2013
Jesús Kristur endurreisti kirkju sína á síðari dögum
Apríl 2013


Koma með Barnafélagið inn á heimilið

Jesús Kristur endurreisti kirkju sína á síðari dögum

Þið getið notað lexíuna og verkefnið sem hér eru til að læra meira um þema Barnafélagsins þennan mánuðinn.

Ímyndið ykkur að þið séuð í fjársjóðsleit. Hvar mynduð þið leita að fjársjóðinum? Hvernig mynduð þið finna hann? Væri fjársjóðskistu þar að finna? Hvað væri í henni?

Í sumum fjársjóðskistum eru fallegir gimsteinar og dýrmætir smápeningar. Sem meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, eigum við fjársjóð sem er jafnvel enn dýrmætari: Fagnaðarerindi Jesú Krists.

Margir þekkja ekki þann fjársjóð, svo ábyrgð okkar er að miðla honum eins mörgum og mögulegt er.

Eftir dauða Jesú og postula hans, glötuðust eða breyttust sumar kenningar og helgiathafnir fagnaðarerindisins, þar með talið skírnin, prestdæmisvaldið, musterin, lifandi spámenn og sakramentið.

Allur sá fjársjóður fagnaðarerindisins var endurreistur fyrir atbeina spámannsins Josephs Smith. Himneskur faðir og Jesús Kristur birtust Joseph Smith í Lundinum helga, eftir að hann hafði beðist fyrir um að þekkja sannleikann.

Síðar fékk Joseph gulltöflurnar í hendur og þýddi þær sem Mormónsbók. Mormónsbók geymir kenningar sem við metum sem gersemar, því í henni er eitt sinn glataður sannleikur útskýrður. Við hljótum margar blessanir, því við höfum þennan sannleika fagnaðarerindisins.

Hve dýrmætur fjársjóður!

Teikningar eftir Bryan Beach