2010–2019
Rödd Drottins
Október 2017


Rödd Drottins

Ég ber vitni um það að á þessari ráðstefnu höfum við heyrt rödd Drottins. Prófið fyrir okkur er hvernig við bregðumst við.

Til að byrja með, smá orð til litlu barnanna Já, þetta er síðasti ráðstefnuhlutinn og ég er síðasti ræðumaðurinn.

Nýlega þegar ég var að heimsækja Provo City Center musterið, dáðist ég af málverki sem kallast Fyrsta sýnin úr fjarlægð. Málverkið sýnir ljósið og kraftinn af himnum, er faðirinn og sonurinn heimsóttu hinn unga Joseph Smith.

Ljósmynd
Fyrsta sýnin úr fjarlægð

Þó að ég sé ekki að bera saman þessa mjög svo helgu stund sem var undanfari endurreisnarinnar, þá get ég ímyndað mér svipaða mynd sem myndi sýna ljósið og andlegan mátt Guðs er hann félli á aðalráðstefnuna og svo áfram, þann sama kraft að færast yfir heiminn.

Ljósmynd
Ljós og andlegur máttur yfir aðalráðstefnu
Ljósmynd
Máttur og ljós færast yfir heiminn

Ég ber vitni um að Jesús er Kristur, að hann hugar að málefnum síns helga verks og að aðalráðstefnan er einn mikilvægasti tíminn sem hann veitir kirkju sinni leiðsögn og okkur persónulega.

Kennsla frá upphæðum

Daginn sem kirkjan var skipulögð, þá útnefndi Drottinn Joseph Smith sem spámann, sjáanda og postula Drottins Jesú Krists1 og sagði við kirkjuna:

„Því að hans orði skuluð þér taka á móti með fullkominni þolinmæði og trú.

Því að gjörið þér það, munu hlið heljar eigi á yður sigrast. Já, og Drottinn Guð mun dreifa valdi myrkursins frá yður og láta himnana bifast yður til góðs og nafni sínu til dýrðar.“2

Seinna voru allir meðlimir Æðsta forsætisráðsins og Tólfpostulasveitarinnar studdir og vígðir sem spámenn, sjáendur og opinberarar.3

Nú, er við hittumst undir leiðsögn Thomas S. Monson forseta, þá væntum við þess að það sem við heyrum sé „vilji Drottins, … hugur Drottins, … rödd Drottins og kraftur Guðs til sáluhjálpar.“4 Við treystum á loforð hans: „Hvort sem það er sagt með minni eigin rödd eða með rödd þjóna minna, það gildir einu.“5

Í ringulreið og óreiðu okkar nútímaheims, er mikilvægt að við treystum því að orð Æðsta forsætisráðsins og Tólfpostulasveitarinnar séu mikilvæg okkar andlega vexti og þolgæði.6

Við höfum komið saman fyrir þessa dásamlegu ráðstefnu. Milljónir Síðari daga heilagra og annarra trúaðra í meira en 200 löndum, talandi meira en 93 tungumál, koma á þessa fundi eða lesa ráðstefnuboðskapinn.

Við komum eftir að hafa beðið og undirbúið okkur. Mörg okkar hafa aðkallandi áhyggjur eða einlægar spurningar. Við viljum endurnýja trúna á frelsarann Jesú Krist og styrkja hæfni okkar til að standast freistingar og forðast truflun. Við komum til að hljóta kennslu frá upphæðum.

Hugur og vilji Drottins

Æðsta forsætisráðinu og hinum Tólf, sem tala yfirleitt á öllum ráðstefnum, finnst sú gríðarlega ábyrgð að undirbúa boðskap sinn, vera bæði viðvarandi byrði og heilagt traust.

