2010–2019
Hjarta spámanns
Apríl 2018


Hjarta spámanns

Við getum fagnað því að spámaður Drottins er á réttum stað og að verk hans er í vinnslu á þann hátt sem hann hefur lagt fyrir á guðdómlegan hátt.

Ég hef beðið þess heitt að heilagur andi verði með okkur í dag, við þetta himneska tækifæri. Það sem við höfum verið vitni að, sem söfnuður, hefur verið mjög mikilfenglegt því að 17. forseti þessa ráðstöfunartíma hefur verið studdur á hátíðarfundi.

Er ég leitaði leiðsagnar varðandi það ræðuefni sem Drottinn myndi vilja að ég tækist á við í dag þá leiddist hugur minn að nýlegu samtali sem ég átti við hið ný kallaða Æðsta forsætisráð. Í þessari umræðu deildi annar ráðgjafanna eftirfarandi orðum: „Ég vona einlæglega að þegnar kirkjunnar geti skilið mikilfengleika þess sem hefur gerst með köllun nýs spámanns okkar, Russels M. Nelson forseta, og mikilvægi og helgi hátíðarfundarins sem mun fara fram á aðalráðstefnu. Hann hélt áfram: „Það eru 10 ár síðan og margir, sérstaklega æska kirkjunnar, muna ekki eftir eða hafa aldrei upplifað þetta áður.“

Ljósmynd
David O. McKay forseti

Þetta fékk mig til að rifja upp atvik sem ég hef upplifað. Fyrsti spámaðurinn sem ég man eftir var David O. McKay forseti. Ég var 14 ára þegar hann lést. Ég man eftir tómleikatilfinningunni sem fylgdi fráfalli hans og tárunum í augum móður minnar og þeirri sorg sem öll fjölskyldan upplifði. Ég man hvernig orðin, „viltu blessa David O. McKay forseta,“ féllu svo auðveldlega af vörum mínum er ég bað bæna minna að ef ég passaði mig ekki, jafnvel eftir fráfall hans, þá stóð ég mig að því að nota þessi sömu orð. Ég velti því fyrir mér hvort að hugur minn og hjarta myndu færast með sömu tilfinningu og sannfæringu yfir á þá spámenn sem á eftir honum kæmu. Næstum því eins og foreldrar sem elska hvert barna sinna, fann ég kærleika til, tengingu við og vitnisburð um Joseph Fielding Smith forseta, sem kom á eftir McKay forseta og svo átti við hvern forseta þar á eftir: Harold B. Lee, Spencer W. Kimball, Ezra Taft Benson, Howard W. Hunter, Gordon B. Hinckley, Thomas S. Monson og svo í dag Russel M. Nelson forseta. Ég styð hvern forseta af heilum hug, með upplyftri hendi og hjarta.

Það er bara eðlilegt að finna sorg og tómleika eftir að hver og einn spámannanna okkar hefur fallið frá. Sorg okkar er samt milduð af gleði og von sem kemur frá því þegar við upplifum eina af frábæru blessunum endurreisnarinnar, sem er köllun og stuðningur lifandi spámanns hér á jörðinni.

Vegna þessa langar mig til að tala við ykkur um þetta heilaga ferli sem farið hefur fram síðustu 90 daga. Ég ætla að lýsa því í fjórum hlutum: í fyrsta lagi þá er það fráfall ástkærs spámanns okkar og að Æðsta forsætisráðið sé leyst upp; í öðru lagi, sá tími sem fer í að bíða eftir að nýja Æðsta forsætisráðið sé endurskipulagt; í þriðja lagi, köllun nýs spámanns; og í fjórða lagi stuðningur við nýjan spámann og Æðsta forsætisráð á hátíðarfundi.

Fráfall spámanns

Ljósmynd
Jarðarför Thomas S. Monson forseta
Ljósmynd
Thomas S. Monson forseti

Þann 2. janúar 2018, hvarf okkar kæri spámaður, Thomas S. Monson, yfir huluna. Hann mun ávallt eiga stað í hjörtum okkar. Henry B. Eyring forseti flutti orð við fráfall Monsons forseta sem lýsti tilfinningum okkar í stuttu máli: „Einkenni lífs hans, eins og lífs frelsarans, verður umhyggja hans sjálfs við að þjóna hinum fátæku, sjúku - og jafnvel öllum einstaklingum - um allan heim.1

Spencer W. Kimball forseti sagði:

„Er ein stjarna sekkur á bak við sjóndeildarhringinn, þá kemur önnur inn í myndina og dauðinn getur líf.

