2010–2019
Hið smáa og einfalda
Apríl 2018


Hið smáa og einfalda

Það þarf að minna okkur á að samanlagt og yfir langan tíma, þá gerast merkilegir hlutir fyrir það sem virðist smátt.

I.

Kæru bræður og systur, eins og þið þá hef ég verið djúpt snortinn og upplýstur af skilaboðum, tónlist og tilfinningum þessarar stundar hér saman. Ég er viss um að ég tala fyrir ykkur er ég tjái þakklæti mitt til bræðra okkar og systra sem hafa verið verkfæri í höndum Drottins og veitt okkur styrkjandi áhrif þessarar sameiginlegu stundar.

Ég er þakklátur fyrir að fá að tala til þessa áheyrendahóps á páskasunnudegi. Í dag sameinumst við öðrum kristnum þjóðum í að halda hátíðlega upprisu frelsarans Jesú Krists. Fyrir meðlimi Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, þá er bókstafleg upprisa Jesú Krists máttarstólpi trúar okkar.

Af því að við trúum frásögninni um upprisu Jesú Krists bæði í Biblíunni og Mormónsbók, þá trúum við einnig hinum fjölmörgu ritningum sem kenna um samskonar upprisu hjá öllum dauðlegum mannverum sem hafa lifað á jörðunni. Sú upprisa veitir okkur það sem Pétur postuli kallar „lifandi [von]“ (1 Pét 1:3). Sú lifandi von er sannfæring okkar um að dauðinn sé ekki endalok persónu okkar, heldur aðeins nauðsynlegt skref í miskunnsamri áætlun himnesks föður fyrir sáluhjálp barna hans. Sú áætlun kallar á umbreytingu frá dauðleika fyrir í ódauðleika. Þungamiðjan í þeirri umbreytingu er sólarlag dauðans og hin dýrðlega morgunstund, sem er gerð möguleg fyrir upprisu Drottins vors og frelsara, er við höldum hátíðlega á þessum páskasunnudegi.

[ii]

Í merkum sálmi sem Eliza R. Snow orti textann við, syngjum við:

Hve dásamleg, dýrðleg og fullkomin,

endurlausnin okkur er.

Þar réttvísi, kærleikur og miskunn

koma saman í himneskum samhljóm!1

Til að stuðla að framgangi þessarar guðlegu áætlunar og einingar, þá komum við saman á samkomum, eins og þessari ráðstefnu, til að kenna og hvetja hvert annað.

Þennan morgun hef ég fundið til hvatningar til að nota kennslu Alma til sonar síns Helaman, eins og hún er skráð í Mormónsbók: „Fyrir hið smá og einfalda verður hið stóra að veruleika“ (Alma 37:6).

Okkur eru kenndir margir smáir og einfaldir hlutir í fagnaðarerindi Jesú Krists. Það þarf að minna okkur á að samanlagt og yfir langan tíma, þá gerast merkilegir hlutir fyrir það sem virðist smátt. Aðalvaldhafar og aðrir virtir kennarar hafa flutt margar ræður um þetta umræðuefni. Þetta efni er það mikilvægt að ég finn mig knúinn til að tala um það enn á ný.

Ég var minntur á áhrif hinna smáu og einföldu hluta sem gerast yfir langan tíma, af nokkru sem ég sá á morgungöngu minni. Hér er myndin sem ég tók. Hin þykka og sterka steypta gangstétt er byrjuð að springa. Er þetta vegna einhverra mikilla og sterkra afla? Nei, þessar sprungur myndast af hægum, smáum vexti róta sem teygja sig frá einu trjánna þar rétt hjá. Hér er svipað dæmi sem ég sá úr annarri götu.

Ljósmynd
Sprunga í gangstétt
Ljósmynd
Önnur sprunga í gangstétt

Þrýstingskrafturinn sem sprengdi þessar þungu steyptu gangstéttir var of lítill til að hann yrði mælanlegur daglega eða jafnvel mánaðarlega, en áhrif hans yfir lengri tíma verður ótrúlega magnaður.