Fyrir mörgum árum, áður en hann þjónaði sem aðalvaldhafi, spurði ég öldung Dallin H. Oaks að því hvort hann semdi sérstaka ræðu fyrir hverja stikuráðstefnu. Hann svaraði að hann gerði það ekki, en bætti svo við: „annað ætti við um aðalráðstefnuræðurnar mínar. Ég geri hugsanlega 15 til 20 drög til að vera viss um að segja það sem Drottinn myndi vilja að ég segði.“7

Hvenær og hvernig kemur innblásturinn fyrir aðalráðstefnuræður?

Engu ræðuefni er úthlutað og við sjáum dásamlega samræmingu himins á efni og þema eilífs sannleika á hverri ráðstefnu.

Einn af bræðrunum sagði mér að ræðuefnið hans fyrir þessa ráðstefnu hafi komið til hans strax eftir síðustu ræðu hans í apríl. Annar sagði að fyrir þremur vikum hefði hann enn verið að biðja og bíða eftir Drottni. Þegar annar var spurður hve lengi það hefi tekið hann að undirbúa ræðu um viðkvæmt málefni, svaraði hann: „Tuttugu og fimm ár.“

Stundum kemur grunnhugmyndin fljótt, en innihaldið og smáatriðin kalla samt á gífurlega mikið andlegt klifur. Fasta og bæn, nám og trú eru alltaf hluti af ferlinu. Drottinn vill enga uppgerð, sem gæti dregið úr gildi orða hans til hinna heilögu.

Leiðsögn um efni ráðstefnuræðu berst oft að kvöldi eða snemma dags, þegar ræðuefni er fjarri huganum. Skyndilega berst óvænt innsýn, stundum ákveðin orð eða setningar sem streyma líkt og hrein opinberun.8

Þegar hlustað er, geta skilaboðin verið mjög bókstafleg eða sérhönnuð fyrir mann sjálfan.

Þegar ég talaði á aðalráðstefnu fyrir mörgum árum, sagði ég frá orðum sem komu mér í hug, er ég velti fyrir mér hvort ég væri undir það búinn að þjóna í trúboði. Setningin var: „Þú veist ekki allt, en þú veist nóg!“9 Ung kona sem sat á aðalráðstefnunni þennan dag sagði mér að hún hefði verið að biðja varðandi bónorð sem hún hafði fengið og velta því fyrir sér hve vel hún þekkti þennan unga mann. Þegar ég sagði þessi orð: „Þú veist ekki allt, en þú veist nóg,“ þá bar andinn henni vitni um að hún þekkti hann nægilega vel. Þau hafa verið hamingjusamlega gift í mörg ár.

Ég lofa ykkur að þegar þið undirbúið anda ykkar, og komið með þá væntingu að heyra rödd Drottins, þá munu hugsanir og tilfinningar koma í huga ykkar sem eru sérhönnuð fyrir ykkur. Þið hafið þegar fundið fyrir þessu á þessari ráðstefnu, eða þið munið gera það þegar þið lesið boðskapinn á komandi vikum.

Fyrir þessa stund og komandi mánuði

Monson forseti hefur sagt:

„Gefið ykkur tíma til að lesa boðskap ráðstefnunnar.“10

Ígrundið [hann]. … Mér hefur fundist … ég læra jafnvel enn meira af þessum innblásnu ræðum, þegar ég ígrunda þær enn vandlegar.“11

Kenningar aðalráðstefnu eru íhugunarefni sem Drottinn vill að við höfum frammi fyrir okkur á komandi mánuðum.

Fjárhirðirinn „fer … á undan [sauðum sínum], og þeir fylgja honum, af því að þeir þekkja raust hans.“12

Rödd hans leiðbeinir okkur oft til að breyta einhverju í lífi okkar. Hann býður okkur að iðrast. Hann býður okkur að fylgja sér.