Verk Drottins er óendanlegt. Jafnvel þegar kröftugur leiðtogi deyr þá er kirkjan aldrei leiðtogalaus eitt andartak, þökk sé hinni ljúfu forsjón sem gaf ríki sínu stöðugleika og eilífð. Eins og hefur þegar gerst … áður á þessum ráðstöfunartímum þá lokar fólkið einni gröf, þurrkar tár sín og snýr andliti sínu til framtíðarinnar.2

Postullegt millibilsástand

Sá tími sem líður á milli dauða spámanns og endurskipulagningar Æðstaforsætisráðsins er kallað „postullegt millibilsástand.“ Á þessu tímabili hefur Tólfpostulasveitin sameiginlega lyklana að stjórn kirkjunnar, undir leiðstögn forseta sveitarinnar. Joseph F. Smith forseti kenndi þetta: „Það er ávallt leiðtogi yfir kirkjunni og ef forsætisráð kirkjunnar er fjarlægt vegna dauða eða af annarri ástæðu, þá er Tólfpostulasveitin næsta höfuð kirkjunnar, þar til forsætisráðið er skipulagt aftur. 3

Ljósmynd
Tólfpostulasveitin

Síðasta millibilsástand hófst þegar Monson forseti féll frá, þann 2. janúar, og lauk 12 dögum seinna, sunnudaginn 14. janúar, 2018. Að morgni þessa hvíldardags þá hittist Tólfpostulasveitin í efri sal Salt Lake musterisins í anda föstu og bænar, undir forsæti Russels M. Nelson forseta, sem hafði verið postuli lengstur hinna Tólf og forseti Tólfpostulasveitarinnar.

Köllun nýs spámanns

Á þessum heilaga og eftirminnilega fundi, fylgjandi gamalgrónu fordæmi í einingu og samlyndi, þá réttu bræðurnir, sem sátu í starfsaldursröð í hálfhring í 13 stólum, upp hendur, fyrst til að styðja skipulagningu Æðstaforsætisráðsins og því næst til að styðja Russel Marion Nelson forseta, sem forseta Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Þessari stuðningsyfirlýsingu fylgdi síðan að Tólfpostulasveitin kom saman í hring og lagði hendur á höfuð Nelsons forseta til að vígja hann og setja í embætti, þar sem næsti postulinn í starfsaldursröðinni ljáði rödd sína.

Því næst nefndi Nelson forseti ráðgjafa sína, Dallin Harris Oaks forseta, Henry Bennion Eyring forseta, með Oaks forseta sem forseta Tólfpostulasveitarinnar, og Melvin Russel Ballard sem starfandi forseta Tólfpostulasveitarinnar. Eftir að álíka stuðningur var veittur, var hver þessara bræðra settur í sitt viðkomandi embætti af Nelson forseta. Þetta var djúpstæð og heilög stund þar sem andinn var mjög sterkur. Ég býð ykkur algert vitni mitt um að vilji Drottins, sem ég bað einlæglega um, var sterklega augljós í viðburðum og athöfnum þessa dags.

Ljósmynd
Æðsta forsætisráðið

Með vígslu Nelsons forseta og endurskipulagningu Æðsta forsætisráðsins þá lauk postullega millibilsástandinu og á undraverðan hátt hóf hið nýja Æðsta forsætisráð störf sín, án svo mikið sem einnar sekúndu truflunar í stýringu ríkis Drottins á jörðunni.