Þannig eru einnig kröftug áhrif hinna smáu og einföldu hluta sem okkur eru kenndir í ritningunum og af lifandi spámönnum. Takið til að mynda ritningarlesturinn sem okkur hefur verið kennt að vefa inn í daglegt líf okkar. Íhugið líka persónulegar bænir og að krjúpa í fjölskyldubænum, sem er reglulega gert hjá trúföstum Síðari daga heilögum. Hafið í huga mætinguna í trúarskóla unglinga eða trúarskóla ungra fullorðinna. Þó að þetta virðist vera smátt og einfalt þá getur það stuðlað að andlegri upplyftingu og vexti. Þetta gerist vegna þess að hver og einn af þessum smáu og einföldu hlutum býður heilögum anda heim, vitnaranum sem upplýsir okkur og leiðir okkur til sannleikans, eins og Eyring forseti hefur útskýrt.

Önnur uppspretta andlegrar upplyftingar og vaxtar er áframhaldandi iðkun iðrunar, jafnvel af því sem virðast vera smáar yfirsjónir. Innblásið sjálfsmat okkar sjálfra, getur aðstoðað okkur við að sjá hvar við höfum ekki gert nóg og hvernig við getum gert betur. Slík iðrun ætti að koma á undan vikulegri meðtöku sakramentisins. Sumt af því sem við gætum íhugað í þessu iðrunarferli kemur fram í sálminum „Hef ég drýgt nokkra dáð?“

Hef ég drýgt nokkra göfuga dáð í dag?

Hef ég huggað í harmi og nauð?

Hef ég hungraðan satt? Hef ég hugdapran glatt?

Hef ég brugðist að veita brauð?

Var nokkurri mannveru lífsbyrðin létt,

það lítið ég fúslega bar?

Fengu sjúkir og mæddir þá mannlegu stoð,

var meðhjálp mín tilbúin þar?2

Svo sannarlegar eru þetta smáir hlutir, en þetta eru sannarlega góð dæmi um það sem Alma kenndi syni sínum, Helaman: „Og Drottinn Guð hefur sínar aðferðir við að koma til leiðar sínum miklu og eilífu áformum. Með hinu örsmáa … kemur [hann] til leiðar hjálpræði margra sálna“ (Alma 37:7).

Steven C. Wheelwright forseti flutti þessa innblásnu lýsingu af kennslu Alma, fyrir hlustendur við Brigham Young háskólann á Hawaii: „Alma staðfestir fyrir syni sínum að svo sannarlega sé ferlið sem Drottinn fylgi, þegar við iðkum trú á hann og fylgjum ráði hans í hinu smáa og einfalda, að hann blessi okkur með smáum, daglegum kraftaverkum og smátt og smátt með undraverðum verkum.“ 3

Öldungur Howard W. Hunter kenndi: „Oft eru það hinir hversdagslegu hlutir … sem hafa jákvæðustu áhrifin á líf annarra, í samanburði við það sem heimurinn kallar mikilleik.“4

Sannfærandi kenning af veraldlegum meiði um sama hlutinn kom frá Dan Coats, þingmanni frá Indíana, sem ritaði: „Eini undirbúningurinn fyrir hina merkustu ákvörðun sem getur breytt lífinu, eða jafnvel þjóð, eru þessar hundruð, þúsunda hálfmeðvitaðra, sjálf mótandi og að því er virðist, ómerkilegra ákvarðana sem teknar eru í einrúmi.“5

Þessar einkaákvarðanir sem „virðast vera ómerkilegar“ hafa meðal annars að gera með það hvernig við nýtum tíma okkar, hvað við horfum á í sjónvarpinu og á netinu, hvað við lesum, listin og tónlistin sem við umkringjum okkur með í vinnu og heima, hverju við leitum að til skemmtunar og hvernig við beitum skuldbindingu okkar um að vera heiðarleg og sönn. Annað sem virðist vera lítið og einfalt er að vera kurteis og glaðleg í persónulegum samskiptum okkar.