Íhugið þessar staðhæfingar frá þessari ráðstefnu:

Henry B. Eyring forseti sagði í fyrr dag: „Ég ber vitni um að Guð faðirinn lifir og þráir að þið komið heim til hans. Þetta er hin sanna kirkja Drottins Jesú Krists. Hann þekkir ykkur; hann elskar ykkur; hann vakir yfir ykkur.“13

Dieter F. Uchtdorf forseti sagði í gær: „Ég ber vitni um að þegar við hefjum eða höldum áfram á því ótrúlega ferðalagi sem leiðir til Guðs, mun líf okkar verða betra … og Drottinn mun nota okkur á óvenjulegan hátt til að blessa þá sem umhverfis eru og koma til leiðar sínum eilífa tilgangi.“14

Russell M. Nelson forseti sagði síðdegis í gær: „Ég lofa því að er þið sökkvið ykkur daglega niður í Mormónsbók, þá getið þið verið bólusett gegn illsku dagsins, jafnvel einnig hinni grípandi plágu kláms og annarra deyfandi fíkna.“15

Öldungur Dallin H. Oaks sagði í gær: „Ég ber vitni um að yfirlýsingin um fjölskylduna staðhæfir eilífan sannleika og er vilji Drottins fyrir þau börn hans sem keppa að eilífu lífi.“16

Öldungur M. Russell Ballard sagði fyrir fáeinum mínútum: „Við þurfum að faðma börn Guðs í samúð og útiloka alla hleypidóma, þar á meðal kynþáttafordóma, kynjamisrétti og þjóðernishyggju.“17

Þar sem við höfum nokkrar nokkrar mínútur til þess, þá ætla ég að segja nokkur orð um öldung Robert D. Hales. Æðsta forsætisráðið hafði beðið öldung Hales um að færa okkur stuttan boðskap á sunnudagsmorgunhlutanum, ef heilsa hans leyfði það. Þótt það hefði ekki gengið eftir, þá undirbjó hann boðskap, sem hann lauk í síðustu viku og miðlaði mér. Þar sem hann andaðist fyrir einungis þremur klukkustundum síðan, þá miðla ég ykkur aðeins fáeinum orðum úr ræðu hans.

Ég vitna í öldung Hales: „Þegar við veljum að trúa, þá erum við undir það búin að vera í návist Guðs. „Eftir krossfestingu frelsararans þá birtist hann einungs þeim sem höfðu verið ‚trúfastir í vitnisburðinum um [hann] á meðan þeir lifðu í jarðlífinu.‘ [K&S 138:12.] Þeir ‚sem afneituðu vitnisburði … spámannanna [gátu ekki] litið návist [frelsarans].‘ [K&S 138:21.] … Trú okkar undirbýr okkar undir návist Drottins.“

Hve dásamlegt af Drottni að innblása Russell M. Nelson forseta, við lok þessa morgunhlutar, að bregðast skjótt við, yfirgefa bygginguna, sleppa hádegisverð sínum og flýta sér til að vera við hlið öldungs Hales, sem sveitarforseti hans, ásamt hinni dásamlegu eiginkonu hans, Mary Hales, er öldungur Hales yfirgaf þetta jarðlíf.

Bregðast við rödd Drottins

Ég ber vitni um að á þessari ráðstefnu höfum við heyrt rödd Drottins.

Okkur ætti ekki að bregða þegar orð þjóna Drottins eru á skjön við hugsunarhátt heimsins og stundum á skjön við okkar eigin hugsunarhátt. Þannig hefur það alltaf verið. Ég er á hnjánum í musterinu með bræðrum mínum. Ég ber vitni um sálargæsku þeirra. Þeirra sterkasta þrá er að þóknast Drottni og hjálpa börnum Guðs að snúa aftur í návist hans.

Hinir sjötíu, Yfirbiskupsráðið, aðalforsætisráð Líknarfélagsins, Stúlknafélagsins, Barnafélagsins og aðrir leiðtogar aðildarfélaganna, hafa bætt feikimiklum innblæstri við þessa ráðstefnu, svo og tónlistin og íhugular bænir.

