2013
Musterishátíðahöld!
Apríl 2013


Musterishátíðahöld!

Darcie Jensen býr í Kaliforníu, Bandaríkjunum.

Þegar lokið var við byggingu Salt Lake musterisins árið 1893, fögnuðu hinir Síðari daga heilögu. Þeir höfðu verið 40 ára að byggja musterið. Þar sem börnin höfðu gefið fé til byggingarinnar, ákvað Wilford Woodruff forseti að hafa fimm sérstakar vígsluathafnir fyrir börnin.

Í dag er musteri að finna um allan heim og börnin hjálpa enn til við hátíðarhöld tileinkuð fullbyggðum musterum. Sjáið hvernig börnin hafa tekið þátt, nú og áður.

Yfir 12.000 börn komu á vígslu Salt Lake musterisins. Þessi börn frá Sugar House deildinni komu með lest.

Þessi aðgangsmiði var fyrir börn upp að 16 ára aldri, til að fara á sérstaka vígsluathafnir Salt Lake musterisins. Postular og meðlimir Æðsta forsætisráðsins töluðu til barnanna í musterinu.

Stundum eru musteri endurvígð eftir að þau hafa verið gerð upp. Börn í Barnafélaginu sungu og héldu á ljósum á hátíðarsýningu endurvígslu Anchorage musterisins í Alaska.

Í hverri viku, á byggingartíma Gilbert musterisins í Arisóna, hafa börnin í Barnafélagi Gilbert Highland stikunnar í Arisóna, einsett sér að þjóna einhverjum í deildum sínum.

Þegar San Diego musterið í Kaliforníu var byggt, bjuggu börnin í Barnafélagi í Mexíkó, til litskrúðuga ábreiðu fyrir musterið. Aðalvaldhafar stóðu á ábreiðinnu meðan á hornsteinsathöfn vígslunnar stóð.

Börn í Barnafélaginu í Manitoba, Kanada, óku í þrjár klukkustundir til Regina Saskatchewan musterisins til að snerta veggi þess og setja sér það markmið að fara einhvern tíma þangað inn.

Börn Barnafélagsins buðu gesti velkomna á opið hús í Kyiv musterinu í Úkraínu með því að syngja „Musterið.“

Yfir 800 börn í Barnafélaginu í Vestur-Afríku sungu „Guðs barnið eitt ég er,“ á menningarviðburði áður en Accra musterið í Ghana var vígt.

Hvert musteri hefur hornstein sem sýnir vígsluár þess. Við vígsluna innsigla aðalvaldhafar hornsteininn með múrhúð. Isaac B., 9 ára, aðstoðað við að múrhúða hornstein Kansas City musterisins í Missouri.

Börn Barnafélagsins sungu fyrir Gordon B. Hinckley forseta þegar hann kom til að vígja Aba musterið í Nígeríu.

Ljósmyndir (frá vinstri): Birt með leyfi Gilbert Arizona Highland Stikunnar; birt með leyfi Sögusafns kirkjunnar; birt með leyfi Richard N. Holzapfel; eftir Lynn Howlett; eftir Mabel og Delbert Palmer; birt með leyfi Russell K. Anderson; eftir David M. W. Pickup; eftir Lori Garcia; eftir Gerry Avant; og eftir Julie Dockstader Heaps; teikning eftir Brad Teare