2010–2019
Með einum huga
Apríl 2018


Með einum huga

Til þess að ná æðsta hlutskipti okkar þá þörfnumst við hvers annars og við þurfum að vera einhuga.

Eitt af merkilegustu dýrum jarðarinnar er kóngafiðrildið. Á ferðalagi til Mexíkó til að verja jólunum með fjölskyldu eiginmanns mín, heimsóttum við fiðrildagarð, þar sem milljónir kóngafiðrilda eyða vetrinum. Það var heillandi að sjá svona tilkomumikla sýn og einnig fyrir okkur að íhuga þetta dæmi um samhug og hlýðni við himnesk lögmál sem sköpunarverk Guðs sýndu þar.1

Ljósmynd
Kóngafiðrildi
Ljósmynd
Hópur fiðrilda

Kóngafiðrildi hafa meistaralega ratvísi. Þau nota stöðu sólarinnar til að finna leiðina sem þau ætla að fara. Á hverju vori ferðast þau þúsundir kílómetra frá Mexíkó til Kanada og á hverju hausti snúa þau til baka í sömu helgu furuskógana í Mexíkó.2 Þetta gera þau, ár eftir ár, einn örmáan vængjaslátt í einu. Á ferðalagi sínu hópast þau saman að nóttu til í trjánum til að vernda sig frá kuldanum og rándýrum.3

Ljósmynd
Kviksjá fiðrilda
Ljósmynd
Önnur kviksjá fiðrilda

Á ensku kallast hópur fiðrilda kaleidoscope eða kviskjá.4 Er það ekki falleg ímynd? Hvert fiðrildi í kviksjá er einstakt og mismunandi, samt hafa þessi viðkvæmu dýr, að því er virðist, verið sköpuð af ástríkum skapara með hæfileikann til að lifa af, ferðast, fjölgast og breiða út líf, er þau ferðast frá einu blómi til þess næsta og dreifa frjókornum. Þó að hvert fiðrildi sé ólíkt þá vinna þau saman við að gera heiminn að fallegri og frjósamari stað.

Eins og kóngafiðrildin þá erum við á leiðinni heim aftur til himnesks heimilis okkar þar sem við munum sameinast himneskum foreldrum okkar.5 Eins og fiðrildin þá hafa okkur verið gefnir guðlegir eiginleikar sem hjálpa okkur að stýra í gegnum lífið, til að „fylla mæli sköpunar [okkar]“6 Eins og þau, ef við tengjum hjörtu okkar saman,7 mun Drottinn vernda okkur og „[safna] yður saman, eins og hæna safnar ungum sínum, undir vængi sína“8 og gerir okkur að fallegri kviksjá.

Telpur og drengir, stúlkur og piltar, systur og bræður, við erum saman í þessari ferð. Til þess að ná æðsta hlutskipti okkar þá þörfnumst við hvers annars og við þurfum að vera einhuga. Drottinn hefur boðið okkur: „Verið eitt, og ef þér eruð ekki eitt, eruð þér ekki mínir.“9

Jesús Kristur er hið fullkomna dæmi um samhug með föður sínum. Þeir eru eitt í tilgangi, kærleika og í verki, þar sem „vilji sonarins innbyrðist í vilja föðurins.“10

Hvernig getum við fylgt hinu fullkomna fordæmi Drottins um einingu með föður hans og verið sameinaðri þeim og hvort öðru?

Það má finna hvetjandi fyrirmynd í Post 1:14. Við lesum: „[Karlarnir] voru með einum huga stöðugir í bæninni ásamt konunum.“11

Ég held að þessi setning „með einum huga“ komi fyrir á nokkrum stöðum í Postulasögunni, þar sem við lesum um það sem fylgjendur Jesú Krists gerðu strax eftir að hann sté aftur upp til himna sem upprisin vera, ásamt þeim blessunum sem þau hlutu vegna verka þeirra. Það er einnig merkilegt að við finnum samskonar atferli á meðal hinna trúföstu í Ameríku, á þeim tíma sem Drottinn heimsótti og þjónaði þeim. „Með einum huga“ þýðir sammála, í einingu og allir saman.