Boðskapur aðalráðstefnu er ykkur sem ókönnuð fjársjóðskista himneskrar leiðsagnar. Prófraun okkar allra felst í því hvernig við bregðumst við.því sem við heyrum, lesum og skynjum.

Ég ætla að segja ykkur frá reynslu og viðbrögðum við spámannlegum orðum úr lífi Russells M. Nelson forseti:

Árið 1979, fimm árum áður en hann var kallaður sem aðalvaldhafi, sótti bróðir Nelson fund rétt fyrir aðalráðstefnu. „Spencer W. Kimball forseti „skoraði á alla viðstadda að leggja sig betur fram í að flytja öllum heiminum fagnaðarerindið. Á meðal þeirra landa sem Kimball forseti minntist sérstaklega á voru Kína, hann sagði: ‚Við ættum að veita Kínverjum þjónustu. Við ættum að læra tungumál þeirra. Við ættum að biðja fyrir þeim og aðstoða þá.‘“18

Ljósmynd
RussellM. Nelson sem skurðlæknir

Bróðir Nelson, 54 ára gamall, hafði þá tilfinningu, á meðan á fundinum stóð, að hann ætti að læra Mandarín kínversku. Þó að hann væri önnum kafinn hjartaskurðlæknir þá varð hann sér strax úti um þjónustu einkakennara.

Ekki löngu eftir að hann hóf nám sitt, fór Nelson læknir á ráðstefnu og uppgötvaði óvænt að hann sat við hliðina á „víðkunnum kínverskum skurðlækni, Wu Yingkai, lækni. … Þar sem [Bróðir Nelson] hafði verið að læra Mandarín, hóf hann að ræða [við Wu lækni].“19

Ljósmynd
Russell M. Nelson læknir með Wu Yingkai lækni

Þrá Nelson læknis um að fylgja spámanninum leiddi til þess að Wu læknir heimsótti Salt Lake City og Nelson læknir ferðaðist til Kína til að flytja fyrirlestra og framkvæma skurðaðgerðir.

Ást hans á kínversku þjóðinni og kærleikur þeirra og virðing gagnvart honum, óx.

Í febrúar 1985,tíu mánuðum eftir að hann var kallaður í Tólfpostulasveitina, fékk öldungur Nelson óvænt símtal frá Kína, þar sem hann var grátbeðinn um að koma til Beijing til að framkvæma hjartaskurðaðgerð á frægustu óperusöngkonu Kína. Með hvatningu frá Gordon B. Hinckley forseta, þá fór öldungur Nelson aftur til Kína. Síðasta skurðaðgerðin sem hann framkvæmdi var í Alþýðulýðveldinu Kína.

Ljósmynd
RussellM. Nelson forseti heiðraður

Fyrir aðeins tveimur árum síðan, í október 2015, var Russell M. Nelson, forseti, enn og aftur heiðraður með opinberri yfirlýsingu, þar sem hann var titlaður „Gamall vinur Kína.“

Í gær heyrðum við síðan hinn 93 ára gamla, Russell M. Nelson forseta, tala um boð Thomas S. Monson forseta [á síðustu aprílráðstefnu], um að „hvert og eitt okkar ætti af kostgæfni að lesa og íhuga Mormónsbók daglega.“

Líkt og Nelson forseti gerði sem önnum kafinn hjartaskurðlæknir, þegar hann réð kennara í kínversku, þá tileinkaði hann sér þegar í stað leiðsögn Monsons forseta. Hann las ekki aðeins, heldur sagðist hann hafa „búið til lista yfir hvað Mormónsbók er, hvað hún staðfestir, hvað hún hrekur, hvað hún uppfyllir, hvað hún útskýrir og hvað hún opinberar.20

Áhugavert er, sem annað vitni, að Henry B. Eyring forseti talaði líka um það hvernig hann brást við boði Monsons forseta. Munið þið eftir þessum orðum hans?: „Líkt og mörg ykkar, þá hlýddi ég á orð spámannsins sem væru þau töluð af Drottni til mín. Ég ákvað líka að fara eftir orðum hans, líkt og mörg ykkar.“21

Megum við líta á þetta sem fordæmi fyrir okkur sjálf.