Hátíðarfundur

Í morgun nær þetta heilaga ferli hámarki sínu í samræmi við ritningarlega tilskipun sem finna má í Kenningu og sáttmálum: „Því að allt verður að gjörast með reglu og með almennri samþykkt kirkjunnar og með trúarbæn,“4og „þrír ráðandi háprestar, … studdir … með trausti, trú og bænum kirkjunnar, mynda sveit, sem er forsætisráð kirkjunnar.“5

Öldungur David B. Haight lýsti eldri útgáfu af því sem gerist hér í dag:

„Við erum vitni að og þátttakendur í hinni heilögustu stund - hátíðarfundi sem framkvæmir himneska hluti. Eins og til forna þá hefur verið mikið um föstu og hinir heilögu um heiminn hafa beðið bæna um að þeir megi finna fyrir úthellingu anda Drottins, sem er áberandi fyrir hendi … af þessu tilefni á þessum morgni

Hátíðarfundur, eins og nafnið gefur til kynna, gefur í skyn heilaga, yfirvegaða og lotningarfulla stund, þar sem hinir heilögu safnast saman undir leiðsögn Æðstaforsætisráðsins.“6

Bræður og systur, við getum fagnað - jafnvel hrópað hósanna! - yfir að málsvari Drottins, spámaður Guðs, er á réttum stað og að Drottinn er ánægður með að verk hans er í vinnslu á þann hátt sem hann hefur lagt fyrir á guðdómlegan hátt.

Russell M. Nelson forseti

Þetta guðdómlega vígða ferli leiðir að nýjum guðlega kölluðum spámanni. Á sama hátt og Monson forseti var einn af mikilhæfustu mönnum þessarar jarðar, þá má einnig segja það um Nelson forseta. Hann hefur verið einstaklega vel undirbúinn og sérstaklega leiðbeint af Drottni til að leiða okkur á þessum tímum. Það er mikil blessun að hafa nú Russel M. Nelson forseta sem elskandi og trúfastan spámann okkar, 17. forseta kirkjunnar á þessum síðustu ráðstöfunartímum.

Ljósmynd
Russell M. Nelson forseti

Nelson forseti en sannarlega stórkostlegur maður. Ég hafði þau forréttindi að þjóna í Tólfpostulasveitinni með honum sem sveitarforseta minn í rúm tvö ár. Ég hef ferðast með honum og dáist að orku hans, þar sem maður verður að hafa sig allan við til að halda í við hann. Alls hefur hann heimsótt 133 lönd á ævi sinni.

Hann á hug allra, bæði ungra og aldinna. Hann virðist þekkja alla og er einstaklega góður í að muna nöfn. Öllum sem þekkja hann finnst þeir vera uppáhaldið hans. Þannig er það með okkur öll - vegna þeirrar einlægu elsku og umhyggju sem hann hefur fyrir öllum.

Samskipti mín við Nelson forseta hafi að mestu verið kirkjuleg eðlis, en samt hef ég einnig kynnst starfsframa Nelsons forseta, áður en hann var kallaður sem aðalvaldhafi. Eins og mörg ykkar vitið þá var Nelson forseti heimþekktur hjartaskurðlæknir og snemma á ferli sínum var hann frumkvöðull í hönnun hjarta og lungnavélar. Hann vann í rannsóknarteymi sem studdi fyrstu opnu hjartaaðgerðina með hjarta og lungna hjáveituvél, árið 1951. Nelson forseti framkvæmdi opna hjartaaðgerð á Spencer W. Kimball forseta, ekki löngu áður en Kimball forseti varð spámaður.

Ljósmynd
Nelson forseti sem skurðlæknir

Áhugavert er að kall Nelsons forseta til þjónustu í Tólfpostulasveitinni fyrir 34 árum, batt enda á starfsframa læknis, sem græddi og gerði við hjörtu, en hóf þjónustu sem postuli, sem helgaðist af því að græða og gera við hjörtu tugþúsunda um allan heim, þar sem sérhver hefur notið hvatningar og lækningar af orðum hans og verkum og visku og kærleika.

Ljósmynd
Nelson forseti sem postuli
Ljósmynd
Nelson forseti að heilsa meðlimum
Ljósmynd
Nelson forseti með barnabarni sínu

Kristilegt hjarta

Þegar ég sé kristilegt hjarta fyrir mér í daglegu starfi, þá sé ég Nelson forseta. Ég hef aldrei hitt nokkurn sem er betra dæmi um þennan eiginleika á hærra plani en hann er. Það hefur verið merkileg handleiðsla fyrir mig að vera í aðstöðu til að sjá frá fyrstu hendi hvernig kristilegt hjarta hefur sýnt sig í Nelson forseta.

