2015
Sækið fram í trú
Apríl 2015


Sækið fram í trú

Úr trúarræðu sem ber nafnið „Nevertheless I Went Forth,“ flutt í Brigham Young háskóla, 4. febrúar 2014. Hér má lesa alla ræðuna á ensku: speeches.byu.edu.

Fjórar ábendingar um innblásna ákvarðanatöku Nefís, geta dregið úr ótta og aukið sjálfstraust til að sækja fram.

Ljósmynd
composite of Nephi praying and a modern youth praying

Hluti af Andi bænar, eftir Claudio Roberto Aquiar Ramires

Þið, unga fólkið, eruð uppi á þeim tíma sem hefur verið tilgreindur sem „áratugur ákvarðanataka.“ Þið þurfið nú að taka mikilvægustu ákvarðanir lífs ykkar, svo sem að fara í musterið, þjóna í trúboði, hljóta menntun, velja ykkur framtíðarstarf, velja ykkur maka og vera innsigluð um tíma og alla eilífð í musterinu.“1

Ég beini máli mínu einkum til þeirra sem eiga erfitt með að taka ákvörðun varðandi eitthvað af þessu – og sumir þeirra gætu verið hálf lamaðir af ótta við að taka ranga ákvörðun eða þurft að fá styrk til að standa við áður tekna ákvörðun.

Fjórar ábendingar um innblásna ákvarðanatöku Nefís, geta dregið úr ótta ykkar og aukið sjálfstraust ykkar til að sækja fram.

1. Haldið boðorðin

Síðasta versið í hinum helgu heimildum Nefís er lýsandi fyrir líf hans: „Því að svo hefur Drottinn boðið mér, og mitt er að hlýða“ (2 Ne 33:15).

Trú Nefís og elska hans til frelsarans, endurspeglast í hlýðni hans við boðorð Guðs. Hann baðst fyrir (sjá 1 Ne 2:16). Hann las ritningarnar (sjá 1 Ne 22:1). Hann bar sig eftir og fylgdi leiðsögn lifandi spámanns (sjá 1 Ne 16:23–24). Hlýðni hans gerði það að verkum að hann átti öflugt samfélag við heilagan anda alla sína ævi og hlaut stöðugt persónulegar opinberanir.

Þið þurfið líka að halda ykkur fast að Drottni með því að halda boðorð hans. Ég ber vitni um að stöðug hlýðni við að gera hið smáa, svo sem að lesa í ritningunum, biðjast fyrir daglega, sækja kirkjusamkomur, hlíta leiðsögn lifandi spámanna og þjóna öðrum, mun gera ykkur hæf fyrir andann – og opinberanir sem hann veitir.

Fullkomnun er ekki forsenda persónulegrar opinberunar. Forsenda hennar er dagleg iðrun (sjá Róm 3:23). Sé iðrun ykkar einlæg og fullnægjandi (sjá K&S 58:42–43), munuð þið hljóta andann fyrir hreinsandi mátt friðþægingarinnar, til að hjálpa ykkur að taka erfiðar ákvarðanir.

2. Sækið fram í trú

Farið í sandala Nefís. Faðir ykkar segir ykkur að Drottinn hafi boðið sér og fjölskyldu sinni að yfirgefa ríkidæmi sitt og fara út í óbyggðirnar. Mynduð þið ekki vilja vita eitthvað um ferðina og ákvörðunarstaðinn?

Ég geri ráð fyrir að Nefí hefði orðið uppnuminn, ef Drottinn hefði sýnt honum greinilega hvað fyrir honum ætti að liggja. Þannig breytti Guð samt ekki við Nefí, og þannig mun hann ekki breyta við ykkur.

Þegar fjölskylda Nefís fór um óbyggðirnar, hlaut hann fyrirmæli „frá einum tíma til annars“ (1 Nei 16:29; 18:1). Að grandskoða eigið líf af fullvissu og nákvæmni, hefði ekki veitt honum þann þroska og trúarreynslu sem gerði hann að kristilegri einstaklingi.