Sumt af því sem trúfastir heilagir gerðu í sameiningu á báðum stöðum er að þeir báru vitni um Jesú Krist, lærðu orð Guðs og þjónuðu hver öðrum af kærleika.12

Fylgjendur Drottins voru eitt í tilgangi, í kærleika og í verkum. Þau vissu hver þau voru, þau vissu hvað þau urðu að gera og þau gerðu það með kærleika til Guðs og hvers annars. Þau voru hluti af fallegi kviksjá sem færðist áfram með einum huga.

Sumar af þeim blessunum sem þau hlutu voru að þau voru fyllt heilögum anda, kraftaverk gerðust á meðal þeirra, kirkjan óx, það var engin ósætti á milli fólksins og Drottinn blessaði þau í öllu.13

Við getum reiknað með því að ástæðan fyrir því að þau voru svona sameinuð var vegna þess að þau þekktu Drottin persónulega. Þau höfðu verið náin honum og þau höfðu verið vitni að guðlegu hlutverki hans, kraftaverkunum sem hann framkvæmdi og upprisu hans. Þau sáu og snertu förin í höndum hans og fótum. Þau höfðu fullvissu um að hann var hinn lofaði Messías, lausnari heimsins. Þau vissu að „Hann er uppspretta allrar lækningar, friðar og eilífrar framþróunar.“14

Jafnvel þó að við höfum ekki séð frelsarann með okkar eigin augum, þá getum við vitað að hann lifir. Er við nálgumst hann, er við meðtökum persónulegan vitnisburð í gegnum heilagan anda um guðlegt verk hans, þá munum við fá betri skilning á tilgangi okkar: Þá mun elska Guðs dvelja í hjörtum okkar;15við munum öðlast þá ákveðni að verða eitt með kviksjá fjölskyldna okkar, deilda og samfélags, og við munum þjóna hvert öðru á „nýrri og betri hátt“.16

Kraftaverk gerast þegar börn Guðs vinna saman undir leiðsögn andans við að teygja sig út til þeirra sem eru í þörf.

Ljósmynd
Götur í flóði og hjálparstarfsmenn

Við heyrum svo margar sögur um náungakærleika á meðal fólks þegar hörmungar dynja yfir. Til dæmis þegar Houston varð fyrir meiriháttar flóðum á síðasta ári, gleymdi fólk eigin þörfum og fór til aðstoðar. Öldungarsveitarforseti sendi út kall um aðstoð í samfélaginu og floti 77 báta var fljótlega skipulagður. Björgunarsveitir fóru um hverfi sem höfðu orðið fyrir áfalli og fluttu heilu fjölskyldurnar í kirkjubyggingarnar okkar, þar sem þau fengu athvarf og þarfa aðstoð. Meðlimir og þeir sem ekki tilheyra kirkju okkar, unnu saman með einn tilgang í huga.

Ljósmynd
Trúboðar að kenna spænsku

Í Santiago, Síle, fann Líknarfélagsforseti fyrir þeirri þrá að aðstoða innflytjendur í samfélagi hennar, sem höfðu komið frá Haítí. Með því að ráðgast við prestdæmisleiðtoga sína, komu hún og aðrir leiðtogar upp með hugmyndina að bjóða spænskukennslu fyrir þessa innflytjendur og hjálpa þeim að aðlagast nýja heimili sínu betur. Á hverjum laugardagsmorgni komu trúboðarnir saman með áköfum nemendum sínum. Tilfinning einingar í þeirri byggingu er hvetjandi dæmi um fólk frá mismunandi bakgrunni að þjóna einhuga.

Ljósmynd
Sjálfboðaliðar í Mexíkó

Í Mexíkó ferðuðust hundruð meðlima klukkutímunum saman til að aðstoða fórnarlömb tveggja stórra jarðskjálfta. Þeir komu með verkfæri, tæki og kærleika til náunga síns. Á sama tíma og sjálfboðaliðarnir söfnuðust saman í kirkjubyggingu okkar og biðu leiðsagnar, fór borgarstjóri Ixhuatán að gráta er hann sá slíka birtingu „[hreinnar ástar Krists].“17

Drottinn gefur okkur nú tækifæri til að ráðgast saman í hverjum mánuði í prestæmissveitum og Líknarfélögum, svo að við getum öll verið virkari þátttakendur í kviksjá deilda okkar eða greina – stað þar sem við pössum öll og þörf er fyrir alla.

