2013
Heimurinn þarfnast brautryðjenda á okkar tímum
júlí 2013


Boðskapur Æðsta forsætisráðsins, júlí 2013

Heimurinn þarfnast brautryðjenda á okkar tímum

Ljósmynd
Thomas S. Monson forseti

Hvað marga varðaði þá hófst ferð þeirra ekki árið 1847 í Nauvoo, Kirtland, Far West eða New York, heldur í fjarlægum löndum líkt og í Englandi, Skotlandi, á Norðurlöndum eða í Þýskalandi. Litlu börnin skildu ekki til fulls hina miklu trú sem knúði foreldra þeirra til að yfirgefa heimili sín, fjölskyldu, vini, þægindi og öryggi.

Lítið barn gæti spurt: „Mamma, afhverju förum við að heiman? Hvert förum við?“

„Komdu nú, augasteininn minn; við förum til Síonar, borgar Guðs.“

Á milli heimalandsins og fyrirheitna landsins var ofsafengið, varasamt og voldugt Atlantshafið. Hver getur ekki ímyndað sér óttann sem gripið getur mannshjartað í slíkri hættuför? Þessir heilögu brautryðjendur treystu Guði og sigldu yfir hafið, knúnir áfram af hinni hljóðu rödd andans og einfaldri en sterkri trú.

Þeir náðu loks til Nauvoo, en aðeins til að takast enn og aftur á við harðræði í för sinni. Grafarsteinar mörkuðu leiðina allt frá Nauvoo til Salt Lake City. Það var gjaldið sem sumir brautryðjendurnir þurftu að reiða af hendi. Líkamar þeirra eru grafnir til að hvíla í friði, en nöfn þeirra verða ætíð í minnum höfð.

Lúnir uxar, marrandi vagnhjól, hugdjarfir stritandi karlmenn, ómandi baráttutrommur og gaulandi sléttuúlfar. Hinir trúuðu og verðurbörnu brautryðjendur héldu samt för sinni áfram. Oft sungu þeir:

Ó, kom þú örugg Herrans heilög sveit,

hræðstu ei ókunn lönd.

Þó ferðar þinnar löng og ströng sé leit,

leiðir þig Drottins hönd. …

Allt fer vel. Allt fer vel.1

Þessir brautryðjendur höfðu þessi orð Drottins í huga: „Reyna verður fólk mitt í öllu, svo að það sé undir það búið að meðtaka þá dýrð, sem ég ætla því, já, dýrð Síonar.“2

Minningin dofnar eftir því sem tíminn líður og þar með dregur úr þakklæti til þeirra sem gengu þjáningarveginn og skildu eftir sig táraslóð nafnlausra grafa. En hvað með áskoranir okkar tíma? Eru engir grýttir vegir að ferðast um, engin stórskorin fjöll að klífa, engin hyldýpi að fara yfir, engar slóðir að básúna, engar ár að vaða yfir? Er kannski mikil þörf nú fyrir þennan brautryðjendaanda, til að leiða okkur frá þeim hættum sem að okkur steðja og til öryggisins í Síon?

Á áratugunum eftir Síðari heimsstyrjöldina hafa siðferðisstaðlar sífellt lækkað. Glæpum fjölgar; velsæmd hrakar. Margir eru á fleygiferð í átt að hörmungum, leitandi stundaránægju á kostnað eilífrar gleði. Þannig njótum við ekki friðar.

Við gleymum því hvernig Grikkir og Rómverjar ríktu af mikilfengleika í ósiðmenntuðum heimi og hvernig sigurganga þeirra endaði—hvernig kæruleysið og linkindin tortímdi þeim. Þegar dró að lokum tóku þeir öryggið og þægindin fram yfir frelsið sem varð til þess að þeir glötuðu öllu—þægindunum og örygginu og frelsinu.

Látið ekki ginnast af tálbeitum Satans; standið heldur staðföst með sannleikanum. Tómarúm sálarinnar verður ekki fyllt með stöðugri ásókn í stundargleði æsings**(skynhrifar) og syndar. Syndin getur aldei af sér dyggð. Óvildin getur aldrei af sér elsku. Hugleysið getur aldrei af sér hugrekki. Efinn getur aldrei af sér trú.

Sumum reynist erfitt að takast á við hæðandi og andstyggilegar athugasemdir hinna heimsku, sem hæðast að skírlífi, heiðarleika og hlýðni við boðorð Guðs. En heimurinn hefur aldrei gert lífsreglum hátt undir höfði. Þegar Nóa var boðið að smíða örkina, litu hinir heimsku á heiðskíran himininn og skopuðust og spottuðust—allt þar til regnið tók að falla.

Er okkur nauðsynlegt að læra slíkar lexíur aftur og aftur? Tímar breytast, en sannleikurinn viðhelst. Ef við lærum ekki af reynslu fortíðar, erum við dæmd til að endurtaka hana og upplifa allar hörmungar og þjáningar sem henni fylgja. Höfum við ekki viskuna til að hlýða honum sem þekkir upphafið frá endinum—Drottni okkar, sem skapaði sáluhjálparáætlunina—fremur en höggorminum, sem hefur andstyggð á fegurð hennar?

Orðabókin skilgreinir brautryðjandann sem „þann sem fer á undan og greiðir öðrum leiðina.“3 Getum við einhvern veginn tileinkað okkur þá tilgangsríku hugdirfsku og staðfestu sem einkenndi brautryðjendur fyrri kynslóðar? Getum við í raun verið brautryðjendur?

Ég veit að við getum það. Ó hve heimurinn þarfnast brautryðjenda á okkar tímum!

Heimildir

  1. „Ó, kom þú örugg Herrans heilög sveit,“ Sálmar, nr. 13.

  2. Kenning og sáttmálar 136:31.

  3. Oxford English Dictionary, 2. útg. (1989), „pioneer.“

Hvernig kenna á boðskapinn

Ritningarnar greina frá því að heimiliskennurum beri að „aðvara, útskýra, hvetja og kenna og bjóða öllum að koma til Krists“ (K&S 20:59). Íhugið að benda þeim sem þið kennið á aðvaranirnar og boðin sem eru í boðskap Monsons forseta. Þið getið rætt við þau um hvernig hægt er að þekkja og fylgja réttlátum fordæmum, forðast blekkingar og læra af mistökum annarra. Spyrjið þau sem þið kennið að því hvernig þau geti verið brautryðjendur á okkar tíma.

Börnin geta haft gaman af því að læra meira um brautryðjendur með því að lesa ritröðina On the Trail, á síðu 62 í Líahóna.