Tónlist
Sem góður hirðir Herrann velur


20

Sem góður hirðir Herrann velur

Blíðlega

1. Sem góður hirðir Herran velur

haglendið kostaríkast mér.

Með návist sinni ástkær elur

önn fyrir mínum þörfum hér.

Hans kærleiks auga gefur gætur

göngu minni daga’ og nætur.

2. Er fjalla auðnir villur vega

velkist í þorsta’ og hungurs neyð,

til frjólendisins farsællega

færir hann mig á rétta leið,

þar lygnar ár og lindir streyma,

ljúfgresið safaríkt mér geyma.

Texti: Joseph Addison, 1672–1729

Lag: Dimitri Bortniansky, 1751–1825

Íslensk þýðing: Jón Hjörleifur Jónsson, 1923

Sálmarnir 23

Jesaja 40:11