Tónlist
Lof syngið honum


11

Lof syngið honum

Líflega

1. Lof syngið honum sem litið fékk Jahve,

leiddur af Jesú hann spámaður er.

Leiðina opnaði, þá sem vér þráðum,

þjóðanna konunga lof honum ber.

[Chorus]

Heill sé þér spámaður himins á leiðum,

harðstjórn og svikráð ei lengur þér ná.

Meðbræðrum þínum þú guðstrúna glæðir,

gleymskan og dauðinn ei sigrað þig fá.

2. Blessum hans minning, hann dó píslardauða,

dýrðlegur bjarmi um nafnið hans skín.

Lengi mun blóð hans í himininn hrópa,

hrifning og frægð hans á jörðinni’ ei dvín.

[Chorus]

Heill sé þér spámaður himins á leiðum,

harðstjórn og svikráð ei lengur þér ná.

Meðbræðrum þínum þú guðstrúna glæðir,

gleymskan og dauðinn ei sigrað þig fá.

3. Hefur sem prestur á himinsins leiðum

heiður um eilífð og lyklavöld há.

Sannur og einlægur eignast sitt ríki,

öðlast þar krýningu spámönnum hjá.

[Chorus]

Heill sé þér spámaður himins á leiðum,

harðstjórn og svikráð ei lengur þér ná.

Meðbræðrum þínum þú guðstrúna glæðir,

gleymskan og dauðinn ei sigrað þig fá.

4. Fórnin er leiðin til himinsins hæða,

heimur sig bæti af sekt verði frí.

Vakningin komi og sannleikann sýni.

Sjá, „bróðir Jósep“ mun koma á ný.

[Chorus]

Heill sé þér spámaður himins á leiðum,

harðstjórn og svikráð ei lengur þér ná.

Meðbræðrum þínum þú guðstrúna glæðir,

gleymskan og dauðinn ei sigrað þig fá.

Texti: William W. Phelps, 1792–1872

Lag: Skoskt þjóðlag

Íslensk þýðing: MarÍus Ólafsson, 1891–1983

Kenning og sáttmálar 135

2 Nefí 3:14–15