Loforð og blessun

Ég lofa ykkur, að er þið heyrið rödd Drottins til ykkar í kenningum þessarar aðalráðstefnu og bregðist síðan við þeim innblæstri, þá munið þið finna himins hönd yfir ykkur og þið og þeir sem umhverfis ykkur eru, mun blessaðir verða.22

Á þessari ráðstefnu höfum við hugsað til okkar ástkæra spámanns. Við elskum þig, Monson forseti. Ég lýk með þessum orðum, sem voru töluð frá þessum ræðustól. Ég held að þetta sé sú blessun sem hann hefði fært okkur öllum í dag, ef hann hefði getað verið meðal okkar. Hann sagði: „Þegar við nú yfirgefum þessa ráðstefnu, kalla ég blessanir himins yfir hvert og eitt ykkar. … Ég bið þess að himneskur faðir muni blessa ykkur og fjölskyldur ykkar. Megi boðskapur og andi þessarar ráðstefnu finna tjáningu í öllu sem þið gerið - á heimilum ykkar, í starfi ykkar, á fundum ykkar og í öllum ferðum ykkar.“

Hann lauk með að segja. „Ég elska ykkur. Ég bið fyrir ykkur. Megi Guð blessa ykkur Megi hans lofaði friður vera með ykkur nú og ævinlega.“23

Í nafni Jesú Krists, amen.

Heimildir

  1. Sjá Kenning og sáttmálar 21:1.

  2. Kenning og sáttmálar 21:5–6.

  3. Joseph skráði eftirfarandi atburð niður, sem gerðist við vígslu Kirtland musterisins þann 27. mars, 1836:

    „Ég sagði þá nokkur orð og kallaði á nokkrar sveitir og allan söfnuð hinna heilögu, til að viðurkenna [Æðsta]forsætisráðið sem spámenn og sjáendur og að halda þeim uppi með bænum sínum. Það gerðu allir sáttmála um það, með því að rísa úr sætum.

    Ég kallaði síðan á sveitirnar og söfnuð hinna heilögu til að viðurkenna hina tólf postula, sem voru viðstaddir, sem spámenn, sjáendur, opinberara og sérstök vitni gagnvart öllum þjóðum jarðarinnar, handhafar lykla ríkisins til að aflæsa því eða sjá til þess að það yrði gert, á meðal þeirra og halda þeim uppi með bænum sínum, sem þau samþykktu með að rísa úr sætum“ (Teachings of Presidents of the Church: Joseph Smith [2007], 199).

  4. Kenning og sáttmálar 68:4.

  5. Kenning og sáttmálar 1:38.

  6. Henry B. Eyring forseti sagði eitt sinn:

    „Ákvörðunin um að fylgja ekki ráði spámannsins breytir algerlega jörðinni sem við stöndum á. Það verður hættulegra. Brestur á því að taka spámannlegt ráð minnkar kraft okkar til að meðtaka innblásin ráð í framtíðinni. Besti tíminn til að ákveða að hjálpa Nóa byggja örkina var í fyrsta sinn sem hann bað um það. Hvert skipti sem þeir neituðu um að veita aðstoð eftir þetta, minnkaði næmnina fyrir andanum. Einnig, í hvert skipti hefði bón hans hljómað kjánalegri, þar til rigningin kom. Þá var það orðið of seint.

