2010–2019
Hrein ást: Hið sanna aðalsmerki allra sannra lærisveina Jesú Krists.
Apríl 2018


Hrein ást: Hið sanna aðalsmerki allra sannra lærisveina Jesú Krists

Fagnaðarerindi Jesú Krists grundvallast á kærleika föðurins og frelsarans til okkar og kærleika okkar til þeirra og til hver annars.

Við elskum og söknum Thomas S. Monson forseta og við elskum og styðjum Russell M. Nelson forseta. Nelson forseti á sérstakan stað í hjarta mínu.

Eitt sinn er ég var ungur maður, kom fimm ára sonur okkar hjóna einn daginn heim úr skóla og spurði móður sína: „Við hvað starfar pabbi?“ Hann útskýrði síðan að nýju bekkjarfélagar hans hefðu tekið að metast um atvinnu feðra sinna. Einn þeirra hefði sagði föður sinni vera lögreglustjóra borgarinnar og annar hefði lýst því hreykinn yfir að faðir hans væri forstjóri í stóru fyrirtæki.

Þegar röðin kom svo að syni mínum að svara, hafði hann einfaldlega sagt: „Pabbi minn vinnur á skrifstofu á tölvu.“ Hann hafði síðan veitti því athygli að svarið vakti enga hrifningu hjá hinum ungu vinum hans og því hefði hann bætti við: „Meðan ég man, þá er faðir minn stjórnandi alheims.“

Ég býst við að þetta hafi sett lokapunkt á umræðurnar.

Ég sagði við eiginkonu mína: „Það er kominn tími til að kenna honum meira um sáluhjálparáætlunina og hver það er sem stjórnar.“

Þegar við fræddum börn okkar um sáluhjálparáætlunina, jókst elska þeirra til himnesks föður og frelsarans, þar sem þeim lærðist að um kærleiksáætlun var að ræða. Fagnaðarerindi Jesú Krists grundvallast á kærleika föðurins og frelsarans til okkar og kærleika okkar til þeirra og til hvers annars.

Öldungur Jeffrey R. Holland sagði: „Æðsta boðorð allrar eilífðar, er að elska Guð af öllu okkar hjarta, mætti, huga og styrk – það er hið æðsta og mikla boðorð. Æðsti sannleikur allrar eilífðar, er þó sá að Guð elskar okkur af öllu sínu hjarta, mætti, huga og styrk. Sú elska er undirstaða eilífðar og ætti að vera undirstaða okkar daglega lífs.“1

Hrein ást, sem er grundvöllur okkar daglega lífs, er nauðsynleg öllum sönnum lærisveinum Jesú Krists.

Spámaðurinn Mormón kenndi: „Biðjið þess vegna til föðurins, ástkæru bræður mínir, af öllum hjartans mætti, að þér megið fyllast þessari elsku, sem hann hefur gefið öllum sönnum fylgjendum sonar síns, Jesú Krists.“2

Elska er vissulega hið sanna aðalsmerki hins sanna lærisveins Jesú Krists.

Sannir lærisveinar elska að þjóna. Þeir vita að þjónusta er sönn kærleikstjáning og sáttmáli sem gerður var við skírnina.3 Þeir finna aukna þrá til að elska og þjóna Drottni og hver öðrum, burt séð frá kirkjuköllunum þeirra eða samfélagsstöðum.

Sannir lærisveinar elska að fyrirgefa. Þeir vita að friðþæging frelsarans afmáir allar syndir og misgjörðir sérhvers okkar. Þeir vita að gjaldið sem hann galt er „altækt gjald.“ Andlegir skattar og gjöld sem tengjast synd, mistökum og rangri breytni er allt innifalið. Sannir lærisveinar eru fljótir að fyrirgefa og fljótir að biðja sér fyrirgefningar.

Kæru bræður og systur, ef ykkur reynist erfitt að finna styrk til að fyrirgefa, gleymið þá breytni annarra gagnvart ykkur sjálfum og hugsið um það sem Drottinn hefur gert fyrir ykkur, þá munið þið finna frið í frelsandi blessunum friðþægingar hans.

Sannir lærisveinar elska að vera undirgefnir Drottni með frið í hjarta. Þeir eru auðmjúkir og undirgefnir af því að þeir elska hann. Þeir hafa trú til að beygja sig algjörlega undir vilja hans, ekki einungis í því sem hann gerir, heldur líka hvernig og hvenær. Sannir lærisveinar vita að raunverulegar blessanir eru ekki alltaf það sem þeir vilja, heldur hvað Drottinn vill fyrir þeirra hönd.

Sannir lærisveinar elska Drottin meira en heiminn og eru staðfastir og óhagganlegir í trú sinni. Þeir standa fastir fyrir í síbreytilegum og ráðvilltum heimi. Sannir lærisveinar elska að hlýða á rödd andans og spámannsins og láta ekki truflast af röddum heimsins. Sannir lærisveinar elska að „standa á helgum stöðum“4 og hafa unun af því að helga þá staði sem þeir standa á. Hvar sem þeir fara færa þeir öðrum elsku Drottins og frið hjartans. Sannir lærisveinar elska að halda boðorð Drottins og þeir hlýða af því að þeir elska Drottin. Þegar þeir elska og halda sáttmála sína, endurnýjast þeir í hjarta og eðli þeirra breytist.