Ljósmynd
composite with illustration of Lehi loading the plates of Laban on a donkey and a modern girl reading the Book of Mormon

Ef þið bíðið þess að Guð opinberi ykkur námsbraut ykkar, hverjum skuli giftast, hvaða atvinnutilboði skuli taka, hvar búa skuli, hvort fara skuli í meistaranám eða hve mörg börn þið skuluð eignast, munið þið aldrei fara að heiman. Ég ber vitni um að opinberun hlýst aðeins „frá einum tíma til annars.“

Himneskur faðir vill að við þroskumst og í því felst að við getum metið staðreyndir, notað eigin dómgreind og tekið ákvarðanir. Hann býður okkur líka að greina sér frá ákvörðunum okkar í bæn (sjá K&S 9:7–9). Öldungur Richard G. Scott í Tólfpostulasveitinni kenndi að bænheyrsla hljótist „á einhvern hinna þriggja vegu.“2

Sannfæring sem fullvissar

Öldungur Scott sagði: „Þið getið fundið finna frið, huggun og sannfæringu sem fullvissar ykkur um að ákvörðunin sé rétt.“3 Ég og eiginkona mín, Christy, höfum uppgötvað að slíka fullvissu um lífsmótandi ákvarðanir er hægt að hljóta með ritningunum, oft eftir musteristilbeiðslu.

Eftir ígrundun og bænagjörð, ákváðum við til að mynda að yfirgefa nýja draumaheimilið okkar í Texas og samþykkja að flytja til Beijing, Kína, með sex ung börn, vegna atvinnubreytingar. Við þráðum samt innilega að fá andlega staðfestingu á þessum miklu flutningum. Við hlutum guðlega fullvissu – í musterinu – er við lásum þessi orð í Kenningu og sáttmálum: Vilji minn er, að þú … [dveljir] ekki marga daga á þessum stað. … Hugsaðu … ekki um eigur þínar. „Far þú til landsvæðanna í austri“ (K&S 66:5–7).

Orð Jesú Krists í ritningunum, ásamt sterkri tilfinningu frá heilögum anda, staðfesti að ákvörðun okkar um að flytja til Kína væri rétt.

Óvissu tilfinning

Önnur aðferðin sem himneskur faðir notar til að bænheyra, er að veita ykkur „óróatilfinningu, ykkur líður ekki vel, sem gefur til kynna að valið sé rangt.“4

Eftir trúboðið mitt í Tævan, taldi ég að nám í alþjóðalögum væri góð ákvörðun til starfsframa. Þegar ég og Christy íhuguðum þann hugsanlega framtíðarmöguleika, áttuðum við okkur á að sú menntun yrði dýr og væri fimm ára skuldbinding.

Efnahagkerfi Bandaríkjanna var í mikilli lægð og fjárráð okkur voru takmörkuð, svo við töldum það góða ákvörðun að ég gengi í flugherinn til að greiða fyrir námið. Þegar ég tók hin nauðsynlegu próf og fyllti út umsóknina, leið okkur ekki vel með þessa skuldbindingu. Við fengum enga óróatilfinningu – henni fylgdi bara enginn friður.

Þessi órökrétta fjárhagsákvörðun, að því að virtist, varð ljós að hluta af þeirri staðreynd að ég hefði orðið hræðilegur lögfræðingur!

Guðlegt traust

Guð notar líka þriðju aðferðina til að bænheyra okkur: Ekkert svar. „Þegar þið lifið verðugu lífi og val ykkar samræmist kenningum frelsarans og þið þurfið að framkvæma,“ sagði öldungur Scott, „haldið þá áfram í trausti.“5

Síðasta tilraun Nefís til að ná í látúnstöflurnar, sýnir hvernig við eigum að framkvæma í guðlegu trausti. Hann skráði:

„Andinn leiddi mig, og ég vissi ekki fyrirfram, hvað gjöra skyldi.

Engu að síður hélt ég áfram“ (1 Ne 4:6–7).

Sú stund mun fyrr eða síðar upp renna á ykkar áratug ákvarðanataka að þið getið ekki lengur frestað hlutunum og verðið að taka af skarið. Það hefur mér lærst, líkt og öldungur Dallin H. Oaks í Tólfpostulasveitinni hefur kennt: „Við munum hljóta innblástur andans eftir að við höfum sjálf gert allt sem við getum, er við stritum úti í sólinni, fremur en að sitja í skugganum, biðjandi um leiðsögn til að taka fyrsta skrefið.“6

Andinn mun, líkt og tilviki Nefís, staðfesta fyrir ykkur, á tilsettum tíma,valinn veg eða vara ykkur við honum.

3. Lifið í nútíðinni

Skuldbinding Nefís í ferðinni til fyrirheitna landsins er þvert á það sem bræður hans Laman og Lemúel sýndu. Þeir tóku ákvörðun um að fara en yfirgáfu aldrei Jerúsalem í hjarta sínu. Nefí gerði við bogann sinn, sem hafði brotnað, til að geta veitt til matar, og gróf eftir málmgrýti til að geta smíðað skip, meðan bræður hans virtust hafa drepið tímann í tjaldi.