    Í hvert skipti sem ég hef ákveðið, í lífi mínu, að fresta að fylgja innblásnu ráði eða ákveðið að ég væri undantekningin, þá komst ég að því að ég hafði sett mig í hættu. Í hvert skipti sem ég hef hlustað á ráð spámannsins, fundið það staðfest í bæn og því næst fylgt því, þá hef ég fundið að ég hafi færst nær öryggi“ (“Finding Safety in Counsel,” Ensign, maí 1997, 25).

  7. Sjá Neil L. Andersen, “Teaching Our Children to Love the Prophets,” Ensign, apríl 1996, 47.

  8. Boyd K. Packer sagði eitt sinn:

    „Ég heyrði Harold B. Lee oft hefja mál sitt um efni sem snerti opinberun, eitthvað á þessa leið: ,Snemma morguns, er ég var að hugleiða þetta efni‘ … Hann hafði að venju að taka til starfa afar snemma að morgni og huga að því vandamáli sem krafðst opinberunar.

    Drottinn bjó yfir einhverri visku, er hann leiðbeindi í Kenningu og sáttmálum: ,Sofið ei framar lengur en nauðsyn krefur. Gangið snemma til hvílu, svo að þér þreytist ekki. Rísið árla úr rekkju, svo að líkami yðar og hugur glæðist.‘ (K&S 88:124.) …

    Ég hef lært mátt þessara orða: ,Árla í rúmið, árla úr rúmi.‘ Þegar ég er undir álagi, þá sjáið þið mig ekki brenna olíu á miðnætti. Ég vil mikið fremur fara snemma í rúmið og vakna snemma í morgunsárið, og verið þannig nærri honum, sem leiðir verkið“ (Teach Ye Diligently [2005], 244–45).

  9. Neil L. Andersen, “You Know Enough,” Liahona, nóv. 2008, 13.

  10. Thomas S. Monson, “Until We Meet Again,” Liahona, maí 2014, 115.

  11. Thomas S. Monson, “God Be with You Till We Meet Again,”Liahona, nóv. 2012, 110.

  12. Jóh 10:4.

  13. Henry B. Eyring, “Fear Not to Do Good,” Liahona, nóv. 2017, 103.

  14. Dieter F. Uchtdorf, “A Yearning for Home,” Liahona, nóv. 2017, 22, 24.

  15. Russell M. Nelson, “The Book of Mormon: What Would Your Life Be Like without It?Liahona, nóv. 2017, 63.

  16. Dallin H. Oaks, “The Plan and the Proclamation,” Liahona, nóv. 2017, 30.

  17. M. Russell Ballard, “The Trek Continues!Liahona, nóv. 2017, 106.

  18. Spencer J. Condie, Russell M. Nelson forseti: Father, Surgeon, Apostle (2003), 215.

  19. Spencer J. Condie, Russell M. Nelson, 215.

  20. Russell M. Nelson, “The Book of Mormon: What Would Your Life Be Like without It?” 61.

  21. Henry B. Eyring, “Fear Not to Do Good,” 100.

  22. Gordon B. Hinckley forseti sagði eitt sinn:

    „Þrautin mun koma með þeim kenningum sem gefnar verða. Ef við verðum hér eftir örlítið ljúfari, ef við verðum örlítið vingjarnlegri, ef við komumst nær frelsaranum, af meiri staðfestu um að fylgja kenningum hans og fordæmi, þá hefur þessi ráðstefna orðið til mikillar farsældar. Ef það verður aftur á móti engin framför í lífi okkar, þá hefur ræðumönnum að miklu leyti brugðist bogalistin.

    Slíkar breytingar sjást kannski ekki á einum degi eða einni viku eða einum mánuði. Ásetningur vaknar fljótt og fjarar fljótt út. Ef við höfum bætt okkur að ári liðnu og gerum betur en á fyrri tíð, þá hefur erfiði þessa dags ekki orðið til einskis“ (“An Humble and a Contrite Heart,” Ensign, nóv. 2000, 88).

  23. Thomas S. Monson, “A Word at Closing,” Liahona, maí 2010, 113.