Innan nokkurra vikna eftir að hafa verið kallaður í Tólfpostulasveitina, í október 2015, þá fékk ég tækifæri að sjá í nærmynd smá vott af því faglega starfi sem Nelson forseti vann. Mér var boðið að taka þátt í viðburði þar sem hann var heiðraður sem frumkvöðull í hjartaaðgerðum. Þegar ég gekk inn í salinn var ég undrandi að sjá fjöldann allan af fagfólki sem var komin þar saman til að heiðra og votta viðurkenningu fyrir starf það sem Nelson forseti hafði unnið mörgum árum áður, sem læknir og skurðlæknir.

Það kvöld stóðu margir sérfræðingar upp og vottuðu virðingu sína og aðdáun fyrir framúrskarandi framlag Nelsons forseta til sérfags síns í læknavísindum. Eins tilkomumikill og hver ræðumaður var í því að lýsa hinum ýmsu afrekum Nelsons forseta, þá var ég algerlega heillaður af því samtali sem ég átti við manninn sem sat við hlið mér. Hann vissi ekki hver ég var, en hann þekkti Nelson forseta sem Nelson lækni, yfirmann kennsludeildar hjartaskurðlækna við læknadeild árið 1955.

Þessi maður var fyrrverandi nemandi Nelsons forseta. Hann átti margar minningar. Það sem var áhugaverðast var lýsing hans á kennsluaðferðum Nelsons forseta, sem hann sagði að hefðu gert hann alkunnan. Hann útskýrði að mikið af kennslu hjartaskurðlæknanema hefði farið fram í skurðstofunni. Þar fylgdust nemar með og framkvæmdu aðgerðir undir eftirliti kennaranna, eins og nokkurs konar tilraunakennslustofa. Hann deildi því að andrúmsloft skurðstofunnar, undir stjórn sumra skurðlæknanna, hefði verið fullt af óreiðu, samkeppni, þrýstingi og jafnvel ýtt undir eiginhagsmunasemi. Þessi maður lýsti því sem mjög erfiðu umhverfi, stundum jafnvel niðurlægjandi. Þar af leiðandi upplifðu skurðlæknanemar það oft að frami þeirra væri í húfi.

Hann lýsti síðan hinu einstaka andrúmslofti sem var að finna í skurðstofu Nelsons forseta. Það var friðsælt, rólegt og virðulegt. Komið var fram við nemana af virðingu. Hinsvegar þá ætlaðist Nelson læknir til hæstu staðla í framkvæmd hjá öllum nemum sínum, eftir að hafa verið með sýnikennslu. Maðurinn hélt áfram að lýsa því hvernig bestu batahorfur sjúklinga og bestu skurðlæknarnir komu úr skurðstofu Nelsons læknis.

Það kom mér alls ekki á óvart. Þetta er það sem ég hafði séð af fyrstu hendi og verið blessaður af í Tólfpostulasveitinni. Mér finnst á vissan hátt að ég hafi verið einn af „nemum hans í þjálfun.“

Nelson forseti hefur kennsluaðferðir sem eiga sér engan líka er hann kennir og leiðréttir á jákvæðan, virðingafullan og upplyftandi máta. Hann er persónugerfingur kristilegs hjarta og okkur öllum fordæmi. Við lærum af honum, að það er sama í hvernig aðstæðum við finnum okkur, þá getur hegðun okkar og hjörtu verið í samræmi við kenningar fagnaðarerindis Jesú Krists.

Nú höfum við þá miklu blessun að styðja spámann okkar, Russel M. Nelson forseta. Í gegnum líf hans hefur hann eflt þau fjölmörgu hlutverk sem hann hefur innt af hendi, sem nemandi, faðir, prófessor, eiginmaður, læknir, prestdæmisleiðtogi, afi og postuli. Hann uppfyllti þessi hlutverk þá - og heldur áfram að gera það nú - með hjarta spámanns.

Bræður og systur, sá hátíðarfundur sem við höfum tekið þátt í og verið vitni að hér í dag, leiðir að vitnisburði mínum um að Russel M. Nelson forseti er lifandi málsvari Drottins fyrir allt mannkyn. Ég bæti svo einnig við vitnisburði mínum um Guð, föðurinn, Jesú Krist og hlutverk hans sem frelsara okkar og lausnara. Í nafni Jesú Krists, amen.