til ykkar og fjölskyldu ykkar. Ég ber vitni um að lausnarinn lifir og stýrir starfi sínu, í nafni Jesú Krists, amen.