Tónlist
Guðs kristni í heimi


85

Guðs kristni í heimi

Tignarlega

1. Guðs kristni í heimi, krjúp við jötu lága.

Sjá, konungur englanna fæddur er.

Himnar og heimar láti lofgjörð hljóma.

[Chorus]

Ó, dýrð í hæstu hæðum.

Ó, dýrð í hæstu hæðum.

Guðs heilagi sonur, ó dýrð sé þér.

2. Sjá, himnarnir opnast. Hverfur nætursorti,

og himneskan ljóma af stjörnu ber.

Heilagan lofsöng himinhvolfin óma.

[Chorus]

Ó, dýrð í hæstu hæðum.

Ó, dýrð í hæstu hæðum.

Guðs heilagi sonur, ó dýrð sé þér.

3. Já, dýrð sé í hæðum Drottni, Guði vorum,

og dýrð sé hans syni, er fæddur er.

Lofsöngvar hljómi. Himinhvolfin ómi:

[Chorus]

Ó, dýrð í hæstu hæðum.

Ó, dýrð í hæstu hæðum.

Guðs heilagi sonur, ó dýrð sé þér.

Texti: Eignað John F. Wade um 1711–1786

Ensk þýðing: Frederick Oakley, 1802–1880

Lag eignað: John F. Wade

Íslensk þýðing: Valdimar V. Snævarr 1883–1960

Lúkasarguðspjall 2:8–20

Sálmarnir 95:6