2015
Jesús læknar líkþráan mann
Apríl 2015


Ritningarlestur

Jesús læknar líkþráa mann

Höfundur býr í Utah, Bandaríkjunum.

Lærið saman Nýja testamentið á þessu ári!

Hugsið um það þegar þið voruð veik. Var einhver sem gerði eitthvað gott fyrir ykkur til að ykkur liði betur?

Í Nýja testamentinu lesum við um Jesú og þá góðvild sem hann sýndi hinum sjúku. Dag einn kom maður nokkur til Jesú sem hafði sársaukafullan sjúkdóm er kallast líkþrá. Hann vissi að Jesús hafði mátt til að lækna alla sem sjúkir voru. Hann trúði að Jesús gæti læknað sig. Jesús snerti hinn líkþráa og sagði: „Verð þú hreinn!“ (Mark 1:41). Um leið og Jesús hafði mælt þetta, læknaðist maðurinn.

Við getum fetað í fótspor Jesú með því að sýna hinum sjúku eða sorgmæddu góðvild og gæsku.