Ekkert af þessum smáu og einföldu hlutum munu lyfta okkur á hátt plan, nema að þeir séu iðkaðir stanslaust og af samkvæmni. Brigham Young forseti er sagður hafa sagt: „Líf okkar samanstendur af smáum og einföldum aðstæðum sem verða miklar þegar þær eru settar saman og lýsa öllu lífi karls eða konu.“6

Við erum umkringd áhrifum fjölmiðla og menningarlegu niðurrifi sem mun flytja okkur niður með straumnum í gildum okkar, ef við berjumst ekki stöðugt á móti. Til að færast upp á móti straumnum í áttina að eilífu markmiði okkar þá verðum við að halda áfram að róa. Það hjálpar ef við erum hluti af teymi sem rær saman, eins og ræðarar að verki. Til þess að fara aðeins lengra með þetta dæmi, þá eru straumarnir svo sterkir að ef við hættum einhvern tíma að róa þá munum við færast niður með straumnum að ákvörðunarstað sem við sækjumst ekki eftir, en mun verða óhjákvæmilegur ef við reynum ekki stöðugt að halda áfram för okkar.

Eftir að hafa sagt frá frekar lítilvægum atburði, að því er virtist, þá skrifaði Nefí: „Og þannig sjáum við, að með litlu getur Drottinn komið miklu til leiðar“ (1 Ne 16:29). Í Gamla testamentinu er að finna eftirminnilegt dæmi um þetta. Þar lesum við um það hvernig Ísraelsmenn voru þjakaðir af eitruðum höggormum. Margir dóu frá biti þeirra (sjá4 Mós 21:6). Þegar Móse bað um lausn þá fékk hann innblástur um að taka „höggorm af eiri og [setja] á stöng.“ Þá „ef höggormur hafði bitið einhvern og hann leit til eirormsins, þá hélt hann lífi“ (vers 9). Svo smáir hlutir fyrir slíkt kraftaverk! Samt var það, eins og Nefí útskýrði þegar hann kenndi þeim sem voru að rísa upp gegn Drottni, þetta dæmi, jafnvel þegar Drottinn hafði sýnt fram á einfalda leið til að læknast, „vegna þess, hversu einfalt það var og auðvelt, fórust margir“ (1 Ne 17:41).

Þetta dæmi og þessi kennsla minnir okkur á að einfaldleiki leiðarinnar eða auðveldleiki verkefnisins getur ekki þýtt að það sé ómerkilegt að ná réttlátri þrá okkar.

Á svipaðan hátt þá getur smá óhlýðni eða minni háttar brot á réttlátri hegðun dregið okkur niður í átt að niðurstöðu sem við höfum verið vöruð við. Vísdómsorðið veitir okkur dæmi um slíkt. Líklega eru áhrifin af einni sígarettu eða einum drykk af áfengi eða jafnvel einum skammti af öðru vímuefni ómerkjanleg. Hins vegar þá eru áhrifin mikil yfir langan tíma og geta jafnvel verið óafturkallanleg. Munið eftir sprungunum í gangstéttinni eftir hægan rótarvöxtinn frá tréinu? Eitt er víst, það er algerlega hægt að forðast hinar hræðilegu afleiðingar þess að neyta nokkurs sem getur verið ávanabindandi, eins og eiturlyf sem ráðast á líkama okkar eða klám sem lítillækkar hugsanir okkar, ef við forðumst að neyta þess í fyrsta sinn - ekki einu sinni.

Fyrir mörgum árum síðan lýsti öldungur M. Russel Ballard því fyrir hlustendum á aðalráðstefnu „hve smáir og einfaldir hlutir geta verið neikvæðir og eyðandi fyrir sáluhjálp einstaklingsins.“ Hann kenndi: „Eins og veikbyggðir þræðir mynda garn, svo streng og því næst kaðal þá geta þessir smáu hlutir orðið of sterkir til að slíta sundur ef þeir eru sameinaðir. Við verðum ávallt að vera meðvituð um þann kraft sem smáir og einfaldir hlutir geta haft í að byggja upp andlegan styrk. Á sama tíma verðum við að vera vakandi fyrir því að Satan muni nota hina smáu og einföldu hluti til að leiða okkur í örvæntingu og vesæld.“7

Wheelwright forseti aðvaraði áheyrendur sína í BYU-Hawaii á svipaðan hátt: „Það er í því að bregðast að gera hina smáu og einföldu hluti sem veldur því að trú riðar, kraftaverkin hætta og ferðin í áttina til Drottins og ríkis hans er fyrst sett í bið og byrjar svo að vinda ofan af sér þegar ríki Guðs er skipt út fyrir veraldlegri hluti og metnað.“8

