2015
Áhrif Josephs
Apríl 2015


Áhrif Josephs

Lærðu um sex áhrifaþætti sem breyta lífi þínu (eða geta gert það) vegna þess sem spámaðurinn Joseph Smith gerði.

Ljósmynd
Painting of a young boy kneeling looking up at a grove of trees. At the center of the painting is a young boy (age 14) kneeling. His hands are resting on his thighs and he looks up at a light source above his head. The boy wears grey trousers (with suspenders) and grey vest and an off-white shirt. The shirt has a collar and two button placket at the front and the sleeves are rolled. The young boy had blond hair that is slightly rumpled. The background his a grove of trees, almost all with no leaves. There are some low saplings immediately behind the boy. The foreground has rocks, twings and small plants sprouting. "Walter Rane 04" appears in the lower right corner in red.

Joseph Smith lést fyrir rúmum 170 árum. Hann lifði aðeins í 38 ár og bjó mestan hluta ævi sinnar á afar afskekktum stöðum, sem ekki sjást nema á afar nákvæmum kortum. Þér er líklega kunnugt um ótalmargt sem hann kom til leiðar í lífi sínu. Hefur þú hins vegar hugsað um hvernig það hefur áhrif á þig persónulega? Of yfirgripsmikið gæti verið að gera grein fyrir því öllu, en hægt væri að byrja á þessum sex áhrifaþáttum.

Áhrif Josephs Smith:

1. Þú veist hverjir Guð og Jesús Kristur eru í raun.

Þrátt fyrir Joseph Smith, gætir þú samt trúað á Guð föðurinn og Jesú Krist. Þú gætir haft vitnisburð um Biblíuna. Hugsaðu samt um hve miklu dýpri og víðari skilningur þinn er, vegna þess sem Joseph Smith endurreisti – hinn djarfa og staðfestandi vitnisburð Mormónsbókar, Kenningar og sáttmála og Hinnar dýrmætu perlu. Þú veist til að mynda nokkuð sem flestir í heiminum vita ekki: Að hinn upprisni frelsari birtist í Ameríku – og færði sönnur á, með orðum sínum, að hann væri ekki aðeins „Guð Ísraels [heldur líka] Guð allrar jarðarinnar“ (3 Ne 11:14).

Hugsaðu um hve mikið vitnisburður þinn um himneskan föður og Jesú Krist hefur styrkst af máttugum vitnisburði spámanna, líkt og Nefí, Alma og Moróní – svo ekki sé minnst á Joseph Smith sjálfan, sem lýsti yfir: „Hann lifir! Því að við sáum hann, já, Guði til hægri handar“ (K&S 76:22–23). Hve blessunarríkt að hafa þetta aukna ljós, á tíma er trú á Guð og Jesú Krist er boðið byrginn og oft yfirgefin!

2. Þú veist að þú ert barn Guðs – og líka allir aðrir.

Ljósmynd
Youth in the Philippines are walking in a line and laughing and holding hands.

Mikilvægasti sannleikurinn sem Joseph Smith endurreisti er líklega sá sem staðfestir samband okkar við Guð.1 Að hann sé í raun faðir okkar. Hefur þú einhvern tíma staldrað við til að íhuga hvað í þeirri staðreynd felst? Það breytir sjálfsmati þínu: Hvernig sem heimurinn skilgreinir þig, þá veistu að þú ert kært barn Guðs, sem hið innra býrð að eiginleikum hans. Það breytir viðhorfi þínu til annarra: Í einni svipan eru allir – hver einn og einasti – bróðir þinn eða systir. Það breytir viðhorfi þínu til sjálfs lífsins: Gleði og sorg þess eru hluti af áætlun himnesks föður, til að hjálpa þér að líkjast honum. Þetta er nokkuð sem þú syngur um í Barnafélaginu!2

3. Fjölskylda þín getur verið eilíf.

Ljósmynd
Family posing together on a street in Hong Kong.

Afhverju eru svo margir ráðvilltir varðandi mikilvægi hjónabandsins og fjölskyldunnar? Hugsanlega vegna þess að þeir þekkja ekki kenninguna, sem endurreist var með Joseph Smith, um að hjónabandið og fjölskyldan eru vígð af Guði og eru í eðli sínu eilíf (sjá K&S 49:15; 132:7). Þetta eru ekki aðeins hefðir sem maðurinn kom á og samfélagið er að vaxa upp úr – þetta er hluti af eilífri reglu himins. Þökk sé lyklum prestdæmisins og helgiathöfnum musterisins, sem voru endurreist með spámanninum Joseph Smith, að þín eilífa fjölskylda getur hafist hér á jörðinni.

4. Þú hefur aðgang að prestdæminu og blessunum þess.

Ljósmynd
Filipino church members during a sacrament meeting.

Þú getur skírst og meðtekið gjöf heilags anda, af því að Guð endurreisti prestdæmi sitt fyrir tilverknað Josephs Smith. Þú getur leitað eftir prestdæmisblessunum til lækningar, huggunar og leiðsagnar. Þú getur gert helga sáttmála og bundist Guði. Þú getur endurnýjað sáttmála þína vikulega með því að meðtaka sakramentið. Kraftur Guðs berst í líf þitt fyrir helgiathafnir prestdæmisins (sjá K&S 84:20–21). Ekkert af þessu væri mögulegt án þess sem Joseph Smith fékk áorkað.

5. Þú er laus við ánetjun skaðlegra efna.

Ljósmynd
Two young men in DR Congo playing basketball.

Þú getur allavega verið það, ef þú lifir eftir þeirri opinberun sem Joseph hlaut árið 1833 – löngu áður en sannað var vísindalega að tóbak ylli lungnakrabbameini og áfengi lifrarsjúkdómum. Afhverju að bíða eftir visku heimsins þegar spámaður hefur opinberað visku Guðs? Vísdómsorðið sýnir að Guð lætur sér ekki aðeins annt um anda okkar, heldur einnig líkama okkar (sjá K&S 89). Hvað sem öllu líður, þá gerir það okkur líkari – ekki ólíkari – föður okkar á himnum að hafa líkama af holdi og beinum, eins og hann hefur, líkt og fram kemur í opinberun til Josephs Smith (sjá K&S 130:22).

6. Þú getur þekkt sannleikann af eigin raun fyrir heilagan anda.

Ljósmynd
A young Polynesian woman kneeling in prayer beside her bed.

Þegar hinn ungi Joseph fór í Lundinn helga, árið 1820, var sú trú almenn meðal margra kirkna að opinberun væri liðin tíð. Fyrsta sýn Josephs sannaði að svo var ekki. Himnarnir eru opnir – og ekki aðeins fyrir spámenn. Allir sem hafa fyrirspurn geta fengið svar, með því að leita af auðmýkt og kostgæfni (sjá K&S 42:61; 88:63). Þú getur til að mynda komist að því á eigin spýtur hvort Joseph Smith hafi verið spámaður Guðs, á sama hátt og Joseph fékk svar við sinni spurningu: Með því að spyrja Guð sjálfan.

Þessar ábendingar eru aðeins fáeinar. Hvað getur þú bætt hér við. Á hvaða hátt hefur líf þitt orðið fyrir áhrifum af Joseph Smith?

Heimildir

  1. Sjá Kenningar forseta kirkjunnar: Joseph Smith (2007), 37–44.

  2. Sjá „Guðs barnið eitt ég er,“ Sálmar, nr. 112.