Margir í heiminum nú eru líkir Laman og Lemúel. Drottinn þarfnast hins vegar trúfastra karla og kvenna, líkt og Nefí var. Þið munið upplifa meiri framför í lífinu er þið helgið ykkur heilshugar ákvörðunum ykkar og reynið að ná árangri við núverandi aðstæður, þótt þið hugið líka að framtíðinni.

Nefí lifði eftir þessari vitru leiðsögn Thomas S. Monson forseta: „Dagdraumar um fortíð og framtíð geta veitt vellíðan en leysa okkur ekki frá því að lifa í nútíðinni. Í dag er dagur tækifæranna og við verðum að grípa þau.“7

4. Nýtið ykkur styrk annarra

Þegar við höfum leitað andans, fastmótað ákvarðanir og stefnu okkar, kunna efasemdir að koma upp í hugann og draga úr sjálfstrausti okkar. Þegar svo ber við getur traustur fjölskyldumeðlimur eða vinur veitt ráðgjöf og styrk við að halda stefnu. Mér finnst líklegt að brúður Nefís hafi orðið honum styrkur í hans lífsins ferð.

Mér varð hugsað til eiginkonu Nefís í þessu sambandi er ég heimsótti Kirkjusögusafnið. Mér varð starsýnt á málverk með Nefí bundinn við skipsmastur í ofsa stormi og böndin skárust í hörund hans.8

Við hlið Nefís var eiginkona hans og eitt barna þeirra. Stormurinn dundi líka á henni og hún upplifði áskoranir Nefís, en svipur hennar var vígreifur og styrkir armar hennar voru verndandi um axlir Nefís. Á þessari stundu rann upp fyrir mér sú blessun mín að eiga tryggan maka sem styrkti mig í þeim erfiðleikum sem ég tókst á við. Ég vonaði að ég veitti henni álíka styrk.

Ljósmynd
composite of Nephite family and modern couple

Bræður, það að leggja rækt við og auka þann andlega styrk sem þið hafið þroskað með ykkur (eða eigið eftir að gera) sem trúboðar eða með annarri réttlátri þjónustu, er ykkar dýrmætasta eign til að verða eftirsóttir sem eiginmenn og feður. Systur, andleg næmni, trú og hugrekki til að fylgja Jesú Kristi, eru meðal ykkar dýrmætustu eiginleika sem eiginkonur og mæður.

Ég hvet ykkur til að keppa að því að verða manneskja, sem getur veitt maka ykkar nú eða í framtíðinni styrk og viturlega leiðsögn. Dyggðug hjón, karl og kona, sem innsigluð eru um tíma og alla eilífð í musterinu, geta tekist á við erfiðleika sem jafningjar.

Ég heiti ykkur því, að ef þið tileinkið ykkur það sem læra má af Nefí og nútíma spámönnum um ákvarðanatökur, munið þið njóta handleiðslu með persónulegum opinberunum „frá einum tíma til annars.“ Þegar þið þroskist á ykkar áratug ákvarðanataka, megið þið þá, líkt og Nefí, hafa trú til að segja:

„Andinn leiddi mig, og ég vissi ekki fyrirfram, hvað gjöra skyldi.

Engu að síður hélt ég áfram“ (1 Ne 4:6–7).

Heimildir

  1. Robert D. Hales, „Undirbúningur að áratuga ákvörðunartöku,“ Aðalráðstefna, apríl 2007, 51.

  2. Richard G. Scott, „Hin yfirnáttúrulega gjöf bænar,“ Aðalráðstefna, apríl 2007, 10; áherslur eru upprunalegar.

  3. Richard G. Scott, „Hin yfirnáttúrulega gjöf bænar,“ 5.

  4. Richard G. Scott, „Hin yfirnáttúrulega gjöf bænar,“ 5.

  5. Richard G. Scott, „Hin yfirnáttúrulega gjöf bænar,“ 5.

  6. Dallin H. Oaks, „In His Own Time, in His Own Way,“ Liahona, ágúst 2013, 26.

  7. Thomas S. Monson, „In Search of Treasure,“ Liahona, maí 2003, 20.

  8. Sjá Helpmeet, eftir K. Sean Sullivan, í „The Book of Mormon: A Worldwide View,“ Liahona, des. 2000, 37.