2013
Öðlast skilning á skírninni
Apríl 2013


Börn

Öðlast skilning á skírninni

Hver mun skíra mig?

Sá sem skírir þig þarf að hafa prestdæmið—valdsumboð til að framkvæma í nafni Guðs. Þegar Jesús vildi skírast fór hann til Jóhannesar, sem hafði prestdæmið (sjá Matt 3:13).

Sá einstaklingur sem skírir þig fær heimild til þess hjá biskupi þínum eða greinarforseta.

Verð ég að fara á kaf í vatnið til að láta skírast?

Jesús var skírður með niðurdýfingu, sem fólst í því að hann fór allur á kaf í vatnið og kom samstundis upp úr því aftur (sjá Matt 3:16). Þannig þarft þú að láta skírast. Þessi skírnaraðferð minnir okkur á við yfirgefum fyrra líferni og hefjum nýtt líf, helgað þjónustu við Guð og börn hans.

Hvaða loforð gef ég við skírn mína?

Þegar þú skírist gerir þú sáttmála, eða strengir tvíhliða heit, við himneskan föður. Þú lofar honum að þú munir gera ákveðna hluti og hann lofar að blessa þig. Þessum sáttmála er lýst í sakramentisbænunum, sem fluttar eru hvern sunnudag (sjá K&S 20:77–79). Þú lofar að:

  • Hafa Jesú Krist ávallt í huga.

  • Halda boðorð hans.

  • Taka á þig nafn Krists, sem þýðir að þú hefur verk hans í fyrirrúmi í lífi þínu og gerir vilja hans í stað vilja heimsins.

Þegar þú heldur þetta loforð, mun himneskur faðir lofa að heilagur andi verði með þér og syndir þínar verði fyrirgefnar.

Hvað er heilagur andi?

Gjöf heilags anda er ein af dýrmætustu gjöfum himnesks föður. Skírn þín í vatni er ekki fullkomnuð fyrr en menn sem hafa Melkísedeksprestdæmið veita þér blessun um að meðtaka heilagan anda (sjá  Jóh 3:5).

Heilagur andi er aðili að Guðdóminum. Hann vitnar um himneskan föður og Jesú Krist og hjálpar okkur að þekkja sannleikann. Hann hjálpar okkur að vera andlega sterk. Hann varar okkur við hættum. Hann hjálpar okkur að læra. Heilagur andi getur hjálpað okkur að skynja kærleika Guðs.

Þegar þú ert staðfestur eða staðfest sem meðlimur kirkjunnar, getur heilagur andi ávallt verið með þér, ef þú velur hið rétta.

Af hverju þarf ég alla vega að vera átta ára til að láta skírast?

Drottinn kennir að börn skuli ekki láta skírast fyrr en þau verða nægilega gömul til að greina á milli góðs og ills, sem ritningarnar segja að sé við átta ára aldur (sjá Moró 8:11–12; K&S 29:46–47; 68:27).

Ljósmynd © Dynamic Graphics; ljósmynduð teikning eftir David Stoker, Matthew Reier og Sarah Jenson