2013
Finna gleði í lífinu
Apríl 2013


Finna gleði í lífinu

Karen Rockwood, Idaho, Bandaríkjunum

Eitt sinn var ég að lesa aðalráðstefnuræðu eftir öldung Richard G. Scott í Tólfpostulasveitinni. Þótt ég hefði hlustað á og lesið ræðuna hans áður, fangaði orðtak nokkurt athygli mína og festist í huga mínum.

Nokkrum klukkustundum síðar kom sonur minn í heimsókn, en hann bjó í íbúð með vinum sínum. Hann hafði þjónað í trúboði og tekið nokkrar annir í framhaldsskóla. Hann var óákveðinn varðandi menntunarsvið og hvaða starfsvettvang hann ætti að velja sér. Þar sem hann hafði orðið vonsvikinn og fundist skólinn tíma- og peningasóun, þegar hér var komið, ákvað hann að fresta námi og fara út á vinnumarkaðinn.

Hann hafði sagt mér að einn vina hans hefði lagt til að þeir færu til Bahamaeyja eða Karabíaeyja fengju sér vinnu þar og skemmtu sér í nokkra mánuði. Sonur minn var eftirvæntingarfullur yfir horfunum. Ég fékk auðveldlega séð hvernig slíkt áhyggjulaust líf gæti verið spennandi fyrir ungan mann.

Einmitt þá kom boðskapur öldungs Scotts upp í huga minn. Ég tók upp Ensign og las eftirfarandi fyrir son minn: „Þið eruð hér á jörðu í guðlegum tilgangi. Ekki fyrir endalausa skemmtun, eða til að sækjast stanslaust eftir ánægju. Þið eruð hér til að verða sannreynd, sýna hvað í ykkur býr, svo þið fáið hlotið þær auknu blessanir sem Guð ætlar ykkur. Krafa er gerð um mildandi áhrif þolinmæðar“ („Finding Joy in Life,“ Ensign, maí 1996, 25).

Án þess að segja orð, tók sonur minn tímaritið, gekk í burtu og las alla ræðuna. Síðar sagði hann aðeins að hann hyggðist ekki taka þátt í eyjaævintýrinu.

Þegar að því kom fór hann í lögregluskólann, og í framhaldi af því kynntist hann eiginkonu sinni. Þau giftust í Mesa musterinu í Arisóna og eiga nú þrjú dásamleg börn. Árið 2010 ávann sonur minn sér háskólagráðu og hefur sannlega „fundið gleði í lífinu.“

Fyrirhugað ævintýri sonar míns hefði getað orðið góð reynsla; hins vegar hefði hún líka getað verið andlega hættuleg. Í hvert sinn er ég íhuga þessa reynslu, snertir andinn hjarta mitt.

Ég er þakklát fyrir orð spámannanna og að ég hlaut hugboð um að vitna í ræðu sem hjálpaði mér að veita handleiðslu. Ég er líka þakklát fyrir að sonur minn hlustaði á á boðskap Drottins og leyfði anda Drottins að hafa áhrif á sig. Ég veit að margar blessanir og ljúf náð hljótast þegar við hlustum á og hagnýtum okkur kenningar frelsarans og þjóna hans.