2013
Spurningar og svör
Apríl 2013


Spurningar og svör

„Hvernig útskýri ég fyrir vinum mínum að slæmt sé að brjóta skírlífislögmálið?“

Himneskur faðir vill að við séum hamingjusöm og verðug anda hans, og því gefur hann okkur boðorð til að hjálpa okkur hafa hugsanir okkar, orð og verk innan viðeigandi marka. Skírlífislögmálið hjálpar okkur að halda sköpunarkraftinum innan vébanda hjónabandsins. Ein ástæða þess að hann býður að eiginmaður og eiginkona noti aðeins sköpunarkraftinn sín á milli, er sú að „börn eiga rétt á því að fæðast innan hjónabandsins.“1

Þið getið gefið vini ykkar eintak af Til styrktar æskunni. Þar eru gefnar nokkrar ástæður fyrir því að rétt er að lifa eftir skírlífislögmálinu: „Þegar þið hlýðið boðorði Guðs um kynferðislegan hreinleika, búið þið ykkur undir að gera og halda helga sáttmála í musterinu. Þið búið ykkur þá undir að þróa gott hjónaband og að færa börn í heiminn, líkt og á við um eilífa og ástríka fjölskyldu. Þið verjið ykkur einnig gagnvart andlegum og tilfinningalegum skaða, sem er fylgifiskur líkamlegs sambands utan hjónabands. Þið verjið ykkur líka gegn skaðsömum sjúkdómum. Ef þið viðhaldið kynferðislegum hreinleika eflið þið eigið sjálfsöryggi og hamingju og verðið betur í stakk búin til að taka góðar ákvarðanir nú og á komandi tíð.“2

Musterið

Himneskur faðir ætlar okkur öllum guðlegan tilgang og hann getum við uppfyllt í musterinu. Við ættum að vera verðug þess að fara í musterið, svo fjölskyldur okkar geti verið ævarandi innsiglaðar. Við munum dvelja með okkar himneska föður og það sem mikilvægast er, við munum njóta óendanlegrar gleði, sem ekki er mögulegt hinum óverðugu.

Alofa M., 18 ára, Samóa

Hjónaband og fjölskylda

Við erum hvött til að vera kynferðislega hrein, svo við séum verðug þess að fara í musterið og halda helga sáttmála. Ef við lifum eftir skírlífislögmálinu, getum við unnið að öflugu hjónabandi og fjölskyldu. Satan er ætíð fyrir hendi til að freista okkar, en með bæn, ritningarlestri og góðum vinum, fáum við sigrast á því.

Resty M., 16 ára, Filippseyjum

Slæmar afleiðingar

Það hefur margar slæmar afleiðingar að brjóta skírlífislögmálið, og við lærum ekki um þær allar í heilsufræði. Það getur hrakið andann í burtu, ef skírlífislögmálið er brotið, sært okkar nánustu og skapað vanlíðan hjá okkur sjálfum. Ég legg til að þið horfið á stuttmynd með boðskap mormóna sem heitir „Chastity: What Are the Limits?“ [á youth.lds.org á ensku, portúgölsku og spænsku].

Matthew T., 17 ára, Utah, Bandaríkjunum

Hreinleiki og sjálfsvirðing

Ef við lifum eftir skírlífislögmálinu, verðum við hrein í augum Guðs, búum að sjálfsvirðingu og stuðlum að því að aðrir virði okkur líka. Ef við hlítum skírlífislögmálið, sýnum við að við erum börn Guðs og að við lifum eftir æðri stöðlum. Við þurfum þá ekki að upplifa eftirsjá. Þegar við hlýðum himneskum föður, einkum hvað þetta lögmál varðar, verðum við hamingjusamari hér á jörðu og í komandi heimi.

Alyana G., 19, Filippseyjum

Helg gjöf

Ef farið er léttilega með gjöf sköpunar, er litið á þessa dýrmætu gjöf Guðs sem hversdagslega. Ef sá sem við gefum gjöf finnst hún ekki sérstök, finnum við ekki til mikillar gleði. Við verðum alltaf að líta á sköpunarkraftinn sem helgan, því við erum öll musteri Guðs og ættum að vera hrein sem musteri hans.

Jaron Z., 15 ára, Idaho, Bandaríkjunum

Hafa andann með okkur

Þegar við erum hrein af synd, verðum við mun hamingjusamari og blessaðri. Líkamar okkar eru sem musteri og himneskur faðir „dvelst ekki í vanhelgum musterum“ (Alma 7:21). Andinn fær því dvalið í okkur þegar við erum hrein af synd.

Maryann P., 14 ára, Arkansas, Bandaríkjunum

Mikilvægar spurningar

Svarið spurningu vinar ykkar með því að leggja fyrir hann nokkrar spurningar: „Hvað ef framtíðarmaki þinn væri að horfa á þig nú?“ Allir sem ég hef heyrt um sem brotið hafa skírlífislögmálið, hafa séð eftir því. „Hvað ef framtíðarbarn þitt spyrði hvort þú hefur brotið skírlífislögmálið?“ Vinur ykkar þarf að þekkja mikilvægi skírlífislögmálsins nú þegar, áður en sonur hans eða dóttir spyr slíkrar spurningar. Við þurfum að halda okkur hreinum, til að stuðla að hamingju okkar og heilbrigðu lífi, án sektar um að hafa brotið heilagt lögmál.

Robyn K., 13 ára, Utah, Bandaríkjunum

Dyggð og skírlífi

Drottinn hefur velþóknun á dyggð og skírlífi og allt ætti að gerast á réttum tíma. Skírlífislögmálið er boðorð frá Drottni. Bæn og samfélag andans eru fullkomin samsetning til að fá vitað að hreinlífi er blessun.

Selene R., 18 ára, Nicaragua

Innan hjónabandsins

Ég myndi útskýra fyrir vini mínum að slæm hugmynd væri að brjóta skírlífislögmálið, því sköpunarkrafturinn er aðeins ætlaður löglega giftum hjónum. Þegar við brjótum skírlífislögmáið, glötum við heilögum anda í lífi okkar.

Augustina A., 15 ára, Ghana

Heimildir

  1. „Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins,“ Líahóna, nóv. 2010, 129.

  2. Til styrktar æskunni (bæklingur, 2011), 35.