Vegur hvers og eins okkar er mismunandi en við göngum hann samt saman. Vegur okkar snýst ekki um það sem við höfum gert eða hvert við höfum farið; hann snýst um það hvert við erum að fara og hvað við erum að verða, í einhug. Þegar við ráðgumst saman, undir leiðsögn heilags anda, getum við séð hvar við erum og hvar við þurfum að vera. Heilagur andi veitir okkur sýn sem náttúruleg augu okkar geta ekki séð, vegna þess að „opinberun er dreifð á meðal okkar,“18 og þegar við setjum þá opinberun saman þá sjáum við betur.

Þegar við vinnum af einum huga, þá ætti tilgangur okkar að vera að leita að og framkvæma vilja Drottins og hvati okkar ætti að vera sá kærleikur sem við berum til Guðs og náunga okkar,19 og æðsta þrá okkar ætti að vera sú að „[vinna] ötullega,“20 svo að við getum undirbúið veginn fyrir dýrðlega endurkomu frelsarans. Við getum einungis gert þetta ef við erum af „einum huga.“

Eins og kóngafiðrildin, höldum áfram ferð okkar í sameiginlegum tilgangi, hvert og eitt okkar með okkar eigin eiginleika og framlag, starfandi að því að gera þetta fallegri og frjósamari heim - eitt smáskref í einu og í einingu við boðorð Guðs.

Drottinn vor Jesús Kristur lofaði okkur að þegar við söfnumst saman í hans nafni, þá er hann mitt á meðal okkar.21 Ég ber ykkur vitni um að hann lifir og hann var reistur upp á fallegum vormorgni eins og í dag. Hann er kóngurinn yfir öllum kóngum, „konungur konunganna og Drottinn drottnanna.“22

Megum við vera eitt í föðurnum og eingetnum syni hans, er við erum leidd af heilögum anda, er auðmjúk bæn mín, í nafni Jesús Krists, amen.

Heimildir

  1. Sjá Abraham 3:26; 4:7, 9–12, 15, 18, 21, 24–25.

  2. Nokkuð áhugavert varðandi kóngafiðrildin er að það tekur þau um 3 ættliði að komast alla leið norður til Kanada. Hins vegar þá getur „ofurættliður“ komist alla leið suður til Mexíkó, eytt vetrinum þar og komist svo fyrsta legginn norður aftur. (Sjá “Flight of the Butterflies” [video, 2012]; “‘Flight’: A Few Million Little Creatures That Could,” WBUR News, sept. 28, 2012, wbur.org.)

  3. Sjá “Why Do Monarchs Form Overnight Roosts during Fall Migration?” learner.org/jnorth/tm/monarch/sl/17/text.html.

  4. Sjá “What Is a Group of Butterflies Called?” amazingbutterflies.com/frequentlyaskedquestions.htm; sjá einnig “kaleidoscope,” merriam-webster.com. Kaleidoscope kemur úr gríska orðinu kalos (“beautiful”) og eidos (“form”).

  5. Sjá “The Family: A Proclamation to the World,” Liahona, maí 2017, 145.

  6. Kenning og sáttmálar 88:19; sjá einnig Kenning og sáttmálar 88:25.

  7. Sjá Mósía 18:21.

  8. 3 Ne 10:4.