Hrein ást er hið sanna aðalsmerki allra sannra lærisveina Jesú Krists.

Af móður minni lærði ég um hreina ást. Hún var ekki meðlimur kirkjunnar.

Dag einn, fyrir mörgum árum, heimsótti ég móður mína, sem var sjúk af krabbameini. Ég vissi að hún myndi deyja, en ég hafði áhyggjur af þjáningum hennar. Ég sagði ekkert, en hún þekkti mig vel og sagði: „Ég sé að þú hefur áhyggjur.“

Mér til undrunar, spurði hún mig veikri röddu: „Viltu kenna mér að biðja? Mig langar að biðja fyrir þér. Ég veit að þú byrjar á því að segja: ,Ástkæri himneski faðir,‘ en hvað á ég að segja að því loknu?“

Þegar ég kraup við hlið hennar og hún bað fyrir mér, fann ég elsku sem ég hafði aldrei áður fundið. Það var einföld, sönn, hrein, elska. Þótt hún hefði ekki þekkt sáluhjálparáætlunina, þá bjó í hjarta hennar persónuleg kærleiksáætlun, kærleiksáætlun móður fyrir son sinn. Hún þjáðist og átti jafnvel erfitt með að finna styrk til að biðjast fyrir. Ég heyrði vart rödd hennar, en fann vissulega ást hennar.

Ég man eftir því að hafa hugsað: „Hvernig getur einhver í slíkum þjáningum beðið fyrir einhverjum öðrum? Hún er sú sem er í nauð.“

Svarið kom greinilega upp í hugann: Af hreinni ást. Hún elskaði mig svo heitt, að hún gleymdi sjálfri sér. Á erfiðustu stund hennar, elskaði hún mig meira en sig sjálfa.

Kæru bræður og systur, er þetta ekki einmitt það sem Drottinn gerði? Auðvitað, en þó í eilífri og talsvert víðari merkingu. Mitt í hinni miklu áætlun, í garðinum þessa nótt, var það hann sem þarfnaðist liðsinnis, er hann þjáðist svo mikið að við fáum ekki skilið eða ímyndað okkur. Hann gleymdi þó sjálfum sér þegar uppi var staðið og bað fyrir okkur, þar til hann hafði goldið fullt gjald. Hvernig gat hann gert þetta? Af hreinni ást til föðurins, sem sendi hann, og til okkar. Hann elskaði föðurinn og okkur meira en sjálfan sig.

Hann galt fyrir nokkuð sem ekki var hans sök. Hann galt fyrir syndir sem hann hafði ekki drýgt. Af hverju? Af hreinni ást. Þar sem hann galt fullu verði, var hann í stöðu til að bjóða okkur blessanir af fórn sinni, ef við iðrumst. Af hverju bauð hann þetta? Enn og aftur, af hreinni ást.

Hrein ást er hið sanna aðalsmerki allra sannra lærisveina Jesú Krists.

Thomas S. Monson forseti sagði: „Megum við nú í dag byrja á því að tjá öllum börnum Guðs elsku, hvort sem þau eru fjölskylda okkar, vinir, kunningjar eða alls ókunnugir. Þegar við rísum dag hvern úr rekkju, skulum við ákveða að bregðast við af elsku og ljúfmennsku í öllu sem á vegi okkar verður.“5

Bræður og systur, fagnaðarerindi Jesú Krists er fagnaðarerindi kærleika. Æðsta boðorðið er um kærleika. Mér finnst þetta allt snúast um kærleika. Kærleika föðurins, sem fórnaði syni sínum fyrir okkur. Kærleika sonarins, sem fórnaði öllu fyrir okkur. Kærleika móður eða föður, sem myndi fórna öllu fyrir börn sín. Kærleika þeirra sem þjóna svo lítið beri á og eru flestum lítt kunn, en Drottni vel kunnug. Kærleikur þeirra sem fyrirgefa allt og alltaf. Kærleikur þeirra sem gefa meira en þeim er gefið.

Ég elska föður minn á himnum. Ég elska frelsara minn. Ég elska fagnaðarerindið. Ég elska þessa kirkju. Ég elska fjölskyldu mína. Ég elska þetta dásamlega líf. Mér finnst þetta allt snúast um kærleika.

Megi þessi dagur minningar um upprisu frelsarans vera dagur andlegrar endurnýjunar fyrir sérhvert okkar. Megi þessi dagur verða upphafið að lífi fylltu kærleika, sem er „undirstaða okkar daglega lífs.“

Megi hjörtu okkar fyllast hinni hreinu ást Krists, hinu sanna aðalsmerki hins sanna lærisveins Jesú Krists. Það er bæn mín, í nafni Jesú Krists, amen.