Tónlist
Nú er sólskin mér í sál í dag


87

Nú er sólskin mér í sál í dag

Glaðlega

1. Nú er sólskin mér í sál í dag

og signuð gleðirós,

nú jörð og himinn jafnt mér skín,

því Jesús er mitt ljós.

[Chorus]

Nú er sólskin, sumarsólskin,

sælar allar stundir dagsins nú,

mér Jesús auglit sýnir sitt,

sólbjart er því hjarta mitt.

2. Full af söng er sála mín í dag,

þar svella strengir dátt,

og fleiri raddir finn ég þar

en fæ ég sungið hátt.

[Chorus]

Nú er sólskin, sumarsólskin,

sælar allar stundir dagsins nú,

mér Jesús auglit sýnir sitt,

sólbjart er því hjarta mitt.

3. Nú er vortíð sæl í sál í dag,

með sumarmildum blæ,

ég finn, hve vex mín von og ást

og vökvast hulin fræ.

[Chorus]

Nú er sólskin, sumarsólskin,

sælar allar stundir dagsins nú,

mér Jesús auglit sýnir sitt,

sólbjart er því hjarta mitt.

4. Nú er gæfa sönn í sál í dag,

því sjálfan Guð ég á,

og meiri heill en get ég greint

er geymd mér Jesú hjá.

[Chorus]

Nú er sólskin, sumarsólskin,

sælar allar stundir dagsins nú,

mér Jesús auglit sýnir sitt,

sólbjart er því hjarta mitt.

Texti: Eliza E. Hewitt, 1851–1920

Lag: John R. Sweney, 1837–1899

Íslensk þýðing: Friðrik Friðriksson, 1868–1961

Jesaja 60:19

Sálmarnir 16:9, 11