Til að vernda gegn uppsöfnuðum neikvæðum áhrifum sem eyðileggja andlegan þroska okkar þá verðum við að fylgja hinu andlega ferli hinna smáu og einföldu hluta. Öldungur David A. Bednar lýsti þessu á kvennaráðstefnu í BYU: „Við getum lært mikið um eðli og mikilvægi þessa andlega ferlis frá tækninni að … dreypa vatni í jarðveg í mjög litlum mæli í einu,“ í samanburði við að flæða eða að sprauta miklu vatnsmagni þar sem ekki er þörf fyrir það.

Hann útskýrði: „Stöðugir dropar vatnsins sökkva djúpt í jörðina og sjá jarðveginum fyrir raka sem plöntur geta þrifist af. Á sama hátt, ef við erum með einbeittan huga og dugleg að meðtaka reglulega dropa andlegrar næringar, þá ná rætur fagnaðarerindisins að sökkva sér dýpra í sál okkar, geta styrkst verulega og orðið rótfastar og geta framleitt ótrúlegan og gómsætan ávöxt.“

Hann hélt áfram: „Andlegt ferli hinna smáu og einföldu hluta færir fram stórkostlega hluti, framleiðir festu og stöðugleika, aukna hollustu og fyllri trúarsannfæringu um Drottin Jesú Krist og fagnaðarerindi hans.“9

Spámaðurinn Joseph Smith kenndi þetta í orðum sem nú má finna í Kenningu og sáttmálum: „Enginn maður skal líta á þetta sem smámuni, því að margt varðandi … hina heilögu hvílir á því“ (K&S 123:15).

Í sambandi við fyrstu tilraunirnar til að koma kirkjunni á stofn í Missouri, þá ráðlagði Drottinn þolinmæði því að „allt verður að gerast á sínum tíma“ (K&S 64:32). Hann setti þá fram sína frábæru kenningu: „Þreytist þess vegna ekki á að gjöra gott, því að þér eruð að leggja grunninn að miklu verki. Því af hinu smáa sprettur hið stóra“ (K&S 64:33).

Ég trúi því að við þráum öll að fylgja áskorun Russels M. Nelson forseta til að halda áfram á „sáttmálsleiðinni.“10 Skuldbinding okkar um að gera slíkt er styrkt af því að gera ávalt „hið smáa“ sem okkur er kennt í fagnaðrerindi Jesú Krists og af leiðtogum kirkju hans. Ég ber vitni um hann og kalla fram blessanir hans á alla sem leitast við að vera á sáttmálsleið hans, í nafni Jesú Krists, amen.

Heimildir

  1. “How Great the Wisdom and the Love,” Hymns, nr. 195, ísl. þýðing.

  2. “Have I Done Any Good?” Hymns, nr. 223, ísl. þýðing.

  3. Steven C. Wheelwright, “The Power of Small and Simple Things” (Brigham Young University–Hawaii devotional, 31. ágúst, 2007), 2, devotional.byuh.edu.

  4. Teachings of Presidents of the Church: Howard W. Hunter (2015), 165.

  5. Dan Coats, “America’s Youth: A Crisis of Character,” Imprimis, bindi 20, nr. 9 (sept. 1991), 4; sjá einnig Elder Wilford Andersen in his column in the Mesa Tribune, maí 1996.

  6. Brigham Young, discourse í Ogden Tabernacle, 19. júlí, 1877, eins og greint er fá í “Discourse,” Deseret News, 17. okt, 1877, 578.

  7. M. Russell Ballard, “Small and Simple Things,” Ensign, maí 1990, 7,8.

  8. Steven C. Wheelwright, “The Power of Small and Simple Things,” 3.

  9. David A. Bednar, “By Small and Simple Things Are Great Things Brought to Pass” (Brigham Young University Women’s Conference, 29. apr. 2011), womensconference.byu.edu.

  10. Russell M. Nelson, “As We Go Forward Together,” Liahona, apr. 2018, 7.