2010–2019
Hátíðarfundur
Apríl 2018


Hátíðarfundur

Bræður og systur, Nelson forseti hefur beðið mig um að sjá um málefni hátíðarfundarins, sem við erum saman komin á í dag.

Þetta er þýðingarmikill viðburður fyrir meðlimi Kirkju Jesú Krists hinn Síðari daga heilögu um allan heim.

Allt frá 10. október 1880, er John Taylor var studdur í kjölfar Brighams Young, sem spámaður, sjáandi og opinberari og forseti Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, hefur hver þessara viðburða verið skilgreindur sem formlegur hátíðarfundur allrar kirkjunnar, til að rödd hennar fái heyrst.

Við munum styðja eftir sveitum og hópum. Hvar sem þið eruð, er ykkur boðið að standa aðeins á fætur þegar þess er beiðst og sýna með handauppréttingu að þið veljið að styðjið þá sem verða nafngreindir. Þið sýnið aðeins stuðning þegar þið eruð beðin um að standa upp.

Þeir aðalvaldhafar sem hafa verið beðnir að vera í Laufskálanum og Hátíðarhöllinni á Musteristorginu, munu fylgjast með stuðningi í þessum húsakynnum. Í stikumiðstöðvum munu meðlimir stikuforsætisráðs fylgjast með stuðningi. Ef einhverjir einstaklingar sýna merki á móti, skulu þeir hafa samband við viðeigandi stikuforseta.

Við munum nú halda áfram. Ég endurtek, standið aðeins upp til að sýna stuðning þegar þið eruð beðin um það.

Við biðjum meðlimi Æðsta forsætisráðsins vinsamlega um að standa upp.

Þess er beiðst að við styðjum Russell Marion Nelson sem spámann, sjáanda og opinberara og forseta Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.

Þeir sem það samþykkja í Æðsta forsætisráðinu, vinsamlega sýnið það.

Þess er beiðst að Æðsta forsætisráðið styðji Dallin Harris Oaks sem fyrsta ráðgjafa og Henry Bennion Eyring sem annan ráðgjafa í Æðsta forsætisráði kirkjunnar.

Þeir sem það samþykkja í Æðsta forsætisráðinu, vinsamlega sýnið það.

Þess er beiðst að Æðsta forsætisráðið styðji Dallin Harris Oaks sem forseta Tólfpostulasveitarinnar og Melvin Russell Ballard sem starfandi forseta Tólfpostulasveitarinnar.

Þeir sem það samþykkja í Æðsta forsætisráðinu, vinsamlega sýnið það.

Þess er beiðst að Æðsta forsætisráðið styðji sem meðlimi Tólfpostulasveitarinnar: M. Russell Ballard, Jeffrey R. Holland, Dieter F. Uchtdorf, David A. Bednar, Quentin L. Cook, D. Todd Christofferson, Neil L. Andersen, Ronald A. Rasband, Gary E. Stevenson, Dale G. Renlund, Gerrit Walter Gong og Ulisses Soares.

Meðlimir í Æðsta forsætisráðinu, vinsamlega sýnið það.

Þess er beiðst að Æðsta forsætisráðið styðji ráðgjafana í Æðsta forsætisráðinu og meðlimi Tólfpostulasveitarinnar sem spámenn, sjáendur og opinberara.

Meðlimir í Æðsta forsætisráðinu, vinsamlega sýnið það.

Æðsta forsætisráðið mun nú fá sér sæti.

Við bjóðum öldungi Gong og öldungi Soares að fá sér stæti meðal Tólfpostulasveitarinnar.

Meðlimir Tólfpostulasveitarinnar, sem og öldungur Gong og öldungur Soares, standi á fætur.

Þess er beiðst að Tólfpostulasveitin styðji Russell Marion Nelson sem spámann, sjáanda og opinberara og forseta Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, ásamt ráðgjöfum hans og meðlimum Tólfpostulasveitarinnar, eins og þeir hafa verið verið kynntir og studdir af Æðsta forsætisráðinu.

Þeir sem það samþykkja í Tólfpostulasveitinni, vinsamlega sýnið það.

Þið megið fá ykkur sæti.

Við biðjum aðalvaldhafa Sjötíu og Yfirbiskupsráðið að standa á fætur.

Þess er beiðst að allir aðalvaldhafar Sjötíu og Yfirbiskupsráðið styðji Russell Marion Nelson sem spámann, sjáanda og opinberara og forseta Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, ásamt ráðgjöfum hans og meðlimum Tólfpostulasveitarinnar, eins og þeir hafa verið kynntir og studdir af Æðsta forsætisráðinu.

Allir aðalvaldhafar Sjötíu og meðlimir Yfirbiskupsráðsins sem það samþykkja, vinsamlega sýnið það.

Þið megið fá ykkur sæti.

Við biðjum eftirtalda að standa á fætur, hvar sem þeir eru í heiminum: Allir svæðishafar Sjötíu, vígðir patríarkar, háprestar og öldungar.

Þess er beiðst að þið styðjið Russell Marion Nelson sem spámann, sjáanda og opinberara og forseta Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, ásamt ráðgjöfum hans og meðlimum Tólfpostulasveitarinnar, eins og þeir hafa verið kynntir og studdir.

Allir sem það samþykkja, sýni það.

Sé einhver á móti, þá sýni hann það.

Gjörið svo vel að setjast.

Öllum meðlimum Líknarfélagsins – sem eru allar konur, 18 ára og eldri – er vinsamlega boðið að standa á fætur.

Þess er beiðst að þið styðjið Russell Marion Nelson sem spámann, sjáanda og opinberara og forseta Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, ásamt ráðgjöfum hans og meðlimum Tólfpostulasveitarinnar, eins og þeir hafa verið kynntir og studdir.

Allir meðmæltir gefi merki með handauppréttingu.

Sé einhver á móti, sýni hún það.

Þið megið setjast.

Við biðjum alla þá sem hafa Aronsprestdæmið – sem eru allir vígðir prestar, kennarar og djáknar, að standa á fætur.

Þess er beiðst að þið styðjið Russell Marion Nelson sem spámann, sjáanda og opinberara og forseta Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, ásamt ráðgjöfum hans og meðlimum Tólfpostulasveitarinnar, eins og þeir hafa verið kynntir og studdir.

Allir meðmæltir gefi merki með handauppréttingu.

Sé einhver á móti, sýni hann það.

Þið megið fá ykkur sæti.

Allar stúlkur sem eru 12 til 18 ára, standi á fætur.

Þess er beiðst að þið styðjið Russell Marion Nelson sem spámann, sjáanda og opinberara og forseta Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, ásamt ráðgjöfum hans og meðlimum Tólfpostulasveitarinnar, eins og þeir hafa verið kynntir og studdir.

Allir meðmæltir gefi merki með handauppréttingu.

Sé einhver á móti, sýni hún það.

Þið megið setjast.

Við biðjum nú alla í kirkjunni, hvar sem þið eruð stödd, líka alla þá sem þegar hafa risið úr sætum, að standa á fætur.

Þess er beiðst að þið styðjið Russell Marion Nelson sem spámann, sjáanda og opinberara og forseta Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, ásamt ráðgjöfum hans og meðlimum Tólfpostulasveitarinnar, eins og þeir hafa verið kynntir og studdir.

Allir meðmæltir gefi merki með handauppréttingu.

Sé einhver á móti, sýni hann það.

Þið megið öll setjast.

Við þökkum ykkur, bræður og systur, fyrir kærleika ykkar og stuðning.