Tónlist
Ver hljóð, mín sál


41

Ver hljóð, mín sál

Friðsælt

1. Ver hljóð, mín sál, þér Son Guðs berst við hlið,

sigur þér veitir og eilífan frið.

Með stilling ber því sorgir, kross og kvöl,

konungi lífsins fel þitt ráð og böl.

Ver hljóð, mín sál, því æðsti ástvin þinn

öruggt þig leiðir inn í fögnuð sinn.

2. Ver hljóð, mín sál, Guð vel mun vernda þig

vandþrædda framtíð líkt og genginn stig.

Lát ekkert hagga trausti von og trú,

trygglega skýrist allt, sem leynt er nú.

Ver hljóð, mín sál, því veðrin vinda hörð

valdi Krists lúta enn sem fyrr á jörð.

3. Ver hljóð, mín sál, ótt líður ævistund,

eilífðin rennur upp við Drottins fund.

Heimsbölið verður gleymt og grafið þá,

guðlegur fögnuður þér skín á brá.

Ver hljóð, mín sál, því eftir allt sem var

örugg og blessuð munum hittast þar.

Texti: Katharina von Schlegel, f. 1697; enskur texti: Jane Borthwick, 1813–1897

Lag: Jean Sibelius, 1865–1957, úts. útg. réttur, 1933, “Presbeterian Board of Christian Education,” endurn. 1961; úr “The Hymnal.” Birt með leyfi “The Westminister Press,” Philadelphia, Pa. Óleyfilegt að afrita á nokkurn hátt án skriflegs leyfis eigenda útg. réttar.

Íslensk þýðing: Jón Hjörleifur Jónsson, 1923

Sálmarnir 37:3–9

Kenning og sáttmálar 101:14–16, 35–38