  9. Kenning og sáttmálar 38:27.

  10. Mósía 15:7

  11. Post 1:14; skáletrað hér.

  12. Sumt af því sem hinir heilögu gerðu í Jerúsalem; völdu nýja postula og sjö heiðarlega menn og studdu þá (sjá Post 1:26; 6:3–5); söfnuðust saman á hvítasunnudegi (sjá Post 2:1); vitnuðu um Jesú Krist (sjá Post 2:22–36; 3:13–26; 4:10, 33; 5:42); kölluðu fólk til iðrunar og skírðu þá (sjá Post 2:38–41); héldu áfram í bræðralagi og brutu brauð og í bæn (sjá Post 2:42); héldu hópinn og áttu allt í sameiningu (sjá Post 2:44–46; 4:34–35); sóttu musterið (sjá Post 2:46); borðuðu kjöt sitt með gleði og af einum hug. (sjáPost 2:46); lofsungu Guð og fundu velvild á milli allra (sjá Post 2:47); voru hlýðin trúnni (sjá Post 6:7); báðu oft og kenndu orðið (sjá Post 6:4). Sumt af því sem hinir heilögu gerðu í Ameríku: kenndu fagnaðarerindi Jesú Krists (sjá 3 Ne 28:23); stofnuðu kirkju Krists (sjá 4 Ne 1:1); skírðu fólkið (sjá 4 Ne1:1); allir komu réttlátlega fram við aðra (sjá 4 Ne 1:2); deildu öllu sameiginlega á meðal sín (sjá 4 Ne 1:3); endurbyggðu borgir (sjá 4 Ne 1:7–9); giftust (sjá 4 Ne 1:11); fylgdu boðorðunum sem þau fengu frá Drottni (sja 4 Ne 1:12); héldu áfram í föstu og bæn (sjá 4 Ne 1:12); hittust oft til að biðja og hlýða á orð Drottins (sjá 4 Ne 1:12).

  13. Sumar af blessununum sem hinir heilögu hlutur í Jerúsalem: þau voru fyllt heilögum anda (sjá Post 2:4; 4:31); þau meðtóku gjöf tungnatals og spádóms og sögðu frá hinum dásamlegu verkum Guðs (sjá Post 2:4–18); postularnir framkvæmdu mörg undur og merki (sjá Post 2:43); kraftaverk gerðust (sjá Post 3:1–10; 5:18–19; 6:8, 15); fleiri gengu í kirkjuna (sjá Post 2:47; 5:14). Sumar af blessununum sem hinir heilög meðtóku í Ameríku: fólkið snérust til trúar á Drottinn (sjá 3 Ne 28:23; 4 Ne 1:2); kynslóð var blessuð (sjá 3 Ne 28:23); það var engin óeining eða ósætti á meðal þeirra (sjá 4 Ne 1:2, 13, 15, 18); það var enginn ríkur né fátækur (sjá 4 Ne 1:3); þau voru öll frjáls og meðtóku af hinni himnesku gjöf (sjá 4 Ne 1:3); það var friður í landinu (sjá 4 Ne 1:4); mikil kraftaverk gerðust (sjá 4 Ne 1:5, 13); Drottinn sá til þess að þeim farnaðist vel (sjá 4 Ne 1:7, 18); þeim óx styrkur, og henni fjölgaði mjög ört, og fólkið varð fagurt og viðfelldið. (sjá 4 Ne 1:10); fólkið var blessað í samræmi við hin mörgu fyrirheit, sem Drottinn hafði gefið því (sjá 4 Ne1:11); „engar deilur voru í landinu vegna elsku Guðs, sem bjó í hjörtum fólksins.“(4 Ne 1:15); „öfund var, né erjur, róstur, hórdómur, lygar, morð eða nokkurt lauslæti. Og vissulega gat ekki hamingjusamara fólk á meðal allra þeirra, sem Guð hafði skapað.“ (4 Ne 1:16);„Engir ræningjar voru, né morðingjar, né voru þar Lamanítar eða yfirleitt nokkrir -ítar, heldur voru allir eitt, börn Krists og erfingjar að Guðsríki.“(4 Ne 1:17); Drottinn blessaði öll verk þeirra (sjá 4 Ne 1:18).

  14. Jean B. Bingham, “That Your Joy Might Be Full,” Liahona, nóv. 2017, 85.

  15. Sjá 4 Ne 1:15.

  16. Jeffrey R. Holland, “Emissaries to the Church,” Liahona, nóv. 2016, 62.

  17. Moró 7:47.

  18. Neil L. Andersen, in “Auxiliary Panels Use New Training Library,” Liahona, apr. 2011, 76.

  19. Sjá Matt 22:37–40.

  20. Jakob 5:61.

  21. Sjá Matt 18:20.

  22. 1 Tím 6:15.