Tónlist
Alsælu fyllist öndin mín


42

Alsælu fyllist öndin mín

Með andakt

1. Alsælu fyllist öndin mín,

æ þá ég hugsa’ um Krist,

dýrast mér er að dvelja þó

daglega í hans vist.

2. Raust engin syngur, önd né á,

ekkert má hjarta sjá

neitt sem er fegra nafni þín

né framar prísa má.

3. Iðrandi hjarta einlæg von,

auðmjúkra sálna hlíf,

fallinna gleði’ er gæska þín,

gjöf þín er eilíft líf.

4. Jesús vor gleði æ þú ert,

ennfremur lausnin skær,

dýrð þína okkur öllum gaf,

eilífðin sé oss nær.

Texti: Eignað Bernard frá Clairvaux, um 1091–1153; þýtt af Edward Caswall, 1814–1878

Lag: John B. Dykes, 1823–1876

Íslensk þýðing: Friðrik Guðni þórleifsson, 1944

Sálmarnir 104:34

Enos 1:27