2013
Gjöfin sem Jen var
október 2013


Æskufólk

Gjöfin sem Jen var

Höfundur býr í Utah, Bandaríkjunum.

Ég tók margar rangar ákvarðanir á öðru ári efsta stigs grunnskóla. Þær ákvarðanir höfðu óhamingju og alvarlegar afleiðingar í för með sér og því ákvað ég að nota sumarfríið til að gera breytingar. Þegar skólinn hófst að nýju, át ég hádegisnestið á salerninu eða á mannlausum göngunum, til að komast hjá móttökum hins miður góða félagsskapar.

Ég hafði aldrei áður verið svo einmana.

En þá gaf Guð mér gjöf: Hann sendi Jen til mín. Hún gagnrýndi mig aldrei fyrir mistökin en hvatti mig þess í stað til að halda áfram á réttri leið. Vitneskja mín um að hún væri í skólanum hvatti mig til að halda áfram að lesa ritningarnar og rækta vitnisburð minn. Þegar kom að útskriftinni, hafði ég sannað fyrir sjálfri mér að ég hafði einsett mér að breytast.

Ég velti stundum fyrir mér hvar ég væri stödd, ef Jen hefði ekki náð til mín. Hefði ég getað haldið mig við lífsreglurnar mínar án hennar? Til allrar hamingju mun ég aldrei vita það, því hún gaf af sér af öllu hjarta og var fús til að hjálpa mér á alla lund.